Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Side 13
DV. MANUDAGUR1. NOVEMBER1982. 13 18,8%, þar af útboösverk 2,1% og 1981 20,2%, þar af útboðsverk 7,1%. Af þessu má sjá, að heldur vaxa útboðsverkin, en greiðslur til verk- taka án útboða eru aðallega fólgnar í greiðslum til eigenda bifreiða og tækja. Hjá Hafnarmálastofnuninni hefur hlutfall útboða af heildarfram- kvæmdum verið sem hér segir: 1978 14,7%. 1979 14,6%. 1980 17,8%. (Þar af innlend útboð 5%, en erlend 12%, aðallega efni). 1981 voru útboð innan- lands vegna framkvæmda 6 1/4%. Vegageröin — GreiðsJur tíi verktaka 20J%,þaraf útboðsverk 7,1% 1981. Þetta hlutfall er allt of lágt. Hjá Flugmálastjóm unnu verk- takar 13% af verkefnum viö flug- vaUagerð árið 1978, 24% 1979, 19% 1980 og 13,2% 1981. Breyting á lögum Nú er það svo, aö samkvæmt lögum um skipan opinberra fram- kvæmda frá 1970 á meginreglan aö vera sú að útboö færu fram á vegum ríkisins og ríkisstofnana. Ofan- greindar upplýsingar um verulegar framkvæmdir þriggja ríkisstofnana sýna að því fer f jarri að þessi megin- regla hafi verið framkvæmd. TU að tryggja framkvæmd útboös- stefnunnar sem meginreglu höfum viö tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, ég og Friörik Sophusson, flutt frumvarp á Alþingi sem taka á öll tvímæli af um það, útboð skuli vera aðaireglan. Slíkt frumvarp höfum við reyndar flutt áður, en það hefur ekki náð fram að ganga. Birgirísl. Gunnarsson alþingismaður Haraidur Ólafsson. — „Haraldur hlýtur þvi að Hta svo á, að bestu framfarirnar séu fólgnar í þvi að gera ekkineitt...." Vilmundur Gyifason. — "Það þjóðfóiag, sem Vilmundur er að biðja um, er stjórnieysisþjóðfóiag Htiiia, óábyrgra eininga...." „... þá er þaö rétt aö Alþýðubandalagið ^ hefur ekki treyst sér til þess að standa að því að vísitölubinding launa verði afnumin án þess að neitt komi í staðinn.” varist áföUum og verið þjóðfélags- lega arðbærar. Það þjóðfélag sem Vilmundur er að biðja um, er stjóm- leysisþjóðfélag UtUla, óábyrgra ein- inga sem fylgja lögmálum markaðs- ins út í ystu æsar og drepa niður fé- lagslega samstöðu og félagslega sið- menningu í landinu. Hann predikar upplausn verkalýðsfélaga og sigar meðlimum þeirra hverjum á aðra. Það er nýtt stig þ jóöfélagslegs hnefa- réttar sem magnar sundrungu og ábyrgðarleysi. Lítið þjóðfélag eins og þaö íslenska getur ekki þrifist til lengdar nema þeir aöilar sem þar taka ákvaröanir séu ábyrgir gerða sinna og meti meira hagsmuni þjóðarinnar í bráð og lengd heldur en vinsæla sýndarhagsmuni einstakra hópa eða landsvæða. Það getur held- ur ekki þrifist sem sUkt, nema til komi ákveðin samstaða meginstétta samfélagsins um ákveðin grund- vaUaratriöi. Kórvilla Vilmundar liggur í því að hann vill beita aðferð- um markaðsins á félagsleg samtök, láta markaðinn nánast leysa þau upp sem sUk. Samkeppnrmarkaðsins á að ráða í Utlu frjálsu verkalýðs- einingunum sem leiðir til þess að þær myndu fljótlega heyja hatrammt stríð innbyrðis. Við höfum þegar kynnst forsmekki þessa. Gamla jafnaðarstefnan, sem Vilmundur hefur nú kvatt, byggði á félagslegri samstööu og félagslegum átaka- mætti. Markaðshyggja getur agað fyrirtæki, þannig að þau hagi sér í samræmi við þau lögmál sem ríkja á hverjum markaði fyrir sig. Hvort það er svo ætíð í samræmi viö þjóðar- hag eða ekki læt ég Uggja á milli hluta. En markaðshyggja í verka- lýðshreyfingunni jafngildir skæru- Uðaþjóðfélagi þar sem hver hópurinn beitir markaðsstöðu sinni tU þess að stilla þjóðfélaginu upp við vegg og krefjast af því þess sem hann viU. Svona þjóðfélagshugsjón skulum við ekki kaUa jafnaðarstefnu, heldur mUdu frekar misindisstefnu — eins- konar tannlæknaþjóðfélag, þar sem forréttindi og hnefarétturinn ráða. Nú skal engan undra, þótt frama- gjarn ungur krati reyni að verða sér úti um einhverja hugsjón í flokki sem sveiflast skoöanalega eins og brók á snúru. Arftakar Jóns Bald- vinssonar og Héðins Valdimarssonar í forystu Alþýðuflokksins hafa tekið sUku ástfóstri við pólitískan kjafta- vaðal og hugmyndalegt harðUfi að ég skU ólund Vilmundar með flokkinn ákaflega vel. En niðurstöður hans eruhroUvekjandi. Haraldur Hinn farandriddarinn sem varð á vegi mínum í síðustu viku var Har- aldur Ölafsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins. Þar er nú ekki verið að reyna að smíða hug- myndafræöi eða ræða um hugsjónir, og þó notar hann sömu aðferð og VU- mundur í því að koma sinni póUtísku þversögn á framfæri. Hann talar með mikilli vandlætingu um efna- hagslegar ráðstafanir og aðgerðir og gefur það fyUilega í skyn að aUt tal um efnahagsöröugleika og minnk- andi velferð séu hugarburður og svartsýnisraus þunglyndra manna. Síðan fylgir hin skarpa vísindalega greining: efnahagsörðugleikarnir margtöldu séu ekki af efnahagsleg- um toga spunnir heldur pólitískum. í framhaldi af því kemur svo þessi gamla tugga um efnahagslegt stefnuleysi ríkisstjórnar og krafan um „samræmda stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum”. I einni setning- unni prísar hann almenna efriahags- lega velferð hér á landi og bölsótast út í þá sem sjá hættu á ferðum. I hinni skammar hann ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gert nægilegar ráð- stafanir í efnahagsmálum. Og þá er ekki eftir annað en að finna söku- dólginn og hann er að sjálfsögðu samstarfsQokkar eða Qokksbrot framsóknarmanna í ríkisstjórn. Kostuleg er þessi setning: „Alþýðu- bandalagið er sósialiskur Qokkur, í orði kveðnu a.m.k., og þar af leiöandi er það ekki margt sem hægt er við þá að semja um. Ihaldssamar hugmynd- ir þeirra í atvinnu- og efnahagsmál- um eru þrándur í götu allra fram- fara.” Nú vill svo til aö ég hef verið viðstaddur Qestar efnahagsumræður meðal ríkisstjórnarQokkanna sl. þrjú ár. Mér er ekki kunnugt um það hvaða framfaramáli Alþýðubanda- lagið hefur beitt sér svona mikið á móti, nema ef Haraldur Olafsson er að meina grundvallarbreytingu á vísitölunni. Ef hann flokkar það und- ir framfaramál þá er það rétt að Alþýðubandalagið hefur ekki treyst sér til þess að standa að því að vísi- tölubinding launa verði afnumin án þess aö neitt annað komi í staðinn til þess að verja iaunafólk gegn verð- bólgu. Alþýðubandalagið hefur ekki haldiö því fram, og gerir ekki, að núverandi vísitölukerfi sé einhver allsherjar trygging fyrir kaupmætti, eöa það sé gallalaust. Það er af og frá. Á meöan okkur tekst ekki að draga meira úr veröbólgunni kallar afnám verðbóta á laun á stéttastríð. Vísitölumálið veröur að skoðast í miklu víöara efnahagslegu og pólitisku samhengi. FramsóknarQokkurinn hefur verið reiðubúinn til að standa að ráð- stöfunum sem skert gátu kjör launa- fólks. Á öðrum sviðum atvinnu- og efnahagsmála hefur Framsóknar- Qokkurinn beitt sér fyrir því að halda hlutunum sem allra mest óbreyttum. Viö getum tekiö nánast hvað sem er: vaxta- og peningamál, landbúnaðar- málin, stjórnun fiskveiða og stærð fiskiskiptaQotans, öll stóru efna- hagslegu strúktúrvandamál íslenska hagkerfisins eru óleyst vegna neitun- ar FramsóknarQokksins fyrst og fremst. Alþýðubandalagið lagði m.a. til að ákveðnar opinberar stofnanir yrðu lagöar niður til sparnaðar. l>. ð vildi meiri sveigjanleika í hagkertið o.s.frv. Alit kom fyrir ekki. En einstaklingar, svo ekki sé talað um Qokka, hafa einkennilegan skilning á framförum. Haraldur hlýtur því aö líta svo á aö bestu framfarirnar séu fólgnar í því að gera ekki neitt. Þeir þjóðfélagslegu hagsmunir sem FramsóknarQokkurinn er aö verja leyfa engar breytingar. Fram- sóknarflokkurinn hefur aldrei litið á þjóðfélagið sem eina heild, heldur sem einangraða skika sem ekkert eiga sameiginlegt nema SlS. Alþýðu- bandalagiö hefur ítrekaö og hvað eft- ir annað krafist breytinga á gerð ís- lensks efnahags- og atvinnulífs. Það hefur fært gild rök fyrir því aö um framfarasókn geti ekki verið að ræða á þeim grundvelli sem efnahagslífið hvílir nú á. Það hefur leitað póli- tískra bandamanna innan ríkis- stjórnarinnar til breytinga á efna- hagskerfinu í smáu sem stóru. Undantekningalítið hefur Fram- sóknarQokkurinn verið sá aðili sem sagt hefur sitt klassískanjet. En það er að sjálfsögðu í fullu samræmi viö það pólitiska öfugmæli sem einkenn- ir hugsun Haraldar Olafssonar að halda því fram aö hjá slíkum Qokki sé helst að finna þá víðsýni og þaö pólitíska þrek sem nauðsynlegt er til leiðsagnar í efnahagslegum og þjóðfélagslegum framfaramálum Is- lendinga. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður f jármálaráðherra. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.