Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Síða 40
NYJA )TRULEGA SKORP OG NÆM FYRIR LITUM ODYRARI FILMASEM FÆST ALLS STAÐAR PIERPOni Svissnesk quartz gæða-úr. Fást hjá flestum úrsmiðum. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 AUGLÝSINGAR Bókagerðarmenn hafa sagt upp samningum: Verkföll líkleg - segir formaður Félags bókagerðarmanna Bókageröarmenn hafa sagt upp samningum sínum viö atvinnurek- endur frá og meö fyrsta desember aö telja. „Þetta er gert til aö knýja á um aö sá samningur sem viö gerðum viö atvinnurekendur okkar þann sextánda júlí síðastliðinn gildi og eftir honum veröi fariö,” sagöi Magnús E. Sigurðs- son, formaöur Félags bókagerðar- manna, í viötali viö DV. „Viö unum ekki ógildingu okkar kjarasamninga. Viö krefjumst þess aö hún veröi afnumin hiö fyrsta.” Magnús kvaöst ætla aö viöbrögö at- vinnurekenda viö þessari uppsögn samninga yröu sama eðlis og áöur, ekki góö. „Þetta veröur væntanlega sami bamingurinn viö þá og í fyrri samningum hefur viögengist,” sagöihann. „Ef ég þekki viöbrögö atvinnurek- enda rétt mun að öllum líkindum koma til verkfalls,”sagðiMagnús. -SER. Kjaradeilan í Straumsvík: semjara í dag Fundur veröur hjá sáttasemjara ríkisins í dag meö deiluaöilum í kjara- deilunni hjá íslenska álfélaginu í Straumsvík. Hafa deiluaöilar ekki ræöst við síðan á fimmtudaginn í síöustu viku. Starfsmenn Álversins hafa boðaö verkfall, eins og kunnugt er, og kemur þaö til framkvæmda frá og meö næsta föstudegi hafi samningar ekki tekist áöur. -klp- Ingvar efstur Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra varö efstur í prófkjöri framsóknarmanna í Noröurlandskjör- dæmi eystra sem fram fór um helgina. Prófkjöriö var bindandi fyrir sex efstu sæti. Stefán Valgeirsson alþingismaður hafnaði í ööru sæti. Þriðji varö Guömundur Bjarnason alþingismaöur. Listinn veröur því óbreyttur frá því síöast varðandi þrjú efstusætin. Níels Á. Lund varö í fjóröa sæti, Valgeröur Sverrisdóttir frá Lómatjörn í fimmta og Hákon Hákonarson í sjötta. -KMU. LOKI Bókagerðarmenn eru búnir að gefa upp boft- ann og vitja verkfall. Krabbameinssöfnunin: „Gekk stórkostlega” tæplega þrettán milljónir söfnuðust Alls söfnuöust tólf milljónir átta- hundruð áttatíu og tvö þúsund krón- ur í krabbameinssöfnuninni sem fram fór um helgina. „Viö teljum þetta stórkostlegan árangur,” sagöi Eggert Ásgeirsson, formaöur framkvæmdanefndar landráösins gegn krabbameini, aö aflokinni talningu söfnunarfjárins. Stefnt var að því að safna fimmtán milljónum króna sem þýddu nærri sjötíu krónur á hvert mannsbarn í landinu. Til viðbótar viö þá upphæö sem safnaðist um helgina eiga svo eftir aö bætast viö framlög frá ýms- um fyrirtækjum, félögum og einstaklingum, þannig að búast má viö aö um fimmtán milljónum verði búiö aö safna þegar upp verður staöiö. Þau svæði á landinu er gáfu hlut- fallslega hæstu upphæð til söfnunar- innar voru Laugar í Þingeyjarsýslu meö hundrað sjötíu og fjórar krónur á hvert mannsbam, Bakkafjöröur meö hundrað og sextán krónur á hvert mannsbarn, Reyöarfjörður meö hundrað og sjö krónur, svo og Grimsey með hundrað og fimm krónur á hvert mannsbarn. önnur svæði gáfu minna en hundraö krónur á hvem mann. Eins og komiö hefur fram í fjöl- miðlum veröur þeim fjármunum. sem söfnuðust variö til byggingar leitarstöðvar Krabbameinsfélags- ins. Þeir fjármunir sem söfnuðust munu nægja til aö reisa fyrsta áfanga stöðvarinnar, en áætlaö er aö hún veröi fullbúin um mitt sumar árið nítján hundruö áttatíu og fjögur. Ráögert er aö þessi leitarstöð anni allri leitarþjónustu krabbameinsfé- lagsinsíkomandiframtíö. -SER. MILUONA TJON ÁSTOKKSEYRI Milljónatjón varð á Stokkseyri í reyk og talsverður eldur í því. Strax Aö sögn slökkviliðsstjórans á gærkvöldi þegar matvöruverslunin var haft samband viö slökkvilið á Stokkseyri er verslunin að mestu Allabúðgjöreyðilagöistíeldi. Selfossi og Eyrarbakkaog tóku þau brunnin en veggir standa þó enn Þegar slökkviðliðið á Stokkseyri þátt í slökkvistarfinu sem lauk um uppi. Nær allar vörur í versluninni kom á vettvang var húsiö fullt af klukkantvöínótt. eyöilögöust í eldinum. .jgh Flugleiða- menn unnu Sveit Flugleiöa sigraði í alþjóöa- skákkeppni flugfélaga sem lauk í Tampa á Flórída um helgina, hlaut 25 1/2 vinning. Brasiliska flugfélagið Varig hafnaði í öðru sæti meö 21 vinning. I þriðja sæti varö sveit frá Pakistan-flugfélaginu. Atta umferðir voru tefldar. A milli 20 og 30. flugfélög tóku þátt í mótinu. I næstsíðustu umferöinni vann Flug- leiöasveitin Singapore Airways 3—1 og í þeirri síðustu vann hún spánska flug- félagið Aviaco 3—1. Sveit Flugleiöa skipuðu þeir Elvar Guðmundsson, Björn Theódórsson, Höröur Jónsson og Hálfdán Hermanns- son. Flugleiöir hafa einu sinni áöur unnið þetta mót. Þaö var árið 1978 er þaö var háð í fyrsta sinn. Samhliða flugfélagakeppninni fór fram einstaklingskeppni milli farar- stjóra og varamanna. Andri Hrólfsson sigraöi, hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. Spánverji varð annar en þriöji varö Frímann Benediktsson. ; _____________-KMU. Nafnasamkeppni Flugleiða: Geysimikil þátttaka Skilafrestur í hugmyndasamkeppni Flugleiöa um nöfn á vélar félagsins rann út nú um mánaðamótin. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaöafull- trúa Flugleiða, er ljóst að þátttaka er mjög mikil og fjöldi tillagna skiptir hundruðum. Fólk hefur jafnvel hringt frá stöðum sem ekki er flogið til svo aö áhuginn er bersýnilega mikill, sagöi Sæmundur. Dómnefnd skal skila niöur- stööum sínum fyrir 15. janúar, en í henni sitja E jöm Theódórsson, Leifur Magnússon og Olafur Stephensen. Þaö eru átta til tíu vélar sem hljóta munu nafngift. -PÁ. Tvöinnbrot um helgina Brotist var inn í smásöluverslunina Flórída á Hverfisgötu um helgina. Inn- brotsþjófamir, tveir ungir piltar 12 og 14 ára, voru stöðvaðir að verki. Jafnframt var brotist inn í matsölu- staöinn Lækjarbrekku aðfaranótt sunnudags. Litlu var stolið. Málið er í rannsókn hjá rannsóknarlögreglunni. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.