Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 3
DV. FJMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. 3 Gleymdist að boða Flugbjörgunarsveitina —leiðinleg mistök, segir Guðjón Petersen hjá Almannavömum „Björgunaræfingin i gær sannaöi aö sé farið eftir skipulaginu þá virkar þaö,” sagöi Guöjón Petersen hjá Almannavörnum í morgun. Nokkur atriöi fóru þó úrskeiðis. Á slysstað gekk allt hægt fyrir sig. Sagði Guðjón þaö mál flugvallar- manna og ætti eftir aö koma í ljós hver orsökin væri. Langur tími leið frá því vélin brotlenti og þar til fyrstu sjúklingarnir komust í sjúkra- hús. Að áliti Guðjóns er sá timi of langur. Um umferðina á Keflavíkur- veginum kom fram aö ákveðið hafi verið að truQa hana sem minnst. I alvöru tilfelli gæti komið til hreins- unar á veginum en sumir teldu það óþarft. Meiriháttar misskilningur kom upp milli Rauöa krossins og banda- riska björgunarliðsins. Þeir sem litið voru meiddir voru Quttir á sjúkra- húsið en áttu að fara í flugstöðina þar sem Rauði krossinn var.„Þetta var hreinlega breyting á skipulaginu og sá þáttur því ekki prófaður eins og átti að gera. Tvennt má enn nefna sem fór á verriveg: „Viðgerðumþaumistöká skrifstofu Almannavama að boða Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík ekki fyrr en of seint fyrir einhvern leiðinlegan misskilning. Einhver misskilningur var líka hjá Tíma- mönnum hvenær blaðið þeirra fer í dreifingu. Eg las það á skrifstofunni kl. hálfþrjú.” -JBH. Trésmíðafélag Reykjavíkur mótmælir bráða- birgðalögunum — og gagnrýnir forystu ASÍ „Trésmíðafélag Reykjavíkur mót- mælir þeirri aðför að frjálsum samningum, sem felst í bráöabirgöa- lögunum, og telur að með slíkum aðgerðum sé allt tal um frjálsan samningsrétt og samráð við verkafólk orðin tóm.” Þannig hljóðar hluti úr samþykkt sem gerð var á félagsfundi í Trésmíðafélagi Reyk ja víkur nýlega. Á öðrum stað í samþykktinni er deilt á forystu ASl, þar sem segir: „Enn einu sinni hefur það gerst að stjómvöld hafa grípiö inn i nýgeröa kjarasamn- inga, með þeim hætti að skerða vísi- tölubætur á laun. Enda ekki við öðru að búast, þegar forysta ASI virðist hafa gefið tóninn í síðustu samningum þar sem gengið var þvert á það grand- vallaratriði að laun skuli vera að fullu verðtryggð.” -JGH. Samtök áhugamanna um fjölmiðlarannsóknir: FUNDURUM ÚTVARPSLÖG Samtök áhugamanna um f jölmiðla- rannsóknir halda almenna fund um álit útvarpslaganefndar laugardaginn næstkomandi, klukkan fjórtán á Kjar- valsstöðum. Markús Á. Einarsson, for- maður útvarpslaganefndar, verður á fundinum til að kynna drög nefndar- innar að nýjum útvarpslögum og svara fyrirspumum. SUNNLENSKAR konur ; SAFNA FE —peningamir ganga til sjúkrahússins áSelfossi Að sögn Höllu Aðalsteinsdóttur, for- manns Sambands sunnlenskra kvenna, söfnuðust 126.500 krónur núna um helgina sem eiga að ganga til endurbóta á gamla sjúkrahúsinu á Sel- fossi sem er meiningin að endurbæta og hafa fyrir eldri langlegusjúklinga á meðan beðiö er eftir nýbyggingu viö Sjúkrahús Suðurlands. I Samtökum sunnlenskra kvenna eru 29 félög í Ámes- og Rangárvallasýslu. Nokkur félög hér á svæðinu gátu ekki starfað um þessa miklu söfnunarhelgi vegna mikUla anna og ætla þau aö senda á næstu dögum peninga til sambandsins. Halla formaður gat þess að verslunareigendur á Selfossi heföu stutt vel viö bakið á konunum við þetta myndariega framtak. Era konumar mjög ánægðar með þetta fyrsta fram- tak sitt til gamla sjúkrahússins til þess að geta hlynnt að hinum öldruðu lang- legusjúklingum. Á Selfossi söfnuðust 68 þúsund krónur. Þess má geta aö gamla sjúkrahúsið hefur staðið ónotað síðast- Uðið ár en nú á að fara að endurbæta það með forgangshraöi. Það má líka geta þess í lokin að Sjúkrahús Suður- lands, hið nýja hús sem tók til starfa fyrir tæpu ári, er að fyliast af langlegu- s júklingum. Er það mest aldrað fólk. -Regína, Selfossi / JBH. Mikið saltað áhöfn Hjá Fiskimjölsverksmiðju Homafjarðar höfðu á mánudaginn verið saltaðar 4625 tunnur af síld og von var á 370 tunnum frá Djúpa- vogi í viðbót. Það er Fífill GK sem verið hefur fengsælastur Hafnar- báta en hann hefur landað 1719 tunnum. Á sama tíma í fyrra höfðu verið saltaðar 8393 tunnur af síld og var þá 30. október síðasti söltunar- dagur. PÁ/Júlia, Höfn. Hr. Pótur Sigurgeirsson biskup og séra Bernharður Guðmundsson skoða hór fyrsta tölublað Viðförla. Nýtt mánaðarblað kirkjunnar Fyrsta tölublað tímaritsins Víðförla er nýlega komið út. Þetta er nýtt mánaöarblað kirkjunnar og tekur það við af Fréttabréfi Biskupsstofu. Utgáfan Skálholt gefur blaöið út. Auk fréttamiðlunar af kirkjulegu starfi innanlands sem utan, mun Víðförli f jalla um ýmis mál líðandi stundar út frá kristnum sjónarhóli. Svo sem kunnugt er, var efnt til samkeppni um heiti blaðsins og bárust um 80 tÚlögur. Dómnefnd skipuöu séra Jónas Gísla- son, dósent, Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri og Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi. Niðurstaða dómnefndar var sú, að engin þeirra tillagna sem bárast, uppfyllti það sem leitaö var eftir. Því var ákveðið að blaðiö bæri heitið Víöförli. Það nafn haföi Sigurbjörn biskup Einarsson gefið Skálholti en hann hélt um alllangt skeið úti guðfræðitimariti með sama nafni. Ritstjóri Víðförla verður séra Bemharður Guðmundsson fréttafull- trúi sem áður stýrði FréttabréQ Biskupsstofu. Afgreiðsla blaðsins er á Biskupsstofu en prentun þess annast Dagsprent á Akureyri. -PÁ. Lúxus heimilistæki á hagstæðu verði. -nr.-.T .i- Láttu ekki dragast Eftirtalin tæki verða seld. að hafa samband. KS - 405 knliskipur, hœð 175,380 Iftra, litir: gulur og rauður. SK — 355 knli- og frystiskápur, . hsað 175,190 litra knlir, 126 litra f rystir, litir: gulur og rauður. KS - 345 knliskipur, hssð 156, 334 litra, litir: hvitur, beiga, gulur og rauður. KS — 356 knliskápur mað frysti, hnð 156, 310 litra knlir, 24 litra frystihólf, litur: hvitur. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMl I6995 FG — 300 frystískápur, hnð 155, 271 litri, litir: hvitur, beige, gulur og rauður. KSU — 260 kæliskápur, hnð 132,260 lítra, litir: gulur og rauður. KF — 285 kmli- og frystiskápur, hnð 142, 215 litra kmlir, 50 litra frystir, litur: rauður. Mjög góður afsláttur vegna litilsháttar útilltsgalla sem eingöngu eru á hliöum skápanna. Aðeins fáir skápar af hverri gerð. DRAGIÐ EKKI AÐ GERA GÓD KAUP. staðgreiðsluafslAttur. VILDARKJÖR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.