Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. Spurningin Spurt í Óslandi, fiskimjölsverk- smiðju Hornafjarðar á Höfn. Er gaman að vinna í sfldinni? Siguröur Adolfsson: „Þaö er helvíti hresst þegar maöur fær aö svitna, og ágætt kaup ef hraöinn næstupp.” Edda Arndal: „Já, já, það er gaman þegar síldin er, en þaö er ekkert gaman núna þegar engin síld er, aö spúla allt og þrífa.” Emil Auðunsson: „Ja, svona bærilegt þegar síldrn er. Og ef það kemur einhver síld þá er ágætt upp úr þessu að hafa.” Benedikt Alfreðsson: „Jú, ég skal segja þér það aö þegar veiðist er þetta alveg ágætt og sæmi- legt upp úr þessu aö hafa.” Margrét Þórisdóttir: „Jú, jú þegar hún kemur. Þaö er bara svo stutt sem hún stendur við. Við er- um svo fljót aö afgreiöa hana. Snorri ölversson: „Jú, það er voða gaman. Það er ágætt að vinna hér, en vinnuaðstaðan er betri heima á Eskifiröi.” Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur ,, Vil ég þakka Tomma fyrir frábæran skemmtistað," segir 9841-6668. Hann tekur heldur betur upp hanskann fyrir Villta tryllta Villa. Hir sópa starfsmenn fyrir utan skemmtistaðinn eftir lokun. DV-mynd: Sv.Þ. Vegna bréfs 7079-5612 um Villta tryllta Villa: VONANDIÁTT ÞÚ EKKI HEIMA Á BÍLASTÆÐINU 9841-6668 skrifar: Nokkur orð vegna skrifa 7079-5612 um Villta tryllta Villa. Hvernig í ósköpunum sérð þú hvort unglingamir koma út í stórum hópum og snafsa sig í bílunum? Ibúðarhúsin eru nokkuð fyr- ir ofan skemmtistaðinn. Vonandi átt þú ekki heima á bílastæðinu fyrir utan VUlta Vúla. Eftir lokun VUlta Villa fara flestir niöur í bæ, hinir fara heim. Því held ég varla að lætin séu svo mikii að þú getir ekki sofiö. Síðan segir þú að verðið á íbúöum ykkar hafi snarlækkað með til- komu Villta Villa. Ekki held ég að það sé mikill sannleikur í þessu hjá þér. Ef við tökum Broadway sem dæmi þá er verið að byggja blokk alveg við hliðina á þeim staö. íbúðirnar þar hljóta þá hálfpartinn að vera gefnar. Að glerbrotin séu út um alla Skúla- götu og hliðargötur hennar; aö þið þurfið að byrja að tína glerbrotin af bílastæöunum til að koma bíiunum út er út í hött. Það þyrfti ófáar flöskur til að orsaka það. Þetta er nú vel ýkt hjá þér. Síðan segir þú aö þama séu drukknir unglingar slagrandi fram eftir ailri nóttu. Ég hef einu sinni séð slagrandi drukkinn mann þama en það var ekki unglingur, hann var um 25 ára. Það var búið að ráða eftirlitsmenn fyrir utan staðinn áður en bréf þitt birtist. Þú vilt láta okkur sækja skemmtistað fjarri íbúöabyggð. Sá staður yrði ekki vel sóttur. Einn af ykkar skemmtistööum, fulloröna fólksins, er nú í íbúðahverfi, en það er Broadway, og ekki hefur verið kvartaö undan honum. Ætlar þú aö segja mér og öðrum aö það sé vmta Villa að kenna aö það sé sparkað og barið í bíla, legið á dyra- bjöllum og lamið í glugga. Nei, það er ekki hægt að koma öllu á Villta Villa, Ég er ekkert hissaá því að lögreglan sé hætt að sinna útköllum ykkar, þar sem langflest af þessu er alveg út í hött. Að lokum vil ég þakka Tomma fyrir frá- bæran skemmtistað. PS. Þú, 7079-5612, farðu nú með kík- inn úr glugganum og f aröu að sofa og eitt enn: Þú myndir slá i gegn meö ein- hvem skemmtistað sem væri fjarri íbúðabyggð. Bless og verið hress. . v Abending til stjórnarskrárnefndar: r r „ANÆGÐRIÞJOD MUNU ALLIR VEGIR FÆRIR” — árviss kjördagur verðil.aprfl 19563-3005 skrifar: [ Heiöraða stjórnarskrámefnd: Nú sýnast vera fjarskalega ísjárverðir tímar fyrir stjómmálaskörunga. Ef lesið er af mælum þeirra kannanna sem DV hefur verið aö gera undanfarið þá kemur vilji fólksins berlega í ljós. Yfirgnæfandi meirihluti er mótfallinn því að fjölga þingmönnum. F ólk virðist því enga von sjá í nýjum skörungum. Það vill sömu gaurana áfram. Enga viöbót. Merköegt er það nú. Aðspurt segist fólkið, að nokkrum meirihluta, vera sammála þeim ráðstöfunum sem núverandi stjóm- völd hafa á prjónunum. Segist fólkið, með sama meirihluta, vera því fylgj- andi að stjómarandstaöan (sem bölvað hefur fyrrgreindum ráðstöfun- um í sand og ösku) taki nú völdin. Það er því ekki neinum blöðum um það að fletta að þjóðin vill núverandi stefnu, svo fremi henni sé framfylgt af and- stæðingum hennar. I svona stööu geta stjómmálamenn vitaskuld lítiö gert, nema einmitt þetta sem þeir eru að gera: Sitja í musteri stjórnarskrárnefndar og braska þar með kosningareglur; sitja á skrifstofu forsætisráðherra og semja þar um kjördag handa þessari bráðfyndnu þjóð. Líkt og ofnotaðir brandarar Gott er það nú og blessað — en finnst ykkur samt ekki, líkt og mér, að það sé að koma í þetta alltsaman einhver leiði eins og jafnan vill sækja á brandara sem mikiö hafa verið notaðir og mun- ast orðið vel? Það held ég nú að sé meinið. £n fór það kannski framhjá ykkur aö lausnarorðið féll einmitt í kvöldfrétt- um útvarpsins á fimmtudagskvöldið var? Þá var haft eftir Steingrími Her- mannssyni að best mundi vera að kjósa bara i apríl á næsta ári. Vonandi fer það ekki framhjá neinum meðlimi stjórnarskrárnefndar hvað þarna er lagt til. Að minnsta kosti vil ég allt til vinna að þetta komist til skila. I fram- haldi af þessu vænti ég að lausnin komi brátt úr musteri nefndarinnar. Breytum nú stjórnarskránni eins og til hefur staöiö — eða öllu heldur látum hana vera óbreytta og bætum þessu ákvæðiviðhana: „Hinn fyrsta apríl ár hvert skal íslenska þjóðin endurkjósa þá sem á Alþingi Islendinga sitja, stjómarand- staðan setjast í ráðherrastólana og framfylgja í einu og öllu stefnumálum fráfarandi stjómar í samræmi við yfir- lýstan vilja þjóðarinnar”. Þetta fjarska einfalda stjómarfar yrði raunar engin breyting frá núver- andi skipulagi — nema hvað varðar sjálft aðalatriðið: Þjóðin verður ánægöari með forystu sina ef hún fær að kjósa hana þennan mánaðardag. Anægðri þ jóð munu allir vegir færir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.