Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Page 33
DV. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Verksmiðju- reykur í veður- fregnum „Keflavíkurflugvöllur: Logn, verksmiðjureykur, hiti f jögur stig.” Þannig hljóðaði ein setning- in í veðurfregnatíma í út- varpinu í gærmorgun. Um- sjónarmanni Sandkorns þótti skrýtið að heyra svo mann- legt fyrirbæri sem verk- smiðjureyk í veðurfregnum. Hringdi því í veðurstofuna á Keflavíkurflugvelli til að fá nánari skýringu. Starfsmaður veöurstofunn- ar sagði að þykkur og gráleit- ur reykur frá malbikunarstöð íslenskra aðalverktaka hefði legið yfir stórum hluta flug- vallarsvæðisins, meðal annars flugbrautum. Því hefði þótt ástæða til að geta hans. Uppsagnir hjá Landssmiðjunni Löngum hefur verið rætt um að ríkið hætti rekstri Landssmiðjunnar, annað- hvort seldi fyrirtækiö eða hreinlega legði það niður. Lít- ið hefur hins vegar verið um athafnir í þá átt og reyndar litlar horfur á slíku í bráð. Landssmiðjan er nú aö reisa hús inni við EUiðavog. Þangað er ætlunin að flytja starfsemina frá Sölvhólsgötu. Hvenær af þeim flutningi verður er óvíst því hægt geng- ur að byggja. Verkefni fyrirtækisins eru sögð hafa dregist saman síð- ustu misseri. Spurðist það út meðal starfsmanna fyrir nokkru að uppsagnir væru á döfinni til að mæta samdrætt- innm Uppsagnirnar hafa nú ver- ið tilkynntar. Ekki reyndust þær stórtækar. Einum bil- stjóra var sagt upp og ákveð- ið að ráða ekki í stöður tveggja manna sem hvort eð er voru að hætta. Hins vegar var fjölgað um einn á skrif- stofu. Sölumaður radar- vara tekinn á ólöglegum hraða Margir ökumenn hafa keypt sér radarvara til að varast hraðamæUngar lög- reglunnar. Lögreglan lumar hins vegar á ýmsum brögðum til að sjá við radarvörunum. Því hafa margir eigendur slikra tækja orðið að bíta i það súra epli að vera teknir á ólöglegum hraða. Eitt broslegasta dæmið um þetta er atvik sem gerðist í fyrra. Þá var sölumaður slikra radarvara tekinn á 120 kílómetra hraða á Reykja- nesbraut. Var hann þó með tvo radarvara í bilnum sín- um. Slíkt er nú ekki beinlinis bestu meðmæli með þeim tækjum sem sölumaðurinn var að bjóða. Kvennaframboð gefur út blað Kvennaframboðið í Reykjavík er nú að hefja út- gáfu tímarits um jafnréttis- baráttu. Er fyrsta tölublaðið væntanlegt innan fárra daga. Blaðinu hefur verið valið nafnið Vera. Er ætlunin að út komi níu tölublöð á ári. Blaðið verður í svipuðu broti og Vikan og um 40 siður að stærð. Evrópukeppni númer eitt hjá Bogdan Bogdan Kowalczik, hinn pólski þjálfari handbottaliðs Víkings, hefur nú dvalið hér á landi í fjögur ár. Er ekkert fararsnið á honum héðan. Bogdan hefur á þessu tíma- bili náð stórkostlegum árangri með Vikingsliðið. Liðið hans hefur undanfarin ár verið langbesta handknatt- leiksliðið hérlendis. Síðustu þrjú árin hefur það unnið ís- Iandsmeistaratitilinn. En Bogdan hugsar stórt. Nú eru hann og Víkingarnir sagðir ætla að leggja alla áherslu á Evrópukeppni meistaraliða. íslandsmótið verður aukaatriði en keppi- keflið verður að ná sem lengst í Evrópukeppninni. Minnast þeir í því sambandi frækilegs árangurs Vals- manna sem komust í úrslit fyrir tveimur árum. Það langar Víkingana að leika eft- ir. Umsjón: Kristján Már Unnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Háskólabíó: Aðdáandinn Dáir konu sem segist vera 45, er 49 og lítur út fyrir að vera 59 Lauren Bacallmá muna tímana tvenna. Háskólabíó sýnir: Aðdáandinn (The Fan) Loikstjóri: Edward Bianchi. Aðalleikendur: Lauren Bacall og James Gamer. Það vantar ekki að myndin Aðdáandinn byr ji vel, upphafsatriðið er býsna skemmtilegt og vel gert, en þá er nánast upptalið þaö góöa við myndina. Líkast til hefur það vakað fyrir aðstandendum myndarinnar að takast á við „aökallandi vandamál”- brjálaða aðdáendur „a la” morðingja Lennons. Gott og vel, efnið sem slíkt er ekki vitlaust, en útfærslan, handritið svo ekki sé talað um val leikara er út í hött. Myndin fjallar um Douglas nokkurn sem dáir og elskar súper- stjörnuna Sally Ross meira en góðu hófi gegnir. Hann skrifar Sally hvert bréfið á fætur öðru, en stjaman sér aldrei bréfin því Belle ritari hennar fæst við þessi mál fyrir hennar hönd. Douglas þráir ákaft að komast í kynni við leikkonuna og ástríða hans vex stööugt. Er bréfum hans er ekki svaraö tekur hann að vekja athygli stjömunnar á sér með hinum gróf- ustu aðferðum. Hann ræðst á Belle og sker hana í framan með hnífi. I upphafi var hann aðeins mjög hrifinn af stjömunni en að lokum er hann orðinn alg jörlega geðveikur og er til í að gera allt til að ná ástum leikkon- unnar og jahivel hegna henni fyrir að veita sér öngva athygli. Samhliöa sögu aödáandans er rakin dálitil ástarsaga Sallyar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Ef í sögu aðdáandans er víða pottur brotinn þá veit ég vart hvað hægt er að segja um samband Sallyar og fyrrverandi ektamanns hennar. Eg held að það nægi að benda á tvö atriði: Hún skilur við hann vegna þess að hún vill verða sjálfstæð, en að lokum vill hún taka saman við hann á ný, og hann má jafnvel hafa viöhaldið áfram. I myndinni heitir þetta að hún hafi þroskast! Inn í þetta allt saman fléttast söng- leikur sem Sally Ross er að taka þátt í. Sýndar em langar senur og leiðin- legar úr þessum söngleik, sem segir áhorfandanum ekkert annað en það að Lauren Bacall er vita hæfileika- laus söngkona. En Douglas aödáandi á enn eftir að gera usla í lífi stjörnunnar, honum tekst að ráðast inn á heimili hennar ög myröa þjónustustúlku og brjóta þar allt og bramla. Og í lokin er klassískt atriði í auðu leikhúsi, ég held að það megi segja aö nánast öllum leikstjórum hafi tekist að gera betri senur í leikhúsi. Ef maður ber saman hvernig snillingur eins og Orson Welles hefur gert svona atriöi og hvemig það er í þessari mynd, verður það síðarnefnda eins og skop- atriði. En hvað um það, aðdáandinn Douglas skilur þar sem annars staðar eftir sig blóðuga slóö, en auðvitaö sleppur leikkonan úr greipum hans aö lokum. I þessari mynd er ágætum efnivið klúðrað eftirminnilega. Handritið er hreinlega hörmulegt. Maður hefur einatt á tilfinningunni að atriðum sé skotiö inn í til aö redda einu og öðru, og sum atriði virka eins og hreinar uppfyllingar (sbr. atriðin úr söng- leiknum). Af hverju er Douglas svona ótrúlega hrifinn af Sally? Maður er engu nær eftir að hafa horft á myndina til enda. I sjálfu sér leikur Douglas vel, en leikarinn hefur því miður úr litlu að moða, maður hefur ekki heldur hugmynd um hvers vegna hann myrðir 5—6 manneskjur. Skýringar í myndinni eru ákaflega léttvægar, hvað þessu viðkemur. Raunar er Douglas einum of geös- legur, aö minnsta kosti í upphafi. Þáttur Lauren Bacall í myndinni er sorglegur eða grátbroslegur, eftir því hvemig á það er litið. Sally Ross, sem hún leikur, segist vera 45, er 49 en í höndum Bacall virðist hún vera 59! Maður á í hreinustu vandræðum með aö trúa því að myndarlegur ungur maður geti verið hrifinn af þessari gömlu konu. Um suma aðra aukaleikara mætti hafa mörg orð, en þeir skipta i raun- inni ekki það miklu máli að það breyti heildarútkomunni í mínum augum. En gleymum ekki því sem gott er. Upphafsatriði myndarinnar er stór- gott að mínu mati og kvikmyndataka og tæknivinna sérlega vel unnin. En þaðerekkinóg... . -Ámi Snævarr. Kvikmyndir Kvikmyndir PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. ■■■■■■iSTEI IM Þ VEGIMIRHHHH LEÐURJAKKAR r i 3 E 3 LAUGAVEGI61. SÍMI22566

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.