Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 29
DV. MÁNUDAGUR10. JANUAR1983.
37
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Frida, hvar fékkstu þessa hár-
greiðslu fyrir tuttugu árum? Jé, hún
hefur he/dur betur breyst hún Frida
— og til batnaðar finnst okkur. Nú
er hún komin með stutt hár og
öriítið fiönkað.
Agnetha var dœmigerður sœnskur
kvenmaður þegar hún gifti sig.
Með sitt, Ijóst hár og frekjuskarð.
Nú er hún orðin dömulegri og
skarðið hefur horfið.
■
Margt af okkar basta íþróttafólki og helstu framámenn íþróttamála
sátu kvöldverðarboð Adidas-umboðsins eftir að tilkynnt höfðu verið
úrslit i kjöri iþróttamanns ársins i hverri iþróttagrein.
D V-m ynd Friðþjófur.
ÍÞRÓTTAMAÐUR
ÁRSINS í HVERRI
IÞROTTAGREIN
Fyrir skömmu voru kunngerð
úrslit I k jöri því sem Iþróttasamband
Islands, Adidasumboðið á Islandi og
Frjálst framtak hf. standa árlega
fyrir um „íþróttamann ársins” í
hverri íþróttagrein. Sjá stjómir
sérsambandanna innan ISI rnn
kjörið í flestum greinum. Þau sem
kjörin voru í þetta skipti voru þessi:
Sundmaður ársins: Ingl Þór Jóns-
son, Akranesi
Blakmaður ársins: Leifur Harðar-
son, Þrótti
Golfmaður ársins: Sigurður
Pétursson.GR
Skiöamaður ársins: Einar Ölafsson,
Isafirði
Handknattleiksmaður ársins:
Kristján Arason, FH
Badmintonmaður ársins: Broddi
Kristjánsson, TBR
Skotmaður ársins: Carl Eiriksson,
SR
Siglingamaður ársins: Gunnlaugur
Jónasson, Ymi
Lyftingamaður ársins: Jón Páil
Sigmarsson, KR
Knattspymumaður ársins:
Þorsteinn Bjamason, IBK
Júdómaöur ársins: Bjarai Ásg.
Friðriksson, Armanni
Glímumaður ársins: Pétur Yngva-
son.HSÞ
Frjálsíþróttamaður ársins: Oddur
Sigurðsson, KR
Borðtennismaður ársins: Asta
Urbancic, Erninum
Körfuknattleiksmaðurársins: Linda
Jónsdóttir, KR
Fimleikamaður ársins: Kristín
Gísladóttir.Gerplu
Iþróttamaður ársins úr röðum
fatiaðra: Elísabet VOhjáimsdóttir,
IFR
Allir verðlaunahafamir fengu
glæsUeg eignarverðlaun frá Frjálsu
framtaki og sátu siðan kvöldverðar-
boð sem Adidas-umboðið bauð til.
-klp-
EHsabet Vilhjálmsdóttir ÍFR tekur við verðlaununum sem besti iþrótta-
maður ársins 1982 úr röðum fatiaðra. Magnús Hreggviðsson hjá Frjálsu
framtaki afhendir henni verðlaunin, en auk hennar fengu 16 aðrir slik
verðlaun að þessu sinni.
D V-m ynd Friðþjófur.
Abbababb,
að sjá gömlu
myndimar
Heston og frú á siglingu fyrir framan konungshöllina i Stokkhólmi.
Þau láta fara vel um sig og njóta greinilega siglingarinnar. Með þeim á
myndinni (lengst til vinstri) er sænsk blaðakona, Lena Brave.
HETJAN HESTON
— nei, ég meinti Charlton Heston
—af okkur
Vinkonur okkar, þær Frida og
Agnetha í hljómsveitinni Abba, eru
alltaf jafnfallegar. Það er þó gaman aö
sjá hversu mjög þær hafa breyst í útliti
með aldrinum. Við emm ekki frá því
að þær hafi hreinlega fríkkað.
Við birtum hér myndir af þeim á
yngri ámm og aftur eins og þær líta út í
dag. Frida er nánast óþekkjanleg frá
því að hún var um tvítugt. Þá með
langt og sítt hár, greitt á þáverandi
heföbundinn hátt. Auk þess var hún
nánast dauf til augnanna, meö daufan
augnsvip eins og þaö er kallað. Og
klæönaður hennar var einnig í
samræmi við þáverandi tísku. I dag er
Frida komin meö stutt hár og örlítið
pönkað. Nóg er af fötunum enda konan
rík eins og hitt Abba-f ólkið.
Agnetha, sem nú er 32 ára að aldri,
virkar í dag nánast bamaleg eftir að
hún gifti sig, er með langt, slítt og ljóst
hár og með dæmigert sænskt útlit Þá
var hún með heljarmikið frekjuskarð
eins og við mörlandinn nefnum það. En
nú er útlit hennar annað. Skarðið hefur
horfið og hún er með dömulegri hár-
greiöslu.
Eitt hefur þó ekki breyst hjá þeim
stöllum, þær syngja alltaf jafnvel. Og
kannski aö þær „kyssi líka kennar-
ann” á sama hátt og áður, hver veit?
Hetjan af öllum hetjum hefur
leikarinn Charlton Heston stundum
verið kallaöur. Reyndar ekki að
ástæðulausu, því hann hefur oftast
leikið klára manninn, sem reddar
öllu sem aðrir eru búnir aö klúðra.
Heston var ekki alls fyrir löngu í
Svíþjóð með konunni sinni, Lydiu.
Þau eru búin að vera gift í yfir
þrjátíu ár, sem þykir mjög gott
þegar Hollywoodar eiga í hlut.
Þegar þau ferðuðust um Svíþjóð
var hún stöðugt með myndavélina á
lofti, en hún þykir kunna nokkuð
fyrir sér í ljósmyndafræöum.
Ástæðan fyrir för þeirra hjóna til
Svíþjóðar var sú að Charlton var að
kynna þar nýjustu myndina sína,
Glóandigull.
Viö efum ekki að hann hefur sagt
með kimni að hún væri ný, æsispenn-
andi, bandarísk sakamálamynd í
panavision.