Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Síða 6
6
DV. MÁNUDAGUR1. NOVEMBER1982.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
t:
GuÖmundur Borgþórsson forseti JC-Reykjavík afhendir Ninu Hjaltadóttur fyrsta bæklinginn.
Fræðsluriti um
hjartahnoð dreift
á vegum JC-félaga
Heilsuvemd:
Mataræði læknar
krabbamein
Tímarit Náttúrulækningafélags
íslands, Heilsuvernd, (1. hefti 1982)
er nýkomið út. Að venju eru margar
fróölegar greinar í ritinu og upp-
skriftir af grænmetisréttum.
Athyglisverð frásögn af lækningu
dr. Anthony Sattilaro’s af krabba-
meini er í blaöinu. Þar segir læknir-
inn, sem var dauövona, frá þvi að
breyting á mataræöi hafi læknaö
hann. Röntgenmyndir sýndu í júní
1978 aö Dr. Sattilaro var meö stórt
æxli í vinstri síðunni, krabbamein í
hauskúpunni, hægri öxlinni, tveim
hryggbeinum, sennilega bringubein-
inu og stórt æxli í sjötta rifi vinstra
megin. Einnig kom í ljós ð hann var
meö krabbamein í kynfærum. Lækn-
arnir voru ekki vissir um hvort þaö
væri í blööruhálskirtlinum eöa
eistunum eöa hvoru tveggja.
Nokkrar skuröaögerðir voru gerðar
á lækninum, en á tímabili var hann
mjög kvalinn þrátt fyrir lyfin sem
hann tók inn daglega (blanda af
morfíni, kókaini og compazine). í
ágúst sama ár var dr. Sattilaro ráö-
lagt aö breyta um matarræði og snúa
sér að makrobiotics fæöi. En grund-
vallannatarræöi macrobiotics
er um það bil 50 soðin heil hýðishrís-
grjón, allt að 35% grænmeti ræktaö á
staönum, 15% baunir og sjávarjurtir
og afgangurinn súpur, krydd, ávext-
ir, fræ og hnetur. Til aö gera langa
sögu stutta, kom í ljós ári siðar aö
ekkert krabbamein var eftir í líkama
dr. Sattilaro.
Frásögn læknisins nær yfir
fimmtán mánaða veflrindatímabil og
hélt hann nákvæma skýrslu allan
tímann. Skýrsla hans ásamt því aö
hann er læknir, sem er mikils metinn
í starfi sinu, hefur gert dr. Sattilaro
að mikilsvirkum talsmanni macro-
biotics sem Iækningaaöferð viö
krabbameini og öörum hrömunar-
sjúkdómum. Dr. Sattilaro vinnur að
því að koma upp macrobiotic
lækningastöö í einhverjum tengslum
viö Methodist Hospital í Phila-
delphiu, þar sem hann starfar.
I þessu hefti Heilsuvemdar þar
sem frásögn læknisins birtist er
einnig grein um tref jaefni eftir Ársæl
Jónsson lækni. Þorgerðiu-
Hermannsdóttir ritar þar um austur-
lenskar alþýöulækningar og segir frá
námi í The Michio Kushsi Institute of
London. I grein Þorgerðar er sagt
frá almennum , reglum um hollari
mataræði og breyttar lífsvenjur. Svo
sem sjá má á ofanrituðu er megin-
efni ritsins um áhrif mataræðis á
likamann og sjúkdóma.
-ÞG.
samband íslenskra sparisjóða kostar
JC-fólagar munu dreifa bæk/ingum um hjartahnoð / þýð/ngu Nínu Hjafta-
dóttur. Samband íslenskra sparisjóða kostar útgáfuna.
útgáfuna
JC-félagar Reykjavík hafa nýlega
gefið út litið hefti um hjartahnoö. Það
var Nina Hjaltadóttir sem tók að sér að
þýða þetta litla rit, en samband spari-
sjóða greiðir allan kostnað við útgáful
þess. Ritinu verður dreift í öll hús og er
vonast til að menn hafi það síðan á
handhægum stað. Ritið er ekki
kennslutæki, það getur ekki komið i
Annaó
Alls
stað námskeiðs en er ágætis upprif jun.
Sama stærð er á þessu og á öku-
skirteinum, það fer því vel í veski eða
vasa og ættu allir að bera þessar
upplýsingar á sér.
Þar stendur meöal annars á baksiöu
þessa blaðs: „Skökk handbrögö geta
valdið innvortis áverka.” Þá eru réttu
handbrögöin sýnd stig af stigi í mynd-
kr______________l
kr. I
i
um og máli. Upphaf ritsins er þannig:
„Ef maður hefur hnigið niöur og liggur
hreyfingarlaus. Talið til hans, hristiö
axlir varlega. Ef hann sýnir engin viö-
brögö, þá er öndunarvegur opnaður.
Sveigiö höfuöiö varlega aftur, meö
aöra hönd á enni sjúkiings, en hina
undir hnakkagróf.” Athuga þarf hvort
sjúklingurinn andar. Ef brjóstkassinn
hnígur, þá er biásið fjóra snögga
blástra. Rísi brjóstkassinn ekki við
það, þá ber aö athuga æðaslátt. Tveir
fingur eru lagöir á barkakýlið og látnir
renna örlítiö til hliðar niöur á slagæö-
ina. Þá segir orörétt: „Ef æöasláttur
er til staðar, en engin öndun, haldiö
áfram að blása.”
Hefjið hjartahnoö, ef enginn æða-
sláttur er. Finniö þá rétta handstöðu,
ýtið bingubeininu niður um 3—5 cm. 1
hjálparmaöur hnoöar 15 sinnum á móti
2 blástrum. Haldiö áfram þar til hjálp
berst. Eftir eina minútu ber að athuga
æðasláttinn og síöan á nokkra minútna
fresti.
Þá er sýní á myndum hvemig finna
beri rétta staöinn til að þrýsta á. Ann-
arri hönd er þrýst ofan á hina, til að
auka þrýsting og olnbogar eru haföir
beinir.
Um 50.000 eintök af þessu fræðsluriti
voru prentuð og liggja þau meöal ann-
ars á heilsugæslustöövum og í sjúkra-
húsum, auk þess munu JC-félagar
dreifa þeim í hús, eins og fyrr var
greint frá. „Við erum 5—6 ár á eftir
timanum hvað slíka fræðslu varðar,”
sagöi Nína Hjaltadóttir. „Viö fylgjum
Danmörku, en Bandaríkin og Kanada
eru langt á undan.” Þá mældi Nína
sérstaklega meö bók um h jálp í viðlög-
um eftir Jón Oddgeir. Skyndihjálp er
kennd í Iðnskólanum og í fjölbrauta-
skólum, einnig er þetta liður í meira-
prófi.
Þaö er tilgangur JC-hreyfingarinnar
aö hjálpa til og ýta málunum áfram.
Meöal einkunnaroröa JC eru þau aö
manngildið sé mesti fjársjóöur manna.
-RR
Raddir neytenda:
Neitar að greiða
símtal frá
útlöndum
Olafur Friðfinnsson er rétthafi
símanúmers 45785. Nýlæega fékk
hann sendan símareikning aö upp-
hæð kr. 91,-. Var sá reikningur fyrir
„collect” símtal þann 2.9. sl. „Coll-
ect” simtöl eru greidd af þeim sem
hringt ertiL
„Það hefur ekki verið hringt í mitt
símanúmer frá útlöndum hvorki
beint né „collect”. Eg kannast því
ekki viö símtalið umræddan dag og
vil ekki greiða þennan reikning,”
sagöi Olafur er hann haföi samband-
ið viö okkur. ,3g er búinn að tala við
marga aöila hjá símanum og mér er
alltaf vísaö á einhvem annan. Það
viröist ekkí vera hægt að fá leiðrétt-
ingu á þessu smámáli. Er ekki líka
skylda aö hringja í viökomandi aöila
þegar um „collect” simtöl aö utan er
að ræða og spyrja hvort greitt verði
fyrirsímtalið?”
Viö könnuðum máliö og höfðum
meðal annars samband við starfs-
mann í tvöluskráningardeild Pósts
og síma. Þar fengum viö þau svör aö
þar sem öll „collect” símtöl færu í
gegnum erlendar símstöövar, bæri
símadömum á stöövum erlendis að
hringja fyrst í umbeðiö símanúmer
og athuga hvort aöilar þar vilji
greiöa símtaliö að utan. Ef það er
samþykkt er gangur málsins síöan
sá að reikningar eru sendir i pósti á
milli landa og hér eru þeir endur-
skrifaöir og sendir út. Var okkur
einnig tjáð aö þegar menn kannist
ekki við símtöl erlendis frá, er skrif-
aö út og beðiö um að láta rannsaka
málið. I þessu tilfelli, máli Ölafs
Friöfinnssonar, er búiö að skrifa út,
en ekkert svar hefur borist ennþá.
-ÞG
Upplýsiiigaseóilí
til samanDurðar á heimiliskostnaói
Hvaö kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendiö okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátltak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjolskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks__
Kostnaður í október 1982
Matur og hreinlætisvörur kr.