Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 20
20 Iramir hefðu ef strákarnir hefðu ekki tekið hraustlega á móti þeim, sagði lóhannes Atlason — Ég er sérstaklega ánægöur með baráttuna hjá strákunum. Viö böfum aldrei áöur lent á móti liði sem hefur keyrt eins ofsalega og írarnir geröu. Þeir hefðu vaðið yfir okkur ef við hefðum ekki tekið hraustlega á móti þeim, sagði Jóhannes Atlason lands- liðsþjálfarí eftir hinn harða leik í Dublin. — Það voru algjörlega kaflaskipti þegar Iramir skoruðu annaö mark sitt. Viö rétt áður í gullnu marktækifæri — í staðinn fyrir aö staðan yrði 1—1 brunuðu Irarnir fram og skoruðu 2—0 á sömu mínútunni, sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að írska liðið væri mjög sterkt sem sést best á því aö Irar hafa ekki tapað á heimavelli í mörg ár. — Þeir voru meira með knöttinn held- ur en við en náöu þó aldrei að yfirspila okkur þar sem strákamir börðust hetjulega og gáfu þeim aldrei frið. Seinni hálfleikurinn var geysilega spennandi. Þá náðum við mjög góðum tökum á leiknum. Mikil harka og dóm- arinn ekki öfundsveröur. Vörnin hjá okkur var sterk og þó aö ég vilji ekki nefna neinn sérstakan leikmann öðrum fremur kemst ég ekki hjá því að minnast á öryggi og styrkleika Marteins Geirssonar. Eg er sæmilega ánægður með leikinn þótt ég sé aldrei ánægður með tap, sagði Jóhannes. -hsím/-SOS sa galopið 1 framann — Ég var pottþéttur á því að ég myndi skorí — sá markið galopið fyrlr framan mig og vai öraggur um að knötturinn myndi rata réttE leið og hafna í netinu. Það var því gífuríegE svekkjandi að sjá á eftir knettinum fara rétl utan við stöngina, sagði Sævar Jónsson lands liðsmiðvörður frá CS Bragge í Belgiu og hanr bætti við: — Það er ekki á hverjum degi sen maður fær svona tækifæri. Sárindin era þv meiri að hafa ekki getað nýtt það og þaö i mjög þýðingannikluau^nabli^^ íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttii Harka og grímmd aðalsme þegar írar unnu íslendinga 2-0 í Dublin Frá Halli Símonarsyni — fréttamanni D V á Landsdo wn Road í Dublin: — Annarri eins hörku og grimmd, og Irar sýndu hér i Dublin í gær, hef ég aldrei orðið vitni að sem íþróttafréttamaður í áratugi. Það var eins og irsku leikmenn- irnir ætluöu sér að sparka tslendingum út af vellinum — sumir svo grófir að undran sætti. Pétur Ormslev slasaðist eftir hroðalega tæklingu — var borinuút af Ieikvellinum og fór beint á sjúkrahús. trski leikmaðurinn Mike Walsh frá E ,'erton fékk ekki einu sinni tiltal frá dómara leiksins, Rion frá Luxemborg, sem dæmdi í heimsmeistarakeppninni í Argentínu fyrir f jóram árum. Hann varði leikmennina ekki gegn hörkunni, því miður. trar sigruðu 2—0 í Evrópuleiknum og það fór ekki á milli mála að betra liðið vann. Verðskuldaður sigur tra Og ef íslensku leikmenn- irnir hefðu ekki tekið á móti Irum, eins og þeir gerðu — hefðu úrslitin getaö orðið verri. •Eftir heldur slakan fyrri hálfleik var baráttan í algleymingi í seinni hálfleik. Þetta var vissulega leikur fyrir karlmenn. Kannski lengstum spilaöur meira með hjartanu en heilanum. Barátta í algleymingi — ljót brot sáust og það var almennt álit irsku blaðamannanna hér að dómarinn hefði átt að reka Mike Walsh út af — fyrir hið grófa brot hans á Pétri Ormslev. Heimadómari, sögðu þeir. Ég er þó ekki á sömu skoðun hvað það snertir. Dómarinn hefði mátt bóka nokkra Ira — jafnvel reka Walsh af velli. Dómarinn bókaði aðeins einn íra, Gary Waddock. Bókaði hins vegar tvo tslendinga — Atla Eðvaldson og Amór Guðjohnsen, fyrir vægt brot og mótmæli. Það vora öfgar enda létu íslensku leikmennirnir hann heyra það. • Það verður ekki annað sagt en gaman var aö horfa á leikinn. Spennan var gífurleg í seinni hálfleik. Ekkert gefiö eftir og eins og ég óttaðist spilaði veðrið inn í. Gott veður þegar leikurinn hófst — síðan rigning og hvasst í seinni hálfleik. Irarnir þar heppnari, þar sem þeir léku undan vindi, en í fyrri hálf- leik höföu flöggin varla hreyfst. Forseti Irlands Patrick Hillary og Charles Houghey, forsætisráðherra Irlands, vora á meðai hinna 20.000 áhorfenda semsáu leikinn. Fyrsta sinn sem Houghey horfir á knattspyrnuleik í Dublin og vakti þaömikla athygli. Umgerð leiksins var góð og stemmningin gifurleg hjá áhorf- endum, sem studdu vel viö bakið á írsku leikmönnunum. Stæöin á vell- inum voru að mestu þéttstaðin en fáir vora í dýrastu sætunum, sem kostuðu 12 sterlingspund, eöa um kr. 240 íslenskar. Ein breyting var gerð í írska liðinu — rétt fyrir leikinn. Chris Houghton hjá Tottemham gat ekki leikið og í hans stað kom hinn grófi Mike Walsh.Hannvarþóekki verstur í írska liðinu. David O’Leary og Mike Robinson voru bókstaflega ruddar Já, einsognautíflagi. Slakt framan af Heldur var knattspyman litil framan af, sem leikmenn sýndu. Taugaspennan var mikil og um leið harka. Islendingar fengu óvænt fyrsta tækifæri leiksins. Tony Grealish, fyrir- liða tra, urðu á mikil mistök. Hann sendi knöttinn til Lárusar Guömunds- sonar, sem brunaöi fram. Einn frammi — reyndi markskot, en knött- urinn rétt strauk stöngina og fór fram hjá. Feginsstunur komu frá írsku blaðamönnunum. Harkan var mikil og dómarinn þurfti oft að dæma á írsku leikmennina. Áhorfendur öskruöu mjög á hann í hvert skipti sem hann dæmdi á Irana. Það var til þess að hann dæmdi furðulega aukaspyrnu á Viðar Halldórsson á vítateigslínu. Ekkert varð úr henni, en greinilegt að áhorfendur höfðu sitt að segja. Irar náðu yfirhöndinni á miðjunni. Liam Brady var mikið með knöttinn, þar sem hann var ekki í sérstakri gæslu. Pétur Ormslev var virkastur íslensku leikmannanna. Vörnin var þétt fyrir, þannig aö Irar náðu ekki aö skapa sér færi. Þorsteinn Bjarnason varði vel skot frá Stapleton og Pétur Ormslev bjargaði á síðustu stundu á marklínu íslenska marksins eftir horn- spyrnu. Pétur skallaði í horn — tæpara mátti ekki standa. Frank Stapleton skorar Irar náðu að opna íslensku vömina á 35. mín. Ronnie Whelan átti þá glæsi- lega sendingu inn í vítateig Islands, þar sem Frank Stapleton var á réttum stað. Honum tókst aö rífa sig lausna frá Sævari Jónssyni og skoraði með föstu skoti — knötturinn hafnaði í markhorninu fjær. Virkilega fallegt mark og áhorfendur ætluðu vitlausir aö verða af fögnuði. Irar áttu mun| meira í leiknum, en litið var um samleik — sást varla. Brotið gróflega á Pétri Á 39. mín. varð Pétur Ormslev að fara af leikvelli, eftir aö Walshhafðibrotiöhrottalegaá honum — óð beint aðPétri með annan fótinn á lofti, þó að hann ætti engan möguleika ??Blautt grasið bauð upp á hörku” — Ég er mjög ánægður með íslenska liðið. Þetta var erfiður leikur að spila, en mikið um óþarfa feQsendingar. Völlurinn var Ioðinn og mjög erfiöur yfirferðar vegna bleytu, sagði Mar- teinn Geirsson, fyrirliði íslenska lands- liðsins. — Það skipti sköpum að Sævari tókst ekki að skora úr hinu góða færi sem hann fékk — og síðan skoruðu Irarnir rétt á eftir. Það er alltaf erfitt fyrir okkur að leika gegn breskum knattspymumönnum — þeir hafa allt- af verið okkur erfiðir, harkan svo mikil, sagði Marteinn. Marteinn sagði að meiösli Péturs Ormslev hefðu verið sorgleg. Hann hafði leikið svo vel þegar hann slasaö- ist. — Blautt loöið grasiö bauö upp á hörku því aö rennslin verða meiri á leikmönnum, sagði Marteinn. -hsím/-SOS að ná knettinum. Pétur fékk ljótan skurð frá nára að kynfærum. Dóm- arinn heimtaði að Pétur stæði upp og færi út af. Sem betur fer náðu íslensku leikmennirnir aö hafa vit fyrir honum. Það hefði getaö haft hroðalegar afleið- ingar, ef Pétur hefði verið látinn ganga af leikvelli. Pétur var borinn af velli og þaö var farið með hann beint á sjúkra- hús. Ragnar Margeirsson kom inn á í hans staö. Rétt á eftir þetta ljóta brot, sparkaði David O’Leary, sá tuddi, Gunnar Gíslason niöur. Hrottalegt brot, en engin áminning. Arnór f ærður f ram Seinni hálfleikurinn var mun skemmtilegri. Spennan var geysileg og íslensku leikmennirnir náðu mun betri tökum á leiknum. Arnór Guðjohn- sen var færður fram í sóknina, en Pétur Pétursson, sem hafði verið á vinstri kantinum, var færður aftur á miðjuna. Snjöll breyting hjá Jóhannesi Atlasyni landsliðsþjálfara. Mun meiri broddur var í sókninni. Litlu munaöi þá að Frank Stapleton skoraði mark eftir aðeins 30. sek. Liam Brady sendi knöttinn til hans, þar sem hann var á auðum sjó við vítateigs- hom. Stapleton kom knettinum fram hjá Þorsteini Bjamasyni, markverði. Sævar b jargaöi á marklínu. Iramir náðu undirtökunum í leiknum vegna leiks Mark Lawrenson, sem átti stórleik. Hann átti ógn- vekjandi rispur upp hægri kantinn, en varnarmenn okkar og Þorsteinn Bjarnason, sáu um fyrirgjafir hans. Ljót atvik sáust. Lárus Guðmundsson sparkaður niður þegar knötturinn var víðs fjarri. Arnór Guðjohnsen tók heldur betur rispu á 62. mín — lék skemmtilega á þrjá varnarleikmenn Ira á snilldar- legan hátt og komst frír inn að vítateig — skaut, en knötturinn fór framhjá. Fallegasta einstaklingsframtak leiksins og áhorfendur kunnu vel að meta framtak Arnórs — klöppuðu mjög fyrir honum. Liam Brady fór út af á 63. mín. og Kevin O’Callaghan (Ipswich), kom inn á. Það veikti írska liðið ekki. Hættan var mun meiri við íslenska markiö. Ronnie Whelan prjónar sig í gegnum íslensku vörnina, en Þorsteinn bjargaöi meistaralega með úthlaupi. Áfall fyrir ísland Um miðjan seinni hálfleikinn kom íslenska liðið meira inn í myndina. Atli Eðvaldsson átti skalla rétt fram hjá marki Ira og á 71. mín. átti Ragnar Margeirsson fast skot, sem hafnaði í einum varnarmanni Ira — knötturinn fór aftur fyrir endamörk. Pétur Pétursson tók hornspyrnuna og Þorsteinn Bjarnason markvörður ótti mjög góðan leik. DV-mynd: Eiríkur. sendi knöttinn fyrir mark Ira. Knött- urinn fór af höfði O’Leary til Sævars Jónssonar, sem stóð fyrir opnu marki — við fjær stöngina. Maöur bókstaflega sá knöttinn í netinu — mark! Svo var ekki — Sævar skallaði rétt fram hjá Irar brunuðu upp — miðjan opnaöist illa og Tony Grealish renndi sér í gegn. Hann skoraði meö föstu skoti af 15 m færi — knötturinn hafnaði neðst í hominu. Mikið áfall fyrir Island. I staöinn fyrir 1—1 kom 2—0 fyrir Ira og vonlaus barátta var framundan hjá íslenska liðinu. En þaö gafst ekki upp — barðist og eftir íþróttir (þróttir (þrótt (þróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.