Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Ljósmyndin neglir tfmann AUt er í náttúrunni hverfult: böra fæöast í heiminn, vaxa úr grasi, þroskast og fleygja sér út í hringiðu iífsins, hrörna og iíöa burt af heiminum aftur; hús risa af grunni, sjávarþorp breytast í borgir, gamal- kunnir atvinnuhættir liða undir lok, grónar siðvenjur slitna upp með rót- um. Það er eitthvaö tregafuUt við þennan voðalega hverfulleik og það er ekki nema von að mannskepnan reyni að stinga við fótum þegar hún getur. Ljósmyndin er tUraun tU að negla augnabUkið fast svo að við getum hvenær sera er gengið að því vísu og virt það fyrir okkur og rifjað upp minningaraar sem umleika það — Ijúfar minningar eða sársaukafuUar eftir atvikum. Fæstir okkar sækjast eftir neinni sérstakri fuUkomnum í listinni. Við iátum okkur nægja að taka myndir af krökkunum okkar nokkrum sinnum á ári, eiginkonunni eða unnustunni, nýja bUnum, raðhúsinu, vinunum, afmæUsbófinu, landslaginu sem fyrir augu ber í sumarleyfinu og svo framvegis. En það er með Ijósmyndun eins og aUt sem mennirair taka sér fyrir hendur, fáeinir menn taka sig út úr hópnum og kappkosta aö ná sífeUt meiri leikni, þeir setja markið hátt og leggja sig aila fram. Þeir láta sér ekki duga að negla niður augnablik úr lífi einstaklinganna heldur leitast þeir við að festa á filmu svípmót mannlífsins á hverjum tima, hand- bragð í atvinnugreinum, stUbragð byggingarlistar, timabrigði í þjóð- málum. Einn þessara ljósmyndara er Karl Jeppesen, fyrrum Ijósmyndari á Visi, dagskrárgerðarmaður á sjón- varpi, kennari og sitthvað fleira, og nú um stundir deUdarstjóri á Náms- gagnastofnun. Karl hefur einkum lagt stund á heimUdaljósmyndun, hann hefur kennt þessa listgrein og haldið sýningar á verkum sínum. HEIMILDA- UÓSMYNDUN samtal við Karl Jeppesen „Já, ég hef gaman af því að segja sögu meö ljósmyndum, t.d. af störfum listamanns eöa einhvers annars. Eg fór einu sinni í róður meö tveimur mönnum á handfæri frá Húsavík og gerði ekkert annaö allan daginn en taka Ijósmyndir. Viö lögöum í hann kl. 5 um morguninn og vorum komnir heim kl. 10 um kvöldið. Eg tók eingöngu svarthvítar myndir, allt á Tri-X, þetta voru tíu 36 mynda rúllur. Eg gaf mér þó tíma tU aö renna tvisvar, þrisvar sinnum fyrir fisk, annað var nú ekki hægt. Ég einbeitti mér aö handbragði sjómannanna og vinnulaginu um borö. Ég vUdi festa þaö á filmu sem ég haföi sjálfur séð og lært svo aö ég gæti kennt þaö öðrum. Þeir tóku þessu mjög vel kaUarnir og höföu bara gaman af. Því miður hef ég víst aUtaf svikið þá um að senda þeim myndir og sýna þeim afrakstur dagsins. Ég tók myndirnar í svarthvítu, vegna þess aö það gefur mér miklu meiri möguleika í vinnslu eftir á. Ég get þá vaUö tU stækkunar þann hluta myndarinnar sem ég hef áhuga á, lýst hana eins og mér þóknast í eftir- gerðinni, haldið aftur af sumu og dregið fram annað, gefiö myndinni grafíska áferð ef ég kæri mig um og hvaðeina. Ég notaði 400 ASA filmu. Hún er grófkornótt og mér fannst hún hæfa best aðstæðum um borð. Andlit sjómanna eru ekki fíngerð og slétt, þau eru gróf og veðurbarin svo þetta fer vel saman.” Myndraðir — Ég sé á þessum myndum, Karl, aö þær eins og styðja hver aðra. Þegar Ljósmyndun Karl Jeppesen. maður er búinn að sjá margar myndú- keimh'kar fer maður að skUja hverja einstaka þeirra betur. „Já, ég er Uka farinn að hugsa meira í myndröðum en ég geröi áður fyrr. Ég hef margtekið eftir því að með röð mynda er mjög auðvelt að koma upplýsingum áleiðis tU fólks, mun auðveldara en með rituðu máli eingöngu. Stök mynd þarf að vera svo gífurlega vel gerð til að geta staðið fullkomlega ein sér. Margar saman hjálpa þær hver annarri. Annaðhvort er ég orðinn lélegri ijósmyndari en ég var áður, eða ég er farinn að gera meiri kröfur tU sjálfs mín, því að mér finnst nú orðið auðveldara að vinna með myndraðir en stakar myndir. En ég legg áherslu á það að maður verður að gera sér grein fyrir því hvemig maður ætlar að sýna ár- angurinn áðurenmaðurferaf staðað taka myndir. Annars lendú- maður í vonlausum ógöngum. Maður getur til dæmis stækkaö myndirnar upp í á- kveðna stærð, segjum 24X30 sentímetra og hengt þær upp á vegg í réttri röð þannig að áhorfandinn byrjar að skoða eina mynd og síðan þá næstu og þannig áfram. Þetta getur farið í handaskolum ef ljósmyndarinn hefur ekki gert upp við sig hvað hann ætlaði að sýna áður en hann fór aö smella af. Annað atriöi, mjög mikUvægt, er að kynna sér viöfangs- efniö eins vel og kostur er fyrirfram. Maður þarf að gjörþekkja það og kunna skU á birtuskilyrðum og sjónar- hornum ef vel á að takast.” Guðmundur Emilsson handfjatlar vel slipaðar linsur. DV-mynd Bj. Bj. „Myndin kippir mér út úr hring- ferli hugans” — segir Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri „Ha, vissirðu ekki að ég var ljós- myndari á Vísi í gamla daga?” spurði Guðmundur Emilsson, hljóm- sveitarstjóri og tónlistarfrömuður. Hann er mikiU áhugamaöur um ljós- myndun og tekur ógrynni af mynd- um, en hver vissi til aö hann hefði fengist við blaöaljósmyndun? „Sko, pabbi var hér blaöamaöur og ég hékk hér oftast yfir honum á morgnana og þá fékk ég feikna áhuga á ljósmyndun. Ég varaUtaf að tala um ljósmyndir svo að pabbi kom mér í læri hjá aðaUjósmyndara blaðsins og ég vann með honum alls konar mjrkraverk í heUa viku frá morgni tU kvölds. Þá var ég 12 ára - Svo útskrifaðist ég á 5. degi og fékk prófverkefni. Ég fékk í hendur Canon myndavél, 36 mynda svart- hvíta filmu og miða í strætó. Ég fór niöur að höfn. Ég man nákvæmlega myndirnar sem ég tók. Þær eru greyptar í hugann. Þetta var svo of- boðslegur vandi, verkefnið svo ögr- andi. Ein myndanna var birt í blaðinu, á forsíðu minnir mig — aUa- vega finnst mér þaö svona í minning- unni: stór mynd efst á forsíðu með stóru letri. Þetta var mynd af strák að dorga. Ég á hana heima í drasli einhversstaðar.” — Hvaða véláttunúna? „Canon. Ég fékk Canon þá og ég hef aldrei átt nema Canon. En menn ganga aUtaf í gegnum þróunarskeið í ljósmyndun. Ég er búinn aö ganga í gegnum „græju-tímabUið”. Þá fyUt- ist maður fagurfræðUegri upphafn- ingu við aö handfjalla velslípaðar Unsur og fagrar vélar. Nú er ég kom- inn á meinlætaskeiöiö. Ég nota 50 mm normalUnsu og ekkert annaö, ég hef varpaö fyrir róða öUum fylgihlut- um. Eftir er aðeins nakiö augaö og myndavélin sér bara það sem ég sé.” — En nú ert þú á kafi í hljómUst öllum stundum — hvað sækir þú í ljósmyndun sem þú færð ekki í hljómUstinni? „Ég ók norður Suðurgötu fyrir stundu og þröstur flaug þvert fyrir bUinn. Ég var á ólöglegum hraða, eða segjum fast að ólöglegum hraða, og þrösturinn rétt náði að vinda sér upp fyrir framrúðuna með óskaplegu fjaðrafoki. Ég var einmitt að hugsa um tónleikana sem framundan eru, en þetta atvik var svo yfirþyrmandi myndrænt að ég lagði bUnum fyrir utan Krabbameinsstöðina og fór yfir það ihuganum hvaö eftir annaö. Já, myndin er eitt af því fáa sem getur kippt mér út úr hringferU hugans.” Umsjón: Baldur Hermannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.