Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST1982.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Tólfta þing kínverska
kommúnistaflokksins hefst á
morgun og verður það væntanlega
hápunkturinn í baráttu hins aldna
varaformanns flokksins, Deng
Xiaoping, fyrir auknum áhrífum,
stuðningsmanna sinna og fyrir
f jálslyndari stefnu i þjóölíf inu.
Frá því að Deng komst aftur til
valda árið 1977 eftir aö hafa veriö
mörg ár í pólitískri ónáö hófst hann
þegar í stað handa um aö bola burt
hinum róttæku vinstri mönnum sem
áður höfðu vikið honum til hliöar.
Sömuleiðis vék hann frá þúsundum
' annarra embættismanna frá timum
menningarbyltingarinnar.
Nú er hámarkinu í baráttu hans
náð. Flokksþingið sem hefst á morg-
un á að tryggja framgang stefnu
hans sem byggist meðal annars á því
að enginn einn maöur geti nokkru
sinni ráðið flokknum svo gjörsam-
lega sem Mao Tsetung gerði.
Æðstu embættismenn i Kina hafa
gert það ljóst að stöður formanns og
varaformanns flokksins verði
afnumdar og aö framkvæmdastjóri
flokksins verði i framtiðinni valda-
mesti maöurinn.
Hu Yaobang, núverandi flokksfor-
maður, sem er stuðningsmaöur
Dengs, hefur gefið til kynna aö hann
muni gegna þessu starfi og að hann
muni ásamt Zhab Ziyang forsætis-
ráðherra mynda tveggja manna
framkvæmdastjóm flokksráðsins.
Einnig er búist við miklum breyt-
ingum í uppbyggingu flokksráösins
og miðstjórnarinnar. En í miðstjóm-
inni hafa átt sæti menn sem em mjög
á öndverðum meiöi við hinn 78 ára
gamla Deng.
Þegar Deng hefur komið málum
svo fyrir sem honum líkar er reiknað
með að hann muni sjálfur að miklu
leyti draga sig í hlé.
Ýmsir stuðningsmenn hans halda
því fram að hann muni láta af vara-
formannsembættinu og í þess staö
taka sæti i ráögjafanefnd, sem
skipuð verði öldruðum, fyrrverandi
valdamönnum flokksins.
Einn hinna yngri ráðamanna
flokksins, Hua Guofeng, fyrrum for-
maöur og forsætisráðherra, hefur
ekki ástæðu til aö binda miklar vonir
við störf eða niðurstöður þingsins.
Hua tók við völdum af Mao
Tsetung samkvæmt vilja formanns-
ins sjálfs við dauða hans árið 1976.1
f jögur ár stjórnaði hann bæði flokkn-
um og ríkisstjórninni og leyfði að
þróast um sig persónudýrkun í stíl
við þá dýrkun sem gerði Mao að hálf-
geröum guöi.
En um mitt ár 1977 eftir að Deng
tók aö láta á sér kræla á ný eftir aö
hafa lent í hreinsunum
„fjórmenningaklíkunnar” svo-
nefndu hófst valdabarátta milli hans
og Hua sem leiddi að lokum til þess
að Hua varö að láta sinn hlut.
Hua lenti smám saman í minni-
hlutaaöstöðu og var þvingaður til að
láta af embætti forsætisráöherra
árið 1980 og í fyrra varð hann að láta
formannsembættið af hendi við Hu
Yaobang. Hann hrapaði niöur í sjö-
unda sætið á lista yfir valdamestu
menn flokksins og fréttaskýrendur i
Peking telja liklegt að hann muni
hrapa enn neöar á þessu þingi.
Deng getur þar með leitt hugann
frá þessum ógæfusama keppinaut
sínum. Hins vegar verður hann að
gefa gætur að hinum valdamikla her
landsins því án stuðnings hans getur
hann ekki tryggt þá skipan mála sem
hannsækist eftir.
Þetta er Deng ljóst og þótt hann
hafi neitað aö taka við formannsem-
bætti flokksins þá hefur hann fram
að þessu gegnt embætti formanns í
hinu valdamikla herráði flokksins,
sem stjómar hinum fjögurra millj-
óna manna Frelsisher alþýðunnar.
Flestir af leiðtogum Frelsishersins
eru um eða yfir sjötugt og hafa þeir
einarðlega staöið gegn öllum tillög-
um um að þeir vikju fyrir yngri
mönnum. Talið er að Deng muni
beita sér fyrir því að herráð flokks-
ins verði afnumið og í þess stað muni
hann telja gömlu herforingjana sem
þar sitja á aö taka sæti i hinni nýju
ráögjafanefnd.
Talið er að þessar breytingar á
valdakerfi flokksins muni taka mest-
an tíma þingsins sem áætlað er aö
standi í tiu til fjórtan daga. Ekkert
hefur komiö fram sem bendir til að
flokksforystan muni beita sér fyrir
einhverjum meiriháttar stefnubreyt-
ingum hvaö þá aö til hugmynda-
fræðilegrarbaráttukomi. -GAJ.
SUÐUR-AFRÍSKIR HERMENN FELLD-
Pólitískt deilumál er komið upp í
Suður-Afríku. Herinn hefur viður-
kennt að 3 hvítir liðþjálfar hafi veriö
felldir í bardaga innan landamæra
Zimbabwe. Fullyrt var aö hermenn-
imir væru fyrrum hermenn í her
Rhodesíu og hefðu verið í óleyfilegri
herferð.
A fimmtudagskvöldið sagöi
Contand Viljoen fréttamönnum í
Pretoria frá því að þrímenningamir
hefðu verið felldir er þeir hugðust
frelsa pólitiska fanga sem væru í
haldi í fangabúðum i Suður-
Zimbabwe. Hann sagði að 14 svartir
hermenn, sem áður hefðu verið í her
Rhodesíu, hefðu verið með í herferð-
inni og tekist að flýja yfir Limpopo
fljót og yfir landamærin. Þetta gerð-
ist 18. ágúst síöastliðinn.
Viljoen skýrði frá því að „Vamar-
sveitum Suöur-Afríku” þætti leitt aö
þetta heföi gerst. Hann sagöi að
hermennimir hefðu verið í þjáKvn
nærri landamærunum og heföu farið
í þessa herferð í leyfisleysi.
Stjórnarandstaðan
gagnrýnir
Philip Myburgh, talsmaður
stjórnarandstöðunnar í vamar-
málum, sagöi aö dauði hermann-
anna i Zimbabwe skapaöi alvarleg
pólitísk vandamál. Að auki benti
þetta til alvarlegs „agaleysis” i her!
Suður-Afríku. Myburgh sagði að
eyjanna. Margir þeirra voru fyrmm
hermenn í her Suður-Afríku og
Rhodesíu. Fengu þeir vopn frá
embættismönnum vamarmála.
.jSuður-Afríka getur ekki leyft sér
aö láta nota sig sem stökkpall fyrir
árásir á nágrannaríki sagði
Myburgh. Myburgh er talsmaður
hins opinbera stjómarandstööu-
flokks hvítra manna, PFP. Hann
krafðist þess að stjómin gæfi upplýs-
ingar um smáatriði varðandi árás-
ina og hvað yrði gert gegn þeim her-
mönnumsem sluppu heilir á húfi.
Viljoen hershöfðingi sagði að
mennirnir þrír sem felldir voru um
það bil 20 kílómetrum fyrir innan
landamæri Zimbabwe væm lið-
þjálfarnir David Berry, John
Wessels og Robert Beech. Hann
sagði að sannanir væru til fyrir því
að Wessels hefði í fyrstu verið
særður en siðan tekinn af lifi.
Viljoen sagði að hermennimir
hefðu haft spurnir af því að nokkrir
gamlir félagar þeirra úr rhodesíska
hemum væru í haldi nærri
landamærunum og heföu þeir því
ákveðið aö takast á hendur herferð
tilþess aöfrelsaþá.
Viljoen kvartaöi að lokum yfir því
aö stjóm Zimbabwe heföi neitað að
hjálpa til viö rannsókn málsins, sem
enn er ekki lokið.
ás
herferðin sem var farin án vitundar sveitimar hefðu ekki lært sínar Þá reyndu málaliðar undir stjórn
yfirmanna benti til þess að vamar- lexíur af Seychelles málinu. Mike Hoare að steypa stjórn
3 hvitlr hermenn i her Suður-Afríku vora feUdir innan landamæra Zimbabwe á dögunum. Þelr vora allir fyrrverandi
hermenn i her Rhodesiu.
Tólfta þing kínverska kommúnistaflokksins
hefstámorgun:
Hámarkinu í
baráttu Dengs
Xiaoping náó
r loutspmg KommunisiaiioKKsins Kemur saman na enn a ny. Langt er um líðið síðan siðasta þing var haldið.
IRINNAN LANDAMÆRA ZIMBABWE