Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST1982.
„Þótti hera af öórum
skólahúsum landsins”
— Viðgerð haf in á „Gamla barnaskólanum” á Akureyri
„Þetta hús þótti bera af öörum
skólahúsum landsins á sínum tima og
gerir þaö í rauninni enn því aldrei hef-
ur þaö lekið,” sagöi Sverrir Her-
mannsson, byggingameistarí á Akur-
eyri, í samtali við DV.
Húsiö sem Sverrir talar um er Hafn-
arstræti 53, sem í daglegu tali er nefnt
Gamli barnaskólinn. Eitt sinn var þaö
þó nýtt og þótti þá bera af öörum hús-
um. Þaö var áríö 1900 en 18. október
þaö ár tók Bamaskóli Akurevrar til
starfa í húsinu nýju. Var skólinn þar til
húsa fram til 1930 en þá flutti hann í nú-
verandi skólahús á brekkunni. Þá var
Amtsbókasafniö sett í gamla skólahús-
iö, jafnframt því sem Akureyrarbær
leigði neðrí hæöina til ibúöar. Þegar
Amtsbókasafniö flutti út var allt húsiö
tekiö undir íbúöir. Siöustu íbúamir
fluttu út árið 1980.
Skemmdarvargar
f Ijótir til
Húsið var oröiö hrörlegt þegar síö-
ustu íbúarnir yfirgáfu þaö. En eftir að
það var orðið tómt þá tóku skemmdar-
vargar sig til og bættu um betur. Allar
rúöur voru brotnar úr húsinu og ýmis-
konar skemmdarverk unnin innan-
húss. Meira aö segja höföu einhverjir
bíræfnir haft meö sér sög og sagað
panelinn af á einum veggnum. Síðan
fóm þeir meö panelinn en eftir stóö
grindin ber. Þar hafa fullorönir greini-
lega veriöaöverki.
Þegar húsiö haföi veriö hart leikiö
mánuðum saman þá tóku ráðamenn
bæjarins loks af skariö. Var neglt fyrir
alla glugga og húsinu lokað. Siöan var
sú ákvöröun tekin að endurbæta húsið
og nota það fyrir einhverja starfsemi á
vegum bæjarins. Fyrir nokkrum vik-
um mætti Sverrir Hermannsson svo á
staðinn meö sina menn og hófust þá
framkvæmdir. I sumar veröur húsiö
klætt aö utan aö hluta, jafnframt því
sem gert veröur viö glugga. Þá veröur
gert viö múrhúð á grjóthleðsluveggj-
um neðri hæöarinnar.
Sverrir Hermannsson og hans menn
eru orönir sérfræöingar í endurbótum
á gömlum byggingum. Á undanförnum
árum hafa þeir unniö við Laxdalshús,
Grundarkirkju, Friðbjarnarhús og
Nonnahús, svo einhver séu nefnd. I
sumar vinna meö Sverri þeir Svanberg
Þórðarson, Guðjón Njálsson og Sigurö-
ur sonur hans. Þá er dótturdóttir
Sverris, Auöur Jónsdóttir, handlangari
með hópnum.
Fyrir börn
og þurftamenn
Þegar ákveðiö var að gera endur-
bætur á húsinu var Hjörleifur Stefáns-
son, ar' itekt, fenginn til aö gera út-
tekt á húsinu og kostnaöaráætlun
vegna fýrirhugaðra endurbóta. Hjör-
leifur tók einnig saman sögu hússins í
grófum dráttum sem stuöst verður viö
hér.
Bamaskóli á Akureyri var stofnaður
1871 og var Jóhannes Halldórsson ráö-
inn forstööumaöur skólans og kennari.
Sennilega hefur skólinn verið haldinn í
húsi Jóhannesar, Aðalstræti 2, fyrstu
árin og/eöa í „Bibliotekinu”, Aöal-
stræti 40. Síöar keypti Akureyrarbær
hús Indríða Þorsteinssonar gullmiös,
Aöalstræti 66. Þetta hús stendur enn.
Var þaö gert úr garöi til skólahalds og
sem íbúðarhúsnæði fyrir þurftarmenn
bæjarins. En þama var skólinn aðeins
í fá ár, því 1878 flutti hann í eitt af hús-
um konungsverslunarinnar, sem bær-
inn haföi keypt og breytt úr krambúö í
skólahús.
Með vaxandi byggð á Oddeyri þurfti
aö koma þar á skólahaldi í einhverri
mynd en íbúar þar reyndu í fyrstunni
aö koma sér undan aö taka þátt í kostn-
aöi af skólahaldi bæjarins. Þá var
Kvennaskóli Eyfirðinga í húsnæðis-
hraki. Var þá ákveðiö að Akureyrar-
bær og sýslunefnd byggöu skólahús
tíamll bamaskólinn fyrir aögerð.
fyrir skólana báða á Torfunefi. Ekkert
varö úr því en málið kom aftur til um-
ræöu 1898. Lyktir urðu þær aö ákveðið
var aö byggja skólahús fyrir allan bæ-
inn og geröi Bergsteinn Bjömsson
teikningar aö húsinu. Leitaö var eftir
tilboöum í smiöina. Var gengiö aö til-
boöi Bjarna Einarssonar, eftir að hann
haföi lækkaö boö sitt um eitthundrað
krónur, Í6350kr.
Millivegurinn
valinn
Þegar velja átti lóð fyrir húsiö upp-
hófst togstreita milli Innbæinga og
Oddeyringa. Báöir aöilar vildu hafa
skólann sem næst sér. Loks var sam-
þjickt, meö naumum meirihluta, aö
hafa húsiö sem næst miðja vegu á milli
bæjarhlutanna. Var vegalengdin milli
nyrsta og syösta húss bæjarins mæld
nákvæmlega og húsiö síöan sett á miöj-
una.
Ákveöiö var aö skólastofumar
skyldu vera 3 og rúma 100 börn, er
hvert um sig skyldi hafa 100 kúbikfet
andrúmslofts. Húsiö er 236 fermetrar,
einnar hæðar timburhús sem stendur á
háum steinkjallara.
I greinargerö Hjörleifs er löng grein
úr Stefni frá 7. nóvember 1900 þar sem
húsinu og byggingarfyrirkomulagi er
lýst nákvæmlega. Viö skulum kynnast
þvi hvemig skólahús vom hituö upp í
þá daga.
„Ofnar og loftpipur í kennslustofun-
um eru hinar fullkomnustu, sem em til
hér i bæ, og vafasamt aö upphitun og
loftbreyting sé í eins góöu lagi i hinum
nýja barnaskóla í Reykjavík, eins og
erískólaþessum.”
Það er greinilegt, að Akureyringar
hafa snemma fengið tilfinningu fýrir
þvi aö þaö væri stór kostur aö hafa
hlutina ögn betri en þekktist í Reykja-
vik! Síðar segir um upphitunina:
„Ofnamir eru stóril- og vandaðir
kápuofnar, sem allsstaðar þykja sjálf-
sagðir í skólum, þar sem ofnahitun á
annað borö á sér staö. Standa þeir fast
viö skilrúmið milli gangsins og
kennslustofanna og eru eldstæðisdyr
of nanna gegn um skilr úmiö, svo lagt er
í þá á ganginum og askan þar úr þeim
tekin. Fylgir þessu sá mikli kostur aö
ekkert ryk kemur í stofuna við ílagn-
ingu eöa hreisun ofnanna, heldur eigi
draga þeir lífsloft úr stofunum til
brennslunnar. Undir gólfi stofanna
liggja víöa loftpípur að utan upp undir
ofnana, streymir inn um þær nýtt loft
og hintar við ofnana, því þaö veröur aö
fara í gegn um þá, upp meö kápunni,
og svo gýs þaö út í stofumar uppi viö
loft frá gólfinu út úr húsinu. Verður
þannig stööugt loftbreyting í stofunum,
þegarlagt erí ofnana.
Gosdrykkjagerð
í kjallaranum
Skólabömunum hefur eflaust ekki
þótt þaö dónalegt aö hafa gosdrykkja-
verksmiðju í kjallara hússins en um þá
framleiðslu segir i blaöagrein frá
þessumtíma:
„Knud Hertervig hefur stofnaö gos-
drykkjaverksmiöju í kjallara skólans.
Hún framleiöir meöal annars sóda-
vatn, sitróh, hindberjalímonaði og
jarðarberjalímonaöi. Ennfremur súra
og sæta saft, edik og gerpúlver.
Hertervig segist hvergi hafa fengið svo
gott vatn í gosdrykkjagerö.”
Kostnaður
óverulegur miðað
við nýbyggingu
I lok greinargerðar sinnar segir
Hjörleifur Stefánsson: ,J3amaskólinn
virðist vera vel viðað og traust hús.
Skortur á umhiröu og skemmdarverk,
sem unnin hafa verið á húsinu, ljá því
hrörleikablæ sem ekki er i samræmi
viö raunverulegt ástand þess. I húsinu
em stór og björt herbergi sem henta
vel sem fundarherbergi, skrifstofuher-
bergi eðakennslustofur.
Húsinu mætti koma í gott ástand á
nýjan leik og hýsa mætti þar einhverja
þá starfsemi sem bæjarfélagiö þarf aö
sjá fyrir húsnæði. Kostnaöur við lag-
færingar yrði óverulegur miðað við ný-
byggingu.”
I ár veröur varið 384 þ. kr. til endur-
bóta á húsinu en það fer siðan eftir
fjárveitingum á næstu árum, hvaö viö-
gerðin tekur langan tíma. En hvað á
svoaðnotahúsiö?
„Þaö er ekkert endanlega frágengiö
í þeim efnum”, sagöi Helgi M. Bergs,
bæjarstjóri. „Það hefur veriö rætt um
að Myndlistarskólinn fái inni i húsinu
en fleiri hugmyndir hafa komið fram.
M.a. var nefnt, aö náttúrugripasafnið
yröi flutt í húsiö en niðurstaöan varð
neikvæð. Þá var einu sinni minnst á þá
hugmynd að gera húsið að félagamiö-
stöö meö litlum herbergjum fyrir
hvert félag en síöan heföu þau sam-
eiginleg afnot af fundarsölum. I raun-
inni er mikil þörf fyrir slíkt húsnæði,”
sagöi Helgi M. Bergs. -GS/Akureyri.
Vinnuflokkur Sverris viö Gamla bamaskólann: f.v. Siguröur Guðjónsson, Sverrir
Hermannsson, Gnöjón Njálsson, Auður Jónsdóttir og Svanberg Þóröarson.
Skemmdarvargar böf öu látiö til sin taka innandyra.
DV-myndir GS/Akureyri.