Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 8
DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd Skartgripaþjófnaður Arndt von Bohlen, sem eitt sinn var erfingin að Krupp-stáliðjuverunum í V- Þýskalandi, glataði á dögunum skartgripum sem metnir eru á 3 milljón mörk. Var þeim stolið af hóteiherbergi hins 44 ára gamla von Bohiens í Miinchen. Þetta voru aðallega hringar, nælur, ermahnappar og allt gimsteinum skreytt. I þessu snfni var einn 20 karata dropalaga demantur. Von Bohlen hal'ði allt niðri í snyrtiborðsskúffu, ólæstri, og hafði auk þess gleymt að loka herbergiuu þegar honum varð gengið frá. Sú var tíðin, að Arndt von Bohlen var kallaður auðugasti og yngsti lífeyris- þegi Þýskalands. 28 ára gamail sættist hann á að falla frá erfðatilkalli til Krupp-milljónanna gegn 2 milljón marka árlegum lifeyri. Auk þess þiggur hann árlega annan 2 milljón marka lifeyri úr sjóði sem faðir hans, Alfried Krupp stofnaði en hann andaðist 1967. Hof Ramsesar Nýlega fannst rúm- lega 3000 ára gamalt hof í Egyptalandi suður af Giza-pýramídunum. Fannst hofið af tilviljun er maður nokkur var að grafa fyrir grunni að húsinu sínu. Talið er að hofið hafi verið byggt á tímum Ramsesar II. W'Tr • umiinif iiiiiiiisis^ Gagnrýnin kvikmyndí Sovét Óvenjuleg sovésk kvikmynd lítur senn dagsins ljós i kvikmyndahúsum Moskvu. Birtast í henni óheiðarleg kommúnísk yfirvöld og spilltir ríkisreknir f jölmiðlar — fyrirbæri, sem eiga að heita ófinnanleg í öreigaríkinu. „Lestin stöðvaðist” heitir myndin og er söguþráðurinn um spæjara sen. grefst fyrir um orsakir járnbrautarslyss úti í rússnesku dreifbýli, en lestar- stjórinn hafði farist í slysinu. Á hann crfitt uppdráttar við rannsóknina og í heimabæ lestarstjórans mætir hann f jandsemi því að litið er á lestarstjórann sem hetju og spæjarinn grunaður um að ætla að velta ábyrgðinni á hann. Þykir myndin töluverð ádeila á járnbrautirnar sovésku, sem hafa raunar legið undir töluverðri gagnrýni í fjölmiðlum fyrir slóðaskap og lélega þjón- ustu. Nýí dýriingurinn Einn sem lilði gyðinganna, af vistina í Auschwitz, útrýmingar- búðum naslsía, þekkti Faöir MaximiIIian Kolbe. Þannig leit hann út í augum eins meðfanga sinna sem féll í gleymsku í gasofnunum. pólska prestinn Maximilian Kolbe, sem páfinn tók í dýrlingatölu núna á dögunum. Wiacek (65 ára) ber ennþá á handlegg sér tattóverað númerið 1813 sem hann fékk í búðun- um og segir um Kolbe: „Jafnvel þótt hann væri veikur og raunar dauð- veikur var hann ávalit reiðubúinn að deila brauðbita sinum með öðrum þurfandi og þreyttist aldrei á að taka menn til skrifta, eða líkna þeim á annan hátt.” Lýsir hann því þegar „Blóöugi Alois”, eins og fangabúðastjórinu var kallaður, gekk einn morgun meðfram fangarööinni og valdi af handahófi þá sem svelt- ir skyldu til bana. Einn fanginn sem hann benti á brast í grát og gekk þá Kolbe fram og bauð sig i hans stað. „Það setti alla hljóða, og jafnvel Þjóðvcrjunum var brugðið en fórn hans var þegin.” Pílagrímum vísaö úrlandi Um 1400 írönskum pílagrímum hefur verið vísað úr landi í Saudi-Arabíu í sambandi viö árlega pilagrimsferð þeirra til Mekka. Alls tóku 880.000 íranskir pílagrímar þátt í ferðinni. Var pílagrímunum vísað úr landi fyrir að efna til mótmælafunda þar sem þeir réðust gegn Bandaríkjamönnum og veifuðu stórum veggspjöldum með mynd af Ayatollah Khomeiny. Odæöisverk í Guatemala Amnesty International heldur því fram að stjórnarher Guatemala hafi myrt yfir 2.600 indiána og smábændur í herferð sem hrundið var af stað eftir að Efrain Rios Montt hershöföingi kom til valda í mars. Þessi alþjóðasamtök segja að heilu sveitaþorpin hafi veríð þurrkuð út, þorpsbúar pyndaöir og fjöldaaftökur fylgt í kjölfarið. Segjast samtökin vita af 112 slíkum árásarferðum á tímabilinu frá því í mars og fram í júlí. Ein árás er tilgreind sérstaklega. Hún var á þorp í Quichehéraði þann 5. apríl. Öllum íbúum var smalað í dómshúsið, konum nauðgað, karlar háls- höggnir og börnunum hrint fram af björgum við nærliggjandi á. — Annars- staðar voru íbúar brenndir inni í kofum sinum. Táragasmökkurinn liggur yfir götunni í Gdansk, en þessi mynd er frá fyrri götuóeirðum þar í borginni, en atburðir hafa endurtekið sig, bæði þar og annars staðar. Götubardagar í Krakow en andófið bælt niður í Gdansk Brennidepill andófs „Einingar”sinna gegn herlagastjórninni í Póllandi hefur færst frá Gdansk til Krakow í suðurhluta landsins. Þar urðu átök milli lögreglu og verkalýðssinna í gær og stóðu langt fram á nótt. Lögreglan beitti táragasi, vatns- kanónum og Ijósablysum í viðureign sinni í Krakow við hundruð manna sem safnast höfðu saman til mótmæla. Splundruðust hóparnir í smærri flokka sem svöruðu árás lögreglunnar með grjótkasti og bensíníkveikjusprengj- um. Gekk á þessu í sjö klukkustundir og tókst andófsmönnum að loka nokkrum götum með tálmunum. Eyðilögðu þeir almenningsvagna og fleiri eignir borgarinnar, eftir því sem hin opin- bera fréttastofa Póllands greinir frá. Engar fréttir eru af meiöslum á fólki en verðmætatjón virðist hafa verið töluvert. — Márgir munu hafa verið handteknir og fjarlægðir frá átaka- svæðunum. I Gdansk brutu yfirvöld verkföll starfsmanna Lenínskipasmíðastöðvar- innará bak afturmeð því að setja stöð- ina undir umsjón hersins og hóta her- rétti og ströngustu viðurlögum þeim sem óhlýðnuðust fyrirmælum liðsfor- ingjanna. Nokkrum mun hafa verið sagt upp störfum. Verkfóllin í Gdansk og aörar mótmælaaðgerðir — sem breiddust þaöan til annarra hafnarbæja við Eystrasaltið og raunar víðar eins og til Krakow — spruttu upp af óánægju almennings með nýju lögin sem banna starfsemi eldri verkalýðsfélaga eins og, JCiningar”. Nýjum verkalýðsfélög- um veröa hér eftir settar m jög þröngar skorður. Kvisast hefur að í Varsjá undirbúi neðanjarðarforingjar „Einingar” vinnustöðvanir á borð við þær sem starfsmenn Lenínskipasmíðastöðvar- innar hafa gripið til. Sem sé að starfs- menn mæti á vinnustaði sina en neiti aðstarfa. Það þótti dauflegt yfirbragðið á verkamönnunum sem gengu út úr skipasmíðastöðvunum í Gdansk í gær og þykir ekki líklegt að þar sé frekara viðnáms að vænta í bráð., Jlvemig er hægt að gera nokkum skapaðan hlut þegar þeir skella skambyssukjciftinum að hausnum á þér?” varð einum að orði á leiðinni út um stöðvarhliðið. Hjálmvarin og með skildi og kylfur á loftf býr pólska lögreglan sig undir að dreifa mannsöfnuði. 1 sjö klukkustundlr átti hún í átökum við verkalýðssinna í Krakow i gær og i nótt. Blásýrumálið: Ætlaði að kúga fé út úr lyfsölunum Lögreglan í Chicago leitar ákveðins manns sem reyndi að kúga eina milljón dollara út úr framleiðanda höfuðverkjarmeöalsins „Extra- Strenght Tylenol”. — Sjö manns hafa látið lífið vegna þess aö einhver blandaði blásým í meðalabelgina. Barst fyrirtækinu Johnson og John- son handskrifað bréf, þar sem hótaö var áframhaldi á dauðsföllunum nema ein milljón dollara væri lögð inn á bankareikning í Chicago. — Lögreglan hefur komist að því, að rithöndin á bréfinu er rithönd 35 ára gamals manns sem heitir Robert Richardson og býrí Chicago. Ekki þykir víst að hann hafi sett eitrið í meðalabelgina þótt hann hafi ætlað að notfæra sér fréttirnar af dauösföllunum til að kúga fé út úr lyfjafyrirtækinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.