Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 32
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍOUMÚLA 12—14 MANUDAGUR 10. JANÚAR 1983. VEÐRIÐ: Síðasta stóra lægðiníbili? „Það er enn ein lægðin á leið austur- yfir landið sem veldur veðrinu," sagði Guðmundur Hafsteinsson veður- fræöingur í samtali við DV í morgun. Að sögn Guðmundar var lægðarmiðjan að nálgast Reykjanes í morgun og á leiö austur yfir sunnanvert landiö. Sennilega verður eftir lægðardrag yfir miðju landi þegar lægðin verður farin og veldur úrkomu eittbvað áfram. Vestanátt og éljagangur verður áfram í Reykjavík og um sunnanvert landið í dag. Fyrir norðan má búast við norðaustanátt og snjókomu í allan dag. Ekki fylgir eins mikill vindur þessari lægð eins og tveimur síðustu og geta menn gert sér vonir um að ekki sé von á stórri lægö alveg á næstunni, að minnsta kosti fram á miðvikudag. Búast má við að fram aö því verði noröanátt um land allt, él veröi fyrir norðanogaðléttitilsunnanlands. -ás. VESTFIRÐIR: Fimm hundruð manns — bíða eftirflugi Mjög bagalegt ástand er nú á sam- göngumálum á Vestfjörðum. Flug hef- ur gengið illa og menn muna ekki ann- að eins í langan tíma. Flugleiðum hef- ur ekki tekist að fljúga hingað nema einn dag á þessu ári, en þaö var á Isa- fjörð á föstudaginn og náðust þá tvær ferðir af sjö. Ekkert hefur veriö flogið á Patreksfjörð eða Þingeyri og enn er ekkert útlit fyrir flug. Fimm hundruð manns bíða nú eftir flugi héðan. Land- helgisgæslan ætlar aö hlaupa undir bagga og flytja farþega til Reykja- víkur í dag og mun hún smala saman um 120 farþegum. Nú er mikill snjór á Vestfjörðum og segjast bændur viö Isafjaröardjúp ekki muna annað eins lengi. Annars er allt gott að frétta af mannlífinu og væsir ekki um Vest- firðinga að undanteknum samgöngun- um. V.J. Isafirði -óbg. „Erfið ferð” „Þetta var feikilega erfið ferð. Búin að taka nær þrjá sólarhringa og lítið verið hægt að sofa,” sagði ErUngur Olafsson, garðyrkjumaöur í MosfeUs- sveit, í samtali við DV í gærkvöldi en hann var þá nýkomin heim. ErUngur lagði af stað f rá HvolsveUi, ásamt sjö öðrum mönnum, í Þórsmörk á fimmtudagskvöldið tU að ná í jeppa sem þar voru skildir eftir um síðustu helgi. „Það var geysUegur snjór á leiðinni og meira eftir því sem innar dró. Við vorum nær tvo sólarhringa inn eftir en einntilbaka.” -JGH. KVENNAFRAMBOÐIÐ í REYKJAVÍK: Mikill áhugi á framboði til þings Kvennaframboöið í Reykjavík hélt almennan félagsfund í gær þar s^m rætt var um hvort bjóða ætti fram í komandi alþingiskosningum. Engin endanleg ákvörðun var tekin. Var samþykkt tiUaga þess efnis að ákvörðun yrði ekki tekin strax en athugunum á máUnu haldið áfram. A fundinum, sem var mjög fjölmenn- ur, kom fram mUcUl áhugi á að Kvennaframboðiö byði fram til Alþingis. „Við munum ekki láta þessar kosningar fram hjá okkur fara,” sagði ÞórhUdur Þorleifsdóttir í sam- tali við DV í morgun, er hún var innt áUts á þessu máU. „Þótt við förum ekki í framboð þá þurfum við að vinna okkar undirbúningsvinnu fyrir þessar kosningar og koma okkar sjónarmiðum á framfæri.” Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðsins í Reykjavík, sagði að frekari ákvarðanir myndu bíöa næsta félagsfundar aö mánuði Uðnum. Á þeim tíma yrði haldið áfram undirbúningi að almennri stefnuskrá um þjóðmáUn. „Það sem mestu máli skiptir er að ákvörðunin verði byggð á rökum og réttu mati en ekki tilfinningum,” sagði Guðrún Jónsdóttir. ÖEF í vændum um áramóta- bjargráðin „Þetta eru þær aðferðir sem við síst vildum og viðstyðjum þær ekki,” sagði Olafur G. Einarsson, formaöur þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, um ára- mótabjargráö ríkisstjórnarinnar. „Málið er orðið miklu stærra en látið var í veðri vaka við okkur fyrir ára- mót,” sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Olafur sagði þaö komið undir því hvað væri í vændum til þess að ljúka þessu þingi og boða kosningar, hvort sjálfstæðismenn léðu máls á að hleypa þessum aðgerðum lengra. „Það má vera að sýna verði ríkisstjórninni í tvo heimana til þess að knýja fram þing- rof. Og raunhæfum breytingum í efna- hagsmálunum verður ekki komiö á fyrr en nýtt þing hefur verið kosið.” Sighvatur sagði viðhorfin breytt með aðgerðum ríkisstjómarinnar og horf- um á að hlutaskiptasamningar út- gerðar og sjómanna væru úr sögunni. „Við bíðum nú eftir frumvörpum Stein- gríms og tökum enga ákvörðun fyrr en þauliggjafyrir.” Þeir þættir áramótabjargráða ríkis- stjómarinnar sem kalla á lagasetn- ingunáekkiframá Alþingi ef st jórnar- andstaðan snýst öll gegn þeim. HERB Hvenær skyldi þessum andskota linna? DV-mynd: Einar Ólason. Lögbannsmál fyr- ir fógeta í dag? „Það er ekkert komið til okkar um þetta mál,” sagði Davíð Oddsson borgarstjóri, þegar DV innti hann eftir gangi lögbannsmálsins vegna fargjaldahækkunar strætisvagn- anna. „Eg veit ekkert meir um þetta mál en það sem þegar hefur komið framífjölmiðlum.” Aðspurður sagði Davíð Oddsson að borgaryfirvöld myndu huga að gagn- aðgerðum þegar úrslit máisins lægju fyrir. Hjá Verölagsstofnun svaraði Gísli Isleifsson lögfræðingur, þegar hann var spurður um gang málsins, að máliö væri tilbúið frá hans hendi. Skrifstofur borgarfógeta opnuðu klukkan tíu og fyrr fengi hann ekki tækifæri til þess að semja við þá um það hvenær málið yrði tekiö fyrir, en líklega yrði lögbannsbeiðnin lögð fram í dag. Hvenær málið yrði síðan tekið fyrir og úrskuröur gefinn vildi hann ddd segja um. Þaö væri að vísu tilgangur lögbannsmála að fá úr- skurð fljótt, en slík mái gætu þó dregist eitthvað og færí það eftir því hvaö fógeti gæfi gagnaðila langan tíma til aö undirbúa sinn mái- flutning. Ef lögbannsbeiðni Verðlagsstofn- unar verður tekin til greina verður stofnunin síðan að höfða mál því til staðfestingar innan ákveðins tíma. -óbg. Þungfærtágötum Reykjavíkur — einkum f Breiðholti ogÁrbæ I 5 i i Mjög þungfært var í Reykjavík í morgun og sums staðar ófært, einkum í Breiðholti og Árbæ. Leiðin frá Kópa- vogi í bæinn tepptist í morgun vegna smábíla sem sátu fastir. Gatnamála- stjóri sagði í morgun að aðalleiðir væru allar færar en hætta væri á ófærð eða ófært í Seljahverfi, Jaðarseli og Suðurfelli og jafnframt í Seláshverfi, Selárbraut og Rofabæ innanverðum. Á þessum stööum eru víða miklir snjó- bakkar meðfram vegum, allt upp í tveggja-þriggja metra háir og sagði gatnamálastjóri lítið mega út af bregða til aö ófært yrði með öllu á þessum slóðum. Hann sagði að ef veður héldist ætti þó aö takast að halda öllu opnu víðast hvar. Hjá Vegaeftirlitinu fengust þær upp- lýsingar að þungfært væri víða um land. -ás. i i i i i i á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.