Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Qupperneq 4
DV. MÁNUDAGUR1. NOVEMBER1982. mmmaamammm—mimmmmmm— —| Bókmenntir Bókmenntir Bókmenntir tg heiti Jóhann Pétur Einar Már Guðmundsson: Riddarar hringstigans. Skáldsaga, 228 bls. Almonna bókafélagið. Reykjavik 1982. Riddarar hringstigans hafa fengiö betri auglýsingu en margar bækur meö verölaunaveitingu Almenna bókafélagsins. Menn hafa beðið bókarinnar meö óþreyju, eins og reyndar annarra frumsmíöa ungra höfunda. Aö þessu sinni held ég aö fáir verði fyrir vonbrigöum því aö skáldsaga Einars Más er allrar athyglis verö og gleðilegur vottur þess aö íslensk sagnagerö sé á uppleið úr þeim öldudal sem hún hefur verið í seinasta áratuginn eöa svo. Einar hefur áöur vakiö á sér þó nokkra athygli meö þremur ljóða- bókum: Sendisveinninn er einmana, Er nokkur í kórónafötum hér inni og Róbinson Krúsó snýr aftur. Ekki held ég aö Einar veröi heimsfrægur af þessum afsprengjum sínum en engu aö síöur spegla þau reynslu- heim dylankynslóöarinnar á ferskan og oft sannfærandi hátt. Skáldsaga Einars gerist einhvem tíma á 7da áratugnum í reykvísku út- hverfi og spannar 3—4 sólarhringa í lifi nokkurra ungra drengja. Viö kynnumst ævintýrum þeirra og erfiöleikum, prakkarastrikum, veisluhöldum og myrkraverkum í gegnum lítinn sögumann sem heitir Jóhann Pétur og er ekki nema sex Bókmenntir Matthías Viðar Sæmundsson ára. Hann er sannkallaö barn í allri sinni tiltekt og hugmyndarikur meö afbrigöum, enda á þeim aldri þegar allt er mögulegt og engin landamæri á milli sjálfs þín og alls hins. í hugar- heimi hans fléttast ímyndun og raun- veruleiki, oft á kostulegan hátt: öskutunnulok breytist í fljúgandi teppi sem svífur meö hann úr klípu, út heiminn kannski upp r tungl þar sem hann á sér tvífarr. og getur horft á galdrakerlingar hrista ketti framúr ermunum! Hann er miö- punktur kynjaveraldar þar sem draumurinn er veruleiki. Þegar skyggir breytist fokheldur kumbaldi í reisulegan kastala, hvítbotna gúmmískór í vakra gæöinga og naglaspýtur í sverö. Þá verða smáir pattar aö djörfum ofurhugum, rökkum riddurum sem þeysast. upp hringstiga á vit leyndardómsfullra ævintýra. Margir islenskir höfundar hafa áöur lýst hugarheimi barna en mér þykir lýsing Einars nokkuö sérstæö vegna þeirrar innri spennu sem hún er gædd. Því Jóhann Pétur er ekki aðeins bam heldur rúmar vitund hans reynslu fulloröins manns. Hann segir söguna um leiö og atburöir gerast meö rödd barns og fulloröins í senn. Eitt lítiö dæmi veröur aö nægja: Þannig slokknar alltaf á Finni eins litlu feröaútvarpi þegar Jón er ekki í sambandi. Og þess vegna er hann núna dálítiö lOoir leikara í þögulli kvikmynd eöa þingmanni utangátta í umræðum um fjárlög því Jón er svo móður og másandi eftir æsinginn útí mig aö hann gæti eins veriö munkur sem hefur lokast inní eiginheimi. (172). Þannig fellir höfundur atburöi sem eiga sér sjað í strákshaus aö líkingum sem sprottnar eru af reynslu uppkomins manns. Tveimur heimum slær saman í eitt. Þetta tvítog gefur frásögninni oft svip fjar- stæöu en eykur um leiö áhrifamátt hennar. Frásagnaraöferö af þessu tagi gerir miklar kröfur til rit- höfundar og hætt viö aö hann mis- stígi sig. Einar Már fer yfirleitt meö hana af íþrótt þótt stöku sinnum bregöist honum bogalistin og ofhlaði frásögnina meö óþarfa líkingum. 1 viötali á dögunum sagöist höfundur vera aö reyna aö draga heiminn inn í strákshöfuö. Þaö tekst honum býsna vel aö mínum dómi því að höfuö Jóhanns Péturs er þungt — þyngra en tali tekur. Sagan skiptist í fjóra hluta og eftir- mála. Þessir hlutar skiptast síöan í margar sneiöar og gefa heiti þeirra hugmynd um efnið, t.d.: ,,Eg finn hvemig ég snökkti meö nefinu”, „Staöa stúlkubama í afmælisveisl- um”, „Dansspor glímukónganna”, ,,Nú boröar allt hverfið í kór”, „Allt í plati rassagati” og ,,Ég segi alltaf færri og færri orö”. Hér er ekki ástæða til aö rekja söguþráöinn nákvæmlega en oft er hann sprett- haröur og fjörugur meö afbrigðum. Viö fylgjum Jóhanni litla frá oliu- tankinum þar sem hann lemur besta vin sinn í hausinn meö klaufhamri svo úr veröur rosakúla sem síðar meir kemur aö góöu haldi í viöureign við fílapenslaöa töffara á bjöllu- rassaveiöum; inn í búö þar sem stráksi fyllir vömbina af leikfanga- krásum á meðan eigandinn dottar í stól og dreymir beinaberar hjúkkur úr dönskum kvennablöðum; í afmæli besta vinarins sem hann mætir óboðinn í, og þar gerist nú margt maöur; loks fylgjum viö Jóhanni Pétri og félögum hans útí kvöld- rökkriö á vit undra og óskapa þar sem hættumar leynast við hvert fótmál. Söguþráðurinn einkennist af sífelldum útúrdúrum og teygingum í ýmsar áttir en Einar gefur honum þó ekki á kjaftinn eins og Guöbergi Bergssyni þóknaöist aö gera. Einar er ekki kjaftfor við eigið afkvæmi og er þaö kannski vel. Að minnsta kosti dregur það ekki úr sölumöguleikum bókarinnar. Höfundurinn hefur glöggt auga fyrir bröndurum umhverfisins en fellur þó ekki í þá gryfju aö gera fyndnina að aöalatriöieins og Pétri Gunnarssyni hefur hætt til. Húmor- inn er ekki takmark hans heldur leiö til aö nálgast ákveöinn veruleika — sem sannast sagna er alls ekkert fyndinn. Þaö er gálgi í húmornum sem gerir þessa skáldsögu áleitnari en verk flestra þeirra rithöfunda sem ég hef lesið uppá síökastið. Saga Jóhanns lýsir reynslu drengs sem missir flugið og rekst óþyrmi- lega á veruleikann. Hann feröast í gegnum sannkallaöan hreinsunareld og hlýtur sína vígslu. Oft leitar hann hælis í draumnum þegar allt þrýtur — því þaö getur veriö erfiöara aö vera til en orö fá lýst: „Eg er ekki til. Eg er hvergi.” Leikurinn á sífellt í vök að verjasat. Gleöin og prakkara- skapurinn takast á viö ofsahræöslu, nagandi sektarkennd og svíðandi niðurlægingu. Og ævintýrin breytast aö lokum í martröð, kynjarnar í grimman veruleik: Hér á barminum þar sem ég stend og horfi oní kolsvart myrkriö heyri ég óp. Op sem kemur aftur og aftur. Op sem sprengir höfuöiö. Öp sem teygir sig langt inní framtíðina. Plúmp plúmp plúmp. Hér á þessari sekúndu standa augu mín opin í þr já daga. /—-/ Þá sé ég aö ryöbrúnn naglinn hefur stungist uppí annaö augaö. Þaösést ekkert auga. Myrkriö rennureftir bakinu. . . .blóöiölekur. (204-206) Jónn Pétur kynnist dauöanum og er ekki lengur barn. Einar Már hefur greinilega lært mikið af þýska rithöfundinum Gúnter Grass, sérlega hvað snertir efnismeöferö. Köttur og mús eftir þann höfund kemur oft uppí hugann viö lestur Riddara hringstigans. En ég held aö nær standi aö lesa skáld- söguna með hliðsjón af ákveðinni grein innan íslenskrar sagnageröar, þ.e. „þroskasögunni” sem hefur blómstraö gegnum tíöina, ekki síst á síðustu árinn. Oft kemur Fjallkirkja Gunnars Gunnarssonar uppí hugann við lesturinn og ótrúlega margt er líkt með lífsreynslu þeirra kumpána Jóhanns Péturs og Ugga Greips- sonar, þrátt fyrir ólíkar kringum- stæður þeirra. Þessi skyldleiki sýnir að lífsvandamálin eru söm viö sig hvar og hvenær sem drepið er niður fæti. Einar Már hefur metnað til aö kryf ja efni sem hefur almenna skír- skotun og slást viö heiminn eins og hann leggur sig. Slíkan metnaö hefur sárlega vantaö í yngri höfunda á seinustu árum. Því er ástæða til aö hvetja sem flesta aö lesa verk þessa höfundar. Svo mælir Svarthöfði_______ Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Hauststyrjöldin á fullu í umferðinni Hauststyrjöldin í umferöinni ætlar aö veröa okkur dýr að þessu sinni eins og oft endranær. Um síöustu helgi létust fjórir unglingar, tveir í Ölafsfjaröarmúla og tveir í Kópa- vogi. Ötalin eru þá sá fjöldi minni slysa, sem veröa dag hvem og enginn endir virðist á. Þetta eru hryggilegar staöreyndir, sem snúast veröur gegn af alefli og meö samræmdum aögerðum á öllum sviðum umferðarinnar. Það virðist þó aldrei reynast haldbært nema um stundarsakir, þegar dregur úr mesta árekstra- og slysafaraldrinum. Þessi faraldur er gosinn upp að nýju strax að lokinni herferð gegn honum. Reiknað hefur veriö í tölum hvað slysin kosta. Það segir í raun ekki neitt, því aldrei verður tölum komiö yfir þann sársauka og þann harm, sem fylgir meiðslum og dauða- slysum í umferðinni. Stundum er eins og unglingar verði fyrst og fremst fyrir barðinu á þeirri hættu, sem ætíð er samfara umferð- inni. Margar ástæður liggja áreiðan- lega til þess. Ein getur verið sú, að ungt fóik ætli sér meira í umferð en aðstæöur leyfa. Bilpróf eru nú veitt við seytján ára aldur, og má vera að þaö sé of lágur aldur til aö stjóma farartæki. Þó er þetta ekki einhlítt. Tryggingafélög telja meiri áhættu fólgna í bílstjóra, sem nýlega hefur tekið próf, en þeim, sem ekiö hefur samfellt í ár eða svo. Þessi skoöun kemur fram í tryggingargjöldum. Einnig sýnir strangara eftirlit með ökuskírteinum, aö yfirvöld era á sama máli. Eflaust eru þessi sjónar- miö byggð á langri reynslu, sem segir okkur aö þeim, sem nýlokið hafa prófi, sé hættara i umferðinni en öðrum. Komum við þá aftur að seytján ára aldrinum, en á þeim aldri era flestir sem taka próf um þessar mundir. Við erum lika háð þvi, að hér á landi er bílaeignin komin yfir hundrað þúsund. Gatnakerfið, t. d. í Reykjavík býður af sjálfu sér upp á margar hættur, vegna þess að það var að stórum hluta lagt, þegar menn hugsuðu ekki fyrir jafn gífur- legri bílaeign og nú er oröin. Þetta þýðir mikil þrengsli og mikil návigi i umferðinni. Laugavegurinn er t.d. orðinn ófær vegna umferðar stóra hluta úr degi — á helsta annatíma. Gatnamót era öll þannig úr garði gerö, að ökumenn verða að skera leiðir hvor annars, oft með óskréðu samkomulagi. Aðeins ein gatnamót hafa verið gerð við hæfi þeirrar umferöar sem nú er í Reykjavík og nágrenni. Þau eru á Bæjarhálsi. Kringlumýrarbrautin þarf sams konar gatnamót, sem hæglega hefði. verið hægt að koma fyrir í byrjun, en er nú dýrt og fyrirhafnarmikið mál að leysa. Og menn skulu hafa í huga, að árekstrar verða langflestir ó fjöl- föraum gatnamótum, þar sem hin mikln umferð varð ekki séð fyrir, þegar þau voru lögð. Það þarf því að byrja á því að taka gatnamótum tak og hleypa niður þeim brautum, sem liggja þvert á stórar umferðaræðar. Uti á landi er enn við mjög mis- jafna vegi að stríða. Enn um sinn verður bæði að sýna leikni og fyrir- hyggju, eigi menn að geta komist leiðar sinnar klakklaust, og reynist þó ekki alltaf nóg. Haust og vctrar- tími krefst mikillar aðgæslu, og það getur varla verið að neinum liggi það mikið á, að hann sé ekki betur kominn heill á leiðarenda en brák- aður vegna ónógrar aðgæslu. Það þarf því aðgæslu fyrst og fremst. Enginn getur sýnt þá aðgæsiu nema ökumaðurinn sjálfur,því þótt ábend- ingar stofnana hafi sitt að segja, halda þessar stofnanir ekki um stýrið á hundrað þúsund bílum. Ljóst er, að leggja verður aukna áherslu á aðgæslu við ökukennslu. Þó er átt við að undirbúa verður ung- mennin hugarfarslega undir að taka þátt í umferðinni. Taka verður upp sUpulegar breytingar á gatna- mótum með það fyrir augum að tví- skipta umferðinni á efri og neðri braut, og kenna veröur sérstaklega akstur í hálku og lausamöl á námskeiðum, sem nýjum öku- mönnum er skylt að taka þátt í innan árs. Þetta leysir auðvitað ekki allan vandann, en það hjálpar. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.