Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. Verður orlofs- frumvarpið samþykkt fyrir 1. des? I gær var lagt fram ríkisstjórnar- frumvarp í neöri deild Alþingis um orlofsmál, orlofsfrumvarpiö svo kall- aöa, sem boðað var meö öörum aögerö- um 21. ágúst í sumar. Meginatriðið er aö laugardagar teljist ekki orlofsdagar fremur en sunnudagar og aðrir helgi- dagar. Jafriframt var lagt fram frumvarp um aö lögbinda frídag verslunar- manna sem almennan frídag. 1 athugasemdum segir meöal annars: „Frumvarp þetta er flutt í samræmi viö yfirlýsingu ríkisstjómar- innar frá 21. ágúst 1982 um aðgeröir í efnahagsmálum og leggur ríkisstjórn- in áherslu á afgreiðslu þess fyrir 1. desember. Astæöan er sú, aö lenging orlofsins kemur á móti þeirri skeröingu verðbóta sem á sér staö 1. desember. Lenging orlofsins sam- kvæmt þessu frum varpi þýöir 1,84% í kaupi en að auki er svo slutt sérstakt frumvarp um frídag verslunarmanna þannig aö heildarbreyting samsvar ar liðlega 2% í kaupi hjá þeim sem minnstan rétt hafa, það er 8,33% orlof og ekki launað leyfi á frídegi verslun- armanna.” Þá er vitnaö til nýlegs samnings viö BSRB um niðurfellingu laugardaga sem orlofsdaga og sagt aö ætlunin sé aö breytingin nái til allra á sama tíma. Með fjölgun orlofsdaga er gert ráö fyrir hækkun á orlofsfé í 10,17%. Þá er í frumvarpinu ákvæöi um aö oriof skuli veitt i einu lagi á tímabilinu frá 2. maítil 15. september. Um útreikning orlofsdaga, lág- marksorlofs, er sagt aö fyrir hvem unninn mánuð á síðasta orlofsári skuli orlof vera tveir dagar. Reiknast þá hálfur mánuður eöa meira sem heill mánuöur, en minna en hálfur mánuöur fellurniður. Eftir frumvarpinu, nái þaö fram aö ganga, veröur lágmarksorlof eftir vinnu í heilt orlofsár þannig 24 virkir dagar þar sem laugardagar, sunnu- dagar og aörir helgidagar teljast ekki með. HERB. Aðgerðir gegn fóstureyðingum — með aukinni aðstoð við einstæðar mæður Lagafrumvarp um félagslegar ráö- stafanir til þess aö bæta úr ástæöum, sem heimila fóstureyðingu, liggur nú fyrir efri deild Alþingis. Er þar lagt til að peningagreiöslur veröi hækkaöar verulega til einstæðra mæðra og raunar til giftra mæðra eöa í sambúð meö tilteknar erfiöar aöstæöur. Frumvarpið flytja fjórir þingmenn Sjálfstæöisflokksins. Fyrsti flutnings- maöur er Þorvaldur Garöar Kristjáns- son, en hann hefur flutt þaö áöiu- á þremþingum. I greinargerö segir meöal annars aö fóstureyöing leysi ekki félagslegan vanda, heldur þvert á móti. Til þess þurfti félagslegar ráöstafanir eins og frumvarpið f jallar um. HERB Hljómsveit bassaleikarans Charlio Haden, Liberation Music Orchestra, hólt fyrstu tónleika sina i Evrópu- ferö í Háskólabiói um daginn ó vegum Jazzvakningar. Lók sveitin mest þjóðlegar melódíur með spuna vöfðum inn á milli. Fjölmargir áhorfendur skemmtu sór ágætlega. Á myndinni sjást þrír meðlimir Libera- tion Music Orch., þeir Mick Goodrick, Paul Motian og Charlie Haden. D V-mynd G VA. Tónleikar Dómkórsins: Nýtt íslenskt kórverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson Fyrstu tónleikar á tónlistardögum Dómkirkjunnar veröa í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30..Eru það fýrstu tónleikamir af þrennum sem haldnir veröa dagana 28.-31. nóvember í Dómkirkjunni. Ymsir kunnir tónlistarmenn koma fram á þessum tónleikum en stjómandi hinna fyrstu erMarteinn H. Friöriks- son. Kór kirkjunnar mun þá frumflytja verkið Gloria eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem samið var sérstak- lega fyrir kórinn. Hjálmar sagöi í samtali viö blaðið að verkiö væri lof- söngur meö heföbundnum latínu- HjálmarH. Ragnarsson, tónskóld. texta. Þaö er um margt nýstárlegt, textinn er túlkaður á annan hátt en venjan er meö lofsöngva til aðmættisins og áherslan er lögö á bænina um friö í heiminum. Verkiö er einfalt og skýrt, sagði Hjálmar, en hljómrænt erfitt. Sums staðar er sungið einraddað en annars staðar skiptist kórinn í níu raddir. Verkið er samiösl. sumar. Aö auki verða flutt verk eftir Pál Isólfsson og Jón Leifs og syngur Sig- rún Gestsdóttir einsöng í því síðar- nefnda. Organisti er Haukur Guö- laugsson. PÁ Nýtt fréttablað á Suðuriandi Fyrsta tölublaö nýs fréttablaös á Selfossi mun líta dagsins ljós á föstu- daginn. Blaðið heitir Eilítið frétta- blað á Suöurlandi og em ritstjórar og ábyrgöarmenn þeir Olafur Th. Olafs- son og Þorvaldur H. Helgason, sem báöir starfa sem kennarar viö fjöl- brautaskólann. Blaöið mun koma út mánaðarlega, a.m.k. í fyrstu, en hugsanlegt er aö þaö komi örar út meö tímanum. Eilítið fréttablaö er 12 síður aö stærö og er ætlað aö flytja almennar fréttir af öllu Suöurlandi. Blaösöluböm munu selja blaöið á Selfossi og víðar og vonast aðstand- endur eftir sem mestri útbreiöslu þess. Fólk er einnig eindregið hvatt til aö skrifa í þetta nýja fréttablaö. Prentsmiöja Suðurlands á Selfossi annast prentun. PÁ ► Ritstjórar hins nýja fróttablaðs: Ólafur Th. Ólafsson og Þorvaldur H. Helgason. LOÐNUSTOFNINN ENN OF LÍTILL — hrygningarstofninn enn aðeins 265 þúsund tonn Mælingar á stærö íslenska loðnu- stofnsins, sem gerðar voru 3.—21. október, sýndu að stofninn er um 560 þúsund tonn, þar af 265 þúsund tonn kynþroska. Hrygningarstofninn er því enn langt undir því marki, sem miöað er viö svo aö óhætt sé að veiða loðnu á ný en það eru 400 þúsund tonn. I skýrslu íslenskra og norskra rannsóknarmanna er sérstaklega vikiö aö góöum aöstæöum nú til mæl- inga, gagnstætt því sem var á sama tíma i fyrra. Því sé ekki hætta á að mælingin nú reynist svo gölluð sem þá. Þá segir að við samanburö á f jölda ársgamallar smáloðnu hafi mælst meira af henni nú en síöustu þrjú ár. Niðurstööur rannsóknanna fara nú fyrir viökomandi nefnd hjá Alþjóða- hafrannsóknarráðinu. Þ6 er strax Ijóst að ekki verður mælt meö loðnu- veiöum á þessum vetri. HERB. Dalakonur söfnuðu rúmlega tíu þúsund krónum Kvenfélagskonur í Saurbæjar- hreppi i Dölum drógu ekki af sér viö fjársöfnunina um síöustu helgi. Aö sögn Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var ein þeirra, söfnuöust 10.500 krónur sem veröur að telja umtals- vert í fámennu byggöarlagi. Féð fékkst meö sölu á handavinnu kvenn- anna, kökubakstri og kaffisölu. Verður það látið renna til elliheirriilis sem ætlunin er aö fara aö reisa í Búðardal. JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.