Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ferðalög þingmanna til útlanda: 2532-2975 skrilar: Ekki linnir feröalögum alþingis- manna okkar út og suöur og um allar trissur. Enn fara þeir í hópum til New York, t.d. til þess aö „sitja þing S.Þ.” eins og þaö er kallaö á „fagmáli” stjórnmálamanna. Nú vil ég mælast til þess aö þiö hjá DV kannið fyrir okkur lesendur, hve miklum fjármunum er variö árlega úr sjóði okkar sameiginlegum til þessara ferðalaga. Einkanlega til setu þing- manna úr öllum flokkum á þingi S.Þ. Mikilvægt er að fá sundurliöun á þessari eyöslu — hve mikiö í fargjöld — hve mikið í dagpeninga á mann og hve mikiö í „annaö” ef um þann lið er að ræöa. Þaö væri gaman að vita, hvort t.d. þaö sé algengt, aö eiginkonur þing- manna fari með þeim, eöa hvort þær dvelji aöeins hluta þess tíma sem eiginmennirnir eru í New York. Ef svo er, þá hlýtur hluti dagpeninga þingmanna að nýtast fyrir uppihaldi eiginkvenna þeirra. Og þá er spurning- in: er þaö réttlætanlegt aö skattborg- arar greiöi fyrir uppihaldið? Eru dagpeningar svo ríflegir, aö af þeim megi draga? Einnig mætti spyrja þá aöila, sem hafa meö greiöslur dag- peninga til þingmanna að gera, hvort þeir fylgdust með því, ef einhverjir þingmenn byggju annars staðar en á hótelum í New York, t.d. hjá ættingj- um eöa vinum. Þetta er allt mikilvægt aö vita, því hér er verið aö ræöa um greiðslur úr opinberum sjóöum. — Ef þetta eru hins vegar alfariö greiöslur úr flokksjóöum stjórnmálaflokkanna, þá horfir málið ööruvísi við, því þá eru þaö einungis félagsmenn sem greiða feröir þessar. Hér áður fyrr var þaö talið til spar- semi og nýtni að eiginkonur færu utan með opinberum starfsmönn- um og þingmönnum, — því „skyrtu- þvottur” væri svo óhemju dýr erlendis. Skyrtumar mætti þvo á viðkomandi hóteli og hengja til þerris yfir baðker- inu yfir nóttina. — Þetta var nú á tím- um nælonskyrtanna, og er liðin tíð. En þaö er kannski eitthvað annaö nú sem eiginkonurnar geta sparað þingmönn- um og þá þjóöinni um leiö. Nú til dags þýðir ekkert aö svara meö því aö segja, aö „þetta liggi nú ekki á lausu”, eða „upplýsingar séu ekki viö höndina eins og stendur.” Nú eru allar upplýsingar aögengileg- ar, þökk sé tölvuvinnslu og sérfræöing- um. I Þýskalandi byrjaöi nýja stjórnin sparnaö meö því aö lækka laun ráð- herra um fimm prósent. Hvemig væri aö byrja á aöhaldi í feröalögum þing- manna og dagpeningagreiöslum til þeirra. Utanríkisráðuneytið greiðir ferðir og dagpeninga „Um feröir þingmanna gilda sömu reglur og um ferðir embættismanna ríkisins” — sagöi Þorsteinn Ingólfs- son, deildarstjóri hjá utanríkisráöu- neytinu. — „Dagpeningar þeirra, vegna dvalar í New York t.d., eru jafn- viröi 123 SDR” (sérstök dráttarrétt- indi, þ.e.a.s. samnefnari fyrir gengis- skráningu nokkurra mynta). „ Þetta er samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðar- nefndar. Um þessar mundir er 1 eining SDR 15,61 íslenskar krónur. Þetta em því um þaö bil 1.900 ísl. kr. á dag. Af þessu greiða menn hótel og allan annan kostnað. Ekki er um neinar aörar greiöslur aö ræða, að frátöldu flugfar- gjaldi, sem ráðuneytið greiðir einnig. Um langt árabil hafa fulltrúar allra þingflokkanna sótt allsherjarþing Sameinuöu þjóðanna; ýmist einn full- trúi frá hverjum flokki í 5—6 vikur, eöa NYISLENSK SMASA GA SVONA MÁ GREIÐA HÁRIÐ HJÁLPARTÆKIFYRIR BLINDA HVERS VIRÐIERU VINIR OG FÉLAGAR? HVERN/G FESTUi VIÐ GLUGGA TJÖLDIN? tveir fulltrúar hvers flokks hafa skipt þessum tima á milli sín. Enda hefur reynst erfitt fyrir þingmennina aö vera svo lengi aö heiman i senn. Hámarkskostnaöur getur þannig numið tveim fargjöldum fyrir hvem þingflokk, aukdagpeninga.” Að lokum sagöi Þorsteinn Ingólfsson aö ekki væri um aðrar ferðir þing- manna á kostnað utanríkisráöuneytis- ins aöræöa. -FG. „Ekki linnir ferðalögum aiþingismanna okkar út og suður og um allar triss- ur. Enn fara þair i hópum tilNew York, t.d. tH þess að „sitja þing S.Þ." eins og það er kallað á „ fagmáH" stjórnmálamanna " — segir2532-2975. WIMÆM 41. tbl. 44. árg. 14. október 1982 Verökr. 45. HVER BORGAR BRÚSANN?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.