Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. AGOST1982.
7
ndur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Minningabækur eru á verOinu frá26—60krónur.
D V-myndir RR.
Pennaveskjaúrval fyrir þau yngstu. Þessi veski fást i
Helgafelli, Laugavegi 100.
Helstu barnapennaveskin sem fást í Pennanum.
Pennaveskin í Bókhlöðunni.
Askorun um uppskriftir
Tríllufiskur og
þjóöhátíðarsnúðar
—f rá Href nu Hilmisdóttur
„Það fyrsta sem ég hugsaði þegar
mágkona mín, Sveinbjörg Oskarsdótt-
ir, skoraði á mig í matargerð var,
jæja, þá er boltinn kominn til mín, auð-
vitað eldsnöggt svo hann brenni ekki
við. Það er alveg eins og það á að vera,
hún er í Tý og ég í Þór — auðvitaö eru
sendingarnar á milli snöggar,” sagöi
Hrefna Hilmisdóttir áskorandi vikunn-
ar er hún leit inn á ritstjóm með upp-
skriftimar sínar. „Boltann ætla ég að
senda til mágkonu minnar í Reykja-
vík, Marenzu Pauisen.” Það kemur í
ljós í viðtali við Hrefnu að hún lék meö
Þór í handbolta fyrir nokkrum áram
en hefur snúið sér að búi og börnum
með hálfsdags skrifstofuvinnu í Vest-
manneyjum. Hún var stödd í Reykja-
vík í sumarfríi á leið austur í Skálholt á
kóramót og síöan til Grikklands.
Hrefna kemur meö uppskriftir af kjöt-
bollum, sem hún segir að synir sínir
séu afar hrifnir af. Uppskriftin varö til
þegar hún hugieiddi hvemig hægt væri
að fá þá til að borða meira af grænmeti
í skammdeginu til að brúa sólarleysið.
Ekki var betra að koma osti ofan í
strákana, fyrir stækkandi bein. Upp-
skriftin hitti í mark og strákamir ólm-
ir í kjötbollurnar góðu. Á þjóðhátiöinni
í Eyjum, fyrr í mánuðinum, rannu
kanilsnúðamir hennar Hrefnu út eins
og heitar lummur og rómaöir mjög.
Haföi áskorandinn úr Vestmannaeyj-
um orð á því að þjóðhátiðin hefði verið
sérstaklega vel heppnuð í ár, hefði
verið eins og þær vora í gamla daga,
upp á sitt besta.
Undanfarið hafa áskoranirnar kom-
iö frá Vestmannaeyjum en koma nú
aftur aö landi í næstu viku með upp-
skriftum Marenzu Paulsen.
-ÞG
Kjötbollur
500 g kindahakk
150 g rifinn ostur
150 g gulrætur
1—2 stk. egg
11/2 bolli haframjöl
salt, pipar,
hvitlauksduft
ca 1/2—1 bolli vatn
Þau krydduð með dilli og hinu krydd-
inu, velt síðan upp úr eggi, sem hrært
hefur verið með örlitlu vatni. Heil-
hveiti má blanda saman við raspið ef
vill. Fiskurinn er síðan steiktur á
pönnu með smjörlíki, sem bætt hefur
verið með örlitlu smjöri. Eplin skorin í
bita og drissuð með karrý. Steikt með
fiskinum.
Fiskurinn er síöan lagður á fat, fóðr-
aður meö plasti og diskaþurrku, sem
sagthaldiðheitum.
Þá er skipt um feiti á pönnunni og á
hana látin hrærð egg, þau látin hálf
þorna á pönnunni. Karrý-eplunum
Búttukrás
500 g nautahakk
2 tsk. súpukraftur
salt, svört piparkorn
1 lítið „bréf” beikon
1/4 dós heilir sveppir
paprika, skorin í hringi
lítill laukur, smátt skorinn
1 „butterdeigs” botn
150 g rifinn ostur
lmsk. paprika (steytt)
Hakkiö brúnað í potti, og soðiö í
sveppasoðinu. Jafnaö með hveitijafn-
ASKorandinn, Hrefna Hilmlsdóttir ásamt syni sínum örvari Guðna.
DVmynd S.
öllu hrært vel saman. Ca 8 bollur
steiktar i 50 g smjörliki á 3 hliðum.
Hífðar yfir í sósupottinn og soðnar við
hæganhitaíca 15mínútur.
Sósa
3/41 vatn
1—2 dl tómatsósa
1/2 dl gult sinnep
2 tsk. púðursykur
1 súputeningur
Allt sett í víðan pott, hitastilling á
lægsta straum. Gott er að sjóða spag-
hetti með þessu.
Með kjötbollunum eru bornar fram
soönar kartöflur og e.t.v. soðið blóm-
kál.
Steiktur trillufiskur
2 meðalstór þorskflök
lstk.egg
heilhveiti
salt, pipar, dill
aromat
1—2 stk. gul epli
karrý
4egg
1 dl m jólk
Þorskurinn er roðflettur, gegnum-
lýstur og skorinn í frekar lítil stykki.
bætt út í. Snúið við. Þetta er borið fram
með soðnum eða frönskum kartöflum,
niðurskornum tómötum og gúrkum.
Þjóðhátíðar-kanilsnúðar
1000 g hveiti
250 g sykur
100 g smjörlíki
2 stk. egg
10 tsk. lyftiduft
11/2 tsk.hjartarsalt
vanilludropar
1/21 mjólk
Þurrefnum blandaö saman og
smjörlíki mulið í. Mjólk og eggjum
bætt í. Hnoðað og deiginu skipt í
tvennt. Hvor helmingur flattur út á
bökunarplötu. Smurt með bræddu
smjöri eða smjörlíki, kanilsykri stráð
yfir. Rúllaö upp og skoriö í ca 1 cm
þykkar sneiðar. Ur deiginu fást ca 60-
70 sneiðar. Bakað við meðalhita.
Snúðarnir smurðir með súkkulaði
glassúr.
250 g flórsy kur
2—4 msk. kakó
mjólk
vanilludropar
legg
brætt smjörlíki
öllu hrært saman, smjörlíkiö látið
síðast. Snúöana má frysta.
ingi. Beikonið skoriö niður og steikt
ásamt lauk, papriku og sveppum.
ÖUu heUt á botninn, sveppir og
paprika haft ofaná til skrauts. Rifnum
osti dreift yfir og kryddaö með
papriku. Þetta er síðan hitað í ofni, þar
til osturinn er vel bráðinn. Má bera
botninn fram sem máltíð og þá eru
gjaman höfð soðin hrísgrjón og salat
meö. Einnig má hafa þetta á kaffiborö
tU tilbreytingar frá brauðtertu.
P.s. sumir geta aldrei borðað svona
rétti án tómatpúrré eða sósu og þá er
bara að bæta þvi í.
Næstiáskorandi:
Mágkona mín, Marenza Paulsen,
sem býr i Reykjavík býr tU mjög góðar
færeyskar fiskbollur, knetti og reyndar
aUan annan mat, svo að hún varð fyrir
valinu.