Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Side 16
16
DV. MÁNUDAGUR 25. OKTOBER1982.
Spurningin
Ferðu mikið í
leikhús?
Soffía Halldórsson, ritari: Nei, aldrei.
Jú annars, einu sinni man ég. Þaö var
virkilega gaman þá. Maöur þyrfti aö
fara oftar.
Halla Guðmundsdóttir, húsmóðir: Nei,
sjaldan. Þaö er svo langt síöan aö ég
man ekki hversu langt. Reyndar fór ég
í Stapann á Rommí og fannst voöa
gaman. Ætli þaö hafi ekki verið í fyrra-
vetur.
Bjami Guömundsson, lagermaöur:
Nei, einu sinni á fimm ára fresti sem er
kannski heldur lítið. En þaö er innan
viö ár síöan ég fór síðast. Þá sá ég
ballett eftir Hlíf Svavarsdóttur. Nei, ég
hef ekkert kynnt mér af því sem er aö
gerast núna.
Anna Bjarnadóttir, húsmóðir: Nei,
sjaldan en ég ætla nú aö sjá þetta
fræga leikrit Garðveislu, þaö er svo
umtalaö. Eg fer svona þrisvar til
fjórum sinnum á ári í leikhús, ég fór
oftar hér áður.
Sverrir Úlfsson, lagermaður: Já
stundum, svona þrisvar til fjórum
sinnum á vetri og á alls konar
sýningar. Mig langar núna til aö sjá
leikritiö hans Kjartans, Skilnað.
Garðar Bjamason, vinnur hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur: Nei, ekki oft
en kemur þó að vísu fyrir. Ég fer mest
á léttar sýningar, maður verður aö
geta hlegið svona stöku sinnum. Eg
hugsa aö ég fari ekki á sýningamar
sem mest er talaö um núna.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesers
Hvimleiðir
svartir
mekkir og
mengun
— Reykvíkingar sleppa á annarra
kostnað
Guðmundur Gíslason hringdi:
Mikinn svartan reyk hefur undan-
farna daga lagt upp frá Reykjavíkur-
flugvelli. Skilst mér aö slökkviliðs-
menn á æfingu séu valdir aö honum.
Mér finnst þessi reykur ekki
sæmandi. Þaö er afskaplega hvimleitt
að sjá hann og mengun af honum.
Yfirleitt eru þeir meö æfingarnar þeg-
ar best viðrar. Þeir hljóta aö geta
notað eitthvert annaö eldsneyti sem
framleiðir ekki svona mikla tjöru.
Mökkinn leggur yfir sveitarfélögin
fyrir sunnan Reykjavík. Reykvíkingar
sleppa viö aö fá hann yfir sig því aö
æfingarnar em yfirleitt aldrei þegar
sunnanátt er.
Þvotturinn
svartur af
olíusóti
— þurfa slökkviæf ingar að fara
framíbyggð?
Halldóra Þorsteinsdóttir
hringdi:
Hvemig stendur á þessum svarta
reykjarmekki frá flugveUinum sem
er hér oft á dag og dag eftir dag?
Ég setti út þvott og hann varö allur
svartur af olíusóti.
Þaö er verið aö tala um aö ekki eigi
aö menga loftiö fyrir okkur. Er ekki
hægt aö gera þessar íkveikjuæfingar
einhvers staðar utan borgarinnar, þar
sem ekki er byggð?
„Er ekki hægt að gera þessar íkveikjuæfingar einhvers staðar utan borg-
arinnar, þar sem ekki er byggö?" spyr Halldóra Þorsteinsdóttir. Guð-
mundur Gíslason slærásvipaða strengi.
RúnarBjarnason:
HVERJll SLOKKVIUÐIER NAUDSYNLEGT
AÐ HALDA REGLULEGAR ÆFINGAR
í dag birtast tvö bréf um hvimleiða,
svarta reykjarmekki er stafa af
æfingum siökkvUiða á höfuðborgar-
svæðinu. Við höfðum þvi samband við
Rúnar Bjamason, sökkvUiðsstjóra i
Reykjavik:
„Hverju slökkvUiöi er nauösynlegt
aö halda reglulegar æfingar. Viö
höfum fariö um aUt nágrenni
höfuöborgarsvæðisins í leit að afvikn-
olfunotkun óumf lýjanleg við æf ingasf örfin
ari æfingastað, en ekki haft árangur
sem erfiði. Ýmist hafa þetta reynst
vera vatnsbólasvæði eöa þá í tengsium
viö þau.
Það er mikUl misskUningur aö þess-
ar æfingar fari f ram við sérstök veður-
skUyrði. Þær em ákveðnar meö löng-
um fyrirvara. Og ég vil ítreka þaö aö
slökkviUöin þurfa aö vera vel þjálfuö.
Þaö gerist ekki án æfinga.
Á svæöinu upp af flugvelUnum þjálfa
slökkviUð Reykjav&urflugvaUar og
SlökkviUö ReykjavUcur. Þama eru
jafnframt haldin námskeiö, á vegum
Lesendur
Franzisca Gunnársdóttir
Brunamálastofnunar röcisins, fyrir
yfirmenn slökkviUða úti á landi. Síðast
en ekki síst fara þarna einnig fram
slökkviæfingar nemenda Vélskólans
og Stýrimannaskólans. Þeir menn
gegna lykUhlutverkum viö slökkvistörf
um borö í skipum svo aö verkleg væri óumflýjanleg viö æfingastörf af
fræösla í þeim efnum er nauðsynleg. ” þessu tagi, þótt sorti stafaði af.
Að lokum sagði Rúnar aö olíunotkun 'FG-
„Við höfum farið um allt nágrennl höfuöborgarsvæðisins, i loit að af-
viknari æfingastað, en ekkl haft órangur sem erfiöi" — sagði Rúnar Bjarna-
son siökkviiiOsstjóri.