Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Qupperneq 4
4' DV. MÁNUDAGUR 25. OKTOBER1982. Allt eins og best verður á kosið Tónleikar Musica Antiqua á sal Menntaskól- ans í Reykjavík 23. október. Flytjendur: Alison Melville, Camilla Söderberg, Helga Ingólfsdóttir og ólöf Sesselja óskars- dóttir. Á efnisskrá: verk eftir Turini, Corelli, P. Phili- dor, Marais, Hotteterre, de Lavigne og Quantz. Ekki veröur annað sagt en aö gróska sé í starfsemi Musica Antiqua um þessar mundir. Að ein- hverju leyti mun sú gróska stafa af hingaðkomu flautuleikarans Alison Melville. Fyrir réttri viku lék hún með gítarleikaranum Snorra Erni Snorrasyni og nú lék hún með af- ganginum af kjama félagsskapar- ins. Nú dró hún líka blokkflauturnar upp úr pússi sínu og lék ásamt öðrum snillingi í meðferð þeirra, — okkar eigin CamilluSöderberg. „Bara blokkflauta" Blokkflautan hlaut þau örlög að koðna niður sem merkilegt konsert- hljóðfæri og verða „bara blokk- flauta” — að flestra áliti ómerkilegt skræktæki, sem hæfði byrjendum, og þeim einum, vegna þess hve auðvelt væri aö ná lagi á hana. En eins og í máltækinu um árina og ræðarann, þá ræðst árangurinn fyrst og fremst af Tónlist Eyjótfur Melsted hæfni þess sem á leikur. Blokkflaut- an, þetta yfirtónasnauðasta hljóö- *færi sem seinni tíma maðurinn hefur notað til aö leika lög á, nýtur sín ekki nema í höndum þeirra sem vel kunna áaöleika. Nú voru þaö flautuleikararnir sem í sviðsljósinu stóöu, en því ber ekki að gleyma, aö þeir höföu með sér liðsmenn góöa þar sem þær Helga og Olöf Sesselja voru. Helga hefur verið brautryðjandi upprunastefnunnar með semballeik sínum og þótt stutt sé síðan Olöf Sesselja hóf aö leika á það göfuga hljóðfæri viola da gamba hefur hún náö á því góðum tökum. Að opna dyr að nýrri hljómveröld Það gera sér fáir grein fyrir því, sem ekki hafa reynt, hver unaður það er að hlýða á endurreisnar og barokverk leikin á sinn upprunalega hátt. Leikur sá opnar manni ekki ein- ungis nýja hljómveröld heldur gefur einnig færi á að njóta tónlistar mætra tónskálda eins og Marais, de Lavigne og fleiri, sem úr tísku féllu með nýjum stíl og gleymdust. Aðstæður á sal eru líka einstaklega góðar — umhverfi sem hæfir flutn- ingi Musica Antiqua ákaflega vel. Sem sé — allt eins og best verður á kosið. EM ◄C Olöf Sesselja Oskarsdóttir, Helga Ingólfsdóttir og Camilla Söderberg úr Musica Antiqua. Músíkölsk fomleifafræði Tönleikar Musica Antiqua f sal Monntaskólans I Reykjavfk Ið.október. Flytjondur: AHson Molville, flautuleikari og Snorri öm Snorrason, gftarieikarí. A ofnisskrá: Vork oftir: K. Furstenau, M. Giufiani, A. Stamitz, F. Sor, E. Miller, J. Ph. Kirnberger, Anon. Vetrarstarf Musica Antiqua hófst með tónleikum laugardaginn sextánda október. Gestur félagsins var flautuleikari kominn vestan frá Kanada, Alison Melville að nafni. Annað erindi hennar hingaö til lands mun vera að leiðbeina á námskeiði um flutning tónlistar með uppruna- legum hætti á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík. Þaö fylgist að, að heim koma gagnmenntaðir tónlistarmenn og að áhugi vex á þessum meiði tónlistarinnar. Sumir hafa viljað halda því fram að einn helsti hvati þessa áhuga stafi af þeirri ógnarsýn, sem framtíðin bjóði upp á með alls kyns tölvum og öðrum tólum í stað mannlegrar tón- sköpunar. Sé svo, er vel, en lítt þarf samt aö kvíða því að maskína leysi mann nokkurn tima endanlega af hólmi þegar músík er annars vegar. „Knýöan sók á kauða",... Eitt sinn var á Islandi mennta- málaráðherra, sem var á móti því að smiða fomminjar. Blessuðum karl- inum þótti víst, sem fleirum, að fátt annað teldist til fomminja en torf- hleðslur og amboð fólgin í jöröu. Hvernig á Iflca öðravísi að vera með þjóð sem skrif aöi bókmenntir á mörg þúsund kálfa, þar sem aðeins í teljandi skipti var minnst á hljóðfæri — tvisvar á lúðra; annan í eigu Heimdalls en hinn fenginn Gizuri Þorvaldssyni í hendur og þess eigi getið hvort á var blásið. — Og svo þessi margfræga hending „Knýðan sék á kauða, kjaft og blásna hvofta.” Fært til síns tíma Það er því vart að furða þótt það fari fyrir brjóstið á sumum, innblásnum af voram ástkæra miðaldabókmenntaarfi, að músíkantar nútímans á Islandi skuli taka upp á því að stunda nokkurs konar lifandi músíkalska fornleifa- fræði. En fomleifafræði er það öðrum þræði að leika gömul verk á hljóðfæri, eða nákvæmar eftirlíking- ar af hljóðfærum þess tima sem verkin voru samin á. Ríkur þáttur iðju þessarar era einnig rannsóknir á verkunum og upprunalegum leik- máta, eftir því sem viö verður kom- ið. Snorri öm Snorrason lék hér á góða eftirsmíð af gítar eins og hann var smíðaður langt fram á síðustu öld. Athyglisverð var meðferð hans á vel þekktum verkum eftir Giuliani og Sor. Hér virtust atriði, sem í meðförum flytjenda vopnaðra nútímagítar verka fremur billeg, eðlUeg og í fullu gildi, enda jafnan meira fyrir þeim haft á hinum gamla gítar. Þannig opnast mönnum nýr heimur við að hlýða á gömlu hljóðfærin og mörg verk, sem ööluðust fremur þynnkulega gljáhúð með bættri tækni, endurheimta sinn sanna, djúpa spegilglans meö sínu upprurtalegalagi. Spýtukubbar með götum á Alisai Melvflle blés á frumgerð þverflautunnar. A okkar tímum þykir hún líkast til ekki sú tækninnar nýlunda og á sínum tíma þegar hún ruddi blokkflautunni úr vegi sem konserthljóðfæri. Eitt sinn fannstj ein af flautum þeim er Friðrik mikli hafði skenkt einum generála sinna hjá skósmið, afkomanda generálsins. Spurður um gripinn, hváði skóarinn og sagði: ,JHa, flauta?,þetta eru bara spýtukubbar með götum á”. En á slíka spýtukubba geta góðir blásarar eins og Alison Melville töfrað fram unaðs- lega músík með öðrum blæ en við eigum að venjast í nútímanum. -EM. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Stefnt í nýtt skuldafár á kosningaári Hið sérkennilega ástand í stjórn- málum landsins hefur leitt af sér meiri ugg um framhald efnahags- mála en oft áður. Alþingi verður nú í auknum mæli að taka sjálft forustu um afgreiðslu þeirra mála, sem nauðsynlegt er að afgreiða á þessu ári, til að ekki bætist ofan á annan ófarnað, að ekki verði samþykkt fjárlög fyrir 1983. Fjárlög eru nauðsyn, enda lítið hægt að gera, þegar nýtt ár byrjar nema þau liggi fyrir samþykkt og frágengin. Var það raunar ein af helstu ástæðum fyrir myndun núverandi stjórnar að f járlög þurfti að afgreiða til að hjólin gætu farið að snúast á nýju ári. Það er kannski aldrei meiri þörf en nú að koma þeim í gegnum þingið áfalla- og snurðulaust. Ragnar Arnalds, núverandi fjár- málaráðherra, hefur haldið vel á sín- um málum og nýtur almennrar virðingar fyrir stjórn sina á fjár- málaráðuneytinu. Fjármálaráðherr- ar hafa oft legið undir ámæli fyrir að fara ekki rétt að stjórn ríkisfjár- mála, og hefur löngum sýnst sitt hverjum í þeim efnum. Ragnar Arnalds hefur sloppið við harða gagnrýni, enda eru ríkisfjármálin, A-liöur þeirra, í góðu lagi. Tekjur rikisins hafa oröið meiri en menn ætluðu og veldur því mikill inn- flutningur. Aftur á móti sjást nokkrir kreppuboðar á því, að erfiðlega hefur gengið að innheimta opinber gjöld, eins og tekjuskatt. Hér hefur það verið meginstefna að hafa haila- laus fjárlög og mun Ragnari hafa tekist það þann tíma, sem hann hefur verið fjármálaráðherra. Að vísu má alltaf finna leiðir til jöfnunar með færslum milli liða, en það er ekki aðalatriði og hagur ríkisins er góðnr. Það fjárlagafrumvarp, sem nú liggur fyrir, er með líkum um- merkjum og önnur samskonar frumvörp, sem Ragnar hefur lagt fyrir þingið. Þar er valin skynsamleg leið. Þó er svo komið að fjárlögin duga nú aðeins fyrir opinberri eyðslu, en leggja ekkert af mörkum til framkvæmda. Framkvæmdaliður var þó lengi vel 12—16% fjárlaga. Ljóst er því að lánsfjárlög, sem í vaxandi mæli hafa vcrið hin eiginlegu framkvæmda- f járlög, koma til með að segja til um atvinnuhorfur og uppbyggingu á næsta ári. Stjórnmálamenn guma mjög af þvi að hér er ekki atvinnuleysi. Á sama tíma hefur sú þróun orðið á launamarkaði, að helstu útflutnings- vörur okkar kosta nú meira en fæst fyrir þær erlendis. Atvinnublómið okkar er því að verða ansi dýrt. Til viðbótar kemur svo, að atvinna í landinu er í mikiiun mirii keypt með erlendu lánsfé, sbr. lánsfjárlög, og hefur verið svo um tíma. Ekkert þjóðfélag stenst til lengdar, sem byggir afkomu sina á lánsf járlögum. Við höfum dæmi fyrir okkur frá ein- stöku landi, eins og Danmörku og síðan efnahagshrun eins og i Pól- Iandi. Mikið af erlendum lánum hefur runnið til stórvirkjana í land- inu, þar sem heil byggðarlög eiga af- komu sina undir þvi að slíkum verkum verði haldið áfram. Með vaxandi kreppu í heiminum er þó stöðugt að verða ljósara, að t.d. Blönduvirkjun kemur að litlum not- um á næstunni, og þvi alveg eins vist að henni verði frestaö um sinn. Þótt Ragnari Arnalds farist vel úr hendi stjórnin á fjármálaráðuneyt- inu og f járlög hans nú séu í góðu lagi, horfa menn með ugg fram til láns- fjárlaga. Það er þýðingarlaust að ætla að halda áfram til lengdar að halda við atvinnu í landinu með láns- fé. Það er einnig þýðingarlaust að reisa stórvirkjanir fyrir markað, sem fyrirfinnst ekki. Þetta eru stór vandamál, sem leysast ekki á kosningaári, þegar stjðrnmálamenn eru að fást viö persónur sínar í kosningabaráttu. Of lengi hefur vægi atkvæða verið rangt, og of lengi hefur verið hokrað að arðlitlum fjár- festingum fyrir erlent lánsfé. Erlendur skuldabaggi á hvern ein- stakling þykir þegar alltof hár. Ætli hann eigi ekki eftir að hækka töluvert á þeirri kauptíð stjórn- málanna, sem kosningar jafnan eru? Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.