Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 11
DV. MANUDAGUR10. JANUAR1983. 11 Kjarvalsstaðir: Sýning á verkum ungra listamanna Dagana 5,—20. febrúar nk. veröur efnt til sýningar aö Kjarvalsstöðum á verkum ungra myndlistarmanna. Sýningin er haldin á vegum stjórnar Kjarvalsstaða og er þátttaka miðuð við listamenn 30 ára og yngri. Sérstök dómnefnd f jallar um innsend verk og verður tekið á móti verkunum á mánu- daginn kemur, 10. janúar, frá kl. 10— 18. Greidd verða dagleigugjöld fyrir þau verk sem valin verða á sýninguna. Þá verður og veittur f erðastyrkur og velur dómnefnd úr hópi þátttakenda þann sem styrkinn hlýtur. Þrettándinn á Selfossi: „Smávægileg barnabrek” — segirlögreglan „Þaö var nokkur hópur krakka sem safnaöist saman við Austurveg og Eyrarveg, rétt við ölfusárbrú, en þaö var ekkert að ráði sem var gert. Nokkrir voru þó handteknir fyrir ólæti en við getum frekar kállað þaö smá- vægileg bamabrek,” sagði Jón Guðmundsson yfirlögregluþjónn í samtali við D V. Hann sagði ennfremur aö fimmtán manna lögreglulið frá Reykjavík hefði komið til Selfoss í gærkvöldi og væri það samkvæmt venju. „Annars fór þetta betur fram en áður og það voru engar teljandi bombur sprengdar,” bætti Jónviö. „Já, þetta var friðsamlegt og mjög skemmtilegt þrettándakvöld. Lögreglumennirnir sem komu frá Reykjavík voru til fyrirmyndar, létu ekki stríða sér, voru léttlyndir, ljúfir og kátir í alla staði. Alveg öfugt við þá sem komu hingaö í fyrra og lömdu krakka sundur og saman,” sögðu tveir ungir Selfyssingar í samtali við DV. „Eiga við sjúkleika aðstríða” „Það er ótrúlegt aö nokkur maður skuli vilja hræða samborgara sína með svona hringingum og það er ljóst aö þeir sem þetta stunda hljóta að eiga við mikil bágindi og sjúkleika aö stríða,” sagöi Magnús Einarsson, aðstoöaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, við DV vegna sprengjugabbanna að undanförnu. DV hefur greint frá sprengjugöbbun- um á Hótel Borg og svo í Utvegsbank- anum í Kópavogi í gærmorgun. En síð- degis á fimmtudag bættust svo við til- kynningar um sprengjur í Alþingishús- inu, húsi Almennra trygginga og bóka- verslunarinnar Vedu í Kópavogi. Hús bókaverslunarinnar og Almennra trygginga voru strax rýmd og könnuð en ekkert fannst. Ekkert hafði verið um mannaferðir í Alþingis- húsinu um tíma en þaö var þó kannað. Unnið er að rannsókn aÚra þessara mála. -JGH. „Þaö var lítil drykkja og aðeins kom til smávægilegra slagsmála. -JGH/ás Laugavegi 87 — Sími 10—5—10 Opið laugardaga til kl. 18 Nú er hægt að gera góð kaup í teppum. Okkar ár/ega bútasa/a og afs/áttarsa/a byrjar 10. janúar og stendur í 10 daga. Teppabútar af öl/um mögu/egum stærðum og gerðum með miklum afslætt/ og fjölmargar gerðir gó/fteppa á ótrúlega góðu verði. i m SYGGINGAVORUR HRINGBRAUT 120: Byggingavörur... Gólfteppadeild... Símar: Timburdeild..................28-604 .28-600 Málningarvörur og verkfæri....28-605 .28-603 Flísar og hreinlætistæki......28-430 HRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.