Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Qupperneq 12
12
DV. MÁNUDAGUR 25. OKTOBER1982.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. .
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84411. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. Sl'MI 27022. ^
' Sími ritstjórnar: 84411.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐÚMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 1».
Áskriftarverö á mánuöi 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr.
Hugaö að hættumerkjum?
Viö þurfum að sjálfsögðu að gefa gaum hættumerkjum,
sem á vegi okkar veröa. Dr. Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri rakti á merkri ráðstefnuStjómunarfélagsins
fyrir helgina, hvaðan það fjármagn kemur, sem hér er
notað. Hvert stefnum við? Hættumerkin eru mörg.
Sparnaður minnkar. Spamaðarhlutfallið hér á landi
hefur undanfama tvo áratugi verið nálægt 25 af hundraði
af framleiðslu þjóðarinnar. Þetta er hátt á alþjóðamæli-
kvarða en hefur ekki nægt til að standa undir þeirri fjár-
festingu, sem í hefur verið ráðizt. Langt frá því. Nú hefur
það gerzt síðustu tvö árin, að sparnaður hefur fariö mjög
minnkandi. Áætlanir benda til þess, að sparnaðarhlut-
fallið verði á yfirstandandi ári innan við 19 af hundraði af
framleiðslunni. Svo lágt hefur það ekki orðið í þrjá
áratugi.
Seðlabankastjóri útlistaði, hvernig Islendingar hafa á
undanförnum áratugum orðið sífellt háðari notkun er-
lends lánsfjár, einkum lánsfjár til langs tíma vegna fjár-
festingar.
Hlutur erlends f jármagns samanborið við innlent hef ur
í stórum dráttum tvöfaldazt síðustu 25 árin þegar skoöuð
er hlutdeild þess í samanburði við innlent fé til fjárfest-
ingar og rekstrar. Hlutdeild erlenda fjármagnsins hefur
vaxið á þessu tímabili úr um 20 af hundraði í upp undir 40
af hundraði. I þeim tölum er borið saman allt innlent f jár-
magn til fjárfestingar og rekstrar og nettóstaða alls
erlends lánsfjár, sem ætti að gefa nokkra mynd af þró-
uninni, þótt tímabundnar sveiflur í árferði, viðskiptahalla
og skuldastöðu spili þar inn í.
Löng erlend lán nema lengst af milli 40 og 50 af hundr-
aði af lánsfé til fjárfestingar og nú um árabil milli 50 og 55
af hundraði, sé það hlutfall skoðað sérstaklega. „Mun
fáum blandast hugur um, að hér sé þegar of langt geng-
ið,” sagði Jóhannes Nordal. „Er augljóst, að heildar-
skuldir íslendinga erlendis eru nú orönar svo miklar, að
ekki verði gengið öllu lengra án verulegrar áhættu fyrir
efnahagslegt sjálfstæði þjóöarinnar. ” (
Oft hefur verið um þessi efni f jallað, en rétt er að gefa
gaum, þegar sérfræðingar setja fram nýjar, forvitnilegar
stærðir.
Þetta er ekki sízt athyglisvert nú í þingbyrjun, þegar
meta þarf fjárlagafrumvarp og síðar lánsfjáráætlun
ríkisstjórnar.
Ummæli af þessu tagi hafa meira gildi, af því að þau
eru ekki komin frá stjómmálamanni, heldur einum
þeirra, sem telja ber sérfræðing í þessum efnum.
I þeim felst ekki árás á ákveðna stjórnmálamenn eða
flokka heldur lýsing á þróun, sem orðið hefur á nokkru
árabili.
Loks er athyglisverð sú niðurstaða, sem Seðlabanka-
stjóri fékk um sambandið milli vaxtakjara og peninga-
legs spamaöar og studdi með línuritum.
Hann sagöi: ,,Ef ekki er haldiö uppi hæfilegum raun-
vöxtum, mun ekki aðeins raunverulegt ráðstöfunarfé
bankakerfisins dragast alvarlega saman, heldur einnig
mikilvægustu þættir hins kerfisbundna spamaðar, svo
sem ráðstöfunarfé lífeyrissjóða og fjárfestingarlána-
sjóða. Raunhæf ávöxtun, hvort sem er í formi vaxta, er
fylgi verðbólgu, eða beinnar verðtryggingar, er því
ótvíræð forsenda fyrir því, að unnt verði að halda uppi og
auka peningalegan sparnað í landinu.”
Einmitt þessa dagana fer fram umræða ráðamanna
um, hvort og þá hve mikið hækka skuli vexti með tilliti til
vaxandi veröbólgu.
Þannig hafa landsfeðurnir stöðugt til meðferðar úr-
lausnarmál, þar sem tillit ber að taka til hættumerkj-
anna. Haukur Helgason.
Gámur Jóns.
Beðið
Þegar undirritaöur hitti háttvirtan
níunda þingmann Reykvikinga, Jón
Baldvin Hannibalsson, fyrst aö máli,
bjó hann í gámi, það eraðsegja þing-
maöurinn, á móts viö húsiö númer 10
viö Pólgötu á Isafirði, sem haföi þá
verið bústaður skólameistara
Menntaskólans á Isafiröi um hríö.
Var þetta sumarið 78 og bullandi
hægri stjóm í landinu. Haföi þetta
gengið svo til nokkur haust, að skóla-
meistarahjónin urðu aö ganga úr
rúmi fyrir nýjum kennurum,
ööruvísi varö þeim ekki komiö á hús,
eins og Jón Baldvin oröaöi þaö. Hins
vegar brá svo viö þetta haust 78, aö
eftir „G”
Jón Baldvin átti ekki afturkvæmt úr
gáminum inn í neitt hús á ísafirði.
Héuin hafði sent ráöuneytinu skilyrta
uppsögn aö vanda, en Villi á Brekku
var þá ráöherra og máliö klúðraöist.
Hélt skólameistari suöur meö gámi
sínum, en Bryndís fór að vinna í mal-
bikinu og hreiöraöi um sig á bekk aö
húsabaki á Pólgötunni. Því rifjast
þessi fyrstu kynni upp viö Jón Bald-
vin, þar sem hann stóö vaktina við
gáminn 78, aö hafin er vakt við
annan gám, sem er flokksskrifstofa
Alþýöuflokksins.
Biðin nú varöar hins vegar ekki
þann vanda aö koma einum eða
Hvað vakir fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyni
með síðustu uppákomunni?
Upphlaupið á
þingi Iðnnema
sambandsins
Eins og flestum mun kunnugt hafa
staðiö yfir í fjölmiðlum landsins,
einkum þó Morgunblaðinu og DV,
alimikil blaðaskrif um þing Iðn-
nemasambands Islands sem haldið
var um síðustu helgi. Ég sem frá-
farandi formaöur INSI heföi gjaman
kosið aö fá fleiri tækifæri til aö skýra
mín sjónarmið og sjónarmiö fráfar-
andi stjórnar. Á hinn bóginn hefur
,,hm nýja stjórn” og þá einkum og
sér í lagi „formaöur” hennar,
Haraldur Kristjánsson, fengiö mikla
pressu og ekki annað að sjá en aö eitt
Reykjavíkurblaöanna kæri sig ekki
um neitt annaö en mjög svo einhliða
frásögn frá þinginu og eftirmálum
þess. I þessu greinarkorni er ekki
ætlun mín aö fara út í skítkast eöa
hártoganir, heldur aöeins aö leiða
fram í dagsljósiö nokkrar staö-
reyndir sem varöa þetta þing. Þaö
hófst föstudaginn 15. október og lauk
með upplausn sunnudaginn 17. októ-
ber.
1. dagur
Gangur mála
Á fyrsta degi mátti fljótlega sjá aö
þingiö mundi ekki fara fram átaka-
laust, því aö eftir miklar umræöur og
þras fékk Haraldur Kristjánsson
samþykkt þingsins til aö sitja þaö
sem fullgildur fulltrúi.
Á yfirstandandi kjörtímabili haföi
H.K. veriö rekinn úr sambands-
stjóm. Aðdragandi þess var aö H.K.
mætti á fyrsta sambandsstjórnar-
fund sem var haldinn strax eftir
þing. Á annan fund mætti hann í lok
fundarins. Ekkert fréttist af honum
á þriðja eöa f jóröa fundi og var hann
þá rekinn. Þaö skal tekið fram aö
sambandsstjómarfundir eru haldnir
á tveggja mánaöa fresti. Þarna eru
komnir fjórir mánuðir og ekkert
hefur H.K. starfaö og á ný líöa fjórir
mánuöir og fer aö líða aö þingi og þá
rankar H.K. viö sér og fer aö vinna
að því höröum höndum aö afla sér
fylgis til aö fá sig samþykktan sem
fulltrúa á þingið, og þaö gerir hann
meöal annars meö því aö halda fund
uppi í Valhöll á miðvikudag fyrir
„ ... en hér er komið hættulegt fordæmi.
Það er mergurinn málsins. ’ ’