Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 13
DV. MANUDAGUR10. JANUAR1983. 13 A Þessi grein og aðrar, sem birtast kunna ^ eftir mig í DV, eru ekki ætlaðar fram- sóknarmönnum. — Höfundur. atkomandi reiðinnar, og því ekki munaðarlaust. Dagurinn kom seint og ég held að sól- in hafi aldrei náð að líta gjaldþrota landið; náð að senda því sérstaka nýárssól, heldur aðeins veikt bros gegnum hríðina og höggmyndimar hans Sigurjóns Olafssonar, á Haga- torgi, risu einar gegn þögninni miklu. Nú er hann farinn, maðurinn sem var svo hamingjusamur og flinkur í höndunum, að hann gat smíðaö drauma sína. Flest gekk eftir með venjulegum hætti, að ég hygg um þessi áramót. Stalínverðlaun útvarpsins til rithöf- unda voru afhent með venjulegum hætti í miöaldamyrkrínu á Þjóðminja- safninu, innan um aðra ryðgaða muni og fúin bein. Núna var það Nína Björk, sem varð að vera aldeilis hlessa í þessu peningaspili Alþýðubandalags- ins. En það bjargar þó miklu að Nína er ágætt ljóðskáld og er veí að sínum verðlaunum komin. I hádegisútvarpinu fékk svo þjóðin aö vanda, að vita það hjá lögreglunni og slökkviliðinu, hvernig hún hefði skemmt sér um nóttina, og þá kom í ljós að árið hófst með nýrri sorg og þjáningu. Forseti vor og forsætisráðherra fluttu sinn áramótaboðskap, og var alveg ljóst af því tali, að við lifum á erfiðum tímum, eins og reyndar var vitað fyrir. Þjóðin sem áður átti allt sitt undir sól og regni á nú allt sitt undir skreið og öðrum botnlægum auðæfum. Og þaö sama mun gilda um árið 1983, sem er þriöja ár eftir hlaupár og fjórða ár eftir sumarauka, eins og það er skil- greint í almanaksfræðunum. Öllum er því ljóst, að þrengingar eru framundan og að vígásar hafa verið reistir af því tilefni viö dyr ríkis- fjárhirslunnar og aðra þá staði þar sem lauslæti hefur viðgengist í peningamálum. tslenska þjóðin leitar nú nýrra út- gönguleiða í vanda sínum og vonandi finnast þær. Eg held að öllum sé það nú ljóst, að vandi heimsins er ekki aðallega peningalegur. Styrjaldir og illindi eru daglegt brauð viða um heim. Þetta fengum við að sjá, m.a. í fréttasyrpu í sjónvarpinu, þar sem hlaupið var á seinasta ári. Mér þótti það áhrifamikið hjá sjónvarpinu að minnast ástands- ins í Afghanistan nánast með þögn, sem er líklega skæðasta vopn hins sið- aða manns. Gleðilegtár! Jónas Guðmundsson, rithöfundur. Áríð 1983 verður Magnusar úrslitaár í Evrópu sr* Veru/eikafölsun Veigamesta athugasemdin sem ég vil gera við skrif Magnúsar er sú að það snertir hvergi þann raunveruleika sem við ættum að lifa og hrærast í. Ekki þarf nema rétt að líta í erlend blöö frá því milli jóla og nýárs til þess að sannfærast um þessa veruleikaföls- un fasts dálkahöfundar í DV. Ekki dettur mér í hug að saka Magnús Bjarnfreðsson um fáfræði. En meira að segja sá gamli erkirefur Richard Milhouse Nixon áttar sig á að menn geta ekki lifað í draumaheimi CIA. I bandaríska vikuritinu Time er hann að gagnrýna samningamennsku Reagans Bandaríkjaforseta í vígbúnaðarmál- um, en hún felst sem kunnugt er í að vígbúast til þess aö geta afvopnast. Og flestum er reyndar kunnugt að það verður æ almennara viðhorf meöal stjómmálamanna vestra að stefna Reagan-stjómarinnarsé óraunhæf. Núll-lausn Reagans óraunhæf Ef aöeins er litið á Evrópuhlið þess- arar stefnu þá standa um það átök hvort byrjað verður að setja niður hin- ar nýju meðaldrægu flaugar Banda- ríkjamanna í ríkjum Vestur-Evrópu í lok þessa árs. I raun snúast átökin um það hvort unnt reynist að stöðva k jam- orkuvopnakappið áður en næsti hring- urverðurhlaupinn. Samkvæmt hínni tvíþættu ákvörðun NATO frá því í desember 1979 á að koma fyrir 572 Evrópuflaugum — 464 Tomahawk stýriflaugum og 108 Per- shing II — í Vestur-Þýskalandi, Italíu, Belgíu, Hollandi og Bretlandi. Magnús Bjarnfreðsson segir að þetta sé svar við ákvörðun Sovétstjórnarinnar um að endurnýja SS-4 og SS-5 flaugar sín- ar með SS-20, sem hver flaug ber þrjá sprengjuodda. Aðrir fræðimenn halda því fram að hér sé um tvær ótengdar ákvarðanir að ræða. Evrópuflaugum Bandaríkjanna sé ekki ætlað að granda SS-20 heldur að ná á skömmum tíma til helstu stjómstöðva Sovét- manna í hernaði og iðnaði. Nýju Evrópuvopnin muni breyta vígstöð- unni á dramatískan hátt og kalla á andsvör. Við getum látið það liggja á milli hluta hér hversu haldbær rök af þessu tagi eru. Hitt er víst að á síðustu mán- uöum hafa vestur-evrópskir sósíal- demókratar, sem hingað til hafa verið taldir stofuhæfir innan NATO, haldiö því fram að samningstilboð Vestur- landa í Genf — hin svokallaða núll- lausn Reagans — sé óraunhæft. í fyrsta lagi sé ekki fullreynt hvort einhverjir samningar um samdrátt í kjarnorkuvígbúnaði náist og því liggi ekki á að láta NATO-samþykktina koma til framkvæmda. í öðru lagi sé núll-lausnin ósann- gjarnt samningstilboð, því ekki sé gert ráð fyrir vaxandi kjarnorkuherafla Breta, og Frakka, þegar NATO býðst til að hætta við nýju Evrópuvopnin gegn því aö Sovétmenn fjarlægi allar meðaldrægar eldflaugar sínar í Evrópu — SS-20, SS-4 og SS-5. Þetta er að veröa lína norska Verka- mannaflokksins og Knut Frydenlund, fyrrum utanríkisráðherra Norð- manna, hefur viðrað gagnrýni af þessu tagi opinberlega. Denis Healey, einn af leiðtogum breska Verkamannaflokks- ins, gerði grein fyrir svipuðum skoðun- um í breska blaðinu Observer skömmu fyrir jól. Sjónarmið þessi hafa einnig hlotið stuöning vestur-þýskra krata. Og skemmst er þess að minnast að danskir kratar og sósíalistar hafa ný- verið knúið það fram á þingi að Danir veiti ekki fé til undirbúnings vegna Evrópuflauganna að svo stöddu. Slík framlög eru hitamál á fleiri þjóðþing- um í Vestur-Evrópuríkjum. Sú tillaga sem nú nýtur stuðnings vestur-evrópskra krata var upphaf- lega sett fram af Paul Warnke, sem fyrrum var samningamaður Banda- ríkjastjórnar í SALT-viðræðunum. Hann leggur til að NATO hætti við áform sín um ný Evrópuatómvopn gegn því að Sovétmenn fjarlægi 580 sprengiodda úr vopnabúri sínu í Evrópu. Þetta þýðir að Rússamir eiga að f jariægja allar 280 SS-4 og SS-5 að viðbættum 100 SS-20, sem bera þrjá sprengiodda hver. Athyglisvert er að þessi hugmynd er því sem næst eins og síöasta samningstilboð Sovétmanna í Genf, sem Bandaríkjastjóm hefur vís- að á bug. Theo Sommer, sá er áður var vitnað til.tekur undir það í Newsweek að núll- lausnin sé ósveigjanleg. Meö því að bjóða ekki upp á neinn milliveg né könnun á því hvaða leiðir aðrar séu færar sé Bandaríkjastjóm að færa mönnum heim sanninn um að hún sé ekki að semja í alvöru. Vegna þver- móðsku sé hætta á að Bandaríkja- stjóm egni almenning í Vestur-Evrópu á móti sér, þannig að hún komi NATO- áætluninni frá 1979 aldrei af staö, hvaö þá meira. Það er hvorki friðarhreyfingunum að kenna, né heldur þeim f jölda stjóm- málamanna, blaðamanna og sérfræð- inga, sem tekið hafa undir sjónarmið þeirra að hálfu eða öllu leyti, að Sovét- stjórnin hefur skorað hvert áróðurs- markið á fætur öðru í vígbúnaðarum- ræðunni. Áróðursleikurinn mundi snú- ast við ef Bandaríkjastjórn sýndi sveigjanlegri afstöðu, tæki mark á út- breiddri gagnrýni, og kæmi með raun- særri samningstilboð. Almenningsábtiö í heiminum er sterkt afl sem hvorugt stórveldið vill hafa á móti sér til lengdar. Og í vígbún- aðarmálunum er það bæði vel upplýst og ásækið um þessar mundir. Mikitvæg úrslit 1983 Eins og Magnús Bjarnfreðsson tekur raunar fram hafa bæði risaveldin staðið við samninga þegar þeim svo sýnist. Með nútímatækni er auðvelt að fylgjast með því hvort samningar eru efndir og þeir eru margir vestan megin tjalds sem vilja láta reyna á orðheldni nýs leiðtoga Sovétríkjanna. Friðar- hreyfingamar fyrir sitt leyti krefjast þess að nýjar leiðir verði farnar í af- vopnunarmálum vegna þess að hinar gömlu hafa leitt til sívaxandi vígbún-* aðar sem ógnar öllu jarðlífi. Mikilvæg úrslit ráðast á þessu ári og á þeim get- ur oltið hvaöa stefnu mál taka á næstu árum. Um hin dýpri rök vígbúnaðarkapps- ins hefur' ekki verið rætt í þessari grein. En af hvaða ástæðum sem það nú er þá eru þeir því miður einnig margir, sem telja sig vera — eins og Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra — skuldbundna til þess að fylgja NATO-ákvörðuninni frá 1979 í blindni meöan Reagan-stjóminni svo þóknast. I þeim hópi er Magnús Bjamfreðsson og þar má hann vera, en vonandi held- ur hann sér við veruleikann í DV á nýja árinu, þó að hann komi ekki heim og saman við þá heimsmynd sem hann vildi hafa, og lætur sér nægja að gefa út reyfara um ógnir friðarhreyfing- anna fyrir næstu jól. Einar Karl Haraldsson N ritstjóri Þjóðviljans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.