Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Síld, síld, sfld á Djúpavogi Þjóðtrúin segir að síldin stingi sér inn á firði og flóa er stórstreymi er. Er blaðamenn DV komu við á Djúpavogi á dögunum sögðu margir þorpsbúar okkur að fyrr en stórstreymt yrði kæmi engin síld aö ráði. Hvað sem því líður hefur síldin verið norðarlega og ekki komið eins mikið af síld á Djúpavog og Höfn eins og vonast var til. Hvort ungi maðurinn, sem Einar Olason, ljósmyndari DV, náöi á filmu, er að storka síldinni eða að reyna að töfra hana til að fá sams konar fiska til að skríða á land, Djúpavogsbúum til ánægju og yndisauka, vitum við ekki. Hitt vitum við að síldin endaöi uppi í munni stráks. Bessí Jóhannsdóttir, formaður Hvatar, afhendir heiðursfélaganum, Auði Auðuns, skrautritað skjai. HVOT 45 ARA I tilefni 45 ára afmælis Hvatar fé- lags sjálfstæðiskvenna bauð félagið til móttöku í Valhöll síðastliðinn laugardag. Formaður Hvatar, Bessí Jóhanns- dóttir, flutti ávarp og lagði fram afmælisrit félagsins „Frjáls hugsun — frelsi þjóöar”.Hérerumaðræða 194 blaðsíðna pappírskilju sem skipt- ist í tvo kafla „I félags- og stjórn- málastarfi” og „Menntun og vinnu- markaður”. Formaður ritnefndar er BjörgEinarsdóttir. Frú Auður Auöuns, fyrrv. ráð- herra, hefur verið gerð að heiðursfé- laga í Hvöt og var henni afhent skrautritaö skjal í tilefni af því. Frú Auður sat í stjórn Hvatar frá 1946— 1968 og var formaður félagsins 1967— 1968. Hún sat á þingi um nokkurt skeið og hefur verið ötull baráttu- maður fyrir auknum áhrifum kvenna í íslenskum stjórnmálum. I fréttatilkynningu frá Hvöt segir m.a. að meö útgáfu bókarinnar, „Frjáls hugsun — frelsi þjóðar”, vilji félagiö „leggja sitt af mörkum í stjómmálalegri umræðu og stefnu- mörkiui”. .. Eitt af meginviðfangs- efnum Hvatar er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum, sér- staklega sem fulltrúar á Alþingi og í borgarstjóm.” Frjáls hugsun — frelsi þjóðar er þriðja bókin sem Hvöt gefur út á þremur árum og verður henni dreift í bókaverslanir á næstunni. ás. Hór sjást gestir, við móttöku i tiiefni afmælis Hvatar, gæða sór á veit- ingum. D V-mynd G VA — Auður Auðuns gerð að heiðursf élaga Ungir Vestur-ís- lendingar við störf á Djúpavogi Þegar allt er brjálaö að gera í síldar- söltun, slátmn og fiskverkun, veitir hinum 400 íbúum Djúpavogs ekki af smáaðstoð. Að sögn Gunnlaugs Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Búlandstinds, myndu íbúamir ekki anna þessu öllu ef ekki kæmi til erient vinnuafl. 18 Vestur-Islendingar vinna nú við ýmis störf á Djúpavogi. Auglýsti Bú- landstindur eftir vinnuafli vestra og slógu margir til. Flestallir eru frá Kan- ada og margir frá Winnipeg og nær- liggjandiborgum. Sandra fílelson var önnum kafin er blm. DV bar að garði en gafsór þó tíma tilað ræða málin. D V-myndir Einar Ólason. Blaðamenn DV rákust á 2 þeirra á D júpavogi ekki alls f yrir löngu. Fyrst hittum við Raymond Johnson. Hann starfar nú í frystihúsi Búlands- tinds. Hann sagði að sér líkaði þokka- lega vistin. Ástæöa þess að hann kom hingað var að forfeður hans era frá Is- landi. „Amma mín flutti vestur um haf áriö 1910. Hún bjó í Hafnarfirði og heit- ir Guðríður Böövarsdóttir Johnson. Mig langaði gjaman að kynnast land- inu sem hún kom frá og því skellti ég mér hingað, eftir að ég kláraði High School.Vinnanhéma? Jú,hún ero.k.” I frystihúsinu hittu blaöamenn DV einnig að máli annan Vestur-Islendihg sem er við störf á Djúpavogi. Hún heit- ir Sandra Nelson. Hún sagði að hún væri frá Winnipeg. Hún Sandra sagðist vera á Islandi til að reyna eitthvað sem Raymond Johnson likaði vistin þokkalega. væri „öðravísi” eins og hún orðaði það. Aðspurð hvernig henni líkaði vistin sagði hún að þetta væri o.k. „Eg er nú vön borgarlífi og þvi finnst mér þetta dálítið lítið allt héma. Þetta er mikil breyting fyrir mig. Eg er búin að vera héma í einn og hálfan mánuö, en hef ekki enn fengið tækifæri til að sjá neitt annað af landinu. Við fórum hingaö beint af flugvellinum, svo að segja. En á næstunni skrepp ég til Reykjavíkur. Jú, ég hlakka ofsa mikið til aö fara þangað.” ,,Af hverju kom ég hingað? Jú, þeir frá Búlandstindi voru að leita að fólki og ég sló tU. Ástæðan fyrir að ég kem hingaö til Islands er í og með að ég vildi kynnast landi forfeðranna. Amma mín er íslensk, Ingibjörg Bald- vinsdóttir sem býr í Riverton í Mani- toba.” Að svo búnu kvöddum við Vestur-Is- lendingana. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.