Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR28. OKTOBER1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kosið á Spáni I dag er kosiö á Spáni um 350 þingsæti og er hart barist um sætin þar sem 7700 frambjóðendur eru um boðið. Eru þetta þriðju þingkosningarnar sem fara fram á Spáni eftir að Frankó féllfrá 1975. Samkvæmt síðustu kosningaspám er búist við að kosningamar fari þannig: Sósíalistar fá 38% atkvæða og 193—217 þingsæti. Hið íhaldsama fólksbanda- lag, Farga, fær 18,8% atkvæða og 87— 107 þingsæti. Miðflokkabandalagið fær 4,9% atkvæða og 7—12 sæti. Kommúnistar fá 4,7% atkvæða og 8— 11 sæti. Miðdemókrataflokkur Suarez fær 3% atkvæða og 4—5 þingsæti. Þau rúmlega 5% atkvæða sem eftir eru skiptast á milii 5 smærri flokka. Dönsk kertaverk- smiðja brennur Sl. sunnudag brann stærsta kerta- verksmiðja Norðurlanda, Asp-Holm- blad í Helsingör, til grunna. Sá hörmulegi atburÖur gerðist í sam- bandi við eldsvoða þennan að einn af brunaliðsmönnum, Mogens Olsen, 53 ára, lét líiið. í eldsvoðanum eyðilögðust miklar birgðir af kertum sem verksmiðjan hafði framleitt á væntanlegan jóla- markað og má búast við að Danir lendi í hinu mesta hallæri með jóla- ljósin sin í ár. Eru birgðirnar metnar á 20 milljónir danskra króna en sjálf- ar byggingarnar á 50—100 milljónir dkr. Rannsókn á fjöldagröf- um í Buen- os Aires tef st vegna lagakróka Þýska lögreglan: Hingað til hefur Gabríel reynst henni snarari i snúningum. Erkiengill boðar ökumönnum ragnarök Lögreglan í V-Þýskalandi leitar nú ákaft að „vofu” nokkurri sem kallar sig erkiengilinn Gabríel. Hefur hann stöðvað ótal ökumenn sem aumkast yfir hann og taka hann upp í bíl sinn. Notar Gabríel þá tækifærið til að boða ökumanninum væntanleg ragnarrök árið 1984 — en hverfur síðan sporlaust úr bílnum. Fyrsta greinargóða lýsingin sem lögreglunni barst af „vofu” þessari kom frá konu sem tók hana upp í bíl sinn á þjóðveginum frá Miinchen til Salzburg. Sagði hún að þetta hefði verið ungur maður í gallabuxum og með bakpoka. Eftir aö hafa kynnt sig sem erkiengilinn Gabríel og flutt kon- unni hinn óhugnanlega boöskap sinn hvarf hann skyndilega úr framsæti bilsins — og eftir var aðeins fastspennt öryggisbeltið. Lögreglan heldur því fram að hér sé um fullkomlega jarðneskan dára að ræða sem hafi bara gaman af því að hræða ökumenn. Hún játar þó að hin mikla hæfni hans til að hverfa á dular- fullan hátt geri leitina að honum afar erfiða. Fólki til huggunar upplýsti prestur nokkur í Frankfurt-útvarpinu að það sé nær útilokað aö erkiengillinn Gabríel noti slikar aðferðir til að spá jarðarbúum ragnarnkum. Argentínskur dómari úrskurðaði í gær sig sjálfan lagalega óhæfan til þess að rannsaka f jöldagrafir í kirkju- garði einum í Buenos Aires og vísaði málinu til dómsmálaráðuneytisins. Mannréttindasamtök höfðu farið þess á leit viö dómarann á föstudag í síöustu viku að hann léti hefja rann- sókn á málinu. Grunur vaknaði um að þarna væru fundnir einhverjir þeirra 6—30 þúsunda sem horfið hafa í „leyni- stríði” hersins gegn vinstrisinnum í landinu. Nágrannar kirkjugarðsins segjast hafa séð herbíla koma með lík til greftrunar að næturþeli á árunum 1976 til ’79. Saksóknari þess opinbera vill vefengja þá ákvörðun dómarans að vísa málinu til dómsmálaráðuneytis- ins og er búist við að lagaþrætur um framkvæmd rannsóknarinnar muni nú tefja málið í að minnsta kosti viku. Á meðan hafa aðstandendur horf- inna manna óskað dómsrannsókna vegna annarra ómerktra fjöldagrafa sem fundist hafa í tveim kirkjugörðum til viðbótar í svefnbæjum Buenos Aires, La Plata og Lomas de Zamora. Ekki er vitað hve mörg lík muni vera í þessum nýfundnu gröfum. TonyBenn stendurtæpt Tony Benn, leiðtogi vinstri arms breska verkamannaflokksins, sem lengi hefur verið flokksforystunni óþægur ljár i þúfu, féll í gær úr einni af lykilnefndum fram- kvæmdaráðs flokksins. Ýmsir vinstrimenn aðrir duttu út úr fasta- nefndum en hægri- og miðjumenn í flokknum tóku þeirra sæti. Hægri armur flokksins náði öflugri tökum á flokknum á lands- þinginu í haust og hefur ekki beðið boðanna þegar framkvæmdaráðið tók við að stokka upp í nefndum. Er jafnvel búist við að Tony Benn missi aðalflokksembætti sitt, sem er formennskan í stefnuskrárnefnd (innanríkismála) þegar kosið verður í hana í næsta mánuði. fjl'U SPtf USSLáN Pússlan sem fer sigurför um heiminn nú hjá Magna Combo Æðislegur samsetninga og raðleikur fyrir alla fjölskylduna Póstsendum Alltfyrir safnarann Hjá Magna Laugavegi 15 Sími 23011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.