Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 13
13
DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982.
.. ' )
Sósíalísering hugans
þjóðfélagsins, koma þáu emjandi og
stynjandi og biðja um rikisforsjá og
styrki. Þar jneð er hringnum lokað,
sósíalíseringin er komin inn um bak-
dymar.
Sáyðarsem
syndfaus er...
Svo var mælt fyrir hartnær tvö þús-
und árum í Gyðingalandi og oft er til
þeirra orða vitnað. Við tölum líka um
að ekki eigi að kasta grjóti úr glerhúsi.
Gömul sögn hefur orðið til þess að við
tölum stundum einnig um að leiða asn-
ann í herbúðirnar. Og hver skyldi nú
hafá leitt asnann í herbúðimar? Hver
skyldi hafa byggt glerhús og hver
skyldi vera syndlaus? Hver leiddi
kommúnista á sínum tíma til valda á
íslandi? Hver kom þeim i þá lykilað-
stöðu i þjóðfélaginu að þeir gátu
hreiðrað um sig í menntakerfinu og
komið á sósialiseríngu atvinnulífsins?
Ég ætla ekki að fara að rif ja upp nöfn
látinna manna, en þeir vora í sama
flokki og Geir Hallgrímsson og þeir
voru foringjar hans. Með nýsköpunar-
stjórninni sálugu var lagður grunnur-
inn að þeim miklu völdum og áhrifum
sem kommúnistar hafa í dag. Ofan á
allt saman bættist svo það að eftir
skamman stjómartíma sat sú stjóm
yfir rjúkandi rústum íslensks atvinnu-
og viðskiptalífs svo taka varð upp
skömmtun og höft á öllum sviðum.
Það mun hafa veríð sá látni stjóm-
málaskörangur Jónas frá Hriflu sem
sagði á þá leið, þegar rætt var um úr-
ræði nýsköpunarstjórnarínnar i út-
gerðarmálum, að þau væra vitlausustu
úrræði, sem grípið hefði verið til.
Raunar svo vitlaus að þeim austur í
Moskvu dytti aldrei neitt slíkt í hug,
því það væri verið að þjóðnýta tapið. Á
það var auðvitað ekki hlustað, en æ
siðan hafa menn veríð að þjóðnýta tap-
ið á íslandi. Og nú er svo komið að í
raun er búið að lögbjóða tapið i ofaná-
lag, fyrirtækin era neydd til þess að
leita í sívaxandi mæli á náðir rikis-
valdsins sem viö það öðlast óeðlileg
áhrif á öllum sviðum atvinnulífsins,
hefur í raun dagleg afskipti af lífsferli
manna frá morgni til kvölds, i starfi
jafnt og frístundum.
Á öllum sviðum
Þannig er þetta orðið á öllum
sviðum. 1 sannleika sagt erum við orð-
In svo samdauna þessu að við tökum
ekki eftir því daglega, það er helst aö
við hrökkvum við þegar rifjuð eru upp
dæmi frá þeirri tíð, þegar menn voru
frjálsir einstaklingar og vildu vera
það.
Eitt slíkt dæmi ýtti notalega við mér
um síðustu helgi. Þá var opnuð yfirlits-
sýning á verkum eins okkar látnu
meistara á sviði málaralistarinnar,
Magnúm vhnmr / ummmU Jónasar
friHríftu.
Jóns Þorleifssonar. I sýningarskrá rit-
ar dr. Selma Jónsdóttir, forstöðu-
maður Listasafns Islands, um Jón og
segir frá baráttu hans fyrir því aö
Listamannaskálinn yrði byggður.
Hvemig fór Jón að? Skipulagði hann
setur á gangi menntamálaráðuneytis-
ins? Lét hann málara standa með
kröfuspjöld á Austurvelli fyrir framan
alþingismenn? Stofnaði hann þrýsti-
hóp fyrir borgarstjórnarkoshingar?
Þetta eru úrræði nútímans, úrræði
sósíalíseringar hugans. Nei, Jón gerði
ekkert af þessu. Hann veðsetti sínar
persónulegu eigur, svo unnt væri að
byggja Listamannaskálann, og þar
meðvar þaðgert.
Við þetta rifjaðist upp annað dæmi.
Þaö var þegar ráðherra ætlaöi að láta
loka Þjóðleikhúsinu vegna þess að
söluskattur hafði ekki verið greiddur á
réttum tíma. Þá átti að knésetja
þáverandi þjóðleikhússtjóra, Guðlaug
Rósinkrans, af pólitískum ástæðum.
Þá datt auðvitað engum annað i hug en
láta leikhúsið standa undir sér fjár-
hagslega, hvað þá aö gefa grið i skatt-
heimtu. Hvað gerði Guðlaugur? Lét
hann leikarana marséra um bæinn?
Belgdi hann sig út í fjölmiðlum?
Reyndi hann að gera sig að píslar-
votti? Nei, hann var ekki sósíalis-
eraður. Hann veðsetti húsið sitt fyrir
söluskattinum og rak sitt Þjóðleikhús
áfram.
I dag þykir sjálfsagt, að ríkisvaldið
greiði meirihluta rekstrarkostnaðar
Þjóðleikhússins. Miðar þar eru miklu
meira niðurgreiddir en nokkur land-
búnaðarafurð fyrr og síðar, enda virð-
ast stefnur og ismar skipta meira máli
en smekkur þjóðarínnar, þegar verk-
efni eru valin. Og það sorglega er aö
okkur finnst þetta allt í lagi, svo •
sósíalíseraður er hugur okkar.
Hugur fylgimáli
En hvaða máli skipta þessi dæmi?
Hvemig tengjast þau stjórnmálum
samtíðarinnar? Þau segja mér það, að
það er ekki nóg að tala um rikisafskipti
í útvarpsumræðum, þar þarf hugur að
fylgja máli. Og mér finnst sagan segja
mér það, að hann fylgi ekki alltaf máli,
ekki einu sinni hjá oddvita þess stjóm-
málaflokks sem hæst lætur um frelsi
einstaklingsins. Rætur sósíaliseringar
hugans liggja djúpt og þær þarf að
uppræta án þess að ráðast um leið að
rótum velferðarþjóðfélagsins: Að þeir
betur stæðu styrki þá, sem minna
mega sín. Það þarf að veita
einstaklingum og samtökum þeirra
tækifæri til þess að vera óháðir ríkis-
valdinu, verðlauna dugnað og fram-
takssemi, án þess aö traðka á þeim
sem minna mega sín. Það þarf að
uppræta hvers kyns einokun á öllum
sviðum, án tillits til pólitískra hags-
muna, láta þá sem kunna að reka fyrir-
tæki njóta þess, en hætta að þjóðnýta
tapið hjá hinum, hvort heldur þeir era í
útgerð eða viðskiptum, iðnaði eða land-
búnaði. Og umfram allt: Meta menn og
samtök eftir eigin verðleikum en ekki
lit á flokksskírteinum. En þar er nú
kannski komið við veikasta blettinn.
Magnús B jarnfreðsson.
hagsvanda, hvort skrauthöll undir
starfsemi Seðlabankans sé meðal
brýnustu verkefna við opinberar fram-
kvæmdir. Svarið er auðvitað augljóst,
og við núverandi aðstæður er þessi
framkvsHnd bein móðgun við laun-
þega. Viö getum öll unnt starfsfólki
Seðlabankans betri vinnuskilyrða, en
vafalaust hefði það þraukað enn um
sinn. Satt að segja hafa engar kvartan-
ir heyrst frá því og ég dreg stórlega í
efa að húsnæðisskortur hafi hamlað
starfsþreki þess. Auðvelt væri að telja
upp langan lista af nauðsynlegum
framkvæmdum, svo sem vegagerð,
flugvallagerð, virkjanagerð, auk ótelj-
andi bygginga fyrir aldraða, þroska-
hefta, fyrir dagvist bama. Fjölmargar
menningarstofnanir hafa verið í fjár-
svelti um árabil svo að til vansa er, og
nægir þar að minna á Náttúrafræði-
stofnun Islands, sem flestir eru búnii
að gleyma hvar er að finna, Listasafn
Islands, sem hvergi nærri getur sinnf
hlutverki sínu og sjálfan Háskóla IsJ
lands, sem er í alvarlegum f járhags-
vanda. Þannig mætti lengi telja. Allt
þetta er enn skoriö niður, og nú í meira
mæli en oft áður, en áfram er ótak-
markað fé til byggingar Seðlabanka-
húss.
Til þess að forðast misskilning skal
tekið fram, að þetta fé er ekki veiti j
með f járlögum Alþingis. Og þar liggui i
einmitt hundurinn grafinn. Það ei
Seðlabankinn sjálfur sem ákveöui
þessa gagnslausu fjársóun og hann
einn hefur um hana fjallað. I banka-
ráði Seðlabankans sitja hins vegar full-
trúar allra þingflokka svo að Alþingi
hlýtur sem slíkt aö bera þama fulla
ábyrgð. Málefni Seðlabankans era þvi
miður nær aldrei rædd í þingsölum og
því hafa þingmenn takmarkaða vitn-
eskju um það sem fram fer á fundum
bankaráösins.
Umræða um
fyrirspurn
Á síðasta þingi bar þó svo við að
nokkur umræöa varð um fjármál
Seölabankans. Hvatinn að þeirri
umræðu var fyrirspurn mín um hlut-
verk bókasafns Seðlabankans að Ein-
holti 4, fjármögnun þess og lagalega
forsendu. Öll sú umræða er nánast eins
og úr gamanleikriti og er að finna í 19.
hefti Alþingistíöinda 1981—’82, bls.
3172—3184. I ljós kom að til þessa
safns, sem fæstir þingmanna vissu aö
væri til, voru keyptar bækur fyrir um
30 milljónir árið 1980, en á sama tíma
vora keyptar bækur til Háskólabóka-
safns fyrir 53 milljónir. Bókasafn
Verkamennirnir við höfnina sjá vinnu við grunninn. . .
Seölabankans er lokað almenningi, en
Háskólabókasafn á að vera miöstöö
fræða og vísinda í landinu. Sárafáir
þingmenn vissu um tilvist þessa safns
enda engir reikningar til fyrir starf-
semi þess né heldur bókaskrá. Sterk-
lega granaöi mig að viðskiptaráðherra
hafi verið harla ófróður um safnið þar
til fyrirspurn kom fram, og lái ég hon-
um það ekki. Einn af sölum hússins að
Einholti 4 virðist eingöngu nýttur fyrir
fundi byggingarnefndar Seðlabanka-
hússins!
Menn kunna að spyrja hvers vegna
bankaráð Seðlabankans geti braðlað á
þennan hátt með fjármagn, á sama
tíma og hann er sífellt aö rella um
hærri vexti og ryðja yfir landsmenn
válegum tíðindum um versnandi efna-
hagsástand og nauðsyn á aðhaldi og
sparnaði. Svarið við því er að lög um
Seölabanka Islands gefa bankaráöinu
vald yfir hluta af arði bankans, og seg-
ir svo m.a. í lögunum:
,,Af tekjum ársins skal greiða allan
rekstrarkostnað svo og tap sem bank-
inn hefur orðið fyrir á árinu. — Af
tekjuafgangi þeim sem þá er eftir, skal
greiða 5% arð af stofnfé bankans, enda
nemi arðgreiðsla aldrei hærri upphæð
en helmingi tekjuafgangsins. Banka-
ráð getur þó eftir tillögu bankastjórnar
ákveðið hærri arðgreiðslu, ef aðstæður
leyfa. Þeim hluta tekjuafgangsins,
sem ekkl er greiddur út sem arður,
skal bankaráð ráðstafa til varasjóða
bankans og deilda hans eftir tillögu
bankastjórnarinnar.”
Þessi lög verður að endurskoða og
má t.d. geta þess að víða annars staðar
rennur arður Seðlabanka beint í ríkis-
sjóö, t.d. í Finnlandi. Það er meö öllu
óþolandi að bankastjórar Seðlabanka
Islands hafi vald yfir slikum f jármun-
um að mestu leyti utan við vald lög-
kjörinna alþingismanna. Og þessu
verður að breyta.
I litlu þjóðfélagi eins og okkar er með
öllu ástæðulaust að byggja skrauthall-
ir utan um f jármálastarfsemi ríkisins
á borð við það sem gerist hjá milljóna-
þjóðum. Slíkt er einungis hlægilegur
hroki, sem ber vott um hættulega
minnimáttarkennd. Fróðlegt væri t.d.
að vita hvað mönnum finnst hafa batn-
að viö tilkomu skrauthallar Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins við Rauöar-
árstíg. Nákvæmlega ekkert sem kem-
ur nokkrum manni við nema kannski
stjórh hennar og framkvæmdastjóra.
Vel má vera að betur fari um þá. En þá
stofnun ætti helst að leggja niður hið
fyrsta og fela bönkum og ráðuneytum
þau störf sem þar eru unnin. Skraut-
höllin var því hreinn óþarfi. Og það er
þessi fjáraustur, sem kemur mönnum
til að láta sér fátt um finnast, þegar
þessir herrar boða þjóðinni aðhald og
sparsemi og einkum þeim, sem ekkert
hafa til aö spara. Byggingu Seðlabank-
ans hefur verið mótmælt, að vísu af
öðrum ástæðum en hér hafa verið rakt-
ar, og sá mótmælakór þarf að verða
háværari. Þetta sukk er móðgun við
launamenn, því að það eru þeir sem
borga.
Guðrún Helgadóttir
alþingismaður.