Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 3
DV. MANUDAGUR10. JANUAR1983. Starf björgunarsveitarinnar Ingólfs hefur aðallega falist í því að leita að bflum. Sveitin er nú með sjö og átta bfla i þvi að draga upp fasta bfla víðs vegar í borg- inni. DV-mynd Einar Olason Björgunarsveitin Ingólfur: Hef ur þrjá snjóbíia úti á slökkvi- stöðvum borgarinnar sveitin stendur sjálf undir kostnaðinum við björgunarstarfið íóveðrinu „Hjá okkur er búiö aö vera mikið annríki,” sagði Böövar Ásgeirsson hjá Björgunarsveitinni Ingólfi í samtali viö DV. „Við höfum 3 snjóbíla úti á slökkvistöðvunum í borginni, 1 meö sleða fullan af brunadælum í Arbæ og 1 til 2 í öskjuhlíöinni. Þar er einnig fjór- hjóladrifsbíll af Unimog-gerð, sem mikið er notaður í sjúkraflutningum og í brunaútköllum. I gærdag og fyrrinótt voru 2 menn frá Ingólfi á vakt í hvorri slökkvistöðinni.” Mikill f jöldi manna hefur tekið þátt í hjálparstarfi Björgunarsveitarinnar Ingólfs. Á laugardag voru til dæmis 50 manns úti þegar mest var. Aðfaranótt fimmtudags fóru menn frá Ingólfi á snjóbíl upp á Skálafell með viðgerðarmenn frá símanum. Simasamband hafði farið af á Suður- landi vegna þess að sendir sló út á Skálafelli. Lagt var af stað um 6 leytiö um morguninn. Hægt var að keyra eftir stikum hluta leiðarinnar en síðan varð að ganga fyrir bílnum vegna þess að ekki sást út úr augum. Þegar upp var komiö þurfti að halda viö rúðurnar í bílnum, svo mikill var veðurofsinn. Strax og þessu lauk og komið var í Mosfellsdal var snjóbíllinn þegar send- ur í aö flytja sjúkan mann sem þurfti að komast á sjúkrahús frá Reykjadal og niður á veg, þar sem hægt var að setja hann í annan bil. „Starfið hjá okkur hefúr aðallega falist í því aö leita að bílum,” sagði Böðvar, „það er verið að hringja og segja frá fólki sem á að vera hér og þar á feröinni. Við erum með 7 og 8 bíla úti að draga upp fasta bíla víðs vegar í borginni.” Böðvar sagði að kostnaðurinn við þetta væri greiddur af eigin fé sveitar- innar. „Þetta er kostað af okkur sjálfum og þýðir aö það þarf að taka meira á að safna fé.” endast æfilangt. Þetta er mjög vel hönnuð reiknivél sem hefur alla algengustu reiknimöguleika, igjöf sem vert er að reikna með. Skipholti 19 sírai 29800 ATHUGIÐ: Borgar sig upp í rafhlöðukostnaði á tveim tilþrem árum. Þér er ekki sama hver matreiðir þorramatinn... Fyrsta flokks hráefni og margra ára reynsla Lárusar Lofts- sonar tryggja þér þorramatinn eins og þú vilt hafa hann. Fyrirtæki, átthagaféiög, starfsmannahópar Dragiö ekki að panta þórramatinn úr veislueldhúsi Veitingamannsins. Leitiö tilboöa. Bjóöum einnig úrval síldarrétta og pottrétti meö þorramatnum á veisluboröiö. Þorrablótiö heim — ódýrasta veisla ársins Sendum þorraveisluna heim í trogum. VEITINGA Allt tilbúiö beint á veisluboröið. MADURINN Ödyrasta veisla sem vol er a. Sími g688o Sími 86880 t V JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.