Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST1982.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
ÓLAFUR RAGNAR í BÁS
Elns og flestir vita sem með þjóð-
málaumræðunni fylgjast hefur upp-
litið á blessuðum Þjóðviljanum verið
næsta bágborið um nokkurt skeið.
Þar hefur margt komið til, svo sem
uppdráttarsýki í blaðamönnum,
ábyrgðartilfhming ritstjóra, en þó
auðvitað fyrst og fremst þessi voða-
legu örlög að vera prívatmálgagn
fyrir Ólaf Ragnar Grimsson. Má þar
enginn við þeim margnum sem
samankomiiin er í þessum eina og
sama manni. Býttar engu hvort á
dagskrá eru friðarhreyfingar í
Bandaríkjunum, vandamál þróunar-
landa eða innanbúðardeilur í aila-
ballanum, Ólafur þingflokks-
formaður gefur línuna. Reyndar
mun þessi besser wisser og altmulig-
mand hafa gert heiðarlegar tilraunir
til að leggja undir sig fleiri fjölmiðla,
hringir upp fréttastjóra síðdegis-
pressunnar á morgnum og lekur
kjaftasögum í Mogga á kvöldum og
fjarstýrir vinum sinum á frétta-
stofunni, þegar mikið liggur við.
Hann lætur sig ekki heldur muna um
það að mæta í ráðherranefndum
þegar ráðherrarnir leggjast í in-
flúensu og hefur þannig uppi marg-
víslegan óbeðinn erindrekstur í nafni
flokks ogþjóðar.
Sagt er að þingflokksformaðurinn
hafi stjórnað útrás allaballanna á
vinnustaðafundi, enda var það liður í
hagfræðináminu í Manchester
forðum daga hvernig ætti að gera sér
dælt við verkalýðinn án þess að hafa
mikið fyrir því.
Annað mál er það, að fátt fer eins í
fínu taugarnar á verkalýðsforkólfum
aUabaUans og þessi stjórnsemi þing-
flokksformannsins, og litið þótti
þeim leggjast fyrir Guðmund jaka,
þegar hann lét Ólaf leiða sig út um
bakdyrnar með launaskerðinguna á
bakinu, eftir að þingflokkurinn hafði
kyngt þeim ósköpum.
Þannig fara raunir flokksmanna
saman við raunir ÞjóðvUjans og
hvort tvegg ja hefur því miður leitt tfl
þess að atkvæðin hafa hrunlð af
flokknum og áskrif endur af biaðinu.
Undir siíkum kringumstæðum eru
góð ráð dýr, og hafa aUabaUar staðlð
nánast ráðþrota og uppgefnir gagn-
vart uppdráttarsýkinni aUt frá því
að herskáar kvennaframboðsval-
kyrjur skipulögðu uppsagnlr á Þjóð-
vUjanum um og eftir sveitarstjórn-
arkosningar.
En Ólafur Rangar er ekki af baki
dottinn. í morgun má sjá í privat-
málgagni hans að enn bregður hann
sér í ný gervi, flokknum og mál-
gagninu tU f ramdráttar.
Á forsíðunni segir frá því að
„torkennUegur hlutur hafi fundist á
Seltjarnarnesi” í næsta nágrenni við
fbúðarhús formannsins.
t ljós kom að hér var um fosfór-
sprengju að ræða, og Ólafur auðvitað
fljótur að finna það út að vondir
menn hygðust sprengja sig í loft upp.
Á forsíðunni er Ólafur sem sagt bæði
píslarvottur og fórnardýr Ulra afla.
Á baksíðunni er aftur á móti
upplýst að ÞjóðvUjanum hafi
áskotnast 400 nýir áskrifendur um
helgina. Og skýringin: „Ólafur
Ragnar Grímsson var í bás Þjóð-
vUjans um helgina og safnaði
áskriftum”, segir þar orðrétt á bak-
síðunni.
Nú er því ekki að neita að það er
mikið snjaUræði að setja Ólaf í bás.
Þelm hefði betur dottið það fyrr í
hug, aUaböUum og ÞjóðvUja-
mönnum. En úr þvf að hagur Þjóð-
vUjans vænkast svo skyndUega við
það að geyma Ólaf f bás, hversvegna
er þessu þá ekki fylgt eftir gagnvart
flokknum sjálfum og öUum kjósend-
um, sem hafa yfirgefið aUabaUann.
Þeir ættu að setja upp annan bás
niðri á Lækjartorgi og hafa Ólaf þar
tU sýnis fram eftir vetri. Alveg er ég
viss um að Dagsbrúnarmenn og
verkalýðsforkólfar flokksins mundu
skjóta saman í básinn. Nú ef ekki, þá
má safna f bauk innl á HeimUissýn-
ingu. Ólafur gæti tekið það að sér
eins og aUt hitt.
Svarthöfði.
Tim naeslumTaoo frá þvf sýningm
opnaði fvrir rúmlega viku.
Olafur Raenar Grimsson
aIþ.lQgisma&iH:varTT>as''l>i<)5víIi-
*U1;S un-i. heigina"' op','TrTín,^:
agkriftum. Þá var einnTg þar
Heigi óiafsson skákmeístarí og
blaftamaður Þjóöviijans meö
_skákuppákomu i básnum d
| : ^
—forsetinn opnar sýninguna í 3 borgum
Forseti Islands, Vigdís Finnboga-
dóttir heldur tU Bandaríkjanna 4.
september næstkomandi og mun opna
norrænu menningarkynninguna
,3candinavia Today” í þremur
borgum vestanhafs, Washington,
Minneapolis og New York.
I ferðinni mun forsetinn m.a. heim-
sækja forseta Bandaríkjanna, Ronald
Reagan í Hvíta húsið og veröur gestur
hans í Washington. Heim aftur kemur
forsetinn 21. september.
1 fyigd með forseta Islands verða
Ólafur EgUsson sendiherra, HaUdór
Reynisson forsetaritari og Vigdís
Bjarnadóttir, deildarstjóri á forseta-
skrifstofunni. Ennfremur verða með í
föruneyti forsetans Ingvar Gíslason
menntamálaráðherra og frú, og Birgir
Thorlacius ráöuneytisstjóri og eigin-
kona hans, auk fuUtrúa Islands í undir-
búningsnefnd norrænu menningar-
kynningarinnar Kristins Hallssonar og
Tómasar Karissonar.
Dagskrá ferðarinnar er i stórum
dráttum á þessa leið. Laugardaginn 4.
september heldur forsetinn til
Washington D. C. og mun Walter J.
Stoessel, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna taka á móti honum viö
komuna. Forsetinn situr kvöldverðar-
boð íslensku sendiherrahjónanna í
Washington (5. september) og hafa
þau móttöku fyrir íslensku þátttak-
endur menningarkynningarinnar (6.
september).
Þriðjudaginn 7. september skoðar
forsetinn Coldwater Seafood Corp. í
Cambridge, Maryland, tekur þátt í
móttöku Islendingafélagsins í
Washington og veröur við flugelda-
sýningu forráðamanna „Scandinavia
today”.
Miðvikudaginn 8. september heldur
Vigdís Finnbogadóttir til fundar við
Ronald Reagan, forseta, í Hvíta húsið
og situr hádegisverðarboð sem Ba: da-
ríkjaforseti heldur til heiðurs forseta
Islands og öðrum þjóðhöfðingjum
Norðurlanda og fulltrúum þeirra.
Síðdegis sama dag heldur forseti
Islands aðalræðuna við opnunarhátíö
„Scandinavia today” í Kennedy
Center í Washington.
Föstudaginn 10. september heldur
forseti Islands til Minneapolis, í sér-
stakri flugvél Bandaríkjaforseta og
heldur aðalræðuna er ,,Scandinavia
'today” sýningin veröur opnuð þar í
borg.
A meðan Vigdís Finnbogadóttir
dvelur í Minneapolis mun hún m.a.
sitja matarboð rektors Minnesotahá-
skóla og ríkisstjórans í Minnesota.
13. september flytur forseti Isiands
aðalræöuna við opnun Scandinavia
Today í Lincoln Center í New York.
Miðvikudaginn 15. september mun
forsetinn opna sýningu á íslenskum
handritum í Pierpont Morgan bóka-
safninu í New York. Daginn eftir opnar
Vigdís sýninguna „New dimensions in
Scandinavian Architecture.” Auk þess
sem þegar er getið mun forsetinn
verða viðstaddur opnun ýmissa list-
isýninga, taka þátt í samsætum Islend-'
ingafélaga og útflutningsfyrirtækja og
hátíöarsamkomum tengdum
menningarkynningunni. Forsetinn
mun einnig sitja hádegisverðarboð
National Press Club, Kvennasamtaka
I Minneapolis og Seattle og samsæti
Islendingafélaga í þeim borgum sem
hann heimsækir, hlýða á íslenska messu
og íslenskan karlakór, svo fátt eitt sé
talið. Forseti Islands snýr aftur til
Islands þriðjudaginn 21. september.
■4s.
Forseti Islands mun meðal annars hitta Bandaríkjaf orseta i vesturf örinni.
Aætlun ferðarinnar kynnt á fundl i gær.
DV-mynd Etnar oiason.
Eldfjalla-
kippir i Mýr-
dalsjökli
„Ég hef nú túlkað þessa skjálfta
sem framrás á kviku. Það má segja
að þetta séu eldfjallaskjálftar. Þetta
er tengt kvikuhreyfingu,” sagði
Ragnar Stefánsson jarðskjálfta-
fræðingur um hræringar sem verið
hafa í Kötlu að undanförnu.
„Hins vegar er það algengt að
skjálftar finnist í eldfjöllum án þess
að gos fylgi,” sagði Ragnar
ennfremur.
Ragnar sagði aö nokkuð heföi ver-
iö um smáskjálfta í sunnanverðum
Mýrdalsjökli seinnipart sumars.
Þann 13. ágúst hefðu komiö tveir
talsvert stórir skjálftar, 4 til 4,2 á
Richter-kvarða. Eftir það hefði verið
töluvert um minni sjálfta en síðast-
liðinn fimmtudag, þann 26. ágúst,
hefði mælst skjálfti af stærðinni 4,3 á
Richter.
„Það er ekki hægt að segja um það
hvort þetta boði gos. Smáskjálftar
eru mjög algengir á þessu svæöi. Það
sem er óvenjulegt við þá er að þeir
viröast haga sér eftir árstíðum.
Þessir skjálftar eru mest seinnihluta
sumars ogáhaustin.”
— Er ástæða til aö vara fólk við?
„Það er engin ástæöa til aö vara
fólk viö. En við fylgjumst vel með öll-
um hræringum þarna,” sagði Ragn-
arStefánsson.
-KMU.
Bandaríkjaferð forseta íslands:
VIGDÍS OPNAR „SCANDI-
NAVIA TODAY” OG HITTIR
FORSETA BANDARÍKJANNA