Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR31. ÁGUST1982.
31
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
VilSti, tryllti
vimmi!
Eins og kunnugt er tefldu
þrír hollenskir þingmenn við
kollega sína á tslandi. í okkar
sveit voru þeir Guðmundur
G. Þórarinsson, Halldór Blön-
dal og Vilmundur Gylfason en
Garðar Sigurðsson til vara.
Fyrsta keppnisdaginn fóru
leikar svo að bæði Guðmund-
ur og Halldór gerðu jafntefli
við sina andstsðinga frekar
snemma en Vilmundur sat
einn að tafii við Hollending-
inn. Fylgdust hinir þing-
mennirnir spenntir með
viðureigninni. Þegar svo
Hollendingurinn loks felldi
kóng sinn fyrir Vilmundi
klappar Guðmundur G.
Þórarinsson á bak landa sín-
um og fer um hann nokkrum
viðurkenningarorðum.
„Uss þetta er enginn
vandi,” segir Vilmundur hróð-
ugur: „Þegar ég þarf ekki að
dragnast með'allan þingflokk
kratanna i eftirdragi eru mér
allir vegir færir.”
Ráðstefnur í
pósti
Alltaf berast öðru hverju
frásagnir af ferðum opin-
berra forstöðumanna á hin
ýmsu þing sem haidin eru í
viðkomandi greinum um-
hverfis jörðina. Eru þess
háttar ferðalög orðin snar
þáttur í útgerð rikisfyrir-
tækja og stofnana. Vilmund-
ur heitinn Jónsson fyrrum
landiæknir var eitt sinn
spurður að því hvort embætt-
ið þyrfti ekki að láta sækja
mörg slík þing úti í hinum
stóra heimi. Kvað Vilmundur
svo vera. Eitt þingið tæki við
I þegar öðru lyki. Til að anna
I þessari fundarsetu allri yrði
að fjölga starfsfólki land-
læknis um að minnsta kosti
þrjúhundruð prósent og betur
ef vel ætti að vera. Þetta þótti
spyrjanda miður að heyra og
lýsti yfir áhyggjum sínum að
íslensk læknavísindi gætu
dregist aftur úr fyrir bragðið.
„Það held ég ekki.” svaraði
Vilmundur. „Ég læt mér
nægja að skrifa fundar-
boðendum og fæ öll gögnin
send í póstí að ráðstefnu lok-
inni.”
— Það eru sjálfsagt ein-
hverjir opinberir forstjórar
sem vel geta tekið sér VU-
mund Jónsson tU fyrirmynd-
ar á þessu sviði núna í krepp-
unni.
FelRt með einum
rómi
Sjálfstæðisflokkurínn er
flokkur margra sjónarmiða.
Þess vegna þarf hann sterka
leiðtoga tU að halda hópnum
saman. Dr. Bjarni heitinn
Benediktsson var óvenju
sterkur persónuleiki og stýrði
flokki sínum með skörtmgs-
skap og leíkni. Flokksmenn
kunnu flestir vel að meta
Bjaraa og leyfðu honum oft
nokkur frávik þegar svo bar
undir.
Eitt sinn stýrði Pétur Otte-
sen þingmaður fundi þar sem
Bjarai var ræðumaður. i
fundarlok kom tU atkvæða-
greiðslu um eítthvert málefni
og bað fundarstjóri þá sem
samþykktu erindið að gefa
merki. AUir fundarmenn
réttu upp hendina því tU sam-
þykkis. Þá leitaöi fundar-
stjóri mótatkvæða sem engin
voru utan Dr. Bjarai Bene-
diktsson. Þá sló Pétur Otte-
sen fundarhamri þéttingsfast
íborðiðogsagði:
„TUIagan er feUd með ÖU-
um greiddum atkvæðum.”
Létu fundarmenn sér þessi
málalok vel lynda og héldu
heim viðsvobúið.
Sprúttmet í Fær-
eyjum
Það er ekki bara á ísiandi
sem menn hafa áhyggjur af
áfengisdrykkju á útihátíðum.
Slikar áhyggjur hafa menn í
Færeyjum einnig.
1 færeyska Dagblaðinu dag
einn í lok júlí var fyrirsögn á
aðaiforsiðufrétt blaðsins:
SPRUTTMET. Var í fréttinni
fjaUað um gífurlegan
áfengisinnflutning síðustu
vikuraar fyrir Ólaf svökuna.
Engin áfengisútsala er i
Færeyjum heldur verða
einstaklingar að panta sjálfír
sitt vin frá Danmörku. Dag-
blaöið færeyska kannaði
1 áfengisinnflutninginn og
komst að þeirri niðurstöðu að
4S0.830 flöskur af sterku ÖU
hefðu farið á markað í
Færcyjum síðasta hálfa
mánuðinn fyrir Ólafsvökuna,
180.000 flöskur af veiku öli og
24.800 flöskur af brenndum
vínum. Allt þetta áfengi kom
á fjórtán dögum tU Færeyja.
Á eyjunum búa um 45 þúsund
manns.
Umsjón:
Kristján Már Unnarsson.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Tónabio — Pósturinn hringir alltaf tvisvar:
Of mikiö gefíö í skyn
Tónabfó, Pósturínn hringir alltaf tvisvar (The
Postman Always Rings Twice):
Stjórn: Bob Rafelson.
Handrit: byggt á sögu James M. Cain.
Kvikmyndahandrit: David Mammet.
Kvikmyndun: Sven Nykuist.
Aóalhlutverk: Jack Nicholson, Jessica Lango,
John Colicos.
Leikarann Jack Nicholson þarf
ekki að kynna kvikmyndaunnendum.
Hann hefur sýnt það og sannaö að
hann er einn af frambærilegustu
leikurum vestan hafs, og hefur enda
fengiö margar og merkar viðurkenn-
ingar fyrir takta sína á hvíta tjald-
inu.
Hvað sem því líður þá virðist það
há Nicolson nokkuð að hann festist í
sömu ruUunni og viU leikur hans
verða mjög keimUkur eða jafiivel
eins frá einni myndinni til annarrar.
Þetta kann þó aðeins að véra
persónuleg skoðun undirritaðs.
En eftir þessu er auðvelt að taka í
myndinni The Postman Always
Rings Twice, sem nú er verið að sýna
í Tónabíói. Yfirvegað látbragð með
geðveikislegu augnaráði er eitt af
því sem einkennir leik Nicholson og
virðist þá raunar Utlu skipta hversu
hlutverkin sem hann fyUir eru frá-
brugðin hvort öðru.
En víkjum að myndinni
póstmanninn (sem raunar fjallar
aUs ekki um póstmann en það er önn-
ursaga).
Frank (Nicholson) er á leið tU Los
Angeles þar sem hann ætlar að reyna
aö fá sér vinnu viö vélar. Hann er
fótgangandi og fær far hjá einum og
einum bíl. Einn sUkur skUur hann
eftir við veitingastað nokkurn við
þjóðveginn. Þar ræður ríkjum
maður af grískum ættum (CoUcos)
ásaint konu sinni (Lange) sem er aU-
nokkru yngri en hann sjálfur. Það
kemur svo á daginn að þessi kona er
kúguð af húsbónda sínum í meira
lagi. Hún verður því fegin þegar
bóndi hennar kemur því áleiöis að
Jack tekur tU starfa sem vélamaður
hjá honum. Og þaö Uður varla dagur,
uns húsfreyjan og Frank felia hugi
saman. Síðari hluti myndarinnar
gengur svo út á ráðabrugg þeirra
hjúa hvemig þau geti losað sig við
Nick karUnn og loks þegar það hefur
tekist hvemig þau geti hreinsað sig
af verknaðinum og hafiö nýtt og
betra líf.
Þessi mynd er látin gerast um eða
eftir nítján hundruð og þrjátíu og
sem sUk er hún vel gerð hvað bún-
inga snertir. Kvikmyndatakan er
einnig með ágætum enda fer þar ekki
ómerkari maður með stjóm en Sven
Nykuist, sá er tekið hefur upp flestar
ef ekki allar kvikmyndir meistara
Bergmans. Svo hrósinu sé haldiö
áfram þá má þess líka geta að leikur
þeirra Lange og Nicholson, í aðai-
hlutverkunum, er jafnan með ágæt-
um og þá sérstaklega þess síðar-
nefnda, sem tekur oft góða spretti í
tjáningu og látbragði.
En mynd þessi á sína augljósu
galla. Þeirra helstur er sjálft kvik-
myndahandritið. Sagan, sem þessi
mynd er gerð eftir, mun vera ærið
góð og er greinilegt að ekki hefur
kvikmyndun hennar tekist sem
skyldi. Ástæðan er sú að iöulega er
áhorfandanum gefið of mikiö í skyn. I
myndinni, þannig aö hann veit fyrir
ýmsa atburöi sem síðar koma á dag-
inn. Þetta er mikiU ókostur því þetta
dregur mikið úr þeirri annars
skemmtilegu spennu sem myndin er
hlaðin.
Annar helsti galli myndarinnar er
sá að seinni hluti hennar er helst til
langdreginn. Þá eru lyktir myndar-
innar orðnar áhorfandanum of
augljósar sem þannig teygir atvik
hennar á langinn og dregur eins og
áður segir úr spennunni.
En góður leikur, búningar og kvik-
myndataka vega næstum jafnþungt
og gaUarnir. Hér er því um nokkuð
áhorfsverða mynd að ræða sem með
litlum tilfæringum hefði getað orðið
langtum betri en raunin er.
-Sigmundur Erair Rúnarsson.
Jack Nicholson og Jessica Lange i hlutverkum sínum í myndinni The
Postman Always Rings Twice sem er nokkuð áhorf sverð.
STARFSKRAFTUR
óskast í húsgagnadeild.
Framtíðarstarf.
Upplýsingar gefur deildarstjóri.
JL-HÚSIÐ
Hringbraut 121. — Simi 28601.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 25., 30. og 35. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta i
Gunnarsbraut 28, þingl. eign Guðmundar Jóhannessonar, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag
2. september 1982 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 100., 103. og 108. tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 á
eigninni Dalsbyggð 2, efri hæð, Garöakaupstað, þingl. eign Hafsteins
Guðmundsonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs, Sigurmars
K. Albertssonar, hdl., Garðakaupstaðar, Jóns Halldórssonar, hdl.,
Guðjóns Ármanns Jónssonar, hdl., og Guðjóns Steingrímssonar, hrl., á
eigninni sjálfri f östudaginn 3. september 1982 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 38., 42. og 45. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Markarflöt 57, Garðakaupstað, þingl. eign Hákonar ö. Gissur-
arsonar, fer fram eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis á eigninni sjálfri föstudaginn 3. september
1982 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
BLAÐBURÐARBÖRN
óskast í eftirta/in hverfi:
• Blaðburðarbörn vantar víðsvegar um Kópavog
• Skúlagata • Skarphéðinsgata .
• Bergþórugata • Þórsgata
• Hverfisgata, lægri tölur • Gunnarsbraut.
• Seltjarnarnes • Sóleyjargata og
• Steinagerði Fjólugata
• Kambsvegur
• Arnarnes
• Sólheimar
,• Lindargata, afleysingar 15.9—9.10
• Sólheimar 25—49
• Laugarnesvegur 76—118
\ '
AFGREIÐSLA SÍMI27022
KRAKKAR
skrifið ykkur á biðlista.