Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 1
RITSTJÓRNSÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIDSLA SÍMI 27022 DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 246. TBL. — 72. og 8. ARG. — FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1982. Þverfjallssendir óvirkur meðan TF MAO var á lofti Takmarkaðir möguleikar f lugmannsins á að ná sambandi Flugfjarskiptasendirinn á Þver- fjalli fyrir ofan Súgandafjörö féll út einhvem tímann milli klukkan 6:24 og 7:00 á þriöjudagsmorgun. Kom stöðin ekki inn aftur fyrr en klukkan 9:12. Piper Apache-flugvélin TF-MAD f ór í loftið frá Suöureyri klukkan 6:08 þennan sama morgun. Sást síöast til vélarinnar á lofti um klukkan.7:30. Þaö virðist því vera ljóst að flug- vélin, sem nú er týnd, hefur aö öllum líkindum ekki geta náö sambandi viö neina stöð á jöröu niöri hluta þess tíma sem hún var á lofti þennan morgun. Flugvélin heföi hugsanlega geta beöiö aðrar flugvélar, hafi ein- hverjar veriö á flugi, um aö bera upplýsingar á milli. Fjarskiptasendinum á Þverfjalli er ætlaö aö þjóna Vestfjörðum. Umræddan morgun var varaafl- stöðin á Þverfjalli í gangi þar sem rafmagn frá almenna kerfinu hafði brugöist. Er taliö aö skýringuna megi finna í öryggjum. Vararafstööin datt hins vegar út af einhverjum ástæöum um morguninn. Þar með varö fjar- skiptasendirinn rafmagnslaus.-KMU Otrúlegustu hlutirá ódýranhátt — sjá Neytendur bls. 6 og 7 Vonandiáttþú ekkiheimaá bíiastæöinu — sjá Lesendur bls. 16 og 17 Ljósmynduní Dægradvöl — sjá bls. 36 og37 ---------------á berum klettunum er standa i sjó fram og Austfjarðaþokan rís við sjóndeiidarhring. Mannvera stend- ur einsömul og má sín lítils i samanburðinum. D V mynd Einar Ólason. Sjómenn æfir vegna framgöngu tollgæslunnar —framf ylgjum reglum af f estu, segir tollgæslan Farmenn sem komið hafa á hafnir hér á suðvesturlandi undanfarið eru nú æfir af reiði út í tollgæsluna. Tollgæslumenn ganga svo hart fram í leit aö menn muna vart annað eins. Að sögn sjómanna hefur verið lagt hald á ótrúlegustu hluti, svo sém uppteknar vínflöskur og vindlinga- pakka og útvörp hafa verið innsigluð. Telja sjómenn að veriö sé að ofsækja þá og halda því fram að þessar aðgerðir séu skipanir frá toll- yfirvöldum. Hermann Guömundsson, fulltrúi tollstjóra, sagöi í samtali við blaðið aö hér væri um hreinustu ýkjur aö ræöa. Skýringin á þessu væri sú aö sjómenn heföu undanfarið verið aö smáauka leyfilegan skammt sinn af áfengi og tóbaki. Ákveðnar reglur eru í giidi um hversu mikið menn mega hafa af slíkum vamingi í fórum sínum. Hermann sagði að hér væri aöeins veriö að framfylgja starfsreglum tollvaröa af festu. Þetta mál væri því á hreinu af hálfu tollgæslunnar. „Þessar sögur sjómanna, að um skipulagöar of- sóknir sé að ræöa á hendur þeim, eiga ekki við nein rök aö styðjast,” sagði Hermann Guömundsson, full- trúitollgæslustjóra. ' -PÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.