Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. 15 Adenauer gengur aftur PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Þegar allt virtist vera aö fara í kalda kol í hinum gasþurfandi löndum Mið-Evrópu vegna lítt skiljanlegrar þráhyggju ýmissa stjómmálaforingja þessara landa' um aö vera á móti Bandaríkjunum, geröi skyndilega hlé á umbrotunum. Og fram á sviðið í Vestur-Þýzka- landi stekkur maöur, sem fólk átti hreinlega ekki von á aö birtist, þótt margir trúi svo sem á endurfæðingu. Þaö var vissulega kominn tími til aö fyrrv. kanslari, Helmut Schmidt viki úr sæti. En aö nafni hans, Kohl, yrði eftirmaður hans, — því bjuggust fáir við fyrir nokkrum mánuðum. — Meira að segja fréttaskýrendur póli- tísku málgagnanna íslenzku, sem alltaf er gripið til, þegar sjónvarpið vantar spádómsanda um stjómmál á erlendum vettvangi, — þeir höfðu aldrei minnzt á þennan mann. En Konrad Adenauer hefur nú birzt mönnum í líki Helmuts Kohl. Oghvaðnú? Það verða ef til vill ekki neinar stórbreytingar með tilkomu nýrrar stjórnar í Vestur-Þýzkalandi. En það frá nánu vamarsamstarfi innan NATO og við Bandaríkin. För Helmuts Kohl tilFrakklandsforseta í skyndingu er áreiöanlega liður í þessari tilraun. Það er viturlegt af hinum nýja kanslara aö byrja í Frakklandi. Kjallarinn GeirR. Andersen „Línudans Vestur-Þjóðverja hefur verið með eindæmum glannalegur.” má þó búast við því að Helmut Kohl og stjóm hans byrji á því að draga inn slakann á þeim vír, sem Vestur- Þjóðver jar haf a dansaö á i samskipt- um sínum við stórveldin tvö, Banda- ríkin og Sovétríkin. Linudans Vestur-Þjóðverja hefur veriö með eindæmum glannalegur og engri Vestur-Evrópuþjóð til fram- dráttar. Það má segja umbúðalaust að Helmut Schmidt fyrrv. kanslari hafi rólaö sér fram og til baka á vírnum og veifað til Sovétmanna, þegar hann sveiflaðist í austur, en gefiö Bandarikjamönnum langt nef, þegar hann kom til baka í vestur. Þetta kann aö þykja snjallt hjá þeim, sem lifa fyrir það eitt að sjá skankann á vestursíðu skessunnar Asíu, Evrópu, verða eilíflega aðnjót- andi roðans í austri. Það kom glöggt fram í sjónvarpsþætti á dögunum, þegar fjallaö var um samskipti Vestur- Evrópu, Nato og Bandarikjanna, að Helmut Schmidt hafði ekki til að bera þá greind og stjómmála- hæfileika, sem þó mátti búast við af manni, sem leiddi þjóö sína á tímum spennu og válegra atburða. ,4Iver myndu verða viðbrögð Vestur-Þjóðverja, ef Bandarikja- menn hyrfu brott með allt varnarlið sitt frá Þýzkalandi,” spurði hinn bandaríski spyrill í sjónvarpsþætt- inum. — Tímabær spuming, sem margir biöu eftir. „Það gera Bandaríkjamenn aldrei,” svaraði Helmut Schmidt að bragði,— glottandi. „Þá eru þeir (þ.e. Bandaríkjamenn) ekki stór- veldi lengur!” sagði kanslarinn hiklaust. — Þarna var kanslarinn sannarlega á „vírnum” og gaf langt nef í vestur. Og þannig hafa viðbrögð Vestur-. Þýzkalands verið í flestu tilliti þegar um er að ræða samskipti við Banda- ríkin á allra síðustu mánuðum. Aðrar þjóðir Vestur-Evrópu, margar — ekki allar þó — hafa dregið dám af þessu fordæmi vestur-þýzka kanslarans. Og hvað nú? Fyrsta verk hins nýja kanslara verður án efa það að reyna fyrir sér í eins konar „turnaround” Vestur-Evrópu, þ.e. að fá stjómir Evrópulanda til að snúa við á braut sinni um fráhvarf Fleirum fatast sundið En það em fleiri en Vestur- Þjóðverjar, sem hafa tekið skakkan pól í hæðina þegar þeir líta yfir akra, engi og þjóðvegi, sem lagður var grundvöllur að með Marshallhjálp og síðar tækniaðstoð frá Banda- ríkjunum, og það sem engum getur yfirsést, ekki einu sinni Sovétmönn- um, forystuhlutverk Bandaríkja- manna í vömum Evrópu. Stór hluti breskra stjómmála- manna er svo heillum horfinn, aö hann telur rétt, og trúir því eflaust í hjarta sínu, að loka beri öllum bandariskum vamarstöðvum á Bretlandi. En þótt breski Verkamanna- flokkurinn hafi samþykkt að stefna flokksins í vamarmálum skuli byggjast á einhliða afvopnun, auk þess sem hér áður er nefnt, þá verður það teljast áfall fyrir stuðningsmenn frjálsrar Evrópu þegar brezka forsætisráðherranum sjálfum, íhaldsmanninum Thatcher, fatast sundið og tekur þaö ráð að sveifla sér á vímum með Helmut Schmidt og öðrum gasgírugum verktökum Vestur-E vrópu. Erfíðieikar Evrópu Þótt nú hafi orðið þáttaskil í vest- ur-þýzkum stjórnmálum við þaö að ferli jaöiaðarmanna er lokiö er aug- ljóst, að erfiðleikar Evrópu-ríkja í baráttunni við að halda sér utan járntjalds og um leiö nánu samstarfi við Sovétríkin, munu halda áfram. Auðvitað verða innanlandsmál Þýzkalands það sem hinn nýi kanslari beinir augum sínum fyrst að. Þar em efnahagsmálin efst á baugi. Þau eru í „kaldakoli” segir hann sjálfur. Þegar æðsti maður Þýzkalands telur efnahagsmál þess lands vera í kaldakoli, þar sem verðbólga er alltaf innan viö tíu af hundraöi, þá er ýmislegt annaö athugavert. Og það erþaðsannarlega. Staðreyndin er nefnilega sú að hinn nýi kanslari er ekki sama sinnis og forveri hans, Schmidt. Kohl veit sem er að efnahagsmál Vestur- Þýzkalands, hvað þá allrar Evrópu, verða ekki leyst með því að steyta hnefann í átt til Bandarikjanna og stjórnar Reagans. Hinn nýi kanslari veit einnig að efnahagsmál lands hans sem og allrar Evrópu eru undir því komin, að sambandið við önnur NATO-ríki og Bandaríkin rofni ekki. — Komi glufa í þá samstöðu, kemur einnig glufa í efnahagsmálin. Þaðerkannski einnmestistyricur hins nýja kanslara, að hann er ekki rígskorðaður við einhverja eina grein stjómmálasviðsins. Hann er talinn jafnvígur á því sviði og líta fremur á sig sem stjómanda og leiðtoga en ekki sálfræðing. Hann veit sem er, að sérfræðingar nýtast ekki, nema þeir séu óþvingaöir og á þeim liggi ekki farg yfirboðarans. Kohl mun þvi notfæra sér þekkingu sérfræðinga sinna. Vestur-þýzka friðarhreyfingin eða sumir i hennar röðum, telja sér hag í því að fá hinn nýja kanslara. Skarpari skil muni nú verða milli hreyfingarinnar og þeirra sem styðja hina nýju stjórn. Vafalaust mun þetta þó ekki verða friðarhreyfingunni þýzku til framdráttar. Þýzkuralmenningur er nefnilega þvi marki brenndur, að hann hlustar á aðvörunarorð til þjóðarinnar, ef þau em töluð af manni, sem vitað er að er heill og óskiptur í skoðunum. Evrópa hefur lengi verið og er enn í skugga þeirrar ógnunar, að saga sjálfstæðra ríkja á þeim skaga verði öll við þau mistök, að einstakir stjómmálamenn í hverju landi fyrir sig meti jafiivægislistir á slökum vír 'meira en það að standa i báða fætur með þvi bandalagi, sem lifgaði Evrópu við úr því blóðbaöi, sem hún sjálf hóf. Adenauer kanslari varð allra karla elstur í stjómmálum. Helmut Kohl er hins vegar sá yngsti, sem gegnt hefur kanslaraembætti til þessa. I honum sjá margir hæfileika Adenauers. Kannski gengur hann aftur til að bjarga Evrópu. Hann yrði góöafturganga. Geir R. Andersen. Smáauglýsingadeildin er í InerlioHi 11 - Sími 27022. Opið alla virka daga kl. 9-22. Laugardaga kl. 9-14. Sunnudagakl. 18-22. PIAMC anna Fíat 132 2000 beinsk. vökvast. 1980 140.000. Polonoez 1500 1980 85.000. Lada 15001977 45.000. Lada Sport 1980 110.000. Fíat Ritmo 85 super, sjátfsk., gullsans. 1982,170.000. A.IVI.C Concord station 1979.155.000. :ATH. VANTAR FIAT 127 ÁRG. 1978.1979 OG 1980 Á SKRÁ. BÍLASALAN EGILL VILHJÁLMSSON HF. SMIÐJUVEGI 4, KÖPAVOGI SÍMAR 77720 - 77200. Áskrittarsí'ninn er 27022 Dy/.getraunin VILTU V> OPELINN? Sendu inn sedil og þú gœtir ordid einum Opel Kadett ríkari 15. nóvember nk. Vertu áskrifandi strax.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.