Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR10. JANUAR1983. Spurningin Hvað hefur þú að segja um gengisfellinguna? Erla Kristjánsdóttir tækniteiknari: Ætli þetta sé ekki bara eitthvað sem er alveg nauðsynlegt. Nei, ég vona að veröi ekki önnur íbili. Ólafur Magnússon kennari: Eru þetta ekki bara fastir liðir eins og venjulega. Eg held að enginn sé fylgjandi gengis- fellingu en er ekki alltaf veriö að redda íhom? Óskar Pálsson bilstjóri: Mér líst ekk- ert á hana, hún er alltc' mikil. Nei, hún bjargar engu. Þeir eru alltaf að velta sömu vitleysunni á undan sér. Hjalti Jónatansson öldungur: Eg hef ósköp lítiö um hana að segja. Þetta bara virðist þurfa að vera svona. Ég er enginn spámaður og ætla því ekki að spá um þá næstu. Svava Erlendsdóttir húsmóðir: Eg held að gengisfellingarnar bjargi engu. Það fer allt í sama horfiö eftir 2 til 3 mánuöi. Erlingur Friðriksson, er með Elda- skálann: Eg hugsa að hún sé bara eðli- legt framhald bölvaðrar vitleysunnar. Hefur þú nokkurn tíma bjargað nokkru? Þetta er bara framhald óstjómarinnar. Lesendur Lesendur Lesendur „Fyrir smáyfirsjónir fá menn sektir en það kostar ekkert að stöðva alla umferð iReykjavik" — segir Sigurður Haukur Sigurðsson. Ófærðin: Ráðleggingar lögreglu virtar að vettugi — ætti að banna umferð illa búinna farartækja? Sigurður Haukur Sigurðsson skrifar: Undanfama daga hefur verið óvenju þung færð á götum Reykjavíkur og víðar. í tilkynningum frá lögreglunni var ökumönnum sífellt ráðlagt að fara ekki út í umferðina á illa útbúnum bíl- um; skilja þá eftir heima. Ekkert dugar. Þeir álpast af stað og reyna að komast fram fyrir glópinn sem er á undan þeim — en sitja svo fastir og enginn kemst framhjá. Umferð illa búinna farartækja er ekki bönnuð. Og þaö er fjandi hart fyrir þá sem eru vel útbúnir á fjór- hjóladrifsbilum með keðjur á öllum hjólum aö láta þessa bjálfa í umferð- inni stöðvaförsína. Alvarlegast er þó að lögreglubílar, slökkviliðsbílar og sjúkrabílar komast heldur ekki leiðar sinnar. Maður er alveg undrandi á því hvað yfirvöld líöa mönnum í þessum efnum. Fyrir smáyfirsjónir fá menn sektir en þaö kostar ekkert að stöðva alla um- ferð í Reykjavík. ÓVEÐURSRAUNIR: Land Rover ók á Volvo og hvarf útísortann —vill ökumaður gefa sig f ram? Erla Guðjónsdóttirhringdi: I óveðrinu sl. þriðjudagsmorgun (4. janúar), klukkan rúmlega átta, varð mér á að aka aftan á bíl. Þetta var á Hafnarfjaröarvegi, rétt sunnan við Kópavogsbrú, og var ég á leið í átt til Hafnarfjarðar. Land Rover-jeppi, blár eða grár, kom á eftir mér og gat ekki stöðvað. Hann lenti á hliðinni á mínum bíl, sem er vínrauður Volvo. Vegna óveðursins fór ég ekki strax út úr bílnum og hvarf Land Roverinn út í sortann. Eg biö því ökumann Land.Roversins um að hringja í síma 45469, eftir kl. 18, eða hafa samband við lögregluna í Kópavogi. Undanferið hefa akstursskilyrðl verið erfið á höfuðborgarsvæðinu. Erla Guðjónsdótdr var ein þeirra er fengu að kenna á þvi. íkafaldskófi ók hún á bii, siðan ókjeppi á hana — og hvarf. Opið bréf til blaðamanna: Aðgát skal höfö í nærveru sálar Eggert Sigurðsson hringdi: Mér finnst allt of langt vera gengið í fréttaflutningi dagblaöanna af hörmulegum atburðum. Þá hef ég í huga þann frásagnarmáta sem ein- kenndi fréttaflutning blaðanna af voöaverkinu er framið var á Klepps- veginum á nýársdagsmorgun. Eg fæ ekki séð að mig né aðra varöi um nákvæmlega á hvaöa hæö, til hægri eða vinstri, eða í hvaöa húsi harmleikurinn átti sér stað. Hvað kom til að blöðin birtu ekki líka myndir af eigendum íbúðarinnar? Blaöamenn ættu aö hafa í huga heilræðið: Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.