Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Qupperneq 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd SAS skilar tekjuafgangi Flugfélagið SAS hefur slegið öllum keppinautum sínum við á síðasta reikningsári. Ársuppgjörið sýnir 690 milljón króna tekjuafgang eftir síðasta rekstrarár á einhverjum verstu krepputímum í flugsamgöngum. öll önnur flugfélög í Evrópu og Bandaríkj- unum eru rekin með halla eða halda í horfinu í besta falli. Þetta ársuppgjör tekur til fyrstu níu mánaða ársins 1982 og október, nóvem- ber og desember 1981. — I þessum tölum liggja ekki nema 23 milljónir króna í sölu á gömlum flugvélakosti. SAS hafði raunar upplýst eftir fyrri helming rekstrarársins að reikningar stæðu þá með 575 milljón króna hagn- aði og hefur þá seinni helmingurinn ekki verið eins skiladrjúgur. Rekstrarstjórar SAS þakka þennan árangur því að félagið hafi í sam- keppninni og þrengingunum ekki PQBl gripið til uppsagna og samdráttar. I staðinn var allt kapp lagt á að veita farþegum betri þjónustu svo að hinn almenni farþegi fékk það sem áður var kallað fyrsta farrýmis-þjónusta. Á sumum leiðum voru fargjöld lækkuð og mæltist það mjög vel fyrir. En mest var lagtuppúrstundvísi. Hjá SAS starfa nú um 23000 manns í öllum deildum félagsins en um 16000 starfa hjá flugdeildinni einni. íþróttaafrek með lyfjum Á milli lOog 20menn hafa að undanf örnu verið í yfirheyrslu hjá norsku lögreglunni vegna ólöglegrar lyf jasölu. Hafa fimm þeirra játað að hafa smyglað slíkum lyf jum inn í landið og selt þau íþróttamönnum. Segir Iögreglan að lyf ja- misnotkunin sé einkum útbreidd á meðai kraftiyftingamanna. Enn eru ekki öll kuri komin til grafar varðandi kaup- endur og óttast menn að endalok þessa máis geti orðið meiriháttar hneyksli fyrir íþróttahreyfinguna almennt. Strax örlar á brestum í hinu nýja samstarfi mið- og hægri flokkanna í Þýskalandi. Þykir það boða óvissu um samheldnina og flokkarnir þó ekki enn sestir í ríkisstjóm. Franz Josef Strauss, leiðtogi kristi- legra sóíalista, sagði í gærkvöldi að frjálslyndir hlytu að deila ábyrgöinni af efnahagslegu róti landsins með sósíaldemökrötum, fyrri félögum þeirra úr ríkisstjórn Schmidts kanslara. Sagði hann að brotthlaup þeirra úr stjóm Schmidts fyrir tveim vikum undanþægi þá ekki ábyrgð. Sneiddi hann að háöulegri útreið frjálslyndra í kosningunum í Hessen á dögunum og sagöi að hægriflokkamir mættu ekki veikja pólitíska stöðu sína með „flokki, sem orðinn er hataður af kjósendum”. Strauss mælti þetta á kosningafundi í Bæjaralandi en kvaöst þó ekki vilja efna til ágreinings viö frjálslynda demókrata, þótt auðheyrilegt væri á honum að hann treysti forystu frjáls- lyndra ekki um of. Þrátt fyrir að þingflokkur frjáls- lyndra samþykkti með 34 atkvæðum gegn 18 stjórnarsáttmálann, sem flokksforystan hafði samiö um við Sovésk farþegaþota með 77 manns innanborös rann út af flugbraut í Luxemborg í gærkvöldi og lenti í smá- skógi þar sem vélin brotnaði í mola. Enn er óljóst hve margir fómst en vitað er um tólf manns og marga alvarlega slasaða og enn fleiri með minni háttar meiðsli:—Ailir farþeg- arnir voru sovéskir utan einn Luxem- kristilega demókrata og kristilega sóíalista, örlar enn á óeiningu innan flokksins. Framkvæmdastjórinn sagði af sér í gær, og nokkrir áhrifamenn úr flokknum, þar á meðal Gerhart Baum, Yitzhak Kahan, forseti hæstaréttar Israels, veltir fyrir sér í dag manna- búrgari og beigísk kona, sem sluppu bæði. Flugvélin var af geröinni Ilyushin— 62, sem er meö 11 manna áhöfn. Var hún í áætlunarflugi til Lima í Perú, en millilenti í Luxemborg. Sjónarvottar segja aö aðflugiö hafi verið með eðlilegum hætti en skömmu eftir að vélin snerti brautina snar- beygði hún til hægri út af brautinni. Lenti hún á vatnsgeymi við skógarjaðar og kviknaði í henni. Flestum farþegunum tókst að klöngrast út úr flakinu áöur eldurinn blossaði upp. Björgunarmenn náðu öðrum út í skini vasaljósa. Áhöfnin slapp út um glugga á flugstjórnarklef- anum. Þetta er fyrsta meiriháttar flugslysið á vellinum í Lusemborg. fyrrum innanríkismálaráðherra, hafa neitað að fylgja forustunni í atkvæða- greiðslu um vantraustiö sem borið verður upp gegn Schmidt kanslara í sambandsþinginu á morgun. valinu í rannsóknamefndina sem honum var falið að skipa til rannsóknar á fjöldamorðunum í Beirút. Það var Begin forsætisráð- herra sjálfur sem bað Kahan að skipa nefndina. Rannsókninni skal beint að því hvers vegna Israelsmenn hindruöu ekki morðin á yfir 300 mönnum, konum og börnum í V-Beirút fyrir tólf dögum. — Er búist við að Kahan velji einhvem næsta daginn þrjá menn til rannsókn- arinnar en einn skal vera hæstaréttar- dómari. Munu þeir fá umboð til þess aö kalla fyrir sig vitni, aögang aö öllum skjölum viðkomandi málinu og ótak- markaöan tíma til athugana sinna. Kvisast hefur frá lokuðum rikis- stjórnarfundi í Jerúsalem, aö Begin hafi tekið á sig alla ábyrgð af fjölda- morðunumsem forsætisráöherra. Haft er eftir honum að hann telji sína á- byrgð ekkert minni þótt hann hafi ekk- ertvitaðafþeimfyrr enumseinan. Enn kraumar í Israel gagnrýnin vegna innrásarinnar í Líbanon og vegna fjöldamorðanna. Um 1000 varaliðsforingjar og hermenn hafa undirritaðbeiðnir um að veröa undan- þegnir þjónustuskyldu í Líbanon. Engu að síður benda skoðana- kannanir til þess að álit Begins meðai kjósenda hafi lítið skaöast af at- burðunum í Líbanon. Vélin brotn- aði í mola Hæstiréttur velur nefnd til rannsókn- ar á morðunum Myndbandaleigur: spretta upp eins og mý á mykjuskán í Svíþjóð. Skatturinn á Strauss stríðir nýju samherjunum, FDP hælum mynd- bandaleigum i Svíþjóð SkaU.yíirvöld í Svíþjóðhafa nú farið fram a umfangsmikla könnun á högum allra þeirra fyrirtækja er leigja út myndbönd og myndbandatæki í Sví- þjóö. Enginn veit meö vissu hvað þau eru n-örg. Samkvæmt könnun sem skat yfirvcin létu gera sl. vor voru þau uni 2000 en þar sem þau spretta nú upp sem mý á mykjuskán má gera ráð fyrir að þeim hafi fjölgað um helming síðan. Verður hverri héraðsstjórn í Svíþjóö falið að rannsaka tek jur fyrirtækjanna í sínu héraði og bera þær svo saman viö skattskýrsluna. Vonast skattyfir- völd fastlega til að geta þannig hankað þau á misferli sem gæti hjálpaö eitt- hvað upp á rýran ríkiskassann. Dauðadómur Júgóslavneska dagblaðið Politica Ekspres skýrði nýlega frá því aö dauðadómur hefði fallið yfir manni sem kærður var fyrir morð á fimm konum. Hafði hann brennt lík fórnardýranna í bakaraofninum sínum. Maðurinn var fundinn sekur um morðin fyrir tveimur árum en hefur síðan gengist undir rannsóknir hjá sjö geðlæknum. Engum þeirra fannst ástæða til að breyta ákvörðun réttarins um dauðadóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.