Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR10. JANUAR1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Heimilisbókhaldið: Heildargjöld tíu fjölskyldna tæp hálf milljón króna rúmar tíu þúsund krónur á mann Mörgum finnst martröð að leggja i verslunarferðir vegna verðiagsins, en þessi fjölskylda hefur notið jólainnkaupanna. Heimilisbókhald DV hefur aðal- lega veriö uppbyggt á kostnaöi neyt- enda í mat- og hreinlætisvörum. Þeg- ar viö reiknum út mánaöarlega meöaltal í matarkostnaöi er fyrst reiknaö út meöaltal einstaklings og tölur frá öllu landinu í því dæmi aö sjálfsögöu og er útkoman lands- meðaltal. Síöan er reiknað út meöaltal á ein- stakling á hverjum staö fyrir sig og aö síöustu er reiknaö út meöaltal á einstaklinga innan hinna ýmsu fjöl- skyldustæröa. Kostnaöur í mat og hreinlætisvörum er sem sagt lagður til grundvallar í okkar heimilishaldi. Á upplýsingaseðlum DV er einnig annar liöur og þaö er liöurinn — ann- aö — og er yfir önnur heimilisút- gjöld. Líklega er á helmingi inn- sendra seðla einnig tölur í liönum annaö. I mörgum tilfellum fáum viö líka send bréf meö upplýsingaseölun- um þar sem fólk gerir grein fyrir öll- um sínum útgjöldum og sundurliðar allan kostnað. Lágt meðaltal veldur gremju Við verðum margoft vör viö þaö hér aö þegar fólk hefur lágan mat- arkostnaö veldur þaö frekar gremju en ánægju. Þaö ei hringt í okkur og spurt: Hvernig í ósköpunum kemst. þetta fólk af meö aö eyða undir eitt þúsund krónum í mat fyrir einstakl- ing á mánuöi? Og síðan nefna þeir hinir sömu svimandi háar upphæöir sem þeir verja í mat. Skýringanna hefur oft verið leitaö. Venjulega svara þeir sem eru fyrir neðan meðaltal að þeir spari mikiö í mat, aðeins brýnustu nauösynjar keyptar. Viö fáum oft þau svör aö slátur í frystikistunni sé mikil búbót, svo og kjötbirgöir. Fólk kaupir mat í frystikisturnar á haustin og í október hækkar matarkostnaöurinn af þeim sökum. Aörar skýringar eru líka aö fólk kaupir eitthvert magn af fiski í einu og á hann til góöa í kistunni sinni. Það viröist á þessum dæmum aö frystikistan sé góö fjárfesting. Auövitaö eru ótal aðrar skýringar á lágum matarkostnaöi. Sú nærtak- asta og einfaldasta er aö fólk hefur hreinlega ekki meiri peninga til aö eyða í mat þegar þaö hefur lokiö öör- um fastagreiöslum. Tíu nóvemberseðlar Viö höfum tekið tíu upplýsinga- seöla úr nóvemberseölunum, á þeim öllum eru heildarútgjöld mánaðar- ins.Seðlamir eruvaldirafhandahófi en þó eru þeir úr öllum landsfjórö- ungum. Sumar tölur eru lágar en aðrar mjög háar og eitt enn, fjöl- skyldustæröir eru mismunandi. Viö sjáum m.a. á þessum tíu seölum hvaö matarkostnaöur er misjafn í heildarútgjöldum þessara fjöl- skyldna. Heildarútgjöld eftir útreikningum seðlanna tíu eru kr. 454.360,- sem deilast á 45 einstaklinga. Meöaltal á hvem heimilismann í þessum tíu f jölskyldum er þá kr. 10.097,-. Viö vit- um ekki hve margar fyrirvinnur em í hverri fjölskyldu og ekki hve margir fullorönir eöa hve mörg börn eru í þessum 45 manna hópi. 1 mat og hreinlætisvörur eyða fjöl- skyldurnar kr. 42.583,-, og önnur út- gjöld erukr. 411.777,- Matarkostnaö- ur er 9,37% af heildarútgjöldunum. Seölarnir líta þannig út: Matur og hreinlætisv. kr. 2.053 Annað kr. 17.804 Alls kr. 19.862 Fjöldi heimilisfólks í þessari fjöl- skyldu er þrír, meöaltal í matar- kostnaöi á einstakling kr. 686,- 2.seöill: Matur og hreinlætisv. kr. 4.016 Annað kr. 2.313 AUs kr. 6.329 Fjöldi heimlisfólks er fjórir og meðaltal á einstakling í mat em kr. 1.004.-. Hér er matarkostnaöur yfir 60% af heildarútgjöldum fjölskyld- unnar. 3. seöill: Matur og hreinlætisv. kr. 6.750 Annað kr. 110.702 Alls kr. 117.452 Heildarútgjöld á þessum seöli eru mjög há en meðaltal í matarkostnaöi í lágmarki, hér er um að ræöa ellefu manna fjölskyldu og er því meöaltal á einstakling kr. 614.-. Meöaltal af heildargjöldum tæpar 11 þúsund krónur. 4. seöill: Maturoghrænlætisv. kr. 2.621 Annaö kr. 5.440 Alls kr. 8.061 Fjórir eru þarna í heimili og mat- arkostnaðurþvíkr. 655,-ámann. 5. seðill: Maturoghreinlætisv. kr. 3.250 Annaö kr. 80.788 Alls kr. 84.038 Matarkostnaöur skiptist á þrjá heimilismenn og er kr. 1.083.-. önnur útgjöld geysilega há, og meöaltal á einstaklingana þrjá rúmar 28 þúsund kr. 6. seðill: Maturoghreinlætisv. kr. 2.943 Annaö kr. 23.381 Alls kr. 26.324 Hér eru heimilismenn einnig þrír og meöaltal í matarkostnaöi kr. 981,- sem er undir landsmeöaltali nóvembermánaöar (kr. 1220.-). 7. seöiU: Matur og hreinlætisv. kr. 3.496 Annað kr. 28.125 Alls kr. 31.621 Heimilismenn fjórir og meöaltal (mat) kr. 874.-. 8. seöill: Maturoghreinlætisv. kr. 8.600 Annaö kr. 30.500 Alls kr. 39.100 Heimilismenn f jórir og meöaltal í mat kr. 2.150.-, en af heildarútgjöld- um f jölskyldunnar tæpar tíu þúsund krónur. 9. seðill: Maturoghreinlætisv. kr. 5.818 Annaö kr. 33.788 Alls kr. 39.606 Heimilismenn eru sex og meöaltal kr. 970 - fyrir mat og hreinlætisvör- ur. 10. seöill: Maturoghreinlætisvörur kr. 3.031 Annað kr. 78.936 Alls kr. 81.967 Hér deilist matarkostnaöur meö þremur sem er fjöldi heimilismanna og er rúmar þúsund krónur á mann. Heildarútgjöld eru yfir 27 þúsund krónur á einstakling. Þessarheildar- tölur allar segja okkur aö matar- kostnaöur er tæp 10% af heildarút- gjöldum, annar kostnaöur um 90% af útgjöldum. Varla er um annaö aö ræöa en aö töluveröur framkvæmda- kostnaður sé í nokkrum dæmunum, menn hljóta t.d. að vera í byggingar- framkvæmdum eða bílakaupum. A aðeins einum seöli var matar- kostnaöur hærri en önnur útgjöld. Þær raddir heyrast oft aö „allar tekj- ur” heimilismanna fari til matar- kaupa, slík sé dýrtíðin. Dæmin hér á undan frá fjölskyldunum tíu afsanna ekkert eöa sanna, þau bregöa aöeins upp mynd aí því að tekjur flestra heimila þurfa að vera drjúgar svo að jafnvægi sé á gjöldum og tekjum. -ÞG ^ ELECTROLUX Þad þarf ckki að hita upp örbylgjuofnínn. Fullur siyrkur nœsu á broti úr sekúndu. Hinn ejginlcgi híti rnyndasi í mainum sjálfum og ckkert brennur í örbylgjuoíni. örbylgjuofninn cyðtr rafmagni á víð eina meðal liósapcru. Öll venjulcg maireiösíu tckur skcmmri tíma og þú uppgótvar nýjar víddir i matrcidslu möguleikum. fcf þú villt vita vntt meira pantardu þér upplýsingabluð i sima 32107 milli 10—12. * Já, þessi Örbylgjuofn er alveg ótrúlegur hvaó veróur það ntest...! Sælkermatur á nýju bragð- og hraðameti RAFTÆKJADEILO - SlMI 86117 Hve miklu eyðir örbylgjuof ninn? Rafmagnávið eina Ijósaperu —teygjanlegt hugtak Vörumarkaðurinn auglýsti mikiö Electrolux örbylgjuofna núna fyrir jól- in. I einni auglýsingunni stóö „örbylgjuofninn eyðir rafmagni á við eina meöal ljósaperu”. Hingað hringdi maöur sem sagöi að þetta gæti ekki veriö rétt. Meöal ljósapera eyddi þetta 40—60 vöttum en örbylgjuofninn hlyti aö eyða að minnsta kosti tíu sinnum meiraenþetta. <-----------------m Augiýsing um Eiectroiux örbyigju- ofninn. Inn á hana eru feiidar upp- lýsingar um eyðsiu hans á raf- magni. Þaö reyndist rétt vera. I upplýsinga- bæklingi sem liggur frammi í Vöru-, markaönum segir að ofninn þurfti 600 vött. Viö spuröum tvo menn hjá fyrir- tækinu hvernig á því stæöi aö svona væri auglýst. Andrés Sigurðsson sagöi aö meö aug- lýsingunni væri verið aö reyna aö undirstrika þaö hve litlu rafmagni ofn- inn eyddi miöaö viö venjulegan bökunarofn til dæmis. örbylgjuofnar væru í mjög mörgum tilfellum aðeins hafðir í gangi 1—3 mínútur til aö hita mat. Færi margfalt minni orka í það en að hita matinn á annan hátt. Leifur Núpdal tók undir þessar röksemdir. Hann sagöi auglýsinguna unna upp úr sænskum bæklingi um þessa ofna. Taldi hann aö með sanni mætti segja aö ofninn eyddi ekki meiru en ein ljósa- pera þar sem eyðslan væri þaö lítil að hún skipti hreinlega ekki máli frekar en eyðsla einnar peru. Taldi hann aö fólk hugsaöi í samhengi sem þessu og hefði veriö að reyna aö benda því á þaö. Sigríöur Haraldsdóttir á skrifstofu verölagsstjóra var ekki á sama máli. Hún veitti, sem starfsmaður stofnunarinnar, fyrirtækinu áminningu fyrir þessa auglýsingu. Taldi hún hana brjóta í bága við 27. grein laga um verölag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viöskiptahætti frá árinu 1978. I þeirri grein er tekið fram aö ekki megi veita rangar, ófull- nægjandi eöa villandi upplýsingar í auglýsingum. DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.