Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR10. JANUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd EBE vill grænlenskan físk fyrir tollafríðindin Harðara tekið á stút við stýrið í Bandaríkjunum Eftir þrjá mánuöi verða Grænlend- ingar að gera upp við sig hvort þeir vilja sigla sinn sjó, frjálsari og fá- tækari, eöa dvelja áfram undir hlýj- um vemdarvæng Efnahagsbanda- lags Evrópu. Á síöasta vori ákváðu þeir í þjóðar- atkvæðagreiðslu að segja sig úr EBE, en með svo litlum meirihluta að forvígismenn Atassut-flokksins, sem er fylgjandi áframhaldandi að- ild að EBE, telja sig ekki bundna af úrslitunum, komist þeir í stjórn eftir kosningamar 4. apríl næstkomandi. I samtali viö DV sagði Otto Steen- holdt, þingmaöur Atassut á danska þinginu, að flokkur hans væri ákveð- inn í að segja Grænland úr EBE fái þeir svokallaðan OLT-samning við bandalagið, annars ekki. Meö því aö fá þennan samning, sem bandalagið hefur gert við marg- ar fyrrverandi nýlendur bandalags- ríkja, vonast Grænlendingar eftir aö fá tollfríöindi fyrir þann fisk sem þeir flytja til Evrópu. Þessi toilfríð- indi hafa afgerandi áhrif á fisksöl- una tilEBE-landanna. Efnahagsbandalagiö er þó ekki á þeim buxunum að gefa Grænlending- um toUfríðindi fyrir ekkert. Þeir hafa gefið sterklega í skyn aö í stað- inn fyrir OLT-samninginn vUji þeir fiskveiðiréttindi fyrir þýska togara á Grænlandsmiðum. Grænlendingar hafa hingaö til neitað að tengja við- ræðumar, sem nú fara fram um framtíöartengsl þeirra við EBE, við- ræöum um fiskveiðiréttindi á Græn- landsmiðum. Yfirlýsing Atassut um að hugsan- legt sé að flokkurinn sé ekki endUega reiðubúinn að taka Grænland út úr EBE, fái þeir ekki OLT-samning, hefur skaöað mjög samningaaðstöðu Grænlendinga. Harölínumenn innan EBE, V-Þjóðverjar sérstaklega, sem eiga á hættu að veröa reknir frá Grænlandsmiðum við úrgöngu Grænlands, freistast til að neita Grænlendingum um OLT-samning- inn í þeirri von að Atassut vinnikosn- ingarnar og ákveði að segja sig ekki Dauðaslysin í umferðinni í Banda-' ríkjunum er hroUvekja sem valdið hefur mörgum andvöku. Árlegur toUur mannslífa á vegum og strætum slagar upp í mannfall skæðari styrj- alda. Arið 1981 fórust til dæmis 49.125 manns í umferðarslysum í Banda- ríkjunum. En sárast þykir mönnum samt að vita aö um helmingur þessara dauðaslysa verður rakinn til ölvunar og þá aðaUega ölvunar viö akstur. Lengi ríkti í mörgum fylkjumBanda- ríkjanna töluvert frjálslyndi gagn- vart stúti við stýrið. Á seinni árum hefur fóUí, sem misst hefur ástvini sína undir hjólin hjá ölvuðum öku- mönnum, látið sér blöskra, hve vægi- lega hefur verið tekiö á shkum brot- um og skorið upp herör gegn stúti við stýri. Þessi herferö hefur leitt til þess að æ fleiri fylki Bandarikjanna hafa sett strangari lög um ölvun viö akstur og hert viðuHögin. Sú lagasetning og aukiö umferðareftirlit jafnframt virðist nú strax byrjuð að skUa árangri. Núna um hátíöirnar, þegar umferðin er jafnan hvaö mest, veittu - menn því eftirtekt, aö þar hafði dauðaslysum í umferðinni fækkaö um 41%. I Flórída deyja nú þrjátíu færri í hverjum mánuöi í umferöinni. Svipaðar fréttir berast frá ríkjunum þar í mUU. En þessi svæöi eiga það ÖU sameiginlegt aö hafa látið undan þrýstingi áhugafólks á síöustu árum og sett strangari umferðarlög. Átján ríki i Bandaríkjunum hertu á síðasta ári viðurlög við ölvunar- akstri og svipuð lagafrumvörp bíða afgreiöslu í fjórtán fylkjum til viðbótar. Jafnframt hefur í 25 fylkjum veriö færð upp aldurstakmörk þeirra sem fá áfengi afgreitt í verslunum og ölstof um upp í 21 árs. Bandaríkjaþing samþykkti nýlega 125 mUljón dollara fjárveitingu til fylkja, sem ætla að taka hart á ölvunarakstri, og hefur farið fjölg- andi þeim ríkjum sem láta slík brot sjálfkrafa varða fangelsisvist og há- um fjársektum. Jafnframt hefur umferðareftirUt verið aukið mjög með tiUiti tU ölvunaraksturs. Jafnvel Arizóna, sem var með þeim frjálslegri og umburöarlyndari í afstöðu réttvísinnar til ölvunar- aksturs samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta strangari viðurlög, eftir að tvær nunnur létu lífið vegna ölv- aðs ökumanns. Skömmu áður haföi ölvaður ekUl keyrt á bU fuUan af skátadrengjum og valdið nokkrum þeirra bana. í Maryland tók lögreglan eina helgina 1500 ökumenn og lét þá blása í blöðrur, en aUs voru 32 þúsund öku- menn teknir á síðasta ári þar fyrir meinta ölvun við akstur. Árið 1980 voru það aðeins 15.575 handtökur vegna meintrar ölvunar og má af þessum tölum nokkuð ímynda sér hver munur er á framgöngu umferðarlögreglunnar. Dauöaslys- um í umferðinni vegna ölvunar við akstur fækkaði í fyrra um 29% í Maryland. Löggæslumönnum ber flestum saman um það aö það sem hrífi best í þessum efnum er vitneskja öku- manna um að þeirra bíði ströng viðurlög fyrir ölvunarbrot og jafn- framt vitneskja um víðtækt og öflugt eftirlit með minni von um að sleppa við handtöku og engri von um að sleppa við refsingu. úr bandalaginu. Það sem flækir viðræðurnar enn meira er að það eru Danir sem gæta hagsmuna Grænlendinga í viðræðun- um og flestir þeirra eru sannfærðir um að það sé hin mesta flónska hjá þeim að segja skiliö við bandalagið. Þegar fréttaritari DV talaöi við einn þeirra sem eru í Briissel aö semja fyrir Grænlands hönd kom í ljós aö sá vissi ekki einu sinni um fyrrnefnd- aryfirlýsingar Atassut-manna! Grænlendingar flytja árlega út fisk fyrir um einn milljarð íslenskra króna. Mikilvægi EBE-markaðsins sést á því að hann tekur við 2/3 af þessum útflutningi. Embættismaður í danska utan- ríkisráðuneytinu segir að það sé hreint brjálæði að ætla sér að semja undir þessum kringumstæðum. Þaö verði ekki hægt að ná góöum samn- ingi fyrr en eftir kosningarnar í apríl þegar línurnar skýrast. „Grænlendingar myndu þurfa að líða miiuð fyrir að draga sig út úr tveimur eða þremur mánuðum fyrr,”segirhann. En það er fleira en tollfríðindi sem Grænlendingar missa viö úrgöngu úr EBE. Þeir tapa algerlega hinum þýðingarmiklu styrkjum úr félags- og þróunarsjóöum bandalagsins. Þessir styrkir eru samanlagt um 200 milljónir íslenskra króna árlega. Styrkimir úr félagssjóðum hafa nú um árabil borgað helming kostnað- arins við iönkennslu í Grænlandi, en Danir borga hinn helminginn. Fyrir styrkina úr þróunarsjóðnum , hafa verið byggöir og bættir flugvellir, hafnarmannvirki, vegir, orkuver og fleira. I 50.000 manna þjóðfélagi sem á mjög erfitt uppdráttar í harðbýlu landi munar um minna. Siumut-flokkurinn, sem nú er í stjórn, er harðákveöinn í að segja Grænland úr EBE. Forsvarsmenn flokksins segja að þeir geti bætt missinn á styrkjunum með því aö selja fiskveiðileyfi á Grænlandsmið- um. EBE-andstæðingar hafa haldið því fram að Grænlendingar ættu að geta fengið allt að 100 milljónir króna fyrir sölu á fiskveiðileyfum. Sú tala virðist þó byggð á töluverðri bjartsýni og danska utanríkisráðu- neytinu reiknast til aö þeir gætu í mesta lagi fengið 30 milljónir. Norð- menn hafa þegar sýnt áhuga á veiði- réttindum við Grænland í staðinn fyrir, ,þróunaraöstoö.” Oliklegt virðist að Grænlendingar fái ómengaðan OLT-samning á með- an þeir neita algerlega aö tala um fiskveiðiréttindi handa EBE. Líkleg útkoma er að þeir fái „færeyskan” samning. Samkvæmt slíkum samn- ingi myndu Grænlendingar geta flutt tollalaust fisk til Danmerkur og á mjög lágum tollum til hinna Efna- hagsbandalagslandanna. Á móti myndi EBE ef til vill fá forgangsrétt að veiðum í grænlenskri landhelgi, en samkvæmt Hafréttarsáttmálan- um verða Grænlendingar aö hleypa erlendum fiskiskipum inn á miö sin ef þeir geta ekki veitt allan sinn fisk sjálfir og það geta þeir ekki. Undanfarið hafa Grænlendingar ákveðnir stefnt að auknu sjálfstæði. Þeir fengu heimastjóm fyrir f jórum ámm og árið 1985 vonast Siumut- menn til að vera lausir við Efnahags- bandalagiö. Lokatakmarkið, viöur- kenna þeir þegar þeir tala ekki opin- berlega, er fullkomið sjálfstæði. Spurningin er bara hvort þeir hafa efni á því. Þó.G. Danadrottning og forseti ísiands skoða fískvinnslustöð i Qaqortoq. I fískurinn só framtið Grænlands. En geta Grænlendingar selt hann utan Grænlenska þjóðstjórnin og stjórnarandstaðan eru sammála um að | Efnahagsbandalagsins? DV-mynd Þó. G. Þórir Guðmundsson skrífarfrá Kaupmannahöfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.