Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Síða 21
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. 21 íþróttir íþrótt Iþróttir Ö , A jfe jf§ lí iirinn í marki Real Sociedad, sem af mörgum er talinn bezti markvörður íu hjá spánsku meisturunum í gær. Tvívegis varð hann að hirða knöttinn úr tín. eftir þrumuskot Jóhanns Þorvarðarsonar og hann er annar til vinstri á fyrri leik Vikings og Real Sociedad á Laugardalsvelli. DV-mynd Friðþjófur iinga í San Sebastian: r í leiksl lok n áhorfenda! leiknum og þá var leikurinn betri af þeirra hálfu. Boltinn látinn vinna. Oft mjög góð knattspyrna, að sögn Ásgeirs Ármannssonar. Real Sociedad komst í 3—1 á 56. mín. með marki miðherj- ans stóra, Satrustequi en fleiri urðu mörk spánska liðsins ekki. Sverrir Herbertsson minnkaöi muninn í 3—2 á 72. mín. eftir gott upphlaup upp hægri kantinn. Gefið var inn í teiginn til Ömars, sem lagði knöttinn til baka á einn félaga sinn. Arconada. varði hörkuskot, sem kom á markið. Hélt ekki knettinum og Sverrir var á réttum stað til aö senda knöttinn i markiö. Geysileg barátta í Víkingsliðinu. Það fékk tækifæri til að jafna en tókst ekki. Áhorfendur risu úr sætum til að fagna leikmönnum beggja liða í leikslok. Siöan fóru þeir til búningsherbergj- anna en ögmundur hafði gleymt tösku sinni í markinu. Hélt út á völlinn til að ná í hana. Var þá fagnað mjög og kallaöi til félaga sinna. Þeir héldu allir út á völlinn og voru hylltir lengi og innilega af áhorfendum. Þrátt fyrir tapið voru leikmenn Vík- ings í sjöunda himni og þá ekki sízt sovézki þjálfarinn Juri Sedov. Hann var mjög ánægöur með leik sinna manna, beinlínis í skýjunum eins og fleiri. Síðasti leikurinn sem hann stjómar Víkingsliöinu í. Heldur í nóvember til starfa í Sovétríkjunum. Ráðist á áhangendur Man. Utd. Spánskir áhangcndur Valencia gerðu aðsúg að áhangendum Manchester United i gærkvöldi í Valencia með þeim afleiðingum að margir enskir áhorfendur meiddust, einn alvarlega á höfði, eftir að Spán- verjamir höfðu kastað grjóti í hann. Spánverjamir gerðu aðsúg að lang- ferðabifreið Englendinganna, þegar hún var á leiðinni út á flugvöllinn í Valencia. öll ensku liðin í UEFA-bikarkeppn- inni — Manchester United, Arsenal, Ipswich og Southampton, voru slegin út úr keppninni í gærkvöldi, eins og sést á úrslitatöflunni hér á siöunni. -SOS. Hlýtt og gott var í San Sebastian meðan leikurinn fór fram. Hiti um 25 stig og að sögn Ásgeir Ármanns- sonar er þetta stærsta stund sem hann hefur átt með Víkingsliðinu. Góður leikur Víkings hreif menn — og inni- leiki spánsku áhorfendanna meðan á leiknum stóð og eftir hann gleymist seint. I fyrri leik liöann á Laugardalsvelli sigraði San Sebastian 1—0 og því 4—2 samanlagt í báðum leikjunum. Mikið jafnræði var með leikmönnum Víkings í gær. Varla hægt að segja að einn hafi veriö öðrum betri. Yfirferð Ömars og Gunnars Gunnarssonar á miðjunni var gífurleg. ögmundur hafði mikið að gera í fyrri hálfleiknum og varði vel en hafði það frekar rólegt í síöari hálf- leiknum. Flestir leikmenn og farar- stjórar Víkings halda nú til Malaga. -hsím. Ahorfendur sváfu fvrir utan völlinn! — Uppselt var á Stade Mithatpasat í Istanbúl þegar Aston Villa lék þar Evrópumeistarar Aston Villa voru aldrei í neinum teljandi vandræðum með leikmenn tyrkneska liðsins Besiktas í Istanbúl. Liðin gerðu jafn- tefli 0:0 og komst Aston Villa því áfram, þar sem Evrópumeistaramir unnu 3:1 í Birmingham í fyrri leik lið- anna. Mikill áhugi var fyrir leiknum, sem fór fram á Stade Mithatpasat-leik- vellinum í Istanbúl og allir aögöngu- miðarnir seldust upp löngu áður en leikurinn hófst. Margir áhorfendur ætluðu greinilega ekki að missa af neinu, því að biöröð hafði myndast fyrir utan völlinn kl. 23.30 á þriðjudagskvöldið, og biöu mörg þúsund áhorfendur fyrir utan völlinn aðfaranótt miðvikudags. Mikil stemmning var á vellinum og strax í byrjun leiksins gerðu leikmenn Besiktas harða sókn aö marki Aston Jlmmy Rimmer var mjög öruggur í markinu. Villa. Jimmy Rimmer markvörður varði þá tvisvar sinnum vel, en annars sköpuðu tyrknesku leikmennimir sér ekki virkilega góð tækifæri. Rimmer var öryggið uppmálað í markinu. Leik- menn Aston Villa fóru sér að engu óðs- lega — þeir léku yfirvegað og ætluöu sér greinilega að halda því forskoti sem þeir náðu í Birmingham á dögun- um. Tony Barton, framkvæmdastjóri ViUa, var ánægöur með þessa fyrstu prófraun leikmanna sinna. — „VöUur- inn hér var mjög ósléttur og þá var erfitt að leika fyrir fullum velU áhorf- enda, sem hvöttu leikmenn Besiktas óspart. Strákamir létu það ekkert á sig fá og ég er ánægður með leik þeirra,” sagði Barton. Lið Aston VUla var þannig skipað: Rimmer, Joríes, WUUams, Evans, McNaught, Mortimer, Bremner, Shaw, Withe, Cowans og Morley. -sos Toshacktók fram gömlu skotskóna John Toshack, framkvæmda- stjóri Swansea, pússaði upp gömlu skotskóna og lék meö strákunum sínum í Swansea gegn Sliema Wanderers á Möltu í gærkvöldi í Evrópukeppni bikar- hafa. Að sjálfsögðu skoraöi þessi gamla hetja Liverpool — svona af gömlum vana, þegar Swansea vann 5—0. Alan Curtis og Darren Gale skomöu sín tvö mörkin hvor. -SLS. Flestir leikmenn Fram... Leika í fyrsta skipti í flóðljósum — þegarþeirmæta Shamrock Rovers í Dublin Leikmeun Fram æfðu í nýjum flóð- ljósum á MUltown-leikveUinum í Dublin í gærkvöldi þar sem þeir leika seinni leik sinn gegn Shamrock Rovers í UEFA-bikarkeppninni í kvöld. — Við óskuðum eftir því að fá að æfa í flóð- Ijósum þar sem flestir strákanna okkar hafa aldrei leikið fyrr í flóðljósum og eru því óvanir því, sagði HaUdór B. Jónsson, formaður Knatt- spymudeildar Fram, í viðtaU við DV. HaUdór sagði, að hinir ungu leik- menn Fram mundu reyna aUt sem þeir gætu til að fá ekki rosalegan skeU á MiUtown, en blöð í Dublin heimta stór- sigur — í beinu framhaldi af sigri Shamrock Rovers í Reykjavík 3—0. Til að koma t veg fyrir stórtap verða leikmenn Fram að leika með öðru hug- arfari heldur en í leiknum í Reykjavík og þeir verða að nýta tækifæri sín, sagði HaUdór. HaUdór Arason og Guðmundur Baldursson æfðu með FramUöinu í gær, en þaö er óvíst hvort þeir leika með gegn Shamrock. Það verður að öUum líkindum aöeins ein breyting á Framhðinu. Sverrir Einarsson fer aftur í stöðu miðvarðar og leikur við hUöina á Marteini Geirssyni og Þor- steinn Þorsteinsson fer í stöðu hægri bakvaröar, þar sem Guðjón Ragnars- son, sem lék þá stöðu mjög vel í Reykjavík, er ekki í DubUn. Gísli Hjálmtýsson kemur væntanlega inn á miðjuna — í stöðu Sverris Einars- sonar. FramUðið verður þá þannig skipað: Friðrik Friðriksson, Þorsteinn Þor- steinsson, Marteinn Geirsson, Sverrir Einarsson, Árni Arnþórsson, GísU Hjálmtýsson, Kristinn Jónsson, Viðar Þorkélsson, Guðmundur Torfason, Bryngeir Torfason og Lárus Grétars- son. Einar Björnsson og Valdimar Stefánsson koma væntanlega inn á sem varamenn. I þessum hópi eru átta 2. flokks leik- menn, en þeir eru aUs tíu í sextán manna hópi Fram. -SOS. Gerets rekinn út af! Eric Gerets, fyrirliði Standard Liege og belgíska landsliðsins, var rekinn af leikvelli í leik Standard Liege og Vasas í Gyor í Ungverjalandi, þar sem belgíska liðið tapaði 0:3. Gerets var rekinn út af á 57. mín. fyrir harðan leik. Standard Liege komst áfram í Evrópukeppni meistaraliða á saman- lagðri markatölu 5:3. -SOS EbSfi Evrópukeppni meistaraliða • í Kiev: — Dynamo Kiev, Sovétríkjunum, — Grasshoppers Ziirich, Sviss, 3—0 (2—0). Mörkin Buryak tvo og Demyanenko. Áhorf- endur 65.000. Dynamo vann 4—0 samanlagt. • í Vín: — Rapid, Austurriki — Beggen, Luxemborg 8—0 (4—0). Mörk Rapid: Will- furth 2, Keglevits 2, Krankl, Weber, Garger og Thill (sjálfsmark). Rapid vann 13—0 samanlagt. • í Lodz: — Widzew Lodz (Póllandi — Hibernians (Malta) 3—1 (1—1). Lodz vann samanlagt 7—2. • í Vaexiö: — öster (Svíþjóð) — Olympia- kos Piraeus (Grikklandi) 1—0 (0—0). Áhorf- endur. 6.400. Mark öster: Greger HaUen. Piraeus vann samanlagt 2—1. • í Sofíu: CSKA Sofia (Bulgaríu) — Monaco (Frakklandi) 2—0 eftir framlengingu. Áhorf- endur: 30.000. Mörk CSKA: Zdravkov og Mladwnov. CSKA vann samanlagt 2—0. • í Helsinki: — JK Helsinki (Finnlandi) — Omonia (Kýpur) 3—0 (1—0). Áhorfendur: 1.578. Helsinki vann samanlagt 3—2. • i Amsterdam: Ajax (HoUand) — Celtic 1—2 (0—1). Áhorfendur: 65.000. Mark Ajax: Vandenburg. Mörk Celtic: Nicholas og Mc- Cluskey. Celtic vann samanlagt 4—3. • í Belfast: — Linfield (N-írland) — Nent- ori Tirana (Albania) 2—1 (0—1). Áhorfendur: 5.000. Samanlögð markatala 2—2. Nentoria vann á fleiri mökrum skoruðum á útivöUum. • í Hamborg: Hamburger SV — Dynamo Berlín (A-Þýskaland) 2—0 (1—0). Áhorfend- ur: 35.000. Mörk Hamburger SV: Hartwig og Hrubesch. Hamburger vann samanlagt 2—0. • í Prag: Dukla Prag (Tékkóslóvakíu) — Dynamo Bucarest (Rúmeníu) 2—1 eftir fram- lengingu (staðan var 2—0 eftir 90 mín.). Dynamo vann samanlagt 3—2. • í Tórínó: — Juventus (italíu) — Hvidovre (Danmörku) 3—3 (1—0). Áhorfendur: 40.000. Mörk Juventus: Boniek, Platini og Rossi. Mörk Hvidovre: Petersen 2 og Hansen. Ju- ventus vann samanlagt 7—4. • í Lissabon: — Sporting Lisbon (Portúgal) — Dynamo Zagreb (Júgóslaviu) 3—0 (2—0). Áhorfendur: 50.000. Mörk Lisbon: OUveira 3. Sporting Lisbon vann samanlagt 3—1. Evrópukeppni bikarhafa • í Tirana: — Dínamo Tirana, Albaníu, — Aber- deen, Skotlandi, (W). Áhorfendur 25.000. Aberdeen vann samanlagt 1-0. • t Kaupmannahöfn: 189 ’ Kaupmannahöfn — Dynamo Dresden (A-Þýskalandi) 2-1 (0-1). Ahorieudui': ö.ooO. Moik ii&Z: Kim Larsen og Tonny Madsen. Mark Dresden: Hans-Uwe Pilz. Samanlögð úrslit 4-4, en danska liðið fer áfram á fleiri mörkum skoruðum útivelli. • í Budapest: Ujpest Dozsa (Ung\rerjalandi) — Gautaborg (Svíþjóð) 3-1 (3-1). Mörk Ujpest: Kiss 2 og Torocsik. Mark Gautaborg: Szendreí (sjálfs- mark). Ujpest vann samanlagt 4-2. • í Belgrad: Red Star (Júgóslavíu) — LiUe- ström (Noregi) 3-0 (2-0). 15.000 áhorfendur. Mörk Rauðu stjörnunnar: Djurovski 2, Djuric. Red Star vann samanlagt 7-0. • í Valletta: — Sliema (Möltu — Swansea (Waies) 0-5 (0-3). Áhorfeodur 2000. • í Luxemburg: — Differdingen (Luxemburg) — Waterschei (Belgíu) O-l. Áhorfendur L300. Mark Watsresche skoraði Janssen. Waterschei vann samanlagt 8-1. • i Lahti: Kuusyski (Finnlandi) — Galatasary (Tyikland) 1-1. Áhorfendur: L744. Galatasary vairn samanlagt 3-2. • Í Aþenu: Panathinaikos (Grikklandi) — Austría Vín (Austurríki) 2-1 (1-0). 25.000 áhorfend- ur. Austría vann samanlagt 3-2. • í Limassol: Apollon (Kýpur) — Barcdona (Spánn) 1-1 (0-1). Áhorfendur: 11.000. Mark Bareclona: Maratalla. Barcelona vann samanlagt 9-1. • I Munchen: - Bayem Miinchen — Torpedo Moskva (Rússlandi) 0-0. Áhorfendur: 20.000. Sam- anlögð markatala 1-1. Bayern kemst áfram á markinu í Moskvu. • i Bratislava: — Slovan BratLslava (Tékkó- slóvakíu) — Inter Milan (ítalíu) 3-L Mark Inter skoraði Hansi MiiIIer. Inter Mflan kemst áfram á samanlagðrí markatölu 3-2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.