Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1983, Blaðsíða 5
DV. MANUDAGUR10. JANUAR1983. 5 Annasamt hjá lögreglu og björgunarsveitum: JÁRNPLÖTUR OG BÍLAR FUKU Fáeinir bílar fuku út af yegum viö Keflavík og nágrenni, aðallega á svæöinu frá Stapanum og þar inn af. Hefur Keflavíkurlögregian veriö meö jeppa og náö þeim f ljótlega upp. Járnplötur fuku af tveimur húsum í Vestmannaeyjum og smábátar hafa losnaö. Þar hefur verið mjög hvasst um helgina, eöa um 12 vind- stig. Hliöarrúöa fauk úr bifreið í Hafnarfiröi á laugardag og mikið snjóaði inn. Kona og barn voru í bíln- um og fengu fljótlega aöstoö. Þar gekk á meö dimmum éljum, Hafnar- fjöröur varö rafmagnslaus á sunnu- dagsmorgun svo og Reykjanesið og hluti af Garðabæ. Miklar annir voru hjá lögreglunni víöa um land viö að koma fólki til vinnu, þá einkum flutningar að og frá sjúkrahúsum. 'Þaö var björgunarsveitin Stefnir sem kom Kópavogslögreglunni til aöstoöar. Þurftu margir á hjálp lögreglu aö halda til að losa bifreiðar sínar sem sátu fastar. Almennt voru þeir bílar illa útbúnir að sögn lögreglu og fólk ekki klætt til aö ganga í óveörinu, hafi þaö þurft aö yfirgefa bíla sína.RR Miklar tafir í millilandaflugi — fóru f rá Luxemborg á laugardag en voru komnir þangað aftur í gærkvöldi „Það hafa oröiö miklar tafir í millilandafluginu og í dag má segja að þaö gangi bókstaflega ekki neitt,” sagöi Hulda Hauksdóttir í farþega- afgreiöslu Flugleiða á Keflavíkurflug- velli í samtali viö DV í gær. Hulda sagöi aö tvær vélar hefðu átt aö fara í gærmorgun til Gautaborgar og Kaupmannahafnar, en fresta heföi orðið ferðunum vegna veöurs og biðu farþegarnir eftir því aö þaö rofaði til. Á laugardag átti vél frá Luxemborg á leiö til New York að millilenda í Keflavík. Það var ekki hægt og flaug vélin því yfir. Þegar svo aftur var haldið til Luxemborgar í gær var aftur ekki hægt aö millilenda í Keflavík. Þaö voru því um hundrað Islendingar sem lögöu af stað á laugardag frá Luxem- borg til Islands, en voru aftur komnir til Luxemborgar í gærkvöldi eftir að hafa fengið óvænta New York ferð. -JGH. Það er heldur kuldalegt um að litast víðast á landinu. Óveðurskaflinn að undanförnu hefur verið óvenju langvar- andi og hver lœgðin rekur aðra. Hvalbátarnir kúra í höfn- inni og er líktþví aðþeir séu að sökkva í snœ. DV-mynd Bjarnleifur Tveggja manna leitað á Fjarðarheiði Mannskapur var sendur á tveimur og urðu mennirnir viöskila. Tveir snjóbílum frá Egilsstööum til aö leita þeirra létu vita og var strax sent út tveggja manna á Fjarðarheiði. Fjórir leitarliö. Komu vinirnir fljótlega í leit- menn á tveimur bifreiöum meö vél- imar en urðu að skilja eftir ökutækin sleða í eftirdragi fóru á Fjaröarheiði á og snjósleöana. Flutningabíll kom laugardag til aö mæla út fyrir mönnunumniöurheiöina. skíöalyftum. Skall á dumbungsveöur -RR. rrNú er oft úti veður vont" Útsala okkar stendur yfir á hlýjum fatnaði: Kápur, jakkar, pils, úlpur og mikil verðlækkun í boði. INIú er tækifæri til þess að búa sig undir þorrann. Tölvupappir Lagerpappír í öllum stærðum og gerðum Launaseðlar, bónusseðlar og allar sérprentanir llll FORMPRENT Hverfisgötu 78, símar 25960 - 25566 ÚTSALA, ÚTSALA VAL STRANDGÖTU 34 HAFNARFIRÐI - SÍMI52070.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.