Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. AGÚST1982.
3
Villurí
helgarblaðs-
viðtalinu
En ljós verða ekki sett á flugbraut-
ina fyrr en á næsta ári. En Árnes-
hreppsbúar eru þakklátir samgöngu-
ráðherra og Flugráði fyrir hve mikið
hefur veriö gert á flugvellinum á
Gjögri síðastliðin ár.
Arnarflug flýgur hingað tvisvai
sinnum í viku allan ársins hring og er
aldrei hægt að fullþakka þá þjónustu
sem þeir veita hreppsbúum í þessu af-
skekkta og fámenna byggðarlagi.
ÖEF/Regína Gjögri.
við Hrafnkel
Tvær meinlegar villur slæddust inn í
viötalið í helgarblaðinu síðasta við
Hrafnkel A. Jónsson. Þar sem fjallaö
er um orkufrekan iðnað stendur:
„. . .eitt af því sem ekki þarf síður að
gjalda varhug við en erlendri fjárfest-
ingu í orkufrekum iðnaði, er hlutur
hringa eins og SIS og kaupfélaganna í
uppbyggingu kaupfélaganna”. Þarna
átti meö réttu að standa uppbygglngu
orkufreks iönaðar, þvi að svo aðgangs-
harður er Hrafnkell ekki, að hann am-
ist viö aðild SlS í uppbyggingu kaupfé-
laga.
Síðar í viðtalinu stóð, að almenning-
ur væri búinn aö fá áralanga mynd af
Guðmundi J. Guðmundssyni og væri
það mjög slæmt og leiðinlegt. Réttur er
textinnsvona: „.. .almenningur er bú-
inn aö fá alranga mynd af þessum
manni og það þykir mér mjög leiðin-
legt, mjögslæmt”.
DV biður Hrafnkel og lesendur
velvirðingar á þessum mistökum.
BH.
Söfnun til
styrktar
björgunar-
sveitum
Dagana 2. til 5. september mun
Hjálparstofnun kirkjunnar í samvinnu
við Slysavarnafélag Islands, Lands-
samband hjálparsveita skáta og
Landssamband flugbjörgunarsveita,
gangast fyrir landssöfnun til styrktar
slysavarnar- og björgunarstarfi í
landinu.
Ástæðan fyrir söfnuninni er sú, að
nýlega gengu í gildi nýjar reglur um
fjarskipti, en samkvæmt þeim þurfa
björgunarsveitirnar að endurnýja nær
allan sinn f jarskiptabúnaö. Er hér um
að ræða mjög fjárfrekt átak sem
björgunarsveitunum er ófram-
kvæmanlegt án sameiginlegs stuðn-
ings landsmanna.
Félagar slysavarna- og björgunar-
sveita munu starfa aö söfnuninni næst-
komandi fimmtudag til sunnudags.
Munu þeir taka við framlögum til
söfnunarinnar, en einnig verður hægt
að koma þeim til skila á gíróreikning
Hjálparstofnunarkirkjunnarnr. 20005-
0 og til sóknarpresta um allt land.
ÓEF.
Ljósvæðing
flugvallar-
ins á Gjögri
Mikið hefur verið unniö við flugvöll-
inn á Gjögri í sumar. Finnur Þór
Friðriksson rafvirki hefur ásamt fleir-
um unnið stanslaust í fimm vikur við
undirbúning að lýsingu á flugbrautinni
þar sem setja á upp 44 Ijós. Einnig setti
Finnur upp blikkvita og radíóvita og
svo kom Olafur yfirverkstjóri hjá
Flugmálastjórn með fjóra menn og
unnu þeir í eina viku.
Hundafangelsi íKeflavík:
Sumir eru engir dýra-
vinir þegar á reynir
— segir Jóhann Sveinsson heilbrigðisfulltrúi í Keflavík
Jóhann Svelnsson heilbrlgðisfulltrúi í
„Margir hundaeigendur nota dýrin
aðeins til skemmtunar og afþreyingar
en vilja ekki taka á sig skyldurnar sem
fylgja hundahaldi og eru engir dýra-
vinir þegar á reynir,” sagöi Jóhann
Sveinsson heilbrigðisfulltrúi á Suður-
nesjum í samtali við blaðamenn DV
þegar þeir vísiteruðu Keflavík á
dögunum.
Hundahald í Keflavík er bannaö
nema með sérstakri undanþágu. Ef
hún er veitt skal hundurinn skráður á
fógetaskrifstofu, tryggður og merktur.
Leyfisgjald er 600 kr. á ári og skal það
standa straum af kostnaði við eftirlit
með hundum. Hundar mega ekki
ganga lausir heldur skulu ávallt hafðir
ítaumi.
„Hvemig er þessum reglum fram-
fylgt, Jóhann?”
„Hjá okkur starfa tveir hundafang-
arar. Þeir veiða hunda sem ganga
lausir og hafa afskipti af hundum sem
kvartað er yfir. Stundum er kvartað
yfir hávaða og jafnvel kemur fyrir að
hundar glefsi í fólk. Ef hundar eru
teknir verður eigandinn að greiða 600
kr. sem renna til hundafangaranna.
I öömm byggðarlögum þar sem
hundahald er bannað em hundar oft
miskunnarlaust skotnir. Til þess að
þurfa ekki að grípa til þess konar
aðgeröa höfum við komið upp sérstöku
hundafangelsi. Það eru fimm básar og
port. Fangaðir hundar em settir þarna
í geymslu og geymdir í eina viku.”
„Hvernig hefur þetta gengið?”
„Hundahald er viðkvæmnismál og
þarf að fara með hvert einstakt mál á
sinn hátt. Ekki er laust við að sumir
hundaeigendur fari héðan óánægðir.
Við geymdum til dæmis einn hund hér í
heila viku og aldrei var hann sóttur af
eigendum sínum því ósamkomulag var
á því heimili um hvort ætti að greiða
sektina og fá hundinn aftur eða láta
lóga honum. Við gáfum því frest í einn
dag í viðbót og þegar ekkert svar kom
urðum við að lóga hundinum.
Til þess verks em nú notaðir
svæfingakassar fyrir smærri dýr en
stærri dýr eru sprautuð. Við höfum
einnig hundabyssu til taks ef dýr hafa
orðið fyrir slysi og þarf að aflífa þau
strax. Annars kemur hingað dýralækn-
ir á hverjum miðvikudegi og er mikið
um það að fólk komi hingað með dýr
sín tillækninga.”
„Er óþrifnaður af hundahaldi í bæn-
um?”
„Það er gert ráð fyrir að fólk taki
með sér plastpoka og skeið og hirði
óþrifnað eftir hunda sína. Þau mál em
enn ekki bagaleg. Hundaeigendur
standa sig aftur á móti ekki við að
framfylgja reglunum um lausagöngu
hunda. Aðrir trassa að láta skrá hunda
og hreinsa. Við reynum að reka hérna
viðvarandi starf og halda uppi stöðugu
eftirliti því annars fer allt úr böndun-
um,” sagði Jóhann Sveinsson heil-
brigðiseftirlitsmaður í Keflavík að lok-
um.
-gb.
Áskriftarsíminn
er 24666
ELDHÚSBÓKIN
FREYJUGÖTU 14
Keflavík.
DV-mynd: Bj.Bj.
Inýja hundafangelslnu í Keflavíkero fimm geymslubásar. DV-mynd: Bj.Bj.