Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. Viðskipti Viðskipti Viðskipti „Kerfið” í hægagangi: Leiðrétting vörugjalds tefst svo vikum skiptir ríkissjóður tekur sér vaxtalaust lán hjá íslenskum samkeppnisiðnaði A5 minnsta kosti hluti íslenskra iðnfyrirtækja hefur búið við það undanfarnar vikur aö greiða svo- nefnt vörugjald af innfluttu hrá- efni þrátt fyrir að það brjóti algjörlega í bága við skilmála EFTA og veiki einnig stöðu íslensks iðnaðar í samkeppni við innfluttar vörur. Þó að stjómvöld hafi viðurkennt að álagning þessa vörugjalds á aðföng iðnfyrirtækja hafi verið mistök við setningu bráðabirgða- laga ríkisstjómarinnar í ágúst sl. bólar ekkert á úrbótum. Virðast mistökin algjörlega drukknuð í boðleiðum milli ráðuneyta og þá líklegast á milli iðnaðarráðu- neytis og f jármálaráðuneytis. Ýmis vörugjöld munu vera MIÐBÆRRÍS Á NESINU Seltiraingar eru að koma sér upp miðbæ og þar mun rísa verslunar- og þjónustumiðstöð með fjölþættri starfsemi. Vöru- markaðurinn hf. verður þarna með stórmarkað sem ætlunin er að taki til starfa í september á næsta ári. Þar mun verða mat- vöruverslun og bakari og síðar bætist við fatnaður, húsgögn og heimilistæki. Byggingafélagið Óskar og Bragi sf. hafa byggt íbúðarhús í tengslum við hinn nýja miðbæ, auk þess sem þeir vinna nú að húsnæði fyrir útibú Útvegs- bankans og lyfjabúð. Á það að verða tilbúið í vetur, en íbúðir á tveim efri hæðum síðar á næsta ári. Óskar og Bragi sf. munu um þessar mundir vera að hef ja kynn- ingu á lokaáfanga í byggingu miðbæjarkjamans á Seltjamar- nesi. Gert er ráð fyrir að honum verði lokið á næstu tveim árum. Viðskipti Umsjón: Ólafur Geirsson Sambandsmenn stofna skreiðardeild Skreiðardeild hefur verið stofnuð innan Félags Sam- bandsfiskframleiðenda — SAFF —. I Sambands- fréttum segir að skreiðar- viðskipti hafi verið dálítið laus í reipunum þannig að margir aðilar hafi í raun verið að bjóða sama magniö til sölu. Hafi þetta skapað óvissu. Er vonast til að stofnun skreiöardeildar- innar megi koma á betri skipulagi og lækka sölu- kostnaö. Félagar í skreiöardeild SAFF eru öll Sambands- frystihúsin og auk þess þrjátíu og tveir aðrir aðilar sem flestir hafa áður selt í gegnum Sjávarafurðadeild SIS. íþ.m. þrjú, sem lögð eru á íslenskar iðnaðarvörur. Gjarnan kölluð sérstök tímabundin vöru- gjöld en hafa flest reynst langlíf- ari en í fyrstu var haft á orði. Hingað til hefur vörugjald ekki verið lagt á innflutt aðföng iðn- fyrirtækja. I ágúst sl. varð hins vegar svo að sykur til sælgætis og gosdrykkjagerðar var skyndilega orðinn vörugjaldsskyldur. Auk þess nokkrar aðrar hráefnisteg- undir til iðnaðarframleiðslu. Eins og áður sagði hata mistökin verið viðurkennd. Endurgreiðsla er sögð fyrir- huguð. Uppsafnað vörugjald — vaxtalaust lán ríkissjóðs frá íslenskum samkeppnisiðnaði — mun nú skipta í þ.m. hundruðum þúsunda hjá iðnfyrirtækjum. Leiðréttingu má koma á með einfaldri reglugerð sem ekkert bólar á. Verðbólgan ruglar verðmætamatið: Staðgreiðsluverð aðeins 67% nafn- verðs fasteigna 1 óðaverðbólgu skekkjast allar hefðbundnar verðmætavið- miðanir og þá ekki síður í fast- eignaviðskiptum sem öðru. Vegna verðbólgunnar hefur þróunin orð- ið sú að útborgun í fasteignum hefur hækkað hlutfallslega og lánstimi á eftirstöðvum kaup- verðs hefur sífeUt orðið styttri. Eins hefur að nokkru verið gripið tU verðtryggingar eftirstöðva. Hröð verðbólga hefur valdið því að mjög oft er verið að ræða um ósambærilegar töiur, þegar rætt er um verð mismunandi fast- eigna. I 60% verðbólgu skiptir verulega máli til dæmis hvort verið er að ræða um greiðslu sem verða á í nóvember næstkomandi eða þá ekki fyrr en að sex mán- uðum liðnum. Ein aðferð til að gera allar greiðslur vegna viðskipta sam- bærilegar er sú að færa þær allar til svokallaðs núvirðis. Er það þá sú upphæð sem staðgreiða mætti eign með en eigandi hennar fengi jafnmikil verðmæti og ef hann fengi hluta greiðslunnar síðar eins og venjulega. Fæst þá fram sú upphæð sem staðgreiða mætti eign með til samanburðar við hlutagreiöslur síðar eins og venjulega tíðkast. Á krónutölum þessara tveggja upphæða er mikiU munur. Samkvæmt könnun DV mun til dæmis staðgreiðsluvirði fast- eignar, sem auglýst er á 1 milljón króna og með venjulegum kjörum, vera rétt um 660.000 krónur. Fasteign sem seld væri á 1,5 milljónir króna væri að núvirði tæplega ein milljón króna. I dæminu er miðað við 70% útborgun og eftirstöðvar á fjórum árum meö 20% vöxtum. Útborgun komi að tveimur þriðju á fyrstu sex mánuðum og þriðj- ungur á næstu sex. Gengi bréfsins fyrir eftirstöðvunum er talið 45. Miðað er við gildandi lánskjara- vísitölu og 4% vexti. PéturA. Maack fræðslu-og útbreiðslust jóri VR Pétur A. Maack tók sl. sumar við starfi fræðslu- og útbreiðslustjóra Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Hann starfaði áður í rúm fimmtán ár hjá Flugfélagi íslands og Flugleiðum, þar af í ellefu ár sem afgreiðslu- stjóri farþegaafgreiðslu í innanlandsflugi í Reykja- vík. Pétur hefur verið í stjórn Verslunarmanna- félags Reykjavíkur síöan 1974 og er nú gjaldkeri stjórnar. Ritstjóri VR blaðsins hefur hann verið síðan í apríl í fyrra. Pétur er33 ára. Sveinn H. Skúlason skrífstof ust jóri VR Sveinn H. Skúlason tók sl. sumar við starfi skrifstofu- stjóra Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur. Sveinn er 38 ára og hefur f jögur sl. ár verið framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík. Sveinn lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Islands árið 1963.Varsíðan sölumaður og verslunarstjóri hjá Stefáni Thorarensen hf. og Týli hf. í sjö ár. Þá var hann sölu- stjóri hjá Ábyrgð hf. 1970 til 1975. Hann starfaði viö fast- eignasölu í þrjú ár þar til hann hóf störf hjá Sjálf- stæðisflokknum. AsmundurKarlsson kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi Ásmundur Karlsson tekur við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Stykkis- hólms hinn 1. nóvember nk. Ásmundur er 33 ára og lauk prófi sem útgerðartæknir frá Tækniskóla Islands árið 1979, en stundaði þar áður sjómennsku. Að loknu prófi starfaði hann um hríð hjá sjávarútvegsráðuneytinu og Hagdeild SlS. I júlí 1980 tók hann við starfi skrif- stofustjóra hjá Kaupfélagi Isfirðinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.