Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd ERÆIUMNAD MEINA ÍSRAEL AÐILD AÐ SÞ? FRAM Jeane Kirkpatrick, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuöu þjóöun- um, sagöi í gærkvöldi aö nokkur harö- linu arabaríki ætluöu undir forystu Líbýu og Iraks aö reyna að fá Israel vikiö burt af allsher jarþinginu. Ekki var hún sjálf trúuð á aö það áform mundi takast en færi svo kvaöst hún ekki geta ímyndað sér að Banda- ríkin yröu áfram aöilar aö Sameinuöu þjóöunum. Sagði hún aö ráðagerðin snerist um aö vefengja trúnaðarbréf Israels- öxin látin geyma Yfirvöld í Pakistan hafa ákveðiö dauöadefsingu viö ýsmum fleiri lög- brotum sem áöur var ekki tekið svo þungt á. Þar hefur ríkt að undanförnu mikil óöld meö pólitískum morðum og hryöjuverkum. Zia-Ul-Haq, sem er einvaldur, lætur nú allt sem spillt getur lögum og reglu í landinu varða dauðarefsingu. Það er dauðasök að grýta opinberar bygging- ar og ökutæki eða efna til uppþota. Þaö er jafnvel dauðasök aö veita samsæris- mönnum mat og dry kk. Yfirvöld saka samtök, sem kallast A1 Zulfikar, um aö standa að flestum hryöjuverkunum. Þau eru sögö eiga sér bækistöð í Kabul, höfuöborg Afgan- istans, og vera stjórnaö af sonum Zul- fikar Ali Bhuttós heitins, fyrrum for- sætisráðherra Pakistan, en Zia forseti steypti honum af stóli áriö 1977 og lét síöar taka hann af lífi. mannanna. Þann 25. október tekur allsherjarþingiö fyrir afgreiöslu trún- aöarbréfa meölima Sameinuöu þjóö- anna og þá auðvitað ísraelsku fulltrú- anna einnig. Fram kom hjá bandaríska sendi- herranum aö Bandaríkjastjórn reyndi meö hægðinni aö safna liði meöal með- lima Sameinuðu þjóöanna gegn áætl- un. En meö Líbýu og Irak standa aö þessum ráöum Sýrland, PLO og fleiri arabaríki. Kirkpatrick sagðist halda að Banda- ríkin slitu aöild sinni að Sameinuðu þjóðunum ef Israel yröi meinuö aöild. Vitnaöi hún til ályktana í öldungadeild og fulltrúadeild Bandarikjaþings, samþykktar fyrr á þessu ári, þar sem skorað var á Washington stjómina aö hætta aðild aö Sameinuöu þjóðunum og halda eftir fjárframlögum sínum til stofnunarinnar (25% af tekjustofni S.Þ.) ef Israel eða nokkru öðru lýöræö- isríki yröi meinuö þátttaka í störfum Sameinuðu þjóöanna. Hún sagöi aö fleiri vestræn ríki hefðu sömuleiöis lýst sig reiöubúin til þess að hætta starfi í Sameinuöu þjóðunum en neitaöi aö nafngreina þau. Kirkpatrick sagði aö samsæriö gegn Israel væri runniö undan rifjum nokk- urra öfgasinnaöra Sovétvina enda styddi Sovétstjómin ráöageröina. Aöaldriffjöðrin aö baki samsærinu væri nánustu samstarfsvinir Sovét- stjórnarinnar. TOLVUSKOLI TÖLVUNÁMSKEIÐ Basic I forritunarnámskeiö er að hef jast þann 19. okt. Nánari upplýsingar í síma 39566 milli kl. 13 og 18. Tölvunám er fjárfesting í framtíð þinni. TÖLVUSKÓLINN FRAMSÝN, SÍÐUMÚLA 27, PÓSTHÓLF 4390,124 REYKJAVÍK, SÍMI: 39566. Keisaraskurdur eftir stjömuspá Konungshjónin í Thailandi, Bhumiol og Sirikit, hafa nú eignast dótturdóttur. Var þaö Chulabhorn prinsessa sem eignaðist meybam þetta og vó það 3,5 kílógrömm. Stjömuspekingar hiröarinnar höföu reiknað það út aö heppilegasti fæðingartíminn fyrir bamiö væri föstudagurinn 9. október kl. 18.54, að staðartíma. Var barnið því tekið meö keisaraskuröi svo ekkert færi úr- skeiðis meö tímann. Fór aðgerðin fram í viöurvist 15 lækna ásamt heil- brigðisráöherra landsins. Sirikit drottning: Bamabaraið á ekki aldeilis að verða óhamingjusamt. Tilkynning ff) um tannlæknaþjónustu fyrír 6—15 ára börn á vegum skólatann/ækninga Reykjavíkur- borgar Skólatannlækningar Reykjavíkurborgar munu í vetur annast tannviðgerðir á skólabörnum á aldrinum 6—15 ára. Undan- skilin eru 13—15 ára börn í eftirtöldum skólum: Hagaskóla, Réttarholtsskóla, Laugalækjarskóla, Ölduselsskóla, Hóla- brekkuskóla og Seljaskóla. Þéssum börnum er heimilt að leita til einkatannlæknis án sérstaks leyfis, en reikningar vegna tannviðgerða fyrir þau fást því aðeins greiddir í Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur að framvísað sé skólaskírteinum barnanna, 'eða reikningarnir hafi verið stimplaðir í hlutaðeigandi skóla. Börnin skulu leita til tannlæknis þess grunnskóla, sem þau að staðaldri sækja. Fáist þar ekki fullnægjandi þjónusta skulu börnin í samráði við skólayfirtannlækni leita til tannlæknis í Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla eöa Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Skólabörn sem þurfa á þjónustu einkatannlækna eða sérfræð- inga aö halda skulu fyrirfram afla sér skriflegrar heimildar til þess hjá yfirskólatannlækni, án hennar verða reikningar frá einkatannlæknum fyrir 6—15 ára skólabörn ekki greiddir af Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Trygginga tannlæknir Yfirskóla tannlæknir Mafíumoröin áSikiley Lögreglan í Palermo á Sikiley hefur kært þrjá menn fyrir að hafa í síöasta mánuöi myrt Carlo Alberto Dalla Chiesa hers- htíföingja, konu hans og lífverði hershöfðingjans. Fjórði maöurinn hefur áöur veriö ákærður fyrir hlutdeild í morðinu á hershtífðingjanum sem stjóraaði sérstökum aðgerðum lögreglunnar gegn mafíunni á eyjunni. Fjórmenningarnir eru einnig sakaðir um morð á mafíu- foringja, keppinaut þeirra og þrem lögreglumönnum sem fylgdu honum til öryggis- fangelsis, þegar þeir voru drepnir. HEF OPNAÐ MYNDBANDA LEIGU AÐ SUÐURGÖTU 53, HAFNARFIRÐI Fjöibreytt úrval góðra mynda í VHS og BETA. Opið frá kl. 19-22 mánud. — föstud. 15—22 laugardaga og sunnudaga VIDEO-SAND Happdrætti Sjálfstædisflokksins Afgreiöslan í Valhöll, Háaleitisbraut 1, er opin frá 9—22 Sími 82900. Sækjum greiöslu heim; ef óskað er. Vinsamlega geriö skil. sem allra fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.