Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Page 17
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982.
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
áskorun til sjónvarpsins: r r r
GERIÐ BILAIÞROTT-
UNUM BETRISKIL
GaröarSkarphéðinsson skrifar: en ekki hefur veriö minnst orði á um- fram aö þessu. Blessaðir sjónvarps-
Alveg er ég undrandi á umsjónar- rædda keppni. En ef frjálsíþróttamót er mennirnir vilja kannski ekki telja
mönnum íþróttaþátta sjónvarpsins. Mér haldiö hér í Reykjavík eöa úti í heimi, þá akstursíþróttir til íþrótta. Vonandi fáum
er spurn: Er ekki hægt aö sinna bíla- verður þaö sjálfkrafa uppistaðan í við þó að sjá eitthvað frá torfærukeppn-
íþróttunum eitthvað betur? íþróttaþáttunum sem á eftir koma. inni á Akureyri, sem haldin var fyrir
Sunnudaginn 12.9. var haldin torfæru- • rúmri viku, og síðan úr sprettinum sl.
keppni í Grindavík. Síðan hafa verið Eg skora því á sjónvarpið að gera bíla- helgi. Eins mætti sýna oftar frá rall-
sýndir þrír íþróttaþættir í sjónvarpinu, íþróttum okkar betri skil en tíðkast hefur keppni.
Mynd þessi er af
einum þátttakand-
anum i torfæru-
keppni sem haldin
var á A kureyri fyrir
rúmri viku.
8430-9052 segir tónlistarþætti ut-
varpsins vera um ofsniðna að ósk-
um unglinganna.
DV-mynd: Gunnar Örn.
TILÚTVARPSINS:
Fullorðna
fólkið greiðir
afnotagjöldin
8430-9052 hringdi:
I Mánudagssyrpu útvarpsins, 27.
þ.m., gat stjórnandi þáttarins þess að
nú ætti að leika lög fyrir eldra fólkið.
Það lá við að ég tárfelldi yfir þessari
einstæðu umhyggju. Skyldi þessi ný-
breytni útvarpsins vera í tilefni af ári
aldraðra — eða er veriö að minna á
afnotagjöldin?
Það eru nefnilega ekki unglingamir,
heldur við fullorðna fólkið, sem
greiðum afnotagjöldin, en fáum lítið
fyrir okkar snúð. Til dæmis vil ég geta
þess að létta tónlistin er yfirleitt hvorki
við okkar hæfi né samkvæmt okkar
óskum, heldur eilíft popp, rokk og ný-
bylgjutónlist.
Eg vil nota þetta tækifæri til þess að
þakka Jóni Gröndal fyrir hans prýði-
legu umsjón með Mánudagssyrpunum
í sumar og geta þess að ég er ekki ein
um að sakna hans.
Stundum eru afnota-
gjöldin felld niður
„Þeir, sem hljóta uppbót á elli- og
örorkulífeyri, sbr. lög um almanna-
tryggingar, eru teknir út af greiðslu-
skrá Ríkisútvarpsins” — sagði Theo-
dór Georgsson, innheimtustjóri Ríkis-
útvarpsins — „Fólk fær frekari
upplýsingar hjá Tryggingastofnun
ríkisins. I bæklingi frá þeim segir:
„Heimilt er að greiða frekari uppbót
á lífeyri ef lífeyrisþegi kemst ekki af
án þess. A þetta sérstaklega við þegar
um er að ræða kostnað vegna vistunar
á stofnun, háa húsaleigu, lyfjakostnað,
kostnað við heimilishjúkrun og þ.h.
Umsókn um uppbót skal fylgja vott-
orð læknis um lyfjanotkun eða vottorð
um annan sérstakan kostnað, t.d.
húsaleigu.
Þeir aðilar, sem fá ofangreinda upp-
bót frá Tryggingastofnun, búa einir
eða með öðrum elli- eða örorkulífeyris-
þega, og fullnægja þeim skilyrðum
sem Tryggingastofnun setur um upp-
bót, fá felld niður afnotagjöld til Ríkis-
útvarpsins. Sömuleiðis þeir, sem dvelj-
ast á elliheimilum og sjúkrastofnun-
um, og hafa útvarps- og/eða sjón-
varpstækin hjá sér” — sagði inn-
heimtustjóri RUV aö lokum. -fg.