Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Blaðsíða 20
20
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982.
íþróttir
UEFA-
bikarkeppnin
Úrslitin í UEFA-keppninni í knattspyrnu,
siðari leikjunum í 1. umferð í keppni félags-
liða urðu þessi í gær:
• í Tatabanya: — Tatabanya, Ungverja-
landi, — St. Étienne, Frakklandi, 0—0. Áhorf-
endur 6.000. St. Étienne vann samanlagt 4—1.
• í Hunedoara: — Corvinul Hunedoara,
Rúmeníu, — Graz ASK, Austurríki, 3—0.
Mörkin. Andonie, Klein og Dumitrache.
Ahorfendur 15.000. Corvinul vann samanlagt
4—1.
• í Ankara: — Trabzonspor, Tyrklandi, —
Keiserslautern, V-Þýskalandi, ú—3 (Ú—2).
Mörkin Eilenfeldt og Briegel tvö. Áhor endur
10.600. Kaiserslautern vann samanlagt 6—0.
• i Moskvu: —Dynamo Moskva, Sovét-
ríkjunum, — Slask Wroclaw, Póllandi, 0—1
(0—1). Markiö. Tarashevich á 17. mín. Áhorf-
endur 12.000. Slask vann samanlagt 3—2.
• í London: — Arsenal — Moskva Spartak
(Rússlandi 2—5 (0—1). Áhorfendur: 28.455.
Mörk Arsenal: Dasayev (sjálfsmark) og Lee
Chapman. Mörk Spartak: Shvetsov, Rodi-
onov, Cherenkov, Shavlo og Gess. Spartak
vann samanlagt 8—4.
• í Ipswich: — Ipswich — Roma (italíu) 3—
1 (1—0). Áhorfendur: 17.751. Mörk Ipswich:
Erik Gates, Steve McCall og Terry Butcher.
Mark Roma: Maldera. Roma vann saman-
lagt 4—3.
• í Glasgow: — Glasgow Rangers — Bo-
russia Dortmund 2—0 (1—0). Mörk Rangers:
Cooper og Johnstone. Áhrofendur: 45.000.
Rangers vann samanlagt 2—0.
• í Norrköping: — Norrköping (Svíþjóð) —
Southampton 0—0. Áhorfendur: 10.252.
Samanlögð úrslit 2—2 og Norrköping komst
áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
• I Split: — Hajduk Split (Júgóslavía) —
Zurrieq (Malta) 4—0 (1—0). Áhorfendur:
5.000. Mörk Hajduk: Jerolimov 2 og Cukrov 2.
Hajduk vann samanlagt 8—1.
• í Ostrava: — BanikOstrava(Tékkóslóva-
kíu) — Glentoran (N-írlandi) 1—0 (0—0).
Áhorfendur: 15.000. Banik vann samanlagt
4—1.
• i Sarajevo: — Sarahevo (Júgóslavía) —
Slavia Sofía (Búlgaría) 4—2 (2—2). Ahorfend-
ur: 15.000. Mörk Sarahevo: Musemic 3 og
Susic. Mörk Slavia: Velickov 2. Sarajevo
vann samanlagt 6—4.
• í Eindhoven: PSV Eindhoven (Hollandi)
— Dundee United (Skotlandi) Ú—2 (0—2).
Áhorfendur: 12.000. Mörk Dundee Utd.: Kirk-
wood og Hegarty. Dundee Utd. vann saman-
lagt 3—1.
• í Borlange: — Brage (Svíþjóð) — Lyngby
(Danmörk) 2—2 (0—1). Áhorfendur: 2.340.
Brage vann samanlagt 4—3.
• í Bilbao: Atletico Bilbao (Spánn) —
Ferencvaros (Ungverjalandi) 1—1 (1—1).
Áhorfendur: 40.000. Mark Bilbao: Dani. Mark
Ferencvaros: Szokolai. Ferencvaros vann
samanlagt 3—2.
• í Kuopio: — Palloseaur (Finnlandi) —
Anderlecht (Belgíu) 1—3 (0—2). Áhorfendur:
2.000. Mörk Anderlecht: Van der Berg, Coeck
og Alex Czerniatynski. Anderlecht vann
samanlagt 6—1.
• í Zurich: — FC Zurich (Sviss) — Larnaca
(Kýpur) 1—0 (0—0). Áhorfendur: 3.200. FC
Zurich vann samanlagt 3—2.
• í Bremen: — Werder Bremen (V-Þýska-
land) — Frankfurt Oder (A-Þýskaland) 0—2
(0—0). Áhorfendur 18.000. Samanlögð marka-
tala 3—3, en Bremen kemst áfram á fleiri
mörkum skoruðum á útivelli.
• í Valencia: — Valencia (Spánn) — Man-
chester United 2—1 (0—1). Mörk Valencia:
Daniel Solsona (71. mín. — vítaspyma) og Ro-
berto Fernandez (75). Mark United: Bryan
Robson á 45. mín. Valencia vann samanlagt
2—1.
• í Gefn: — Servetta (Sviss) — Niedercorn
(Luxemborg) 3—0 (0—0). Áhorfendur: 5.000.
Servetta vann samanlagt 4—0.
• í Leipzig: — Lokomotiv (A-Þýskaland) —
Víkingur (Noregur) 3—2 (0—0). Áhorfendur:
13.500. Samanlögð markatala 3—3, en Víking-
ur kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á
útivelli.
• í Napolí: — Napolí (ítalíu) — Dynamo
Tbilisi (Rússlandi) 1—0 (0—0). Áhorfendur:
70.000. Samanlögð markatala 2—2, en Napolí
kemst áfram á marki skoruðu á útivelli.
• í Flórens: — Fiorentina (ítalíu) — Crai-
ova (Rúmeníu) 1—0 (1—0). Áhorfendur:
45.000. Mark Fiorentina: Antognoni. Craiova
vann samanlagt 3—2.
• í Bordeaux: — Bordeaux (Frakklandi) —
Carl Zeiss Jena (A-Þýskalandi) 5—0 (3—0).
Áhorfendur: 20.000. Mörk Bordeaux: Diter
Miiller (3) og Giresse (2). Bordeaux vann
samanlagt 6—3.
• í Sochaux: — Sochaux (Frakkland) —
Paok Salonika (Grikkland) 2—1 eftir fram-
lengingu (1—0 eftir 90 mín.). Áhorfendur:
12.000. Samanlögð markatala 2—2 en Salonika
komst áfram á útimarkinu.
íþróttir
íþróttir
fþróttir
Iþról
Læknar vilia
að Áseeir taki
en þjálfari Stuttgart segist þurfa á Ásgeiri að halda
Frá Axel Axelssyni — fréttamanni DV
í V-Þýskalandi. — Helmut Benthaus,
þjálfari Stuttgart, vill að Ásgeir Sigur-
vinsson leiki með liðinu gegn BUefeid á
laugardaginn kemur, þrátt fyrir að
læknar Stuttgart vilji að Ásgeir taki
sér tíu daga hvíld frá knattspymu
vegna meiðsla í nára.
Ásgeir gat ekki leikið með Stuttgart
gegn Bayem Leverkusen um sl. helgi
Ásgeir Sigurvinsson.
vegna meiðsla í nára og vegna þess aö
sprauta, sem hann fékk vegna meiðsl-
anna, lagðist illa í hann þannig aö hon-
um versnaöi.
1 Þegar læknar Stuttgart vildu að
Ásgeir tæki sér hvíld, sagöi Benthaus
að hann þyrfti á kröftum Ásgeirs aö
halda, því aö leikurinn gegn Bielefeld
væri þýöingarmikill, en lið Bielefeld
hefur staðiö sig mjög vel og óttast for-
Eyjamenn
töpuðu í
Póllandi
Vestmannaeyingar máttu þola tap
0—3 fyrir Lech Poznan í seinni leik
liðanna í Evrópukeppni bikarhafa í
Póllandi í gær. Pólverjamir fengu
óskabyrjun þegar Okonski skoraði hjá
Páli Pálmasyni eftir aðeins 7 mín. og
síðan bætti hann öðra marki við í
seinni hálfleik. Niewiandomski skoraði
einnig — á 50. mín., en Okonski skoraði
sitt seinna mark á 52. mín. 15.000
áhorfendur sáu leikinn.
Ivic rekinn
f rá Anderlecht
BelgLska stórliðið Anderlecht í
Brussel rak þjálfara sinn,
Tomislav Tvic, um helgina. Það
hefur lengi legið í loftinu. Vamar-
taktík hans þótti mjög neikvæð
og það kom oft fram í viðtölum
við Pétur Pétursson meðan hann
var hjá Anderlecht að það var
lítið gaman fyrir sóknarmann að
vera hjá Anderlecht. Við starfi
Ivic tók Paul van Himst, lands-
liðsmaðurinn kunni hér á áram
áður, sem lengi lék með
Ánderlecht, en hefur lagt skóna á
hilluna. Hann er 39 ára.
-KB/hsim.
—---- 1
S*. "
■
i . ,
ráðamenn Stuttgart leikinn gegn Biele-
feld.
Ásgeir mun mæta á æfingu í dag og
þá kemur í ljós hvort að hann veröur
tilbúinn í slaginn á laugardaginn.
Axel/-SOS
Arconada, spánski landsliðsmaði
heims, hafði nóg að gera í markh
marki sínu. f fyrra skiptið á 2. n
myndinni að ofan, sem tekin var á
Góður árangur Víl
Voru hyllti
af þúsundun
„Þetta var alveg stórkostlegt hjá
Víkingsliðinu, bezti leikur sem það
hefur nokkm sinni náð. Þó hefði þetta
getað verið enn stórkostlegra. Nokkur
færi fóru forgörðum, auk þess sem
spánski landsliðsmarkvörðurinn Ar-
conada varði oft vel. En ögmundur
Kristinsson var ekki síðri í marki hjá
okkur,” sagði Ásgeir Ármannsson,
einn af fararstjórum Víkings, eftir að
Spánarmeistarar Real Sociedad höfðu
sigrað íslandsmeistara Víkings í
knattspymunni 3—2 í Evrópukeppni
meistaraliöa í San Sebastian. Bezti
árangur, sem íslenzkt félagslið hefur
náð í Evrópukeppni ásamt árangri
Vals 1979, þegar Valur tapaði 2—1 fyrir
Hamburger SV í Hamborg.
Víkingur byrjaði mjög vel á blautum
vellinum í San Sebastian en mikiö
rigndi í gærdag. Strax á annarri mín.
sendi Jóhann Þorvarðarson knöttinn í
markið hjá Arconada eftir snöggt og
fallegt upphlaup. Knötturinn gekk
milli nokkurra leikmanna Víkings,
Omars Torfasonar, Sverris Herberts-
sonar og Omar fékk knöttinn aftur. Gaf
á Jóhann inn í vítateiginn og ungi
pilturinn skoraöi meö þrumuskoti.
Gullfallegt mark, að sögn Ásgeirs.
En Víkingar voru raunverulega enn
að fagna markinu, þegar Real Socie-
dad jafnaði á næstu mín. Uralde var
þar aö verki eftir snöggt upphlaup. Á
28. min. komust Spánverjar yfir 2—1
og skoraði sami leikmaður. Áhorfend-
ur, sem voru milli 26 og 27 þúsund,
voru heldur betur með á nótunum.
Fögnuðu mörkunum, líka Víkinga,
með miklu lófataki og skotiö var upp
rakettum.
Áhorfendur í San Sebastian voru
ákaflega jákvæðir, fögnuðu ekki síður
þegar Víkingar geröu góöa hluti en
þegar þeirra eigin leikmenn áttu hlut
aö máli. Og oft var klappaö.
Fyrri hálfleikurinn var talsvert
erfiður fyrir Víkingsliðið á hinum
breiða velli í San Sebastian. Grastepp-
iö frábært þrátt fyrir rigningu og henni
eru þeir vanir á Norður-Spáni. Of mikil
hlaup hjá Víkingum í fyrri hálfleikn-
um.
Þaö tókst þeim aö laga í síöari hálf-
Heppnin með
Lokeren
Tveir góðir hjá Lokeren. Amór með knöttinn en Lato hinn pólski til vinstri.
Lato er nú hættur að leika með Lokeren.
Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni
DVíBelgíu.
„Það var kannski skiljanlegt að við
reyndum að halda fengnum hlut. Leika
sterkan varaarleik gegn pólska liðinu
eftir jafntefliö 1—1 í Póllandi,” sagði
Amór Guðjohnsen eftir að Lokeren og
Stal Mielic höfðu gert jafntefli 0—0 í
síðari leik iiðanna í UEFA-keppninni.
Lokeren komst áfram á útimarkinu.
Lokeren var mjög heppiö að ná
jafntefli í leiknuin á þriöjudags-
kvöldiö. Pólverjarnir léku stífan
sóknarleik — urðu að gera þaö — en
tókst þó ekki að skora. Mikil meiösli
hjá Lokeren. Fjórir af aðalmönnum
liðsins gátu ekki leikiö vegna meiösla.
Arnór lék með þrátt fyrir meiösli og
fékk tvær kvalastillandi sprautur fyrir
leikinn.
„Þegar ég var aö hita upp fyrii
leikinn fann ég að ég mundi ekki get£
leikið á fullu. En þar sem við eigum fr
um næstu helgi ákvaö ég aö fí
sprauturnar og leika með. Þæi
byrjuðu ekki að virka fyrr en uir
miöjan fyrri hálfleikinn,” sagö
Amór ennfremur.
Hann var skiljanlega frekar daufur
í leiknum framan af en náöi sér vel á
strik í síöari hálfleiknum. I gær var
hann slæmur og greinilegt aö hann
þarf aö fá góöan tíma og hvíld til aö
jafna sig. Hann á viö meiðsli að stríöa í
baki. Hann ætti þó aö vera búinn að
jafna sig vel, ef ekkert annað kemur
upp, fyrir Evrópuleik Islands í Dublin
13. októbernæstkomandi.
-KB/hsim.