Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Page 8
DV. MÁNUDAGUR1. NOVEMBER1982. 8 ’ Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd 8 Kínverj- ar sakaðir um njósnir Kínversk yfirvöld í Fujian-héraði, sem liggur beint andspænis Taiwan, hafa látið handtaka átta menn sem sagðir eru félagar í njósnahring er smyglað hafi leyniskjölum til þjóðemissinna á Taiwan. Dagblað alþýðunnar segir að for- sprakki njósnaranna sé maður að nafiii Lin Qianmin. Hann er sagður fiskimaður sem leyniþjónusta Taiwan hafi ráðið til sin og þjálfað til njósna- starfa. Segir blaðið að hann hafi verið útbúinn af Taiwan með dulmálslykla, myndavélar og talstöð. Qianmin er borið á brýn að hafa laumað leyniskjölum með upplýsing- um um „flokkinn, stjórnina og herinn” til Taiwan. Og að honum hafi tekist að múta nokkmm „veikum sálum” með peningum, skömmtunarseðlum og klámblöðum til þess að vinna fyrir sig við njósnirnar. Sagt er að tvö önnur njósnamál hafi ennfremur verið upplýst að undan- förnu, einmitt í Fujian. Þessar fréttir berast í kjölfar þess að kínverskur orrustuflugmaður strauk til S-Kóreu á herflugvél sinni og leitaði síðan hælis sem pólitískur flóttamaður á Taiwan. Það sætir alltaf mikimn tiðindum er þessi risavöxnu spendýr synda á land. Þessi mynd er tekin er marsvfn syntu á land á Snæfellsnesi sl. sumar og lögðu menn þá hart að sér við að bjarga lífi þeirra. Hafa myndir af þessu björgunaraf reki verið sýndar í s jónvarpi víða um heim og vakið mikla athygli. Björguðu25 hvölumsem synthöföu upp í fjöru Dýravinir í Boston á Englandi björguðu tuttugu og fimm hvölum á flot aftur en þau höfðu synt upp á land á sandrifunum við austurströnd Bretlands. Fiskimenn höfðu séð hvalina rekna á land eöa í fjöruborðinu og töldu við fyrstu sýn að hvalavaðan væri öll dauð. Við athugun reyndust átta vera dauðir en lífsmark enn með tuttugu og fimm. Landssamtök breskra dýravina brugðu við og menn í froskbúningum og á gúmbátum tóku til viö að mjaka dýrunum til sunds aftur út á dýpra vatn. I fyrstu virtust hvalimir svo ruglaðir, að þeir leituðu aftur upp á grunnið. „Það var eins og þeir hefðu týnt foringjanum og um leið áttunum. Fylgdu þeir aöeins aðfallinu, sem bar þá auðvitað upp í fjöru,” sagöi forvígismaður björgunarhópsins. Eftir mikið basl og busl tókst þó að vekja hvalina til vits. SNYRT/NG '82 Velkomin á hið glæsilega fræðslu- og skemmtikvöld íslenskra snyrtifræðinga að Hótel Sögu (Súlnasal) nóvember nk. kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Félags þann Skemmtiatriöi Glæsilegt happdrætti Tískusýning, o.m.fl. óvænt. i 1 Ath.: Miðarseldir 1 við inrtganginn Missið ekki af þessu stórg/æsiiega og skemmtilega kvöidi okkar jafnframt því sem þið kynnist öllu því nýjasta fyrir haustið og veturinn hjá hinum ýmsu snyrtivörumerkjum. íslenskra l snyrtifrœdinga FJÖLDAMORÐIN í BEIRÚT RANN- SÖKUÐ í ÍSRAEL Liösforingi í Israelsher bar í gær vitni fyrir rannsóknamefnd þeirri í Jerúsalem sem hefur til meöferöar fjöldamorðin í flóttamannabúöum Palestínuaraba í Beirút um miðjan september. Segist hann hafa séð líbanska falangista drepa Palestínu- araba á föstudagsmorgun, en það var mörgum klukkustundum áður en Israelsher greip í taumana. Avi Grabowsky Uðsforingi sagðist hafa séð falangista fjarlægja menn, konur og þörn úr Shattila-búöunum og leggja á fangana hendur. Hafði hann ennfremur séð þá skjóta fimm fang- anna. Þetta var snemma á föstudagsmorg- un 17. september og skýrði liðsforing- inn yfirmönnum sínum þegar í stað frá atburðum. Honum var vísað á aðra yfirboðara sem hann skyldi skýra frá þessu um kvöldið. Sá sagði honum þá að hann hefði þegar frétt af atburðum ogaðmáliðværiíathugun. , Yfirmaður framvaröarsveita Israela sagðist hafa heyrt af því fyrst á föstu- dagsmorgun að eitthvað virtist ætla úr böndum í leit falangista að skæruUðum PLO í búöunum og hafði hann sent þeim orð um að hætta strax klukkan ellefu á föstudagsmorgun. Sagöist hann hins . vegar ekki hafa haft vitneskju um fjöldamorðin fyrr en á laugardaginn 18. september þegar fréttamenn fóru Uin í búðirnar. Ariel Sharon hermálaráðherra hefur borið vitni fyrir nefndinni og segist ekki hafa vitað af drápunum fyrr en sólarhring eftir að þau byrjuöu. Begin forsætisráðherra segist fyrst hafa heyrt af fjöldamorðunum í fréttaút- sendingu breska útvarpsins á laugar- deginum. Amir Drori hershöfðingi — yfirmað- ur framvarðasveitanna — viðurkenndi fyrir rannsóknamefndinni að hann hefði kviðið því fyrirfam að falangist- arnir mundu ganga í sk'rokk á fólkinu í Shattila. — „Allir lumuöu á einhverj- um grunsemdum um að slíkt gæti skeð,” sagðihann. Strauk að heiman en var ekki rænt Hvarf 16 ára pilts setti allt á annan endann á N-írlandi 16 ára kaþólskur unglingur, Eamonn Farrell að nafni, sem talið var að öfga- menn hefðu rænt í Belfast í siöustu viku, strauk að heiman aö eigin frum- kvæöi, eftir því sem f aðir hans segir. Einhver umfangsmesta leit sem gerð hefur verið á Norður-Irlandi var sett af staö vegna hvarfs piltsins, sem fannst loks snemma í gærmorgun í almenningsgarði í London og þá með eftirköst of stórrar deyfilyfjagjafar. — Enn er ekkert vitað um hvemig hann varþangaðkominn. Móðir hans heldur enn aö piltinum hafi verið rænt og ræningjarnir svipt hann rænu með deyfilyfjum. Lögregl- an vinnur að því að upplýsa feröalag piltsins og slær engu föstu enn um hvort honum haf i verið rænt eða ekki. Faðirinn, sem búið hefur á Skotlandi síðan hann skildi við móðurina fyrir nokkmm árum, heimsótti soninn á sjúkrahús í London I gærkvöldi og sagði aö Eamonn harmaöi að hafa valdið fólki þessu hugarangri og lög- reglunni öllu leitammstanginu. Sagði hann að sonurinn ætti greinilega við einhver persónuleg vandamál að stríða sem hann vildi ekki ræða viö fjölmiðla um. Hvarf piltsins olh mikihi spennu á N- Irlandi, þar sem gengið hefur á með mannránum og morðum síðustu vik- umar. Varð þaö IRA, hryðjuverka- samtökum kaþólikka, tilefni heitinga um að drepa þrjá mótmælendur fyrir hvern kapólskan mann sem hinir gerðu einhvem miska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.