Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Efnisval sjónvarpsins: ÓSVÍFNIOG LÁGKÚRA Akurayri. Guðmundur Kari Jóns- son, sorphreinsunarmaður þar, hvetur bæjarbúa tH þass að setja ekkert sem slysahætta getur sta'fað af í ruslapoka. Til Akureyringa: Mokið f rá sorp- ílátum í vetur ) Guðmundur Karl Jónsson hringdi irá Akureyri: Ég er sorphreinsunarmaður á Akur- eyri og vil taka fram eftirfarandi: Þungir pokar með sláturúrgangi, mold, grjóti, brotnum spýtum, glerbrotum og varahlutum úr ónýtum bílmótorum verða ekki teknir. Það er síðan allt of mikið um að brotnar rúður séu látnar í ruslapokana þótt húseigendur hafi oftar en einu sinni verið varaðir við slysahættunni sem því fylgir. Að lokum vil ég taka fram að ef hús- eigendur moka ekki snjó frá sorpílát- um sínum í vetur verður sorpið ekki fjarlægt. 2532-2975 skrifar: Það er kannski ekki á það bætandi að vera að agnúast út í sjónvarpið. En þótt reynt sé að líta fram hjá öllum mistökum sem eiga sér stað í einni út- sendingu þess einhvem daginn, og flestum þeim drepleiðinlegu þáttum sem það býður landsmönnum upp á, þá fer nú stundum svo að manni blöskrar tillitsleysi þeirra forráðamanna sem hafa umsjón með efnisvali. En látum nú leiðinlegu þættina eiga sig. Þeir geta kannski skemmt ein- hverjum öðrum en manni sjálfum. Það eru þættirnir og kvikmyndimar sem augsýnilega eru sett i dagskrána til þess að koma til móts við þann fá- menna hóp áhorfenda sem hefur þá afbrigðilegu löngun og ánæg ju að horfa á kynferðislega brenglun og afbrigði hennar. Kvikmyndin sl. föstudag, Fugla- hræðan, var ein þessara mynda. Að vísu var þess getið í byrjun að efnið væri ekki við hæfi bama, „einkum í siðari hluta myndarinnar”. En föstu- dagskvöld er nú einu sinni orðið að hálfgerðu fríkvöldi þegar mjög margir eru heima við. Fjölskyldur, þar með talin böm, eiga allt annað skilið af því opinbera en að fá yfir sig dembu af ógeði og sora þótt þær hafi gert þau mistök að greiða ríkinu fúlgu fjár í gegnum viðskipti við sjónvarps- verslanir. Þessi mynd, sem hér er minnst á, er ekki einsdæmi. Þær em orðnar margar myndirnar og þættimir sem sjónvárp- ið íslenska hefur kastað í andUt lands- manna til þess eins, að þvi er virðist, að ofbjóöa siðgæðisvitund almennings. Sömu sögu má segja um þann ís- lenska þátt sem á að heita skemmti- þáttur og á að gerast í félagsheimili. Fyrir utan það að ekki örlar á kímni eða hnyttnum tilsvörum er þátturinn í besta falli lágkúruleg uppákoma með klámfengnu ívafi fyrir grófgerða svarka veiðimannaþjóðfélagsins. En þeir eru, sem betur fer, í miklum minnihluta meðal þjóðarinnar. Þaö þarf ekki að gera gys að þeirri siðgæðisvemdun sem upprunnin er í Bandaríkjunum og reynir aö sporna gegn óheftum framgangi ofbeldis- og klámmynda í sjónvarpi þar vestra. — Þar er þó munur á, þvi að þar í landi erú myndir, sem taldar eru ofbjóða öllu venjulegu fólki, ekki haföar á dag- skrá fyrr en allir venjulegir borgarar eru gengnir til náða. Þaö má furðu sæta hve fólk hér hefur iitið látiö til sin heyra um þá ósvifni og lágkúru sem íslenskt sjónvarp býður landsmönnum. Úr myndinni Fuglahræðunni. Hún var á dagskrá sjónvarpsins sl. föstudagskvöld. 43. tbl. 44. árg 28. október 19 Verð kr. 45 •JjSgj MÁLAR FÚLK-viðtal við bat yosef

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.