Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Elsa Guðmundsdóttir situr við hliðina á hiHusamstæðu sem hún útbjó úr tvinnakeflum og fjöium.
bjó hún til koparkertastjakann sem á gólfinu stendur.
Einnig
Elsa Guðmundsdóttir:
ÚTBÝR ÓTRÚLEG-
USTU HLUTIÁ
ÓDÝRAN HÁTT
Þaö er ávallt athyglisvert aö frétta
hvernig eöa á hvaöa hátt fólki tekst aö
lifa ódýrt. Neytendasíðunni berast ótal
upplýsingaseölar um heimilisbókhald.
Koma sumir “þar út meö mjög lágt
meðaltal og þykir okkur mikill fengur í
því að vita hvernig þetta er hægt.
Margir útbúa mestallt sjálfir til þess
aö þurfa ekki aö kaupa það tilbúið í
verslunum því þaö er oftast mjög dýrt.
Viö höfum beðið um ábendingar um
fólk sem „ekki deyr ráöalaust”. Þá er-
um viö aö leita aö hugmyndum sem all-
ir eöa flestir geta fært sér í nyt, hvers
konar hugmyndum sem nýta má til aö
minnka útgjöldin. Við þökkum fyrir
þær ábendingar sem hafa borist og
reynum aö hafa reglulega viötöl viö aö-
ila sem hafa lært aö nýta hlutina og
spara, jafnvel útbúa þaö sem aðrir
gætu reynt og jafnvel eignast sem tóm-
stundagaman.
„Fólk getur flest ef þaö vill,” sagöi
Elsa Guðmundsdóttir sem er elst af
Áskriftarsíminn
„V^etraun/n
VILTU
OPELINN?
Vertu áskrifandi
strax.
Sendu inn sedil og
þú gœtir orðið
einum Opel Kadett
ríkari 15. nóvember
nk.
ellefu systkinum og hefur saumað í 45
ár. „Fjórtán ára langaði mig aö læra
að sauma. Þaö var talið ómögulegt aö
kenna mér saumaskap þar sem ég var
örvhent en það hefur aldrei bagað
mig,”sagöihún.
Elsa hefur eignast sjö böm og oftast
haft þau hjá sér við störf. Hún hefur
saumaö mikið fyrir kunningja, púöa og
alls kyns fatnað, þar á meðal upphlut
og skautbúning. ,,Fólk er aö tala um að
því leiðist. Þá er um aö gera aö finna
sér eitthvert verkefni sem áhugi er á,”
sagöi Elsa um leiö og hún gekk um íbúö
sína með blaðamanni og ljósmyndara
til aö sýna allavega föndurvinnu.
Vindlamerki og
tvinnakefli
Meöal þess sem Elsa sýndi okkur
voru myndir útbúnar úr vindlamerkj-
um. Hún raðar þeim saman, ýmist
ljósum eða dökkum, eftir því sem við
á. Hún hefur m.a. búiö til kirkju úr
þeim, límt þau á spjald og rammaö inn
á bak viö gler.
Tvinnakeflum hefur hún ávallt safn-
aö og nýtt fyrir hillustoðir. Eitt kringl-
ótt borð, sem var orðiö undið og
óskemmtilegt, sagaöi hún í fernt. F jór-
ar hornhillur var hún þá komin meö. Á
milli þeirra hefur hún samfest tvinna-
kefli. Efniö er ódýrt, það eina sem þarf
er að vinna verkið.
' Sófaborð bjó Elsa til þegar henni
voru gefnar fjórar spýtur sem höföu
verið lagöar á rennibekk. „Eg hjó bara
í þær með sporjámi, þannig að spýt-
umar, sem áttu aö veröa uppistöður
boröplötunnar, gætu haldist fastar,”
sagöi Elsa. Aöalkostnaöarliöurinn viö
borðið var glerplatan sem er efsta lag
borösins. Undir henni hefur hún fjöl
sem er þakin svörtu flaueli en þar á
málaöi hún blómamyndir.
Rúllugardína
og fiskabein
Margir hafa sótt málaratíma og lært
aö mála heilu listaverkin. Elsa hefur
enga tíma sótt, hún keypti sér máln-
ingu og reyndi hvaö hún gat við aö
blanda liti. Arangurinn lét ekki á sér
standa. Öll málverk á heimili hennar
hefur hún málaö. Aldrei teiknar hún
mynd áöur heldur málar beint á strig-
ann. Þá er það annaöhvort hugmynda-
flugiö sem ræöur myndsköpun eöa hún
hefur póstkort sér til hliösjónar. Blm.
spuröi hvort henni þætti ekki striginn
og olíulitir dýrt tómstundagaman. Hún
svaraði: „Börnin mín hafa gefið mér
málningu í jólag jafir og svo þegar ég á
ekki striga mála ég á gamla rúllugard-
ínu eöa eitthvað slíkt. ” Síöan benti hún
okkur á eitt ,,slíkt” rúllugardínumál-
verk sem var ekkert frábrugöiö þeim
sem á dýran striga voru máluö.
Þá er þaö svarf úr rennibekk sem
hún nýtir í blómamyndir og alls konar
„skúlptúra”. Það er sama hvort svarf-
ið er úr áli eöa við úr því má útbúa
skemmtilegar myndir. Undirstaðan er
svartmáluð fjöl eða gömul breiöskífa
sem hún var hætt aö hlusta á. Svarfiö
er límt á miðjuna með jötungripi eða
ööru sterku lími. Odýr jólagjöf.
Allt mögulegt er hægt aö útbúa úr
fiskbeinum. Þau er hægt aö skafa til,
lakka og nota í skartgripi eöa óróa.
Elsa hefur límt þau á striga sem búið
er að strekkja á plötu. Þá býr hún til úr
Efst á myndinni eru hefHspœnir
sem limdir eru á breiðskífu. Myndin
fyrir neðan er útbúin úr vindla-
merkjum, en sú neðsta úr fiskibein-
um sem eru máluð.
beinum allavega myndir sem hún síö-
an málar meö vatnslitum.
Blómavasar úr
filmum
Allavega hluti hefur Elsa mótaö úr
koparhlutum. Hún kaupir koparplötur
í járnvöruverslun, hitar þær upp á log-
suðutæki og slær síöan í með sporjárni,
hamri og fleiri verkfærum. Plötumar
klippir hún með jámklippum og útbýr
lampa, öskubakka, veggmyndir og
fleira. "
Elsa notar mikið gifs og leir. Hún
hefur saumað þjóðbúninga á brúður og
síöan lætur hún þær standa í leir sem
harðnar. Blómsturpotta og vasa hefur
hún útbúiö úr ónýtum filmum sem ekki
hafa veriö klipptar niður. Filmumar
liggja í hring, hún togar þær upp og
smyr aö innan með gifsL „Ef kóki er
blandað saman viö gifs er það lengur
aö harðna,” sagöi Elsa. Hún sagöist
ekki geta búiö til fleiri vasa því að
meira af ónýtum filmum á hún ekki til,
en hefur áhuga á að eignast þær.
Leirstyttur hefur Elsa einnig málaö
sér til gamans. Hún sýndi okkur þrjá
vitringa sem hún hefur skreytt með
perlum og pallíettum. Þaö var sama
hvert litið var á heimili Elsu, þar gaf á
að líta ótal margt sem hún hefur útbú-
iö, þó ótal margt af því sem hún hefur
gertsjáisthvergi.
Var með hjól-
barðaverkstæði
Elsa Guðmundsdóttir haföi frá
mörgu að segja. Hún hefur ekki setið
auðum höndum. Fyrrverandi maður
hennar ók malbiki í vörubíl. Þegar