Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST1982.
9
Utlönd
Utlönd
Útlönd
Kynþáttavandamál ílandi atvinnuleysis:
„Stríðsástand” í
Kaupmannahöfn
— danskir unglingar berja á tyrkneskum innflytjendum í Nörrebro
Frá Þóri Guðmundssyni, frétta-
manni DV í Kaupmannahöfn:
Stríðsástand varir nú milli
danskra og tyrkneskra óaldarflokka í
Kaupmannahöfn og eru hvorir um
sig vopnaðir hnífum, járnrörum,
kylfum og öxum. Hópur danskra
götustráka hefur hótað að drepa 32
ára tyrkneskan diskótekeiganda sem
á að láta lausan úr fengelsi í dag.
Tyrkinn var handtekinn, grunaður
um morðtilraun eftir blóöug slags-
mál aðfaranótt laugardags.
Tveir Danir og tveir tyrkneskir
innflytjendur særðust í átökunum.
Sextán ára Dani liggur á gjörgæzlu-
deild meö höfuðkúpubrot eftir að
hafa verið barinn með kylfu. Dönsku
strákamir hóta að brenna krossa
fyrir framan heimili innflytjend-
anna.
Tyrkirnir segjast óhrasddir við aö
deyja og segjast geta kallaö til bar-
áttu landa sína frá Jótlandi og víðar.
Dönsku ungmennin kvarta undan því
að innflytjendurnir séu að leggja
hverfi þeirra undir sig. Þeir séu
útlendingar sem taki vinnu frá
Dönum í þessu landi atvinnuleysis-
ins. Tyrkimir svara þessu með því
aö Dönum hafi þótt nógu gott að geta
ráðiö erlent vinnuafl til að vinna skít-
verkin þegar vel áraði. Nú þegar á
reyni komi kynþaáttahatrið í ljós.
Lögreglan segist ekki hafa mann-
afla til að fylgjast með unglinga-
hópunum sem halda sig við Nörrebro
í Kaupmannahöfn. Þegar hafa verið
brotnar rúður í verzlunum sem
Tyrkir eiga í hverfinu.
Friðargæslumenu frá þremur löndum: Bandaríkjunum, Frakklandi og ítalíu. Mikill viðbúnaður var við höfnina í
Beirút í gær er leiðtogi PLO hélt þaðan.
ARAFAT FARINN FRÁ BEIRÚT
Yasser Arafat, leiötogi PLO, hélt frá
Beirút í gær og brottflutningur liðs-
manna þaðan er nú á lokastigi. Arafat
fékk alþjóðlega fylgd er hann sigldi frá
þessari stríöshrjáðu borg í gær til
Aþenu.
Hann mun ræða við leiðtoga grísku
stjórnarinnar áður en hann heldur til
Marokkó þar sem hann mun taka þátt í
fundi leiðtoga arabarikja sem hefst 6.
september næstkomandi.
Frönsk og grísk herskip fylgdust
meö gríska flutningaskipinu sem flutti
Arafat frá Beirút. Aður höfðu banda-
rískar og líbanskar friðargæzlusveitir
haldið uppi mjög öflugri gæzlu við
höfnina I Beirút er fréttist að Arafat
væri á förum þaðan. Sagt er að Arafat
hafi margsinnis verið mjög hætt kom-
inn meðan á umsátri Israelsmanna um
Beirút stóö.
Ingrid Bergman Bátin 67 ára gömul:
LEIKUR HENNAR
VAR „FULLKOMINN”
„Ég er afskaplega hryggur yfir
dauða þessarar stórkostlegu leik-
konu.” Þannig voru ummæli leikar-
ans Paul Henreid er hann frétti af
láti leikkonunnar Ingrid Bergman,
sem lézt í London á sunnudag, 67 ára
gömul. Banamein hennar var
krabbamein.
Paul Henreid lék eiginmann Ingrid
Bergman í þekktustu mynd hennar
Casablanca. Hann er nú 74 ára
gamall og sá eini af stjömum þessar-
ar sígildu kvikmyndar sem enn er á
lifi. Henreid sagði ennfremur: „Hún
var falleg kona og dásamlegur sam-
starfsmaður.”
„Humphrey Bogart, Claude Rains,
Peter Lorre, Conrad Veidt og nú
Ingrid Bergman em látin,” sagði
hann og bætti við: „Ég er einmana.
Það er hörmulegt að kona sem gædd
var svo miklum lifskrafti, fegurð og
Ingrid Bergman.
hæfileikum skuli hafa dáið svo ung.”
Sænski leikarinn Georg Rydeberg,
sem var náinn vinur leikkonunnar í
mörg ár, hafði þetta að segja.
„Ékkert af því sem Ingrid Bergman
hefur gert getur nokkur annar gert
betur. Fullkomnun er eina orðið sem
lýst getur því hvemig Ingrid Berg-
man innti starf sitt af hendi.”
Ingrid Bergman lék í miklum
f jölda kvikmynda um ævina. Síðasta
hlutverk hennar var Gofda Meir i
sjónvarpsþáttum sem teknir verða
til sýnlngar í vetur. Hún var orðin
hclsjúkaf krabbameiniþegar hún lék
Goldu Meir en ýmsir telja að henni
hafi aldrei tekizt betur upp en í þessu
hlutverki ísraelska forsætisráðherr-
ans. Ingrid Bergman hlaut þrívegis
óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvik-
myndum.
STARF SKRIF-
STOFUSTJÓRA
launadeildar Reykjavíkurborgar er laust til
umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Umsóknir sendist skrifstofu borgarstjóra,
Austurstræti 16, fyrir 10. sept. nk.
26. ágúst 1982.
Borgarstjórinn ■ Reykjavík.
FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLA
SUÐURIMESJA
Skólastarf á haustönn hefst miövikudaginn 1.
september. Nýnemar og nemendur utan Kefla-
víkur og Njarövíkur komi klukkan 10 árdegis en
eldri nemendur úr Keflavík og Njarðvík klukkan
13. Ferðir verða frá Grindavík, Vogum, Sand-
gerði og Garði, klukkan 9.30.
Þann dag verða afhentar stundatöflur og önnur
upplýsingagögn, gegn greiðslu innritunar-,
pappírs- og félagsgjalda sem samtals eru kr. 500.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtu-
daginn 2. september, bæði í dagskóla og öldunga-
deild. Skólameistari.
BLAÐBURÐAR
BARN
AKUREYR1
vantar i innbæinn á Akureyri.
Upplýsingar gefur umboðið í síma
24088.
flfcftACHINES
Tiyl/IKRIT t
á ensku
LAUGAVEG1178 simi 86780
|f| FRÁ GRUNNSKÓLUM
REYKJAVÍKUR
Nemendur komi í skólana mánudaginn 6.
september sem hér segir:
9. bekkur komi kl. 9.
8. bekkur komi kl. 10.
7. bekkur komi kl. 11.
6. bekkur komi kl. 13.
5. bekkur komi kl. 13.30.
4. bekkur komi kl. 14.
3. bekkur komi kl. 14.30.
2. bekkur komi kl. 15.
1. bekkur komi kl. 15.30.
Forskólabörn (6 ára), sem hafa verið innrituð,
verða boðuð í skólana. .. .
Fræðslustjori.