Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Harðar deilur um heilsugæslukerf ið í Svíþjóð: ALMENNINGUR SAKNAR HEIMIUSLÆKNANNA — Kerfi heilsugæslustöðvanna þykir þungt í vöfum, ópersónulegt, og fólki f innst óöruggt að geta ekki fengið lækni heim ef á þarf að halda ,,Ef þetta heilsugæslukerfi nýtur ekki meira álits meöal almennings en svo að venjulegur læknir getur boðið því byrginn á árangursríkan hátt meö því að keyra bíl heim til sjúks fólks og iðka þar sitt löglega starf sem löggiltur læknir þá er vissulega eitthvað að kerfinu.” Þannig komst dr. Nils Liedberg, dósent í skurðlækningum í Lundi að orði í stuttri grein í Sydsvenska dag- blaðinu fyrir skömmu. Seinheppnir íslendingar? Á sama tíma og heilbrigðisyfirvöld á Islandi virðast stefna að því að leggja niður heimilislæknakerfið og innleiða í þess stað kerfi sem margir telja að sé sniðið eftir sænskri fyrir- mynd er ljóst orðið að almenningur hér í Svíþjóð (a.m.k. í Lundi og ná- grenni) er hundóánægður með það heilsugæslukerfi sem hann býr viö. Undanfarna daga hafa háværar deil- ur staðiö um þetta kerfi bæöi í dag- blööum og sjónvarpi og virðist sem hiö opinbera heilsugæslukerfi eigi sér formælendur fáa meðal almenn- ings eða sjúklinganna sem kerfið á aðþjóna. Þaö heilsugæslukerfi sem hér hef- ur veriö við lýði undanfarin ár gerir ekki ráð fyrir að læknar komi heim til sjúklinganna heldur komi sjúkl- ingamir á heilsugæslustöðvarnar þar sem sjúklingurinn þarf að kom- ast í gegnum kerfi „tengiliða” áður en hann kemst í snertingu við lækni. Kerfi þetta kemur mörgum fyrir sjónir (ekki síst Islendingum sem hér eru fjölmennir) sem ákaflega þungt í vöfum og finnst fólki mikið óöryggi í því að geta ekki átt þess kost að fá lækni heim ef t.d. smábarn í fjölskyldunni fær skyndilega mik- inn hita og verki. Lækningar utan hins „opinbera kerfis" Til að mæta þessari augljósu þörf tóku nokkrir læknar upp á sitt ein- dæmi — undir forystu Ove nokkurs Grauer — fyrir um það bil einu ári að stunda heimilislækningar utan hins opinbera heilsugæslukerfis. Læknar þessir störfuöu þó venjulega innan hins opinbera kerfis en í frítíma sín- um héldu þeir uppi þessari aukaþjón- ustu og mæltist hún strax vel fyrir. Þjónusta þeirra var bundin við Lund og nágrenni (þ.e. Lomma, Burlöv og Staffanstorp). Síðan gerðist það fyrir skömmu að Wiveka Elmér héraðslæknir ritaði grein í Sydsvenska dagblaðið þar sem hún réðst af mikilli heift gegn þessari aukaþjónustu læknanna tutt- ugu sem störfuðu undir stjórn dr. Ove Grauers. Hún sagði þjónustu þeirra einkennast af auglýsinga- mennsku og líkti því við „hemglass- bil service” (þ.e. íssölu í heimahús- um). Frú Elmér viðurkenndi að heimilislækningar gætu verið „við- felldnar félagslega séð” en þær væru ofdýrar og svöruðu ekki til mark- miöa samfélagsins. Þær gætu bein- línis veriö skaðlegar fyrir sjúklinga sem verið væri að þjálfa í sjálfs- hjálp. Hún sagði að þessi nýja þjón- usta væri truflandi fyrir hina opin- beru heilsugæslu. „Ekki fólksins aðákveða" Einnig sagði hún — og þaö atriði vakti fjölmörg andmæli — að það væri ekki fólksins að ákveða hvort það þyrfti á lækni að halda. Viöbrögð almennings við þessari grein Wiveku Elmérs urðu mjög skjót. Lesendasíður dagblaðanna hér á Skáni fylltust og voru öll á svipaða leiö. ,,Skiptu um starf, dr. Elmér,” var fyrirsögn á einu þeirra sem var dæmigert fyrir viöbrögðin. Sjónvarpiö auglýsti aö Stig F. Hansson, yfirmaöur heilbrigöiskerf- isins í Malmöhusléni myndi hlýða á sjónarmiö fólks í þessu máli í síma sjónvarpsins ákveðinn tíma. 215 manns hringdu og að loknum síma- tímanum lýsti Hansson því yfir — alveg uppgefinn — að ekkert símtal- anna hefði verið „jákvætt” og marg- ir hefðu hundskammað hann. „Markaður fyrir heimilislækningar" Hansson viöurkenndi í samtali við fréttamenn eftir símatímann aö „markaður væri fyrir heimilislækn- ingar” og lofaði jafnframt að hafa samband viö dr. Ove Grauer til að reyna að koma á samstarfi. „Við viljum hafa stjórn á því hvemig þessir læknar vinna og hvaða mennt- un þeir hafa,” sagði hann. Umkostn- aöarhliðina sagði hann aö þjónusta dr. Grauers í heimahúsum kostaði nokkum veginn það sama og ef sjúkl- ingurinn sneri sér til heilsugæslu- stöðvanna. „En heildarkostnaðurinn getur ekki stöðugt aukist og þess vegna spyrjum við hver á að vera ut- an læknisþjónustu,” sagöi Hansson við einn þeirra er hringdu í símatíma hans í sjónvarpinu. „Gagnrýni dr. Elmers á þjónustu okkar var sú besta auglýsing sem við gátum fengið. Við höfum nú ferigið staöfestan þann mikla stuöning sem starf okkar hlýtur hjá almenningi,” sagði dr. Grauer í samtali við Syd- svenska dagblaðiö. Gamla fólkið botnar ekki í kerfinu „Margir eru mjög óánægðir meö þær móttökur sem þeir fá á heilsu- gæslustöðvunum,” bætti hann við. „Til dæmis, að þeir þurf i að hafa haft hita í nokkra daga áður en þeir fá að koma til læknisins. Og eldra fólk á oft erfitt með aö átta sig á heilsugæslu- kerfinu. Það virðist sem heilsugæslu- stöðvamar líti á það sem sitt stærsta hlutverk að visa fólki frá. Læknis- starfið á þvert á móti að vera þjónustustarf þar sem læknirinn hef- ur einnig þýöingarmiklu hlutverki að gegna eftir að rannsókn hefur fariö fram við að sýna sjúklingnum f ram á að það ami ekkert hættulegt að hon- um,” sagði dr.Grauerennfremur. Og vissulega fékk dr. Grauer og heimilislækningar hans mikinn stuðning. „Þessilæknir (þ.e.Elmér) hefur greinilega ekki minnsta skiln- ing á hvaöa gildi starf dr. Grauers hefur fyrir gamalt fólk. Getur þú ekki skilið, dr. Elmér, hvílíkt öryggi það er fyrir okkur gamla fólkiö að eiga þess kost aö fá lækni heim ef maöur veikist á kvöldin eöa um helg- ar?” sagöi í einu lesendabréfanna. ,,Á nú öfundsýki milli lækna að stöðva þetta starf sem unnið er í þágu öryggis sjúklinganna og er svo vel þegiö? ” sagði í öðru bréfanna. Dósentinn „roðnaði af blygðun" Skarpasta gagnrýnin á sjónarniið Wiveku Elmérs og skoðanabræðra hennar innan heilsugæslukerfisins kom þó ekki frá neinum sjúklingi heldur lækni, dr. Niels Liedberg, sem vitnað var í hér að ofan: „Þú (dr. Elmér) heldur því fram að læknir hafi ekki neinar læknisfræðilegar ástæður til aö rjúka af stað vegna „eyrnabólgu, inflúensu eða barna- sjúkdóma.” Þessu til stuðnings full- yrðir þú að „það sé bara að liggja heima í nokkra sólarhringa með hit- ann þannig að líkaminn fái sjálfur tækifæri til að byggja upp mótstööu sína.” Þessi alhæfing og þessi niður- staða þín sýnir fram á þvílíka læknis- fræðilega vanþekkingu að ég sem fyrrverandi kennari í læknisfræði roðna af blygðun. Hugsaðu þér bara ef „bamasjúkdómurinn” væri botn- langabólga. Þá gæti einn sólarhring- ur þýtt leik með lífið að veði. Eða ef Hippokrates Ove Grauers Hippokrates, faðir lsknisfrsðinnar, á milli deQuaðilanna, Wiveku Elm- érsogOveGrauers. Stig F. Hansson, yfirmaður heil- brigðiskerfislns í Maimöhusléni: „Ekki eitt jákvstt símtal.” „inflúensa” gamalmennis væri lungnabólga. Ómannúðlegt! Þaö er ómannúðlegt að láta lítiö barn liggja heima meö mikla eyma- verki ef unnt er að fá skjóta hjálp. Að sjúk böm hafi yfirleitt bara gott af því að verða tekin úr rúminu og flutt á heilsugæslustöð er hættuleg alhæf- ing. Hvað ef barnið væri nú með smitandi sjúkdóm og gæti smitaö önnur smábörn á heilsugæslustöö- inni?” Þannig heldur umræðan áfram hér í Lundi og er augljóst að margir sakna þess að geta ekki leitað til síns heimilislæknis sem þekki fjölskyld- una. Mörgum finnst læknisþjónustan á heilsugæslustöðvunum of óper- sónuleg og of þung í vöfum. Víst er um það að umræðunni um þetta mál er ekki lokið. Jafnaðarmenn em að taka við völdum í Malmöhusléni af borgaraflokkunum og munu þar með taka yfir stjóm heilbrigðismála. Þeir hafa heitið því að, ,athuga málið gaumgæfilega” og kanna möguleik- ana á aukinni læknisþjónustu viðfólk sem í vissum tilfellum getur ekki not- fært sér þjónustu heilsugæslustöðv- anna. GAJ, Lundi. * GunnlaugurA. Jónsson skrifar frá Svíþjóð Ove Grauers við bfllnn sem hann notar í sjúkravitjununum. Greinilegt var að mikil þörf var fyrir þjónustu hans og notfærðu sér hana um 500 sjúklingar á mánuði. Hvað ef „bamasjúkdómurinn” væri botnlangabólga? spurði Niels Liedberg, dósent og var hneykslaður á fullyrðingu Wiveku Elmers að ekki væri ástæða fyrir lækna að rjúka af stað vegna „eyrnarbólgu, inflúensu eða barnasjúk- dóma”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.