Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Síða 10
10
DV. MANUDAGUR1. NOVEMBER1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Á velmegunarárum með Pontiacinn hjá GM, andlitslyftíng, litað hár og íþröngum gaiiabuxum.
BÍLASAUNN SEM
GERÐIST KOKAÍN-
BRASKARI
— Hver er maðurinn John de Lorean sem bauð
bflakóngunum byrginn og skapaði 2.600 írum
atvinnu á kreppuárum?
Meöal annarra eigna sem bíla-
framleiöandinn og milljónamæring-
urinn, John de Lorean, átti í áratug,
var stór hluti í knattleiksliöi í San
Diego, sem hann svo seldi 1976 meö
„stórtapi” að eigin sögn vegna fíkni-
efnaneyslu leikmanna. „Þeir eru
unglingunum fyrirmynd og hetjur,
og ég vil ekkert hafa saman aö sælda |
viö dópista, ” var sögö ástæöan.
Nú sex árum síöar situr John
Zachary de Lorean sjálfur í fangelsi,
veiddur í snöru alrikisiögreglunnar
FBI, vegna hlutdeildar í samsæri um
kaup á 100 kílóum af kókaíni, sem
smygla skyldi til Bandaríkjanna og
selja á svarta markaönum og þá
meöal annarra unglingunum. Gróða-
hluti De Loreans skyldi vera um 60
milljónirdollara.
Þegar réttargæslumaður bíla-
framleiöandans reyndi að fá dómar-
ann til þess aö lækka tryggingarféð
úr 5 milijónum dollara, svo að De
Lorean fengi aö ganga laus á meöan
framhaldsrannsókn færi fram — og
höföaöi þá til þess, hvílíkur máttar-
stólpi og vinnuveitandi skjólstæöing-
ur hans væri á N-Irlandi — fékk sak-
sóknarinn ekki oröa bundist: „Eg
hélt ég ætti aidrei eftir aö upplifa
það, aö heyra manni eins og þessum
lýst sem samfélagssinnuöum
máttarstólpa, hjáiparhellu ailra
líknarfélaga. Ég hélt aö maður
byggöi ekki heilan iönaö á brotnum
bökum kókaínneytenda og heróín-
sjúklinga.”
Kirkjurækinn braskari
Sjálfur segist De Lorean vera
kirkjurækinn kaþólikki, sem trúi á
mátt bænarinnar og fylgi boöoröun-
um tíu. Hann hefur meira aö segja
fundiö í blaöaviötölum ýmislegt
sameiginlegt í sínu lífi meö sjálfum
Jesúm Kristi. Þaö er því ekki undar-
legt aömenn, semlíta svostórtá sig,
telji sig geta lifaö eftir eigin lögum
og þurfi lítt aö lúta boðum og bönn-
um samfélagsins. Skirrist til dæmis
ekki við að taka upp viöskipti við
eiturlyfjasmyglara ef þeir sjálfir
meti tilganginn nógu góöan.
„Maður veröur það, sem maður
veröur aö gera. Við lifum þessu lífi
okkar aðeins einu sinni,” sagöi De
Lorean í blaöaviötölum í þann tíma,
sem hann var einn af gulldrengjum
bilaframleiöslunnar General Motors
fyrir þrettán árum. Og með sjálfum
sér hefur hann vafalítið getaö rétt-
lætt eiturlyfjabralliö með því aö ætla
aö bjarga viö sportbílaverksmiðj-
unni sinni í Belfast, sem veitti um
hríð 2.600 manns atvinnu í samfélagi,
þar sem atvinnuleysi er landlæg
plága. Margra álit er þó þaö, að hann
sé einfaldlega braskari, vanur því aö
tefla djarft, sem hikaöi ekki, þegar
um var aö ræða aö bjarga eigin áliti
og kaupsýslunafni frá skömminni af
yfirvofandi gjaldþroti og skipbroti
hans eigins hugarfósturs, sem sport-
bílaverksmiöjan var.
Hófst upp af
sjátfum sór
Þrátt fyrir stórlyndið er uppruni
De Loreans í lægstu þrepum samfé-
lagsins. Barndómsár sín átti hann
heima í verkamannahverfum bíia-
borgarinnar Detroit 'á kreppuárun-
um. Austurríska móður sína tignaði
hann, en fööur sinn virti hann minna,
en hann var drykkfelldur og illur í
umgengni, þegar hann ekki gekk til
vaktavinnu sinnar hjá Ford-bíla-
smiöjunum. Foreldrarnir slitu oft
samvistum á æskuárum De Lorean,
sem fljótt á unglingsaldri tók aö
vinna kvöldvinnu og helgarsnöp önn-
ur, sem buöust. Hann jók tekjur
sínar meö saxófón-leik á næturklúbb-
um blökkumanna. Um þaö leyti sem
hann meö skólastyrk hóf nám í
tækniskóla, skildu foreldramir. Her-
skyldutíma sinn notaði De Lorean til
þess aö afla sér verkfræöigráöu, og
fékk að herþjónustu lokinni starf
sem slíkur hjá Crysler. I kvöldskól-
um og á námskeiðum jók hann
starfsmenntun sína og réðist yfir til
Packard Motor Car-fyrirtækisins,
þar sem hann var settur yfir tækni-
deild Packard. Áfram hélt hann
samt kvöldnámi og bætti viö sig við-
skiptafræöi. Réðist hann síðan til
GM, sem stjómandi tækniþróunar-
deildarPontiacs.
Hjá Pontiac minnast menn De
Lorean frá þessum tímum sem ungs
manns, er bauð af sér góðan þokka
og virtist efnilegur. Það var ekki
sundurgerðin þá í klæönaöi eöa yfir-
borösmennska af neinu tagi. Hann
kom meö ýmsar tillögur í framleiðsl-
unni, sem reyndust höfða til
markaðarins og þá einkanlega ung-
menna og allt virtist gefast vel, sem
hann kom nærri. Vegur hans óx hjá
fyrirtækinu og um leiö sjálfsöryggi
De Loreans, sem hækkaöi í stööum
og var orðinn meðal stefnumarkandi
ráöamanna GM. Um leiö og hann
innleiddi nýtt yfirbragö á Pontiac,
breytti hann sínum eigin lifstíi til
unggæðingslegra yfirbragðs. Með
megrun losaði hann sig við 25 kíló,
stundaði lyftingár og varð sundur-
geröarmaður i klæðnaði. Litrikar
skyrtur og rúllukragapeysur meö
þröngum utanyfirfatnaði leystu af
hólmi hvítu skyrtuna, hálsbindiö og
jakkaföt hins viröulega kaupsýslu-
manns. Hann fékk sér andlitslyft-
ingu (sem hann framan af þrætti
fyrir), lét hárið vaxa sítt og litaöi
þaö svart. Ekki nægöi aö maðurinn
yngdist upp. Það þurfti aö yngja upp
eiginkonuna líka. Eftir 15 ára hjóna-
band skildi hann viö Elizabeth og
kvæntist tvítugri ljósku frá Kali-
fomíu, sjálfur rúmlega fertugur.
Þaö hjónaband entist þó ekki nema
þrjú ár. Eftir þaö sást maöurinn um
nokkurt bil í fylgd meö ýmsum
fegurðardísum kvikmyndanna.
Candice Bergen, Nancy Sinatra og
Ursuia Andress voru í þeim hópi.
Hœtti á tindinum
Um þessar mundir var hann kom-
inn upp á 14. hæö á stjórnarskrif-
stofum GM, þar sem æöstu ráða-
menn voru. Árslaun meö öllum risn-
um og bónusum námu 650 þúsund
dollurum, og maðurinn gat valiö úr
heilum flota sportbíla og einkabíla,
þegar hann brá sér húsa í milli. Hon-
um fannst nýja starfið of kyrrlátt og
hætti eftir hálft ár. Það vakti umtal
og j ók hróöur hans að vera maöurinn
sem sagöi GM upp, en ekki öfugt.
Mánuöi síöar gekk hann aö eiga
Cristina Ferrare, 22 -ára tísku-
sýningarmey og fyrirsætu. Þau
eignuðust dóttur og hefur þeirra
hjónaband veriö gott að beggja sögn.
Þau mynduðu heimili í íbúö í Laugar-
ási þeirra Nýju Jórvíkinga, en
dvöldu um helgar á 3,5 milljón
dollara landareign í New Jersey.
Aðra jörð áttu þau í Kalifomíu, sem
er núna þessa dagana til sölu á 5
milljónir dollara. FBI reiknast svo
til, að eignir De Lorean nemi i dag
um 28 milljónum dollara, þótt ekki sé
reiknaöur hlutur hans í sportbíla-
verksmiðjunni írsku.
Skömmu eftir aö De Lorean yfir-
gaf GM gaf hann út 1979 minningar
sínar, skráðar af blaöamanni, og
kallaði þær „On a Clear Day You
Can SeeGeneral Motors”. Þóttihann
þar hálfvegis sparka í sína fyrri
vinnuveitendur og lét sem svo, aö
þröngsýni, afturhaldsemi og skrif-
stofubákn fyrirtækisins heföi fælt sig
frá. Gaf hann til kynna að þau væru
ekki öll falleg meöulin, sem notuð
væruþar.
Þegar grannt
er skoðað undir
glæsibraginn
Sjálfur haföi hann þó hlotið orö f yr-
ir aö lúta aö ýmsu vafasömu í
viðskiptum. Sömuleiðis einn helsti
félagi hans, Roy Sigurd Nesseth að
nafni, fyrrverandi bílasali, sem
sóttur var til saka af sextugri ekkju,
er taldi aö hann heföi svindlað af
henni nokkrar milljónir, meöan hann
fór meö fjárumboð fyrir hana. Nefnt
er dæmi um kaup þeirra félaga á
bílasölu í Kansas, þar sem þeir stóöu
ekki í skilum með kaupverðiö, svo að
kaupin voru rekin til baka eftir eitt-
hvert málastapp. Annaö dæmi er
nefnt um aö De Lorean hafi keypt
stórjörð í Idaho og leigt hana út, en
hlaöið á hana veðskuldum, sem féllu
í eindaga, uns jöröin var sett á upp-
boð og leigjandinn borinn út.
Leigjandinn sagöi um De Lorean, aö
„hann væri silkimjúkur, en þeir Roy,
senditíkur hans, væru báðir gíæpa-
menn ótíndir”. Uppfinningamaður í
Phoenix, sem sagði aö De Lorean
hefði svindlað á honum í sambandi
við einkarétt á kælikerfi bifreiða,
mjög útbreiddu, og átti í mörg ár í
málaferlum viö hann, kallar De
Lorean „afar geöslegan og aðlað-
andi”. — „Hann svífst einskis, en
mér líkaði vel við hann, og liti hann
viö hjá mér, mundi ég sjálfsagt
bjóöa honum út aö borða,” segir sá.
Ætiaði sér ekki af...
De Lorean reyndi hitt og þetta
fyrir sér, eftir að hann hætti hjá GM,
en hann gekk meö þann draum í
maganum aö stofna eigin verk-
smiöju og sýna hinum stóru, aö hann
gæti spjarað sig á eigin fótum. Hann
glöggvaöi sig á því, aö einkafjár-
magnið mundi óliklegt til aö leggja í
þá tvísýnu með honum og sneri sér
aö því aö fá ríkisstjómir í lið meö
sér. Eftir að hafa duflað viö Puerto
Rico, þáöi hann boö ríkisstjómar
Verkamannaflokksins um aöstoð viö
aö reisa verksmiöjuna á N-Irlandi,
þar sem mikil þörf var atvinnuskap-
andi aðgeröa. Af miklum dugnaöi
dreif hann verksmiðjuna upp og hóf
framleiðslu. Fyrstu bílarnir seldust
betur en margur hafði spáð, þrátt
fyrir hátt verð og erfiöa samkeppni.
Olíukreppan og spamaöarsjónar-
miö markaöarins í sambandi viö
bílarekstur geröi hinni nýju verk-
smiöju erfitt fyrir, en De Lorean
ætlaöi sér ekki af. Hann lét f ramleiöa
80 bíla á dag (sem þýddi 20 þúsund
bíla ársframleiöslu), þegar
hámarksvonir gátu falið í sér sölu á
12 þúsund bílum á ári. Þegar
verksmiðjunni var lokaö í síöustu
viku, hafði hún framleitt 10 þúsund
bíla.
Fram er nú komið aö þegar breska
ríkið kraföi De Lorean um hans
framlag í hlutafé til verksmiðjunnar,
hafi hann marglogið sig frá því að
leggja það fram. Sagt þaö til reiöu á
bankareikningum í Bandaríkjunum
og annarra fjármagn sömuleiöis.
Dró hann verksmiöjustjórnina meö
sér á asnaeyrunum á meðan hann
keypti sér þannig frest á frest ofan.
Talið er að hann hafi ekki lagt nema
um 20 þúsund dollara af eigin fé í
verksmiðjuna, en aö ööru leyti fjár-
magnað sinn hlut með lánum og
lánafýrirheitum. Hann stofnaöi heila
keöju skuggafyrirtækja, til þess aö
flækja fjármál sín, svo aö erfiðara
yrði aö honum aö ganga. I gegnum
þau er vitað, aö hann náöi einhverju
fé út úr írsku bílaverksmiðjunni,
eina milljón hér og eina milljón þar.
Þegar lánadrottnar ætluöu aö ganga
að framleiðslubirgðum og leggja
hald á óselda bíla verksmiðjunnar,
brá De Lorean viö á undan og sendi
vopnaöa menn til þess aö sækja
fimmtán bíla og fela á landareign
sinniíEnglandi.
Svo aö vonlegt er, aö kaupanautar
hans séu ekki allir vel trúaðir á
„hugsjónina” á bak viö gerðir þessa
bílaframleiöanda er ætiaöi aö gerast
kókainsali.
Á leið / lögreglubíl til fangelsisins
og draumurinn búinn.