Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. m Hans Guömundsson landsliðinu. — nýliði í Sambadans í Gautaborg — eftirað Hammerby vann óvæntan sigur 2:1 yfir UEFA-meisturunum Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta- manni DV í Svíþjóð. — Spútnikliðiö Hammerby kom heldur betur á óvart þegar það vann sætan sigur yfir UEFA-bikarmeisturum IFK Gauta- borg 2—1 í fyrri úrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn á Ullei-leik- vanginum í Gautaborg í gærkvöidi. Geysilegur fögnuður hinna hörðu stuðningsmanna liðsins, sem komu til Gautaborgar með tíu manna hljómsveit sem iék SAMBA allan leikinn, eins og stuðningsmenn Brasilíumanna eru þekktir fyrir, braust út eftir leikinn og tóku þeir létt dansspor á götum Gautaborgar í gær- kvöldi. Gautaborgarliðið átti allan leikinn — sótti nær látlaust aö marki Hammerby sem varöist vel. Leikmenn Hammerby fengu aðeins tvö tækifæri í leiknum, sem þeir nýttu fullkomlega. IFK Gautaborg tók forustuna með marki Hakan Sandbergs en Efraims- son náði að jafna fyrir leikhlé og síðan skoraöi Peter Gerhardsson sigurmark Stokkhólmsliðsins aðeins þremur mín. fyrir leikhlé. Seinni leikur liðanna verður á Södra-Stadion í Stokkhólmi á sunnudaginn. -GAJ-SOS. Stórsigur Sunderland á Úlfunum Úrslit í mjólkurbikarnum enska í gærkvöld urðu þessi: Blackburn-Brentford 0—0 (Brentford vann samanlagt3—2). Bradford-Rochdale 4—0 (Bradford vann 5— 0). Everton-Newport 2—2 (Everton vann 4—2) Leicester-Lincoln 0—1 (Lincoln vann 3—0). Man. City-Wigan 2—0 (Man. City vann 3—1) Newcastle-Leeds 1—4 (Leeds vann 4—2) Oxford-Huddersfield 1—0 (Huddersfield vann 2-1) Sunderland-Wolves 5—0 (Sunderland vann 6-1). WBA-Nottm. Forest 3—1 (Forest vann 7—4). í undanúrslitum skoska deildabikarsins sigraði Celtic Dundee Utd. 2—0 og Rangers vann Hearts einnig 2—0. Síðari leikirnir verða 10. nóvember. Sama dag. verður þriðja umferð mjólkurbikarins enska. Stjömumenn í landsliðshópinn í handknattleik. Fjórir nýir menn valdir í hópinn. Þorbjöm Jensson gefur ekki kostásér Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur valið fjóra nýja leikmenn i landsliðshóp sinn, sem er að hefja fyrstu lotuna í undirbúningnum fyrir B-keppnina í handknattleik í Holiandi, sem hefst í lok febrúar. Hilmar hefur bætt f jórum mönnum við hópinn sem tók þátt i keppnisferðalagi landsliðsins til Júgóslavíu sl. sumar og eru tveir leikmannanna frá Stjörnunni í Garðabæ — þeir Brynjar Kvaran markvörður og Magnús Teitsson. Þá hefur FH-ingurinn Hans Guð- mundsson verið valinn og Ólafur Jóns- son, fyrrum landsliðsfyrirliði úr Víking. Þorbjörn Jensson, fyrirliði Vals, gefur ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann getur ekki tekið þátt i hinum mikla og stifa undirbúningi landsliðs- ins í vetur. Landsliðið mun byrja að æfa um helgina fyrir landsleiki gegn Frökkum og V-Þjóðverjum í Reykja- vík í lok nóvember. DV hefur áður sagt frá þeim fjórtán leikmönnum sem fóru til Júgóslavíu. Við skulum þó rifja upp hvernig lands- liðshópurinn er skipaður: Markverftir: Kristján Sigmundsson, Vikingi Einar Þorvarftarson, Val Gísli Felix Bjamason, KR BrynjarKvaran, Stjömunni Aftrirleikmenn: Þorbergur Aftalsteinsson, Víkingi Kristján Arason, FH GuftmundurGuftmundsson, Víkingi Alfreft Gísiason, KR Bjami Gufimundsson, Nettelstedt Steindór Gunnarsson, Val Jóhannes Stefánsson, KR Páll Olafsson, Þrótti SigurfturSveinsson, Nettelstedt Þorgils Ottar Mathiesen, FH Hans Guftmundsson, FH Olafur Jónsson, Vikingi Magnús Teitsson, Stjömunni. Þeir Brynjar Kvaran, Magnús Teits- son og Hans Guðmundsson hafa ekki leikiö landsleik. -sos. Hvað sögðu spánsku leikmennirnir: MVar dauðhræddur við íslendingana” — sagði Luis Arconada, markvörður Spánar — Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta- manni DV í Malaga. — Varnarleik- menn íslands voru mjög traustir. Ég ætlaði aö skora mark. Já, fleiri en eitt, en því miður tókst mér það ekki. Leikmaður nr. 5 (Marteinn Geirsson) var mjög sterkur og það var nær vonlaust fyrir mig að reyna að ná skallaboitum frá honum, sagði marka-. kóngurinn mikli hjá Real Madrid, Santillana, sem sagði að það væri óvenjulegt fyrir sig aö vinna ekki mörg skallaeinvígi í leik. — Því miður tókst mér ekki að skora, en það kemur dagur eftir þennan dag. Santillana sagöi að Spánverjar hefðu verið mjög góöir í seinni hálf leik, en þeim hefði ekki tekist að skora fleiri mörk þar sem þeir áttu við samhenta vamarleikmenn Islands að etja. Hann sagði aö leikmenn nr. 7 (Atli Eðvalds- son), nr. 8 (Arnór Guöjohnsen), nr. 5 (Marteinn Geirsson) og markvörð- Key man: keeper krconada /s }! the very Luis Arconada — markvörður. „Islendingar geta verið stoltir” - sagði Migul Munoz, þjálfari spánska landsliðsins Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta- manni DV í Maiaga: — Þótt Spánverjar gætu ekki unnið stórsigur yfir íslendingum, eins og þeir ætluðu sér, voru þeir ánægðir með sigurinn. Það var gleði Lherbúðum þeirra. — „Islendingar geta veriö stoltir af árangri sínum hér á Spáni — að tapa aöeins 0—1 fyrir Spánverjum á tveimur stöðum hér á heimavelli okkar, sama kvöldið, er mjög góður árangur hjá áhugamönnum,” sagði Migul Munoz, landsliðsþjálfari Spánverja, eftir leikinn. — Ég er mjög ánægður með leik okkar og útkomuna. Sigur er alltaf sigur og maður gleöst ávallt yfir honum, þó að ég hefði óskaö mér að hann væri stærri. Ég get þó eklú lokað augunum fyrir því að miðað við tækifærin sem iiðin fengu í fyrri hálf- DV í Malaga leik, hefði ekki verið ósanngjarnt að Islendingar hefðu haft yfir 2—0, sagði Munoz. Munoz, sem þjálfaði Real Madrid hér á árum áður, sagðist hafa verið búinn að afla sér mikilia uppiýsinga um Islendinga. Islenska liðið er mjög vel agað og leikmenn liösins eru skynsamir — þeir reyna ekki að gera meira en þeir ráða viö, sagði Muroz, sem var mjög hrifinn af Þorsteini Bjarnasyni markverði, Arnóri Guðjohnsen og Pétri Péturssyni. — Þá var vamarleikur liðsins yfirhöfuð mjög sterkur og yfirvegaður. Við áttum erfitt með að koma vamarleik- mönnum Isiands úr jafnvægi. Þeir voru allan tímann mjög rólegir — jafnvel þó oft hafi verið mikill hama- gangur inni í vítateignum hjá þeim, sagði Munoz. -klp/-SOS. DV í Malaga urinn (Þorsteinn Bjamason) hefðu verið bestu leikmenn Islands að hans mati. „Dauðhræddur" Luis Arconada, markvörður Spán- verja og fyrirliði liðsins, sagðist hafa verið dauðhræddur við leikmenn íslenska liðsins. Ég var heppinn að þurfa ekki að ná í knöttinn í netið. Sér- staklega þegar Camacho bjargaði á marklínu. — Bjargaði hann á hendi? — Ég get ekkert sagt um það, því aö ég sneri bakinu í markið þegar þetta gerðist — eftir að hafa misst knöttinn yfirmig. Hvað sagði þessi snjalli markvörður um Þorstein Bjarnason, markvörð? — „Staðsetningar hans voru mjög góðar og hann vann vel á milli stanganna og tæmdi teiginn einnig vel. Hann gerði hlutina rétt og þarna er góður mark- vörðurá ferðinni, sagði Arconada. „íslendingar komu mér á óvart" Juan Jose Jimenez frá Real Madrid, sem lék sinn fyrsta landsleik, var óánægður meö leik sinn og spánska iandsliðsins. — Islendingar komu mér mjög á óvart. Ég vissi aö þeir væru sterkir og harðir, en ég bjóst ekki við eins skipulögðum leik frá þeim eins og þeir sýndu hér. Sigur okkar var of lítill en sigur engu aö síður. Ég er ánægöur meðþað. -klp/-SOS. Spánsku leik- mennirnir fengu37 þús. Spönsku landsliAsmennirnir fengu kr. 37.000 á mann fyrir sigurinn gegn islendingum í Malaga í gærkvöldi og mega þeir vera ánægft- ir með það. Það munafti þó ekki miklu að þeir færu til heimahaga sinna meft tóma vasa. -kip- DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. Þorsteinn Bjamason — landsliðsmarkvörð- ur íslands, átti snilldarleik í Malaga í gær- kvöldi og fær hann mikið hrós fyrir leikinn. O Marteinn Geirsson • Jóbannes Atlason „Marteinn fær ekki að hætta” — sögðu landsliðsmenn íslands og Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari — Frá Kjartani L. Páls- syni — fréttamanni DV í Malaga: Ég var mjög ánægður með leikinn. Það var góð barátta hjá okkur og strákamir stóðu sig frá- bærlega. Það hefði verið skemmtilegt aö enda iandsleikjaferil sinn með' sigri, eða að minnsta kosti jafntefli, sagði Mar- teinn Geirsson, fyrirliði landsliðsins, sem hefur ieikiö 66 landsleiki fyrir ísland — Þar af 34 erl- endis. Marteinn sagði að nú væri hann búinn að leika sinn síðasta lands- leik. Jóhannes Atlason landsiiðsþjálfari og leik- menn landsliðsins voru ekki sammála Marteini í þeim efnum. — Ég vil ekki trúa þvi aö þetta hafi DV í Malaga verið síðasti landsleikur Marteins. Marteinn á mikið eftir, það hefur hann sýnt í landsleikj- unum gegn Irum í Dublin og hér í Malaga gegn Spánverjum. Hann er maður með mikla reynslu og hann hefur verið kjöl- festa landsliðsins — bæði innan og utan vallar undanfarin ár. Við höfum ekki efni á því að missa Martein. Landsliðsmennirnir voru sammála því í rút- unni sem flutti hópinn frá Malaga til Torremolinos, þar sem þeir búa, að Mar- teinn væri ómissandi úr landsliöshópnum. Þeir voru ákveðnir í að Mar- teinn fengi ekki að hætta. Viö eigum eftir aö leika með honum aftur næsta vor, sögðuþeir. „Það verður erfittað sofna” — eftir að hafa misnotað svona færi,” sagði Arnór Guðjohnsen Frá Kjartani L. Pálssyni — fréttamanni DV í Malaga: ,J>að verður erfitt fyrir mig að sofna í nótt eftir að hafa ekki nýtt það gullna marktækifæri sem ég fékk,” sagði Arnór Guð johnsen, eftir leikinn hér á La Rosaleda, en hann komst á Sauðan sjó þegar 5 mín. voru til leik- hlés og átti þá aðeins við Arconada markvörð að glíma. — „Ég tók þá ákvörðun að vippa knettinum yfir hann, sem ég og gerði — ég sá knött- inn stefna í markið og var að fara að lyfta upp höndum til að fagna þegar knötturinn þaut fram hjá. Ég sá þá strax að það hafði verið of lítiU snúningur á knettinum,” sagði Arnór. „Ekkert annað en vítaspyrna" Sigurður Grétarsson, miðherji frá Kópavogi, var einnig óhress. — „Það var grátlegt að fá ekki vítaspymu þegar Camacho slá knöttinn frá með hendinni. Það var svo mikil þvaga uppi við markið að dómarinn var ekki í 21 „Jafnþreyttur — sagði Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari Arnór Guðjohnsen aöstöðu til að sjá þegar Camacho sló knöttinn.” — „Þetta var erfiður leikur og það var ekkert gaman að eiga við nýliðana Alverez og Bonet, þar sem þeir voru danglandi í mann í tima og ótíma og þaö sem meira var — þeir hræktu á mig margsinnis, þannig að það var oft á tíðum eins og maður væri undir sturtu,” sagði Sigurður. -klp-/-SOS. Frá Kjartani L. Pálssyni — fréttamanni DV í Malaga: — Ég er jafn- þreyttur og strákarnir — það tekur á taugamar að þurfa að sitja á bekknum og horfa á aðra berjast og puða fyrir mann, sagði Jóhannes Atlason lands- liðsþjálfari. Jóhannes sagðist vera mjög ánægður með leik íslenska liðsins og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn. — Ef við hefðum náð að skora er ekki að vita Klöppuðu íslend- ingum lofílófa Ahorfendumir hér á La Rosaleda kunnu vel að meta leik islenska liðsins því aft þeir fögn- uðu íslenska liftinu ákaft eftir leikinn — klöpp- uðu leikmönnum lof í lófa. Einnig var þeim fagnafi þegar þeir fóru að langferftabifreift- inni sem flutti þá frá vellinum. Þær voru því ekki dónalegar móttökumar sem íslensku leikmennirnir fengu. -klp- hvað hefði gerst. Það hefði komiö meiri pressa á Spánverjana, sem hefðu þurft að koma fram til að jafna og þá hefðu þeir eflaust gleymt sér í vörninni þannig að við hefðum getað hreilt þá meö skyndisóknum, sagði Jóhannes. — Þetta var leikur sem þróaðist þannig í fyrri hálfleik þegar við fengum pláss til að gera ýmsa hluti. Það er ekki aö efa að þeir Asgeir Sigur- vinsson, Pétur Ormslev og Janus Guðiaugsson hefðu allir notið þess að leika á miðjunni í þessum leik ef þeir hefðu gengið heilir til skógar. Þaö var slæmt að hafa þá ekki hér. Ég er ekki með þessu að gera lítið úr hlut strák- anna sem léku. Þeir stóðusig mjög vel. Keyrðu á fullu, en undir lokin voru þeir orðnir þreyttir, sem kom fram í því aö þeir voru byrjaðir að fá sinadrátt,” sagði Jóhannes. -klp-/-SOS DV í Malaga DV í Malaga DV í Malaga Þorsteinn eins milli stanganna íslendingar óheppnir að skora ekki tvö mörk áður en Spánverjar skoruðu — Frá Kjartani L. Pálssyni — fréttamanni DV í Malaga: — Þorsteinn Bjarnason, landsliðsmark- vöröurinn snjalli frá Keflavík, var hreint frábær hér á La Rosaleda- leikvellinum í Malaga, þar sem 25.000 Spánverjar sáu hann oft verja meistaralega — hann var eins og klett- ur í markinu þegar hver stórsóknin á fætur annarri, hjá Spánverjum, buidu á íslenska markinu í seinni hálfleikn- um. Þá tókst Spánverjum að skora eina mark leiksins — prjóna sig í gegnum hina sterku íslensku vörn og rak nýliðinn Juan Pedraza endahnút- inn á sóknina með því aö skora sigur- markið (1:0) með góðu skoti. Þor- steinn gerði heiðarlega tilraun til að verja skotið — knötturinn rétt straukst við fingurgóma hans. Leikmenn íslenska liðsins börðust hetjulega á hinum glæsilega velii og vörðust vel í upphafi leiksins, þegar Spánverjar byrjuðu með miklum látum og ætluðu sér greinilega að kaf- færa Islendinga, sem voru ekki á þeim buxunum að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Þorsteinn Bjarnason var vel á verði — þurfti strax að taka á honum stóra sínum. Okkar maöur KjartanL Pálsson íMalaga DV í Malaga Vörnin mjögtraust Vamarleikur íslenska liðsins var mjög sterkur, þar sem Marteinn Geirs- son stjórnaði honum eins og herforingi. Sævar Jónsson var traustur við hliðina á honum og Atli Eðvaldsson var á mikilli hreyfingu fyrir framan þá, sem varnartengiliður. öm Oskarsson og Viðar Halldórsson, bakverðir, vom ekki á því að láta hina snöggu útherja Spánverja leika sig grátt. íslendingar fá tvö gullin tækifæri Pétur Pétursson og Amór Guðjohn- sen — glókollamir í íslenska liðinu, sem vöktu mikla athygli hér, voru mjög hreyfanlegir á miðjunni — fengu oft góðan tíma til að leika með knött- inn. Þá var Omar Torfason alltaf á fullri ferð — þyngdarlaus. Hann lék mjög vel á miðjunni og gerði fá mistök. Islensku leikmennirnir fóm að sækja í sig veðrið og hófu sóknarlotur. Á 15. mín. átti Atli Eðvaldsson góðan skalla til Sigurðar Grétarssonar þar sem hann var vel staðsettur fyrir framan spánska markið. Sigurður skallaði knöttinn. Luis Arconada, markvörður- inn frægi, varði — missti knöttinn yfir sig og hann dansaöi á marklínunni, þar sem Camacho lá á fjórum fótum og náði gð sópa knettinum með hendi aftur fjTir endamörk. Greinileg víta- spyrna! Dómarinn frá Portúgal, sem dæmdi leikinn vel, var greinilega ekki í góöri aðstöðu til að sjá brotið því að hann dæmdi hornspymu en ekki víta- spymu á Camacho. Þama sluppu Spánverjar með skrekkinn og blaða- menn hér önduðu léttara. Araór Guðjohnsen var nærri búinn aö skora mark á 40. mín., eftir að hann, Sigurður Grétarsson og Pétur Péturs- son voru búnir að prjóna sig skemmti- lega í gegnum vörn Spánverja — hrein- lega tættu vömina í sig. Arnór komst á auðan sjó með knöttinn — aöeins Ar- conada til vamar. Arnór vippaöi knettinum skemmtilega yfir hann — en heppnin var ekki með honum því að knötturinn fór rétt fram hjá. Spánverjar vakna til Irfsins Leikmenn spánska liðsins voru greinilega teknir í gegn í leikhléi — af Munoz þjálfara. Þeir komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og fór þá hinn skemmtilegi bakvörður, Juan Jose Jimenez, nýliði frá Real Madrid, að taka virkan þátt í sókninni — brunaði oft skemmtilega upp hægri kantinn og áhorfendur fóru að hrópa: „Ole, Ole, Oie....” — þegar hann fékk knöttinn og fór fram. Jimenez reyndi mikið af krosssendingum fyrir mark íslenska liösins, en vamarleikmenn Is- lands og Þorsteinn B jamason áttu ekki í erfiöleikum með þær. Spánverjar hættu með krosssendingarnar þegar þeir sáu að íslensku vamarmennirnir voru sterkir í loftinu. Þeir tóku þá upp á að reyna mikinn einleik og stutt spil — til að komast í gegnum „íslenska múrinn”. Jimenez lék oft glæsilega í gegn en þessi litli leikmaður er mjög sérkennilegur — með skegg niður á bringu og mikið sítt hár. Hann náði tveimur dúndurskotum á mark Islands en Þorsteinn var vel á verði og varði meistaralega. Þorsteinn réð síðan ekki við skot Pedraza á 59. mín., eins og fyrr segir. Eftir markið fóru leikmenn íslenska liðsins að sýna þreytumerki, enda ekki Pétur Pétursson nema von — þeir vom búnir að leika á fullu gegn hinum hreyfanlegu spánsku leikmönnum, sem voru með frábærar hreyfingar og knatttækni. Arconada, markvörður þeirra, hafði lítið að gera en aftur á móti fékk Þorsteinn Bjarna- son nóg aö gera. Það má segja að leik- menn íslenska iiðsins hafi andað léttar þegar flautað var til leiksloka. Þeir höfðu unniö frækilegt afrek — léku vel gegn Spánverjum sem ætluðu sér stór- sigur. Þorsteinn Bjarnason lék mjög vel og vömin var sterk. Viðar Halldórsson var ekki öfundsverður — fékk nóg að gerá þegar Jimenez fór að taka þátt í sóknarieiknum og bmna upp hægri kantinn með geysilegum hraöa og látum. Marteinn var geysilega traustur — rólegur og yfirvegaður. Sævar Jónsson var góður við hliðina á honum og Atli Eðvaldsson stóð sig vel í vamarleikn- um. Amór og Pétur Pétursson voru mjög góðir á miðjunni — sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir léku oft við hvern sinn fingur. Omar Torfason vann mjög vel á miðjunni. Sigurður Grétarsson stóð vel fyrir sínu en hafði lítið að segja einn í tvo miðverði spánska liösins. Spánverjar voru mjög léttleikandi, leiknir með knöttinn og mjög fljótir. Juan Jose Jimenez frá Real Madrid var bestur þeirra — hreint út sagt frá- bær. Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari gerði tvær breytingar á liði sínu. Heimir Karlsson kom inn á fyrir Áma Sveinsson og lék sinn fyrsta landsleik og Gunnar Gíslason tók stööu Sigurðar Grétarssonar. Eftir að Gunnar kom inn á var Heimir settur sem fremsti maöur. -klp/-SOS Þorsteinn frábær! — segirReuter Hið nýja lið Spánar, þar sem aðeins fjórir frá HM lékn, stóð frammi fyrir öðmm höfuðverk þar sem íslenski markvörðurinn Bjarnason var. Hann var frábær og tókst að halda marki sínu hreinu þar til á 59. mín að nýliðinn Juan Pedraza kórónaði sinn fyrsta landsleik með frábæru marki. Tveir aðrir nýliðar, Real Madrids Juan Jose, „Sandokan” Jimenez náði knettinum rétt innan vailarhelmings íslands og renndi honum til miðherjans frá Zara- goza, Juan Senor. Hann gaf á Pedraza, sem sendi þrumufleyg í íslenska mark- ið af 30 metra færi. Þorsteinn Bjama- son átti ekki möguleika á að verja. hsim. Þreytandi ferð — landsliðshóparnir koma heim í nótt Frá Kjartani L. Pálssyni — fréttamanni DV á Costa del Sol. — Það voru þreyttir leikmenn landsliðsins sem héldu héðan frá Torremolinos kl. 4.00 í nótt, eða aðeins sex timum eftir að landsleik þeirra gegn Spán- verjum lauk í Malaga í gærkvöldi. Ferðinni var heitið til Sevilla og var farið í langferða- bifreið, sem kom til Sevilla kl. rúmlega 8.00 í morgun. Þangað komu svo leikmenn 21 árs landsliðs- ins í morgun. Landsliðshóparnir héldu síöan til London og eru væntanlegir heim til ísiands í nótt og þegar íslensku leikmennirnir koma heim til sín eru þeir búnir aö vera á ferðinni í tuttugu klukkustundir og hafa þeir lítið sem ekkert sofið síðan í gærmorgun. Þegar þeir komu frá Malaga til Torremolinos í gærkvöldi þá þurftu þeir að fara að pakka niður farangri sínum og gera sig klára fyrir aksturinn til Sevilla. Flcstir leikmannanna eiga að mæta til vinnu í f y rramálið! Þorsteinn deyfður fyrir leikinn Frá Kjartani L. Pálssyni - fréttamanni DV í Malaga: Það þurfti að deyfa tvo fingur Þorsteins Bjamasonar, markvarðar frá Keflavík, fyrir leik Spánverja og Islendinga - hann meiddist á æfingu hér þegar hann fékk knöttinn framan á fingurgóminn. Ég var með smá seiðing i hend- inni fyrir ieikinn, sem betur fer lagaðist það við fyrsta skot sem ég varði, sagði Þorsteinn og hlð. - Ég hélt fyrst að ég myndi eiga erfitt með að verja skot, en sem bctur fer komu meiðsiin ekki að sök, Þorsteinn sagöi að hann hefði litið haft að gera í markinu i fvrri hálf- leik, en þess meira i seinni hálfleik. Það var leiðinlegt að geta ekki varið skot Pedeaza því að ég varði mörg erfiðari skot frá Spánverjum í leiknum, sagði Þorsteinn. DV í Malaga DV í Malaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.