Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. Iþróttir 19 íþróttir íþróttir íþróttir Skagamenn vildu fá • Magnús Jónatansson — knattspyrnuþjálfarinn snjalll. Mörg félög vilja fá hann til sin. - en hann hafnaði freistandi tilboði þeirra, þar sem hann stendur í samningaviðræðum við Breiðablik George Kirby, enski knattspymu- þjálfarinn góökunni sem hefur þjálfað Skagamenn með góðum árangri und- anfarin ár — gerði þá að bikarmeistur- um í ár, verður ekki áfram meö Skaga- menn næsta sumar. DV hefur frétt eftir áreiðanlegum heimildum að Skagamenn séu á höttunum eftir ís- lenskum þjálfara og hafi þeir haft samband við Magnús Jónatansson, fyrrum þjálfara ísfirðinga, og óskað eftir því að hann kæmi til Akraness og þjálfaði Skagamenn. Leikmenn Akraness vildu fá Magnús sem þjálfara og höfum við frétt að for- ráðamenn knattspyrnuráðs Akraness hafi haft samband við Magnús í sl. viku til að bjóða honum starfjð. Magnús hafnaði boöi Skagamanna. Eins og DV hefur sagt frá þá hefur Breiðablik haft samband við Magnús, sem hefur bæði verið á fundi með for- ráðamönnum Kópavogsliðsins og leik- mönnum iiðsins að undanförnu. Við- ræöur standa enn yfir þannig að það er enn ekki ljóst hvort að Magnús verður þjálfari Breiðabliks, þó aö líkumar séu miklar. Þá hafa ýmis önnur lið haft samband við Magnús eins og DV sagöi frá á dög- unum. Það er greinilegt að mörg félög vilja fá Magnús í herbúðir sínar, enda hefur hann sýnt það undanfarin ár að hann er snjall þjálfari — náð góðum árangri með KR, Selfoss og Isfirðinga, sem standa nú uppi þjálfaralausir.-SOS Heppnin var ekki með HHHHHHíHHHHHHHHHHHHHHHHHHH^HHHHHHHHHHHHHHHHHHHIHI Istrákunum í Badaioz larsem — Það var nokkuð sárt að þurfa að tapa fyrir Spánverjum 0—1 hér í Bada- joz þvi að markið sem þeir skoruðu var mikið heppnismark. Við fengum svo besta tækifæri leiksins þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka, en strák- unum brást þá bogalistin. Þeir voru svekktir þegar þeir komu inn í bún- ingsklefann eftir leikinn, og töluðu um að Hollendingar hefðu verið heppnir að jafna 1—1 gegn þeim á elleftu stundi í Keflavík á dögunum. — Því gátum við ekki verið heppnir gegn Spánverjum og jafnað eins og Hollendingar gerðu gegn okkur, sögðu þeir, sagði Guðni Kjartansson, þjálfari 21 árs landsliðs- ins. Guðni sagði að Ragnar Margeirsson hefði átt mjög góða sendingu fyrir mark Spánverjana rétt fyrir leikslok. Knötturinn fór inn í markteig þeirra — við fjærstöngina, þar sem þeir OU Þór Magnússon og Trausti Omarsson voru á auðum sjó og markmaðurinn stóð frosinn á marklínu. OU Þór skaut — knötturinn fór í legginn á Omari og þaðan beint í fangið á markverðinum, sem átti bágt með að trúa sínum eigin augum. — Eg var búinn að sjá knött- inn í netinu, sagði Guðni. Guðni sagði að Trausti hefði verið að undirbúa sig til að skjóta á markið þegar OU Þór skaust upp að honum og spyrnti í knöttinn. — Það var grátlegt að sjá þetta gullna marktækifæri renna út í sandinn, svona á iokasek- úndunum. Markvörður Spánverja náði rétt að sparka knettinum út á vöU þegar dómarinn flautaði tU leiksloka. — Strákamir stóðu sig aUir mjög vel. Þeir börðust, en Spánverjamir voru þó meh-a meö knöttinn. Við lágum Tyrkirlögðu Albani ílzmir Tyrkir unnu sigur 1—0 yfir Albaníu- mönnum í Evrópukeppni landsliða í gærkvöldi í Izmir. Þegar aðeins f jórar mín. voru til leiksloka skoruðu Tyrkir sigurmarkið. MiðvaUarspilarinn Arif Popped fékk knöttinn þá við vítateig og vippaði hann honum laglega yfir markvörð Albaníu — Musta Could. 50.000 áhorfendur fögnuðu geysUega. aftariega, en beittum skyndisóknum, sagði Guöni. Heppnismark Guðni sagði að Spánverjarnir hefðu byrjað leikinn af miklum krafti, ai ekki ná að skapa sér tækifæri. Þeir skoraðu mark sitt á 26. mín. og var mikill heppnisstimpill á því. Spánverjar áttu skot að marki, sem ögmundur Krist- insson markvörður — varði. ögmund- ur náði ekki að halda knettinum, sem hafnaöi á höfðinu á Baquero — og fór af því í netið. Það var sárt fyrir ög- mund að fá þannig mark á sig þvi aö hann varði mjög vel í leiknum — þrisv- ar sinnum afar glæsilega, sagði Guðni. Guðni gerði tvær breytingar á Uðinu. Trausti Omarsson kom inn á fyrir Sig- urjón Kristjánsson og Valur Valsson tókstöðuHelgaBentssonar. -SOS Flösku kastað í Ögmund í Unglingalandsleik Spánar og íslands í Badajoz var flösku kastað frá áhorfendasvæðinu í ögmund Kristins- son, markvörð tslands. Ögmundur meiddist ekki og hélt áfram leiknum ótruflaður af þessu atviki. Spánskir lögreglumenn komu þegar á vettvang og gripu þann sem kastað hafði flösk- unni. Farið var með hann af leikvang- inum og dólgurinn fékk að gista fanga- geymslur lögreglunnar í nótt. eppnismarki Ragnar Margeirsson. „¥ið þurfum á Ragnari að halda” - segir Grijzenhout, þjálfari CS Brugge Frá Kristjáni Bernburg — frétta- manni DV í Belgíu. — Það er sagt frá því hér í blaðinu í dag að CS Brugge hafi mikinn áhuga á að fá Ragnar Margeirsson frá Keflavík til liðs við sig út keppnistímabillð. HoUenski þjálfarinn Han Grijzen- hout hjá CS Brugge sagði í blaða- viðtaU að félagið þyrfti að fá fleiri leikmenn til liðs við félagið — í þá hörðu baráttu sem væri framund- an. — Við viljum fá Ragnar sem fyrst til Belgíu þannig að hann geti farið að leika með okkur, sagði Grijzenhout. Blöðin hér segja að CS Brugge hafi einnig áhuga á að fá finnskan leikmann — Ukkonen, sem er 21 árs miðvallarspilari. Ef Ragnar kemur ekki til félagsins, mun CS Brugge bjóða Finnanum samning. -KB/-SOS Brooking f uppskurð Trevor Brooking, enski landsliðs- maðurinn hjá West Ham, sem meiddist i nára í HM á Spáni í sumar og hefur ekki leikið með West Ham á keppnis- timabilinu, verður að ganga undir upp- skurð. Brooking mun því ekki leika með Lundúnaliðinu á næstunni. SK/Ð/ ' TILBOD ' HUMMEL sportbúðin Ármúla 38 Leikum á verðbólguna, bjóðum skiði og skiðaskó á sama verði og var í vor á meðan birgðir endast, greiðslukjör. White star pro 180—210 White star pro junior 165- Blue Star 88 180—190 Blue Star Mid og GT 170- Cup star RS og Mid 170—190 1457. Red Star 88 180—190 2513. Red Star 110—130 870. Red star 140—160 978. Red star 165—175 1134. Racer 80—130 697. Racer 140—150 782. Touring gönguskiði 180—215 825. Skiðaskór. Stefan Austurríki. Strator keppnisskór 38—47 1591 Exsplorer keppnisskór 38—46 1666. Champ 42—47 1148. GT 38—17 910. Swinger 42—47 811. Cat 37—11 760. Flash 38—47 7g0. Spider 41—-47 672. Junior 32—,37 549. Maya 25—30 366. Löipc gönguskór 36—47 425 Salomon bindingar — Look bindingar — Rottefella göngubindingar. Asetning á staðnum, PÖSTSENDUM Býdur einhver betur!!!. ■lÁMlJlulEiJ búðin Armúla 38-Sími 83555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.