Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Page 3
DV. MÁNUDAGUR1. NOVEMBER1982. DV-i Húsbruni i Laugardal —fjórir fluftir á slysadeild Fjórir menn voru fluttir á slysadeild á laugardagsmorgun, er eldur kom upp í húsinu Bræðraparti við Engjaveg í Reykjavík. Allir fengu þeir þó að fara heim að rannsókn lokinni, en húsið er mjög illa farið. Það var laust fyrir klukkan níu á laugardagsmorgun aö slökkviliöið í Reykjavík var kallað að húsinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Þegar slökkviliðiö kom á vettvang var mikill eldur á miðhæö hússins, sem er járn- varið timburhús, og stóðu logar út um útidyr. Allir íbúar hússins voru komnir út, en fjórir þeirra voru fluttir á slysa- deild vegna hugsanlegrar reykeitrun- ar. Slökkvistarfið gekk vel og var því lokiðréttfyrirhádegi. -KÞ Bflvelta við Húsavík Nærri lá að illa færi skammt fyrir ut- an Húsavík er bíll valt ofan í á á laugardagskvöld. Slysið varð við bæinn Ytri-Skála við Otkinn um 40 kílómetra frá Húsavík. Þar er mjög kröpp beygja og síðan brú. Mun ökumanni hafa fipast eitt- hvað í beygjunni með þeim afleiðing- um að bifreiðin valt ofan í ána. I bifreiðinni voru þrír auk ökumanns, allt ungir Húsvíkingar. Komust þau öll hjálparlaust út úr bílnum utan einn, sem sat fastur í bifreiðinni úti í ánni. Var hann fluttur á sjúkrahús, en reyndist lítið slasaður. -KÞ Stykkishólmur níutíu ára Stykkishólmshreppur á níutíu ára afmæli um þessar mundir. I tilefni þess bauð hreppurinn öllum íbúum Stykkishólms á skemmtun í félags- heimili bæjarins síðastliðinn laugar- dag. Á milli sex og sjö hundruð manns , komu á skemmtunina, sem þótti tak- ast í alla staði mjög vel. Oddviti hreppsins, Ellert Kristinsson, flutti ávarp, tveir hreppsnefndarmenn fluttu sögulega upprifjun og þeir Magnús Jónsson óperusöngvari og Omar Ragnarsson skemmtu. Aö lok- um var svo boöið upp á kaffiveiting- ar. Um kvöldiö frumsýndi leikfélagiö Grímnir, sem á fimmtán ára afmæh þessa dagana, leikritið Skugga-Svein, í félagsheimilinu. Húsfyllir var á sýningunni og voru leikendur og leik- stjórinn,Jón Júlíusson,margklappað- ir upp í lok sýningarinnar. Þá afhenti sveitarstjórinn í Stykkishólmi, Sturla Böövarsson, leikfélaginu gjafabréf i félagsheimilinu og tók formaður leikfélagsins, Björgvin Guðmundsson, viö bréfinu fyrir hönd leikfélagsins. Þessa dagana heldur Olafur Torfa- son sýningu í hótelinu í tilefni af mælis hreppsins, en hann bjó um skeið i bænum, en er nú búsettur á Akur- eyri. Að lokum má geta þess að hreppur- inn býður öllum ellilífeyrisþegum í Stykkishólmi á leikritið Skugga- Svein annaðkvöld, þriöjudagskvöld. Róbert/JGH. ÆriNGASTOÐIN ENGIHJALLA 8 * «46900 Burt með sleniðl Þreytuna og aukakílóin! Taktu af skarið og gerðu líkamsrækt að þinni tómstundaiðju núna strax! 15 daga æfinganámskeið fyrir byrjendur eru að hefjast. Fjölbreyttar æfingar undir stjórn þjálfara - og um leið getur þú kynnst notkun og möguleikum nýjustu líkamsræktartækja Fyrstu námskeiðin byrja mánudaginn 1. nóv. kl. 9 og 10, 14, 15 og 16 ALMENNIR TÍMAR ALLA VIRKA DAGA KL. 8 - 22 Á KVÖLDIN NÝTTU ÞÉR NÝJUSTU TÆKNI í LÍKAMSRÆKT SEM HEFUR FARIÐ SIGURFÖR UM ALLAN HEIM! INNRITUN ER HAFIN ÍSÍMA 46900 Nuddtímar allan daginn - Einnig kvöld- tímar - Tímapantanir í síma 46900 Nýtt frá Orvari Heyr mitt Ijúfa lag Þetta er eflaust langbesta platan sem Örvar hefur sungið og spilað inn á. Þetta er ósvikin tólflaga-plata og nikkan þanin í hverju lagi, textarnir ágætir og hljóðfæraleikur og útsetningar í höndum þekktra smekkmanna. Ef til er íslensk sveitatónlist, er hún hér komin, betri en fyrr. Örvar Kristjánsson slær enn einu sinni í gegn. Tryggðu þér eintak. FÁLKINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.